Morgunblaðið - 24.08.2008, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 24.08.2008, Blaðsíða 4
4 SUNNUDAGUR 24. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR TÓMATUR er ekki lengur bara tóm- atur sem seldur er í lausu og neyt- andinn sker ofan á brauð. Nú eru seldar tíu mismunandi tegundir og pakkningar. Kirsuberjatómatar sem heita eftir löguninni eru vinsælasta sér- tegund tómata hér á landi, svo koma svokallaðir konfekttómatar sem erlendis eru kenndir við sherrý eða plómur. Heilsutómatar sem Guðjón á Melum hefur hafið framleiðslu á, sækja á. Tómatarnir hafa fengið þetta heiti vegna þess hversu auðugir þeir eru af lýkópen sem er öflugt andoxunarefni. Ekki bara tómatar SEGJA má að norsk-íslenskum ólympíusigri hafi verið fagnað á laugardag þegar norska kvenna- landsliðið í handbolta vann til gullverðlauna eftir sigur á Rússum á ÓL í Peking. Aðstoðarþjálfari norska landsliðsins er nefnilega Selfyssingurinn Þórir Hergeirsson, sem nú tók þátt í sínum fyrstu Ólympíuleikum sem aðstoðarþjálfari. Aðalþjálfari er Marit Breivik. Þórir er 44 ára að aldri og hefur verið búsettur í Noregi í rúma tvo áratugi. Norsku stúlkurnar unnu yfirburðasigur á Rússum, 34:27. Þórir býr í litlum bæ skammt utan við Stav- anger, en bærinn heitir Klepp. „Ég hef þjálfað víða í Noregi og ég kynntist konunni minni í Elverum þar sem ég var þjálfari í 6 ár. Við höfum búið í Skeid í tvö ár en frá árinu 1997 höfum við búið í Klepp,“ sagði hann í viðtali í 24 stundum. Þegar Þórir var spurður að því hvort hann hefði ekki áhuga á því að taka við sem aðalþjálfari norska kvennaliðsins brosti hann bara. „Vissu- lega væri það gaman að fá slíka ábyrgð. Við Marit höfum náð vel saman á undanförnum árum og mér finnst ég ekki vera neinn „aðstoðar“- maður.“ Norsk-íslenskt Ólympíu- gull í kvennahandbolta Þórir Hergeirsson FRÉTTASKÝRING Eftir Boga Þór Arason bogi@mbl.is BARACK Obama hefur valið öld- ungadeildarþingmanninn Joseph Biden sem varaforsetaefni demó- krata í kosningunum í nóvember og það getur reynst tvíeggjað val. Helsti kostur Bidens – mikil reynsla og þekking á utanríkis- og öryggis- málum – er álitinn helsti veikleiki Baracks Obama, sem var kjörinn í öldungadeild Bandaríkjaþings fyrir þremur árum. Mikil þekking og reynsla Bidens getur hjálpað Obama að verjast full- yrðingum repúblikana um að hann sé ekki tilbúinn til að gegna forseta- embættinu. Biden hefur setið í öldungadeild Bandaríkjaþings í 35 ár – áratug lengur en John McCain – og það get- ur grafið undan ímynd Obama sem boðbera breytinga í bandarískum stjórnmálum. Einnig er hægt að líta svo á að með valinu sé Obama í raun að viðurkenna reynsluskort sinn og takmarkaða þekkingu á utanríkis- og öryggismálum. Svo virðist sem hann treysti sér ekki í slaginn við John McCain án aðstoðar gam- alreynds stjórnmálarefs sem hefur reynst mjög slunginn í hefðbundnu stjórnmálakarpi demókrata og repúblikana. Þegar valið stóð á milli breytingar og óbreytts ástands valdi Obama það síðarnefnda. Biden gagnrýndi Obama Stuðningsmenn McCains voru fljótir að benda á að Biden hefur verið mjög gagnrýninn á Obama. „Enginn hefur gagnrýnt reynslu- skort Obama harðar en Joe Biden,“ sagði talsmaður McCains, Ben Porr- itt. „Biden hefur fordæmt slæma dómgreind Baracks Obama í utan- ríkismálum og fært sterk rök fyrir því sem Bandaríkjamenn eru nú að átta sig á – að Obama er ekki tilbú- inn til að gegna forsetaembættinu.“ Talsmaðurinn skírskotaði til þess að Biden lét þau orð falla fyrir ári að hann teldi ekki að Obama væri tilbú- inn í forsetaembættið, sem væri ekki þess eðlis að það „byði upp á starfs- þjálfun“. Á þeim tíma sóttist Biden sjálfur eftir því að verða valinn for- setaefni demókrata en hann dró framboð sitt til baka eftir að hafa fengið tæpt eitt prósent atkvæða í forvali demókrata í Iowa í janúar. Biden var einnig í framboði í for- kosningum demókrata árið 1988 en dró það til baka eftir að hafa við- urkennt að hann hefði stolið setn- ingum úr ræðu Neils Kinnocks, þá- verandi forsætisráðherra Bretlands. Joseph Biden er 65 ára að aldri og var aðeins 29 ára þegar hann var fyrst kjörinn í öldungadeildina árið 1972. Hann