Morgunblaðið - 22.08.2008, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 22.08.2008, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. ÁGÚST 2008 35 Þjóðleikhúsið Af öllum sviðum lífsins 551 1200 | midasala@leikhusid.is Miðasalan er opin mánudaga og þriðjudaga kl.12:30-18:00, aðra daga vikunnar frá kl. 12:30 til 20, og alltaf klukkustund fyrir sýningu ef um breyttan sýningartíma er að ræða. Stóra sviðið Skilaboðaskjóðan Sun 7/9 kl. 14:00 Sun 14/9 kl. 14:00 Ath. aukasýn. 4. maí Ástin er diskó - lífið er pönk Lau 30/8 kl. 20:00 Lau 6/9 kl. 20:00 Sun 7/9 kl. 20:00 Sýningar haustsins komnar í sölu Engisprettur Lau 4/10 kl. 20:00 Fös 10/10 kl. 20:00 Kassinn Utan gátta Fös 17/10 frums. kl. 20:00 Lau 18/10 kl. 20:00 Kúlan Klókur ertu - Einar Áskell Lau 30/8 frums. kl. 15:00 Sun 31/8 kl. 11:00 Sun 31/8 kl. 12:15 Brúðusýning fyrir börn Borgarleikhúsið 568 8000 | midasala@borgarleikhus.is Fló á skinni (Stóra sviðið) Fös 5/9 frums. kl. 20:00 Lau 6/9 2. sýn. kl. 19:00 Sun 7/9 3. sýn. kl. 20:00 Mið 10/9 aukas. kl. 20:00 Fös 12/9 4. sýn. kl. 19:00 Lau 13/9 5. sýn. kl. 19:00 Fim 18/9 aukas. kl. 20:00 Fös 19/9 6. sýn. kl. 19:00 Fýsn (Nýja sviðið) Fös 12/9 frums. kl. 20:00 Lau 13/9 2. sýn. kl. 20:00 Sun 14/9 3. sýn. kl. 20:00 Fös 19/9 4. sýn. kl. 20:00 Lau 20/9 5. sýn. kl. 20:00 Sun 21/9 6. sýn. kl. 20:00 Gosi (Stóra sviðið) Sun 7/9 kl. 14:00 Sun 14/9 kl. 14:00 Sun 14/9 kl. 17:00 Sun 21/9 kl. 14:00 Sun 21/9 kl. 17:00 Sun 28/9 kl. 14:00 Leikfélag Akureyrar 460 0200 | midasala@leikfelag.is Óvitar (LA - Samkomuhúsið ) Lau 30/8 frums. kl. 20:00 Sun 31/8 kl. 18:00 Fös 5/9 kl. 20:00 Lau 6/9 kl. 20:00 Sun 7/9 kl. 15:00 Lau 13/9 kl. 20:00 Fjölskylduskemmtun Landnámssetrið í Borgarnesi 437 1600 | landnamssetur@landnam.is BRÁK eftir BrynhildiGuðjónsdóttur (Söguloftið) Lau 23/8 kl. 15:00 Ö Lau 23/8 kl. 20:00 Sun 24/8 kl. 16:00 Ö Fös 29/8 kl. 20:00 U Lau 30/8 kl. 15:00 Ö Lau 30/8 kl. 20:00 Lau 6/9 kl. 15:00 Lau 6/9 kl. 20:00 U Sun 7/9 kl. 16:00 Fös 3/10 kl. 20:00 U Lau 4/10 kl. 15:00 Lau 4/10 kl. 20:00 Þrjár tilnefningar til Grímunnar Íslenska óperan 511 4200 | midasala@opera.is Cavalleria Rusticana og Pagliacci Fös 19/9 frums. kl. 20:00 Ö Sun 21/9 kl. 20:00 Fim 25/9 kl. 20:00 Lau 27/9 kl. 20:00 Lau 4/10 kl. 20:00 Sun 5/10 kl. 20:00 Fös 10/10 kl. 20:00 Sun 12/10 kl. 20:00 Forsala miða hefst 20. ágúst á www.opera.is! Hafnarfjarðarleikhúsið 555 2222 | theater@vortex.is Mammamamma (Hafnarfjarðarleikhúsið) Sun 31/8 kl. 20:00 Ö Fim 4/9 kl. 20:00 Sun 7/9 kl. 20:00 Fim 11/9 kl. 20:00 Sun 14/9 kl. 20:00 síðustu sýningar Íslenski dansflokkurinn 568 8000 | midasala@borgarleikhus.is Duo (Litla svið) Fim 16/10 1. sýn kl. 20:00 Fös 17/10 kl. 20:00 Fös 24/10 kl. 20:00 Lau 25/10 kl. 20:00 Sun 26/10 kl. 20:00 Frú Norma 4711166 | norma@frunorma.is Fjársjóðsleit (Útisýning) Lau 23/8 kl. 16:30 Mæting við Olís í Fellabæ Kómedíuleikhúsið Ísafirði 8917025 | komedia@komedia.is Pétur & Einar (EinarshúsBolungarvík) Fim 4/9 kl. 20:00 Fim 11/9 kl. 20:00 Fim 18/9 kl. 20:00 Eftir Ásgeir Ingvarsson asgeiri@mbl.is MIKIL og fjölbreytileg innlend dagskrárgerð verður hjá Stöð 2 í vetur, gamanþættir, barnaefni, spjallþættir, fréttaskýringar og lögfræðikrimmi. „Við setjum leikið íslenskt sjón- varpsefni í forgang rétt eins og síðasta vetur,“ segir Pálmi Guð- mundsson sjónvarpsstjóri Stöðvar 2 og minnist mikillar velgengni grínþáttarins Næturvaktarinnar og glæpaþáttarins Pressu. „Við er- um afar stolt af því sem boðið verður upp á enda höfum við kapp- kostað að vanda sérstaklega til verka og bjóða upp á fjölbreytt og skemmtilegt íslenskt sjónvarps- efni.