Morgunblaðið - 24.08.2008, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 24.08.2008, Blaðsíða 22
22 SUNNUDAGUR 24. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ en ætlað er á siglingaleiðinni Reykjavík-Rotterdam-Reykjavík. Gæti orðið með mest sóttu myndum ársins. Righteous Kill Leikstjóri: Jon Avnet. Aðalleikarar: Robert De Niro, Al Pacino og Carla Gugino. Aðalpersónurnar eru tveir lög- reglumenn í New York (De Niro og Pacino), sem vinna við að kanna hvort tengsl eru á milli nýlegs morð- máls og annars af svipuðu sauðahúsi sem þeir töldu sig hafa leyst fyrir árafjöld. Er um tilviljun að ræða eða gengur raðmorðingi laus? Hvort sem er, þá er tilhlökkunarefni að sjá þessa höfðingja saman. Igor Leikstjóri: Anthony Leondis. Aðalraddir: John Cusack, Molly Shannon og Steve Buscemi. John Cusack raddsetur tit- ilpersónuna, aðstoðarmann á efna- fræðistofu þar sem menn eru ekkert of kresnir hvað verkefnin snertir. Igor er orðinn langþreyttur á að yf- irmaður hans hirðir allar vegsemd- irnar og heiðurinn af vafasömum af- rekum fyrirtækisins, þ. á m. verðlaun fyrir vísindaafrek illsk- unnar. Þá er mælirinn fullur. The Women Leikstjóri: Diane English. Aðalleikarar: Meg Ryan, Eva Men- des og Annette Bening. Eins og sjá má eru traustar konur í aðalhlutverkunum í gamansömu drama sem snýst um konur og til- finningar þeirra. Ryan leikur eig- inkonu í New York, sem kemst að því að maður hennar heldur framhjá henni með afgreiðslustúlku (Men- des). Hjónaskilnaður fylgir í kjölfar- ið í þessu kunna verki sem byggt er á leikriti og George Cukor kvik- myndaði með klassískum árangri ár- ið 1939, með Normu Shearer, Joan Crawford og Rosalind Russell. Babylon A.D. Leikstjóri: Mathieu Kassovitz. Aðalleikarar: Vin Diesel, Michelle Ljósm: Árni Torfason Sveitabrúðkaup Gamanmynd um ungt fólk á leiðinni í hnapphelduna. V eðurfarslega var sum- arið sem er að kveðja, fallegt, hlýtt og gott. Myrkvaðir bíósalirnir fá ekki slíkan fjögurra stjörnu dóm því ófáar myndir und- anfarna mánuði hafa brugðist von- um áhorfenda. Einhverjir kvik- myndaframleiðendur í Hollywood reyta hár sitt þessa dagana með flugbeitt fallaxarblað uppsagn- arbréfsins vofandi yfir barkakýlinu. Örfáar hasarmyndir, ein eða tvær teiknimyndir og hin umdeilda Mamma Mía!, hvöttu fólk í stríðum straumum í bíó, annars var sumarið ofurselt því ómerkilega táningagríni sem setur svip sinn á þennan árs- tíma og hinum hefðbundnu, ófrávíkj- anlegu mistökum sem honum fylgja. Okkur, bíóáhugamenn, er því farið að þyrsta eftir betri myndum og þá get ég glatt með því að haustið lúrir á fjölmörgum verkum sem lofa góðu, hvort þau standa undir væntingum á eftir að koma í ljós. Hvað um það, bíómatseðillinn sem búið er að plana í stórum dráttum, er fjölbreyttur og fullur af freistingum. Lítum á það helsta sem boðið er upp á fram að jólavertíðinni og höfum í huga að sýningardagarnir geta eitthvað breyst, myndir dottið út og aðrar komið í staðinn. ÁGÚST-SEPTEMBER Sveitabrúðkaup Leikstjóri: Valdís Óskarsdóttir. Aðalleikarar: Ingvar Eggert Sig- urðsson, Björn Hlynur Haraldsson, Nína Dögg Filippusdóttir o.fl. Það á vel við að hefja leikinn á næstu íslensku mynd, sem er jafn- framt fyrsta leikstjórnarverkefni hins kunna klippara