Morgunblaðið - 22.08.2008, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 22.08.2008, Blaðsíða 34
Ég bara man ekki hvaða flokkar stjórna akkúrat núna. Er Birgir Ísleif- ur borgarstjóri …? 39 » reykjavíkreykjavík  Það verður án efa margt um manninn á Mikla- túni annað kvöld þegar stór- tónleikar Lands- bankans og Rásar 2 verða haldnir. Þeir flytjendur sem þar koma fram eru ekki af verri endanum, eða Fjallabræður, Bloodgroup, Hjaltalín, Magnús og Jóhann, Jet Black Joe og Nýdönsk. Nýjustu fregnir herma svo að sjálfur Páll Óskar Hjálmtýsson ætli einnig að taka lagið á tónleik- unum. Hann ætlar þó ekki að koma fram einn síns liðs, heldur hefur heyrst að hann ætli að fá hljóm- sveitina Hjaltalín til liðs við sig og taka með henni lagið „Þú komst við hjartað í mér“ sem hefur notið töluverðra vinsælda að und- anförnu. Búist er við mikilli sýn- ingu á tónleikunum, sprengingum og látum. Svo er bara spurning hvort frek- ara framhald verður á samstarfi Páls Óskars og Hjaltalín þótt ólík- ari flytjendur séu vandfundnir. Páll Óskar gengur til liðs við Hjaltalín  Miðasala á gamanleikinn Fló á skinni í Borgarleikhúsinu hefst kl. 10 í dag. Eins og margir eflaust muna sló verkið rækilega í gegn norðan heiða á síðasta leikári, og hafa höfuðborgarbúar því beðið með öndina í hálsinum eftir að fá verkið suður. Þannig hefur starfs- fólk Borgarleikhússins vart haft undan að svara símtölum frá fólki sem getur ekki beðið eftir að sjá herlegheitin. Biðin er hins vegar senn á enda – fyrsta sýning verður föstudaginn 5. september. Rauðglóandi símalínur Til mikils er að vinna og er ekki nóg með að sigurvegarinn verði leystur út með miklum öndvegis rafmagnsgítar frá Dean, sérhönnuðum bronsverðlaunagrip og alls kyns forritum, búnaði og orku- drykkjum heldur borgar keppnin flug og uppihald á tónlistarhátíðina 2009 D.O.A. Party þar sem sigurvegarinn fær að leika listir sínar fyrir æstan skara áhorfenda. Ætlaði ekki að ílengjast Thiago fæddist í Porto Alegre í suður- hluta Brasilíu og hafði látið töluvert að sér kveða í tónlistarbransanum þar í landi. Hann kom fyrst til Íslands árið 2004 til að leiðbeina á masterclass- námskeiði. „Nokkru síðar bauðst mér kennarastaða við tónlistarskóla og ég fluttist til landsins 2005,“ segir gít- arleikarinn knái og játar að það hafi ekki vakað fyrir honum að ílengjast á Ís- landi og var ætlunin aðeins að breyta um umhverfi í smátíma. En nú er ekkert fararsnið á honum Thiago lengur. „Í Brasilíu þurfti ég að vinna allan liðlang- an daginn en hér á Íslandi get ég ein- beitt mér að kennslunni og tónlistinni. Það er líka gott að vera með fjölskyldu hérna, mjög barnvænt og öruggt um- hverfi.“  Sjóðheitur og síðhærður brasilískur rafmagnsgítarleikari alsæll í norðannepjunni á Ólafs- firði  Með efstu mönnum í stórri alþjóðlegri gítarkeppni Heimasíða keppninnar: www.deanguitars.com/shredder Thiago á Myspace: http://www.myspace.com/thiagotrinsi Thioago á Youtube: http://uk.youtube.com/user/thiagotrinsi Heimasíða Thiago: www.thiagotrinsi.com Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is „ÉG get varla hlustað á fyrstu plötuna mína í dag,“ segir Lovísa Elísabet Sigrúnardóttir, betur þekkt sem Lay Low, í viðtali sem birtist í nýjasta tölublaði bandaríska tónlistar- tímaritsins