er kaþólskur og höfðar sterkt til kjósenda í verkalýðsstétt, hóps sem Obama átti erfitt með að vinna á sitt band í forkosningum demókrata. Biden getur verið líflegur og beitt- ur í málflutningi en hefur verið gagnrýndur fyrir að vera stundum of langorður. Tvíeggjað val Mikil reynsla Bidens vegur upp reynsluskort Obama en valið grefur einnig undan ímynd Obama sem boðbera breytinga JOSEPH Biden er öldungadeildarþingmaður fyrir Delaware og formaður utanríkismálanefndar deildarinnar. Hann er einn af áhrifamestu þingmönn- um Bandaríkjanna á sviði utanríkis- og öryggismála. Hann styður eindregið Sameinuðu þjóðirnar og alþjóðlegt samstarf og hefur gagnrýnt þá stefnu stjórnar George W. Bush Bandaríkjaforseta að fara sínar eigin leiðir til að leysa vandamál á alþjóðavettvangi. Biden greiddi atkvæði með því að heimila innrásina í Írak, en Barack Obama var andvígur henni frá upphafi. Biden hefur hins vegar gagnrýnt hernaðinn í Írak harðlega og knúði fram ályktun í öldungadeildinni um að sú ákvörðun Bush að fjölga bandarískum hermönn- um í Írak í fyrra þjónaði ekki hagsmunum Bandaríkjanna. Gagnrýndi hernaðinn í Írak Reuters Meðframbjóðandi Barack Obama með þingmanninum Joseph Biden sem verður varaforsetaefni demókrata. FRÉTTASKÝRING Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is AUKIN ræktun sértegunda tómata hér á landi hefur breytt miklu fyrir framleiðendur. Framleidd verða yfir 1800 tonn af tómötum í ár, þrefalt meira en fyrir fimm árum. Garð- yrkjubændur segja að aukin fjöl- breytni í framleiðslunni og framboð tómata allt árið skýri þessa neyslu- og söluaukningu. Flúðir og uppsveitir Árnessýslu eru Mekka ylræktarinnar í landinu. Bændur bera sig vel. Sumarið hefur verið gott til ræktunar og salan hef- ur aukist. „Við þurfum að hafa okkur alla við til að hafa nóg fyrir neyt- endur,“ segir Knútur Ármann í Frið- heimum í Bláskógabyggð sem rækt- ar meðal annars ýmsar tegundir af tómötum. Friðrik Friðriksson í Jörfa á Flúðum segir að bein tengsl séu á milli góðviðris og tómataneyslu. „Við sjáum veðurspána í tómatasölunni, ekki síst þegar grillveður er nánast allt sumarið, eins og verið hefur í sumar,“ segir Friðrik. Grundvöllur fyrir aukningu Fyrir fáeinum árum voru fram- leidd hér nokkur hundruð tonn af tómötum á ári, eingöngu hefðbundn- ir matartómatar. Garðyrkjubændur fylgjast vel með erlendis og hafa séð hve illa getur farið þegar framleiðsl- an er einhæf. „Við sáum að ef við myndum ekki auka fjölbreytnina og leggja aukna áherslu á ræktun sér- tegunda til að þjóna neytendum væri auðvelt að kaffæra okkur með inn- flutningi,“ segir Guðjón Birgisson á Melum á Flúðum sem ræktar sér- tegundir, samhliða hefðbundnum tómötum. „Þetta hefur skapað grundvöll fyrir stækkun stöðvanna og ræktun allt árið með lýsingu. Ef öll aukningin hefði verið í hefð- bundnum tómötum hefði hún endað með slysi,“ segir Knútur Ármann. „Við erum búnir að eyða mikilli vinnu í að læra ræktun þessara teg- unda og koma þeim á framfæri. En þetta er skemmtilegt verkefni og neytendur hafa tekið okkur vel,“ segir Guðjón á Melum. Áætlað er að sértegundirnar taki um þriðjung af gróðurhúsunum en þar sem upp- skeran er mun minni en í hefðbundn- ari tómatarækt er hlutfall þeirra í heildarframleiðslunni enn innan við fimmtung. Nú eru helstu tegundir afurða úr gróðurhúsunum á markaði allt árið. Guðjón segir það mikilvægt ásamt merki íslensku garðyrkjunnar. Allar afurðirnar eru merktar framleiðend- um auk íslensku fánarandarinnar. Frjáls og tollalaus innflutningur er á grænmeti og segir Guðjón að merk- ingarnar séu afar mikilvægar því stór hópur neytenda vilji aðeins kaupa íslensku afurðirnar. Sértegundir sækja á í tóm- ataræktinni Framleiðsla tómata hefur stóraukist Konfekt Sumir tómatarnir líkjast suðrænum ávöxtum. Í HNOTSKURN »Fyrir nokkrum árum voruhér eingöngu framleiddir hefðbundnir matartómatar. »Bændur sáu að nauðsyn-legt yrði að auka fjöl- breytni og leggja aukna áherslu á ræktun sértegunda. »Mikil vinna hefur farið í aðrækta nýjar tegundir og koma þeim á framfæri.                 ! """#$%&'()&*)+)#),          - . 
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.