Valdísar Ósk- arsdóttir (Eterna Sunshine of the Spotless Mind, Hafið). Sveitabrúðkaup er gamanmynd um ungt fólk sem hefur ákveðið að ganga í hnapphelduna. Það reynist örðugra en ætla mætti, þau vilja láta pússa sig saman í sveitakirkju, reyndar spölkorn frá höfuðborginni en ljón þurfa ekki langan veg- arspotta til að villa um fyrir vönustu bílstjórum. Leikhópurinn er þéttur og hand- ritið vel spunnið af Valdísi og leik- urunum, en margir þekkja slík vinnubrögð úr myndum Ragnars Bragasonar. Tropic Thunder Leikstjóri: Ben Stiller. Aðalleikendur: Ben Stiller, Jack Black og Robert Downey Jr. Hressileg, kjaftfor stuðmynd þar sem leikstjórinn, leikarinn og hand- ritshöfundurinn Stiller, gerir ómælt grín að stríðshetjumyndum Holly- wood, einkum Apocalypse Now, og öðrum Víetnam hetjusöngvum. Besta mynd Stillers í áraraðir og leikararnir eru hver öðrum fyndnari og yfirgengilegri; Jack Black, Dow- ney, Jr., og ekki síst Tom Cruise sem stelur myndinni. Mirros Leikstjóri: Alexandre Aja. Aðalleikarar: Kiefer Sutherland, Paula Patton og Amy Smart. Fransmaðurinn Aja hefur vakið athygli beggja vegna Atlanshafsins þó að hann sé tæplega þrítugur. Endurgerð The Hills Have Eyes, var skemmtilega hvefsin og nú er röðin komin að endurgerð kóreskrar hrollvekju um næturvaktmann (Sut- herland), sem tekur að sér gæslu í rústum stórverslunar. Verður þess fljótlega var að eitthvað er bogið við speglana sem standa enn uppi … Step Brothers Leikstjóri: AdamMcKay. Aðalleikarar: Will Ferrell og John C. Reilly. McKey og Ferrell eiga að baki Anchorman og Reilly var þriðja hjól- ið undir vagni Talladega Nights, en báðar þessar aulagrínmyndir eru vel yfir meðallagi, Reilly bregst sjaldan bogalistin hvað svo sem hann túlkar og Ferrell er góður ef hann fær tækifæri. Félagarnir leika frekar trega, miðaldra menn sem verða uppeldisbræður þegar Amor kemur í spilið. Burn After Reading Leikstjórar: Ethan og Joel Coen. Aðalleikarar: Brad Pitt, Frances McDormand, George Clooney o.fl. Coen-bræður, glaðir og reifir eftir No Country for Old Men, eru með nýja mynd í burðarliðnum sjálfa sig. Þetta er glæpakómedía, og kvisast hefur út að hún gefi þeirra bestu myndum ekkert eftir, sem voru ein- mitt af sama toga (Fargo, The Big Lebowski o.fl.), þannig, að við eigum góða skemmtun í vændum í stjörnum prýddri mynd um hrakfarir á tölvu- öld þegar diskur með æviminningum spæjara hjá leyniþjónustunni (CIA), lendir í höndum tveggja náunga. Þeir vinna á heilsuræktarstöð, eru ekkert sérlega vandir að virðinguu sinni, blankir og vitlausir í ofanálag. Nú telja þeir sig hafa dottið í lukkupott- inn, sem telst afar hæpið þegar Co- en-bræður eiga í hlut. The Boy in the Striped Pyjamas Leikstjóri: Mark Herman. Aðalleikarar: Vera Farmiga og David Thewlis. Óvenju forvitnilegt stríðsdrama, breskt-bandarískt, gerist á seinni stríðsárunum og segir af ungum drengjum sem búa við ólík kjör. Ann- ar er sonur yfirmanns í Gestapo sem starfar í útrýmingarbúðum, hinn er jafnaldri hans, gyðingadrengur, í vít- inu hinum megin við gaddavírinn. Milli þeirra skapast lífshættulegt vinasamband sem hefur ófyrirsjáan- legar afleiðingar. Höfundurinn er kunnastur fyrir hina eftirminnilegu Little Voice. (’98). Óskarstilnefn- ingaefni ef vel