Morgunblaðið - 24.08.2008, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 24.08.2008, Blaðsíða 17
Mikið notað bragð í herbúðum The Daily Show er að raða saman mynd- brotum þar sem stjórnmálamenn tala í mótsögn við sjálfa sig. Ekki bara til að fá fólk til að hlæja, heldur til að benda á ósamkvæmni og yf- irbreiðslur stjórnmálamannanna. Aðrir og alvarlegri fjölmiðlar hafa síðan tekið þetta upp eftir honum. Það er raunar ekki Stewart sem á allan heiðurinn af þessari aðferð, heldur er það Adam Chodikoff, einn af hinum fjölmenna hópi sem þræðir fréttir í leit að efni í þáttinn, leitar uppi myndskeið og skrifar einræður og brandara fyrir Stewart. Chodi- koff er sagður ákaflega naskur við að rifja upp gömul ummæli sem allir voru búnir að gleyma en ganga í berhögg við núverandi stefnu og orðræðu stjórnmálamanns. Þetta aðhald er ómetanlegt fyrir almenning, sem oft er talað um að horfi á fréttir, hneykslist stundar- korn og gleymi svo – og láti þannig vaða yfir sig aftur og aftur. Ef hann hefur minnugan málsvara getur hann frekar staðið upp á afturlapp- irnar og ekki látið bulla sig í kaf. Ekki pólitískur, heldur á móti ráðandi öflum Stewart hefur stundum verið sak- aður um vinstri slagsíðu og fullyrt hefur verið að hann sé vinsælli með- al þeirra sem styðja demókrata. Það hefur verið haft eftir honum að hann hlakki óumræðilega til þegar kjörtímabili George Bush lýkur. Hann er líka oftast skotspónninn hjá Stewart, en Stewart hefur hvorki tekið opinbera afstöðu með demókrötum né repúblikönum. Hann segist hreinlega vera á móti hinum ráðandi öflum og því eðlilegt að hann gagnrýni sitjandi forseta. Það viðurkennist líka að það er skiljanlegt fyrir hvaða grínista sem er að geta ekki stillt sig um að skop- ast að sífelldum klaufalegum mis- mælum forsetans. Efnistök þáttarins beinast í meira mæli að ríkisstjórninni en almennt í „venjulegum“ fjölmiðlum. Þrjú al- gengustu umfjöllunarefnin eru ut- anríkismál Bandaríkjanna, kosn- ingar og stjórnmál og ríkisstjórnin. Nú þegar kosningabaráttan fer brátt að ná hámarki sínu eru innslög undir yfirskriftinni Indecision 2008 tíð. Stewart hefur oft spjallað við John McCain í þættinum að und- anförnu, og McCain hefur reyndar komið oftast allra gesta í myndverið síðasta árið, enda eru þeir að sögn gamlir vinir. Það þýðir þó ekki að Stewart taki á McCain með silki- hönskum. Barack Obama er líka tíður gest- ur í þættinum og margir brandarar hafa verið sagðir á hans kostnað. Sjálfstæða hreyfingin Project for Excellence in Journalism, sem stendur fyrir mati á frammistöðu fjölmiðla, gerði úttekt á The Daily Show og komst að því að á árinu 2007 voru álíka margir viðmælendur Stewarts demókratar og repúblik- anar. Erfiðara er þó að fullyrða um hvort Stewart hafi dregið taum demókrata með því að spyrja þá „auðveldari“ spurninga, hvort sem það hafi verið viljandi eða óviljandi. Er nóg að skoða bara skopmyndirnar? Vissulega er réttmætt að velta því fyrir sér hvort Jon Stewart taki pólitíska afstöðu í þáttum sínum, ef litið er til þess hve margir treysta fréttaskýringum hans. Bill Moyers, fréttamaður á sjónvarpsstöðinni PBS, sagði í viðtali sem hann tók við Stewart að unga fólkið sem hann ynni með teldi fréttamennsku Stew- arts betri en það sem tíðkaðist í al- varlegum umræðuþáttum. Það viðhorf þekkist líka meðal ungs fólks að það telji sig ekki þurfa að fylgjast með fréttum, heldur horfði bara á The Daily Show og sæi hvað Stewart hefði að segja um heimsmálin. En það þýðir auðvitað að sá hluti fréttanna sem engan spaugilegan flöt má finna á fer framhjá þeim, og að stjórn- málamenn