“ Hreinræktaðir gamanþættir Gamanþátturinn Ríkið hefst strax í kvöld og skartar hópi margra vinsælustu gamanleikara landsins sem áður hafa gert Strák- ana, Fóstbræður, Svínasúpuna og Stelpurnar. Sögusviðið er skrif- stofa og söguhetjurnar skrautlegt safn starfsmanna en vinnustað- urinn er vægast sakt þjakaður af samskiptaörðugleikum. Meðal leikara má nefna Þorstein Bach- mann, Halldóru Geirharðsdóttur, Auðunn Blöndal og Þorstein Bach- mann. Sýningar hefjast 21. september á Dagvaktinni, framhaldi þáttarað- arinnar Næturvaktarinnar sem sýnd var síðasta vetur. „Ég held að það sé óhætt að fullyrða að engrar íslenskrar þáttaraðar hafi verið beðið með eins mikilli eft- irvæntingu og Dagvaktarinnar,“ segir Pálmi Guðmundsson. „Eftir að hafa séð fyrstu þættina get ég lofað því að nýja þáttaröðin mun sannarlega ekki valda vonbrigðum og þvert á móti auka enn á vin- sældir Ólafs Ragnars, Georgs Bjarnfreðarsonar og Daníels.“ Ragnar Bragason leikstýrir þáttunum og skrifar handritið ásamt Jóhanni Ævari Grímssyni, Jóni Gnarr, Pétri Jóhanni Sigfús- syni og Jörundi Ragnarssyni en þeir þrír síðastnefndu fara með aðahlutverkin. Söguhetjurnar eru nú komnar í Berufjörð til að vinna á Hótel Bjarkalundi en samskiptin eru jafnstirð og áður. Ólíkir spjallþættir Spjallþátturinn Logi í beinni verður aftur á dagskrá og mun Logi Bergmann Eiðsson fá til sín skemmtilega viðmælendur og lista- menn. Sigmundur Ernir Rún- arsson stýrir spjallþættinum Mannamál í vetur og að sjálfsögðu verður Jón Ársæll Þórðarson á sín- um stað með Sjálfstætt fólk en þetta er sjöundi veturinn sem þættirnir eru á dagskrá. Sýningar hófust á Latabæ í ágúst og verða sýndir 19 þættir í vetur og fréttaskýringaþátturinn Kompás fer í loftið í september. Réttardrama og gamanrómantík Þess má vænta að fleiri þættir bætist við seinni hluta vetrar. Þannig er von á þáttunum Réttur í desember en um er að ræða svo- kallaðan „lögfræðikrimma“. Segja þættirnir af þremur lögmönnum á stofu. Einn þeirra, Logi, þykir með bestu lögmönnum landsins en hann teflir á tæpasta vað, bæði í einka- lífi og starfi. Ástríður heitir rómantísk gam- anþáttaröð verður sýnd eftir ára- mót og skartar Ilmi Kristjáns- dóttur í aðalhlutverki en úr leikarahópnum má nefna Kjartan Guðjónsson, Friðrik Friðriksson, Rúnar Frey Gíslason og Hilmi Snæ Guðnason. Þættirnir fjalla um unga konu sem hefur störf hjá fjármálafyrirtæki og gengur bæði illa að fóta sig í hörðum heimi við- skiptalífsins og heimi ástarlífsins. Sveppi verður með þátt fyrir börnin á laugardögum og sunnu- dögum, hönnunarþátturinn Hæðin fer í loftið næsta vor og Jói Fel byrjar í nóvember að reiða fram úrvalsrétti. Á Stöð 2 Sport verða þættirnir 442, Meistaramörkin, Ut- an vallar og 10 bestu á sínum stað. Húmor Sjónvarpsstjórinn segir Dagvaktina ekki valda vonbrigðum. Jón Gnarr, Pétur Jóhann Sigfússon, Jörundur Ragnarsson og Ólafía Hrönn Jónsdóttir í stellingum. Grínlandsliðið, lagaflækjur og vinnustaðarómantík  Fjöldi nýrra íslenskra leikinna þátta á Stöð 2 í vetur  Jafnt léttir og inni- legir viðtalsþættir og fréttaskýringar Á kontórnum Gamanþátturinn Ríkið fer í loftið í kvöld og segir frá vand- ræðum skrifstofufólks. Auðunn Blöndal í hlutverki sínu. SÖNGVARINN Ricky Martin hefur eignast tvíburasyni, en hann fékk leigumóður til þess að ganga með tvíburana. Ekki er gefið upp hver móðirin er né hvenær drengirnir fæddust eða hvað þeir hafa verið nefndir. Ætlar Martin að taka sér hlé frá störfum til þess að sinna drengjunum. Í tilkynningu frá umboðsmanni söngvarans kemur fram að nýverið hafi hann eignast tvíburasyni sem hann sé ákaflega stoltur af. Börnin, sem leigumóðir hafi gengið með, séu heilbrigð og þau séu í fullri um- sjón söngvarans. Segir ennfremur í tilkynningunni að Ricky sé í sjöunda himni og hlakki til að takast á við föðurhlut- verkið. Hann muni halda sér utan sviðsljóssins það sem eftir sé árs til þess að geta eytt tíma með börnum sínum. Reuters Svalur? Ricky Martin. Eignaðist tvíbura

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.