Billboard. Tilefni viðtalsins er væntanleg plata hennar sem kemur í verslanir á Íslandi hinn 16. október, og í Bandaríkjunum í febrúar. Upptökustjóri plötunnar heitir Liam Watson, en hann er hvað þekktastur fyrir að hafa stýrt upptökum á Elephant, plötu White Stripes, auk nýjustu plötu James Hunter. „Það verður meiri hljómsveitar-stemning á þessari plötu. Ég og Liam náðum mjög vel leikritið Ökutímar sem sýnt var hjá Leikfélagi Akureyrar á síðasta leikári, en platan sú hefur selst í um 3.000 eintökum. Í greininni í Billboard segir að Lay Low sé því að verða tilbúin til þess að „brjóta sér leið“ frá 300.000 manna eyju, og kanna önnur lönd. „Mér finnst mjög gott að syngja á ensku og í þau skipti sem ég hef farið á tónleikaferðalag um Bandaríkin, til Los Angeles og New York, hefur mér liðið mjög vel,“ segir Lay Low í við- talinu. Að sögn Kára Sturlusonar, umboðsmanns Lay Low, mun hún halda útgáfutónleika í Frí- kirkjunni í október, en fyrsta lagið af nýju plötunni mun hljóma á íslenskum útvarps- stöðvum frá og með miðjum september. saman í gegnum tónlistina sem við elskum,“ segir söngkonan ennfremur í viðtalinu. Þá kemur fram í greininni að lag Lay Low, „Mojo Love“, hafi selst í um 1.000 eintökum á netinu í Bandaríkjunum, en lagið mátti heyra í hinum gríðarlega vinsælu sjónvarpsþáttum Grey’s Anatomy fyrir skömmu. Tónleikar í Fríkirkjunni Þá segir ennfremur að annað lag Lay Low, „Wonderplace“, muni hljóma í heimild- armyndinni Searching For On The Road. Væntanleg plata Lay Low verður önnur plata hennar, en sú fyrsta, Please Don’t Hate Me, kom út í október árið 2006 og hefur selst í um 10.000 eintökum. Þá samdi hún tónlist við Lay Low í Billboard  Önnur plata söngkonunnar er væntanleg í verslanir í október  Upptökustjóri plötunnar stjórnaði m.a. upptökum á Elephant Athygli Viðtalið við Lay Low í Billboard, sem er eitt stærsta tónlistartímarit heims. Eftir Ásgeir Ingvarsson asgeiri@mbl.is BRASILÍSKU gítarhetjuna Thiago Trinsi skolaði alla leið til Ólafsfjarðar fyrir nokkrum árum. Með smáheppni (og góðum stuðningi landsmanna) gæti þessi brasilíski fjölskyldumaður sigrað í stórri gít- arkeppni sem nú fer fram á netinu. „Keppnin hófst 1. júlí en ég kom ekki inn fyrr en í síðustu viku og er strax kominn á mjög góðan stað,“ segir Thiago. Það er gítarframleiðandinn Dean sem stendur fyrir keppn- inni, Get Your Wings Shredder Search en fyrir þá sem ekki eru inngvígðir í fræðin kallast það að „shredda“ þegar spilað er ákaflega hratt á rafmagnsgítar með alls kyns kúnstum og fingrafimi. Fingur á flugi Thiago var í gær í 19. sæti vefkosning- arinnar en ætla má að um 550 manns á öllum aldri og frá öllum heimshornum hafi sent í keppnina 60 sekúndna mynd- brot þar sem þeir sýna hæfni sína á raf- magnsgítarinn. Á myndskeiðinu sínu leikur Thiago hluta úr verki sínu „Fire“ sem hann von- ast til að gefa út á diski innan tíðar. „Ætli ég megi ekki þakka árangurinn því að ég blanda bæði saman góðum stíl og melódíu,“ segir Thiago sem á upptök- unni hreyfir fingur á köflum svo hratt að augu og eyru hafa vart við. „Flestir keppendurnir reyna bara að spila sem allra hraðast á gítarinn en sýna minna af fjölbreytni og tækni.“ Shreddarinn mikli

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.