sem koma betur fyrir sig orði hafa yfirburði þegar kemur að því að vinna hylli þeirra. Sjálfur neitaði Stewart því alfarið í viðtalinu við Moyers að það sem hann gerði flokkaðist undir frétta- mennsku og hefur oft sagt að hann vilji alls ekki vera fréttamaður. Þættir hans gegni frekar sama hlut- verki og skopteikningar í dag- blöðum. Stewart neitar því jafnframt að vera talsmaður málefnanna sem hann snertir á í þáttunum. Hann segir marga mistúlka hlutverk sitt, en í raun vilji hópurinn bakvið þátt- inn bara segja brandara um fárán- leikann sem viðgengst í ríkisstjórn- inni og heiminum. Hann vísar því á bug að hann hafi þróast úr uppistandara í „alvöru“ samfélagsgagnrýnanda og kveðst ekki vera að reyna að vera lítillátur þegar hann segist alls ekki vera neinn samfélagsgagnrýnandi. Ekki bæði sleppt og haldið Sumir eru ósáttir við þessar yf- irlýsingar Stewarts og segja ósann- gjarnt að hann geti bæði sleppt og haldið: gagnrýnt fjölmiðla og hvað sem honum sýnist, en firri sig síðan ábyrgð með því að segjast bara hafa verið að grínast. Stewart hefur það líka með sér að mun auðveldara sé að fá kynslóðina sem aðeins getur einbeitt sér í fimm mínútur til að halda athyglinni þegar staðreynd- irnar eru klæddar í grínbúning. Sem grínista leyfist honum líka ákveðin ósvífni. Hann getur kastað hlutunum fram í hálfkæringi, en hann notar ósvífnina hins vegar sem tæki til að krefja viðmælendur svara og fellur sjaldan í þá gryfju að beita henni til að ganga fram af við- mælendum sínum. Þetta skilur hann frá öðrum grínistum sem taka á málefnum líðandi stundar, eins og til dæmis hinum breska Sacha Bar- on Cohen sem margir þekkja í gervi Ali G, Borats og Brunos. Cohen hefur raunar verið gestur í þætti Stewart og lýsti þætti sínum þannig að hann spyrði gáfað fólk heimskulegra spurninga. „Fyndið, það er einmitt það sem ég geri líka,“ svaraði Stewart. Eini sambærilegi þátturinn í ís- lensku sjónvarpi, Spaugstofan, virð- ist þá ekki ýkja beittur í samanburði við The Daily Show. Það helgast kannski af smæð íslensks sam- félags, en Jon Stewart og félagar hlífa engum þegar kemur að því að taka stjórnmálamenn í gegn. Það er hins vegar spurning hvort þáttur á borð við Spaugstofuna uppfylli hlut- verk sitt sem spéspegill þjóðfélags- ins þegar engum þykir óþægilegt að vera í Spaugstofunni, heldur frekar upphefð og til marks um að hann teljist maður með mönnum. Áhorfendur The Daily Show virð- ast líka kunna að meta hvernig Stewart tekur á viðkvæmum mál- efnum. Þó hann segist leika óþrosk- aðri útgáfu af sjálfum sér í þátt- unum og tali almennt ekki um það sem ekki er fyndið, afklæðist hann trúðsbúningnum þegar mikið liggur við. Í þáttunum eftir árásirnar á tví- buraturnana 11. september 2001 og skotárásirnar í Virginia Tech í apríl á síðasta ári byrjaði hann grát- klökkur á að lýsa yfir harmi sínum vegna atburðanna. Síðan sagðist hann ætla að halda sínu striki og reyna að kæta þjóðina þegar hún þyrfti mest á því að halda. Raunveruleg opinber umræða á ekki að vera leikhús Stewart var sjálfur spurður út í niðurstöður könnunarinnar sem gaf það til kynna hve margir treystu honum sem fréttamanni, í viðtali við blað sem gefið er út í Connecticut í Bandaríkjunum, The Hartford Advocate. Hann kvað sjónvarps- fréttir annaðhvort geta upplýst fólk eða verið með hávaða. Fæstir skynji muninn þar á milli, en í The Daily Show væri reynt að vera ekki bara með hávaða. Hann sagði að þeir sem ynnu að þættinum væru mun sam- kvæmari sínu sjónarhorni en í flest- um öðrum fréttaþáttum, því að raunveruleg opinber umræða ætti nefnilega ekki að vera leikhús. