Morgunblaðið - 24.08.2008, Síða 1

Morgunblaðið - 24.08.2008, Síða 1
S U N N U D A G U R 2 4. Á G Ú S T 2 0 0 8 STOFNAÐ 1913 230. tölublað 96. árgangur Landsprent ehf. MBL.IS Morgunblaðið hvar sem er hvenær sem er Leikhúsin í landinu Komdu í leikhús Gosi >> 43 NÚ FÁ SÉR ALLIR ÁSKRIFT! 4 LEIKSÝNINGAR Á EINUNGIS 8.900 kr. Hringdu í síma 568 8000 eða farðu á borgarleikhus.is TÖKUR Á HAMRINUM UNDIR BLÁHIMNI REYKJAVÍKREYKJAVÍK ÍSÆTURNAR ÍSLENDINGAR ÍSGERÐARLISTIN Eftir Guðnýju Hrafnkelsdóttur gudnyh@mbl.is HANNA Birna Kristjánsdóttir tók nýverið við embætti borgarstjóra Reykjavíkur. Hún og Guðfinna systir hennar eru samrýmdar og leita oft ráða hvor hjá annarri varðandi allt milli himins og jarðar. Þær segjast ólíkar að mörgu leyti en telja að það sé jafnvel ástæðan fyrir því hversu góðar vinkonur þær eru í dag. Þær telja einnig að það hafi ekki skemmt fyrir að lítill aldursmunur er á þeim. Hæglátt og rólegt barn „Hún var og er opnari en ég og var sem barn miklu hressari. Hún var mannblendnari en ég, sótti meira í fé- lagslíf og vildi hafa marga í kringum sig. Ég var hins vegar rólegri og vildi vera út af fyrir mig. Sem barn var ég fremur hæglát, róleg og feimin,“ seg- ir Hanna Birna um þær systur. Guðfinna segist hafa verið mun meiri prakkari en Hanna Birna og að hún hafi getað nýtt sér á skemmti- legan hátt hversu róleg og saklaus hún var. Þegar þær fengu sælgæti á laugardögum var auðvelt fyrir Guð- finnu að verða sér úti um meira þegar hún var búin með sitt. Hanna Birna hafði mun meiri sjálfstjórn og sparaði yfirleitt sitt sælgæti. Svo Guðfinna plataði hana í einfalda leiki til að borða sælgætið hennar líka. „Eitt skiptið langaði mig alveg rosalega í sælgætið hennar af því að mitt var búið. Svo ég sagði henni að fara upp á borð, því við værum að fara í leik. Leikurinn var þannig að ég var svangur fiskur sem ætti stutt eft- ir vegna hungurs og Hanna átti að gefa mér að borða,“ segir Guðfinna hlæjandi, enda um sniðugt uppátæki að ræða. Þær segjast þó yfirleitt hafa verið ljúfar og góðar hvor við aðra. Plataði litlu systur sína Spjalla saman og leita ráða hvor hjá annarri oft í viku og rækta vináttuna Í HNOTSKURN »Tvö ár eru milli systrannaGuðfinnu og Hönnu Birnu og er Guðfinna eldri þeirra tveggja. »Hanna Birna segir bestustundir þeirra systra sam- an tvímælalaust tengjast börn- um þeirra. »Systurnar eru báðartveggja barna mæður. Systurnar Hanna Birna og Guðfinna eru að eigin sögn eins og svart og hvítt Morgunblaðið/Golli Systur Þó að önnur sé meiri prakkari og hin rólegri eiga þær vel saman. Bandaríkjamenn dást einna mest að fréttaflutningi Jon Stewart, umsjón- armanns The Daily Show. Hann seg- ist þó vera ekkifréttamaður. VIKUSPEGILL Með trúðsnef eða fréttanef? Philippe Starck, einn frægasti hönn- uður heims, hefur hannað vindmyllu til heimilisnota og hefur sitthvað fleira gagnlegt á prjónunum. Philippe Starck fer grænu leiðina Þegar Mamma Mia! var frumsýnd komu liðsmenn ABBA saman eftir langan aðskilnað. Félagarnir hafa þó ekki setið auðum höndum. Nýtt ABBA-æði grípur um sig  Stjórnar hlátrasköllunum | 10 VINNA við undirbúning að flutningi málefna fatl- aðra frá ríki til sveitarfélaga er komin á fulla ferð en auk þess eru á vettvangi stjórnsýslunnar uppi hugmyndir um mikla fækkun sveitarfélaga á næstu árum. Í þeirri vinnu sem unnin hefur verið hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga hefur verið miðað við að sveitarfélögin taki við málefnum fatl- aðra árið 2011 en einnig hefur verið unnið að flutn- ingi málefna aldraðra frá ríki til sveitarfélaga, þótt sú vinna sé skemmra á veg komin. Ef sveitarfélög- in taka við báðum þessum málaflokkum, þá vex hlutur sveitarfélaga í opinberri samneyslu úr um 32–35% í yfir 40%. Umfangi þessara málaflokka má líkja við flutning grunnskólans til sveitar- félaganna um miðjan seinasta áratug. Málefni sveitarfélaga heyra undir samgöngu- ráðuneytið og segist Kristján Möller samgöngu- ráðherra sannfærður um að unnt sé að láta sveit- arfélögin taka við málefnum fatlaðra á kjörtíma- bilinu. Styrkja þarf sveitarfélögin Kristján segir að styrkja þurfi sveitarfélögin til að taka við málaflokknum auk annarra verkefna frá ríkinu, en hann hefur kynnt hugmyndir sínar um eflingu sveitarstjórnarstigsins og hvort tíma- bært sé að auka lágmarksíbúafjölda sveitarfélaga úr 50 í 1.000. Verði íbúaþröskuldurinn stilltur á 1.000 hefði það í för með sér mikil umskipti og fækkun niður í 30 sveitarfélög, en þau eru nú 79. Í samgönguráðuneytinu er hafin mikil vinna við breytingar á sveitarstjórnarlögum sem gætu kom- ið fram í frumvarpi á næsta þingi. Halldór Halldórsson, formaður SÍS, segir að sveitarfélögin í landinu vilji frekari sameiningu sveitarfélaga, en með frjálsri aðferð. „Komi ráð- herra fram með frumvarp þessa efnis, þá þarf það að fá sérstaka umfjöllun á vettvangi sveitarfélag- anna,“ segir hann. | 12 Í HNOTSKURN »Fyrir liggur áfangaskýrslaá vegum verkefnisstjórnar ráðuneyta og sveitarstjórna um málefni fatlaðra og mögu- leika á tilflutningi málaflokks- ins. Skýrslan hefur ekki verið gerð opinber. »Stjórnin telur að ríki ogsveitarfélög þurfi nú að huga að næstu skrefum. Nýr veruleiki sveitarfélaga Tilfærsla málaflokka frá ríki til sveitarfélaga í uppsiglingu auk fækkunar þeirra

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.