heppnast Pineapple Express Leikstjóri: David Gordon Green. Aðalleikarar: Seth Rogen, James Franco og Gary Cole. Leikstjóri og ein aðalstjarnan í smellinum Superbad (’07), eru komnir aftur á stjá með grínmynd um hasshausinn Dale (Rogen), og dópsalann hans (Franco). Lífið gengur sinn venjulega, kófreykta gang þangað til dópmangarinn kemst yfir dúndurstöffið Pieapple Express. Þá brenglast fullkomlega hið takmarkaða veruleikaskyn þeirra félaga og þegar Dale verður vitni að morði er fokið í flest skjól. Franco (Spiderman), sýnir á sér nýja og áhugaverðari hlið, er stór- fenglegur grasasni og letiblóð. OKTÓBER Reykjavík- Rotterdam Leikstjóri: Óskar Jónasson. Aðalleikarar: Baltasar Kormákur, Ingvar Eggert Sigurðsson og Lilja Nótt Þórarinsdóttir. Sá langsjóaði leikstjóri Óskar Jónasson og metsöluhöfundur Ís- lands, Arnaldur Indriðason, eru mennirnir á bak við krimmann Reykjavík Rotterdam, auk einvala leikaraliðs. Myndin segir af gamalli og góðri aukabúgrein íslenskra far- manna: vodkasmygli. Nú á að gera stóra skúrkinn en margt fer öðruvísi Yeoh og Mélanie Thierry. Málaliðinn og harðhausinn Thoorop (Diesel), tekur að sér leyndardómsfullt og stórhættulegt verkefni: Að hjálpa konu yfir landa- mæri Rússlands. Hún ber veiru sem getur hleypt af stað dómsdagsfar- aldri ef eitthvað fer úrskeiðis. Thoo- rop hefur í mörg önnur horn að líta, yfirvöld og leyniþjónustur á hælum hans og furðulegur sértrúarsöfn- uður sem tilbiður konuna. High School Musical III Leikstjóri: Kenny Ortega. Aðalleikarar: Zac Efron, Troy Bolt- on, Vanessa Anne Hudgens, Gabr- iella Montez og Ashley Tisdale. Nýjasta unglingaæðið í Vest- urheimi og það sem myndin dregur nafn sitt af, hófst fyrir nokkrum ár- um í sjónvarpi, allt varð vitlaust og önnur mynd leit dagsins ljós á skján- um. Nú er sú þriðja komin og er ætl- aður bás á hvíta tjaldinu og eru menn vongóðir um að hún verði vin- sælasta unglingamynd ársins. Sögu- sviðið er gaggó, vinkonur þrjár beita bellibrögðum til að komast í sama menntaskólann. Svo nú er að duga og dansa. NÓVEMBER Quantum of Solace Leikstjóri: Marc Forster. Aðalleikarar: Daniel Craig, Olga Kurylenko og Mathieu Amalric. Það er nýjasta James Bond- myndin sem heitir þessu ylhýra nafni, sem breytir því örugglega ekki að um fimmtíu þúsund manns sjá hana á Íslandi. Sambíóin hafa m.a. í hyggju að opna með henni nýj- asta kvikmyndahús landsins – við Egilshöll. Bond er margsjóað afdráttarafl hérlendis. Myndin mun halda áfram þar sem Casino Royale lauk göngu sinni. Bond (Craig), er á höttunum eftir þeim sem sviku Vesper Lynd og kemst á spor ódámsins Dominic Greene (Amalric), ófyrirleitins kaup- sýslumanns sem langar til að stjórna heiminum … Hertogaynjan The Duchess er bún- ingamynd með Keiru Knightley. Lygar Ólíkir leyniþjónustumenn vinna saman í Body of Lies. Babylon A.D. Veira og dómsdagsfaraldur koma við sögu í Babylon. Skammdegið leggst misjafnlega í landann, viðbrigðin frá sólríkum sumardögum geta verið óyndislega af- gerandi og tregafull á þessari breiddargráðu. Sæbjörn Valdimarsson sér ljós í myrkrinu því hann getur upp- lýst að bíóáhugamenn eiga í vændum góðar stundir í kvikmyndasölum fram til jóla. Bíóhaustið lofar góðu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.