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. ÁGÚST 2008 17 Phillippe Starck er með mörg járn í eldinum á sviði vistvænnar hönnunar: Hann hyggst hanna rafmagnsbíl, samkeppnisfæran við t.d. Nissan og Mercedes, orkuvænt hús þar sem glerveggir gera kleift að stýra birtunni með því að ýta á einn takka,, sólarsellur á gluggarúður. vespur sem ganga fyrir lífrænu eldsneyti, hraðbát, sem gengur fyrir sólar- og vetnisorku. Starck vinnur að sjónvarpsþátt- um um hönnun fyrir BBC, sem sýndir verða 2009 og ganga út á að velja næsta besta hönnuð Bretlands. Vindmylla Mörgum þykir vindmyllan vist- væna mest líkjast eggjaþeytara. mögulegri atburðarás: „Karlinn á heimilinu kemur auga á vindmyll- una á leiðinni í stórmarkaðinn, hann hugsar með sér að þetta sé virkilega „sexí“ hlutur og alls ekki dýrari en einhver gagnlaus græja. Hann fer með vindmylluna upp á þak heima hjá sér og korteri síð- ar horfir hann á hana framleiða orku. Vá!“ Efasemdir Samfara hækkandi verði á gasi og rafmagni í Bretlandi er „gerðu-það-sjálf-kynslóðin“ vax- andi markaðshópur. Vindmylla Starcks, sem einnig er sögð þeim eiginleikum gædd að minnka útblástur kolefna, er tal- in falla henni vel í geð sem og öllum þeim sem annt er um um- hverfið. Eftir tíðindin af vistfræðiá- huga Starcks hafa illar tungur og vantrúaðir bent á að hin víð- fræga sítrónupressa hans kosti hundrað sinnum meira en venju- leg sítrónupressa í stórmarkaði og virðist þar að auki til þess eins fallin að skvetta safanum út um allt. Jo Bradley hjá Kolefnastofn- uninni sér einn meinbug helstan á vindmyllu Starcks, sem hann kveðst þó gjarnan vilja hafa á heimili sínu. Nefnilega þann að kol- efnaútblásturinn við smíði vind- myllunnar kunni að vera meiri en sem nemur því magni sem hún vinnur gegn þegar á þakið er kom- in. MasterCard Mundu ferðaávísunina! í janúar og febrúar Kanarí Heimsferðir bjóða ótrúleg sértilboð á ferðum til Kanarí í janúar og febrúar. Nú er rétti tíminn til að tryggja sér vetrarfrí í sólinni á hreint frábærum kjörum. Mjög takmarkaður fjöldi flugsæta og gistingar í boði á hverri dagsetningu – þannig að það er um að gera að bóka strax. Fjölbreytt úrval gististaða í boði! Tryggðu þér sæti – bókaðu strax! Ótrúleg sértilboð frá 59.950 kr.* Skógarhlí› 18 • 105 Reykjavík • Sími 595 1000 Akureyri sími: 461 1099 • www.heimsferdir.is Jólaferð 20. des. – UPPSELT Jólaferð 19. des. – AUKAFLUG Aðeins 250 sæti á einstökum kjörum! Takmarkað sæta- og gistiframboð á sértlboðskjörum á hverri dagsetningu. Turbo Club Apartments ALLT INNIFALI E N N E M M / S IA • N M 3 51 0 7 Parquesol – Smáhýsi með 2 svefnherbergjum Frábærlega staðsett - endurnýjuð 2006 – mjög góður kostur! Frá kr. 59.950 Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 2 börn, 2-11ára, í smáhýsi m/2 svefnherbergjum í viku. Sértilboð 21. og 28. janúar eða 4. og 11. febrúar. 8 nátta ferð 4. jan. kr. 6.100 aukalega. 9 nátta ferð 12. jan. kr. 7.800 aukalega. Hotel Eugenia Victoria – Hótelherbergi með allt innifalið Eitt vinsælasta hótelið – góð gisting! Frá kr. 89.990 Netverð á mann, m.v. gistingu í tvíbýli með allt innifalið í 8 nætur. Sértilboð 4. janúar. Parquemar – Stúdíó Einfaldur kostur á frábærum kjörum! Frá kr. 59.990 Netverð á mann, m.v. 2 í stúdíó í viku. Sértilboð 21. og 28. janúar. 8 nátta ferð 4. jan. kr. 4.000 aukalega. 9 nátta ferð 12. jan. kr. 5.900 aukalega. Ótrúlegt verð! Frá kr. 69.990 – vikuferð með allt innifalið Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 2 börn, 2-11 ára, í íbúð í viku 21. og 28. janúar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.