Morgunblaðið - 24.08.2008, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 24.08.2008, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. ÁGÚST 2008 27 Reuters Fljótastur í heimi Usain Bolt frá Jamaíku fagnar heimsmeti og sigri í úrslitum 200 metra hlaupsins á Ólympíuleikunum í Peking. R ohullah Nikpai er ekki þekkt nafn, en hann er þjóðhetja í Afganistan. Á miðvikudag vann hann til bronsverðlauna í 58 kg flokki í taekwondo á Ólympíuleikunum í Pek- ing. Þegar hann hafði sigrað féll hann á hnén og grét. Verðlaunin eru þau fyrstu, sem Afganar hafa unnið frá upphafi. Í Afganistan var sýnt beint frá viðureign hans við Juan Antonio Ramos frá Spáni um bronsið, en útsendingin var á vegum einkasjónvarps- stöðvar, sem aðeins fáir hafa aðgang að. En fregnir af afreki Nikpais breiddust hratt út. „Þetta er tími mikilla fagnaðarláta hér,“ var haft eftir Khair Mohammad, verslunareiganda í Afganistan. „Ég er svo hamingjusamur yfir því að Nikpai skyldi takast að vinna til verð- launa þrátt fyrir stríðið og skort á íþrótta- mannvirkjum og æfingum.“ Nikpai kveikti þjóðarstolt í landi, sem fyrir níu árum var úti- lokað frá Ólympíuleikunum, meðal annars vegna þess að stjórn talibana naut ekki alþjóð- legrar viðurkenningar og leyfði konum ekki að keppa. Afganar voru því ekki með á Ólympíu- leikunum árið 2000, en tóku þátt árið 2004. Ólympíuleikar og þjóðarstolt Víðar í heiminum fagna þjóðir afrekum íþrótta- manna sinna. Að morgni dagsins í dag, laug- ardags, höfðu íþróttamenn frá 86 löndum unnið til verðlauna á Ólympíuleikunum. Sum lönd hafa sópað til sín verðlaunum og keppast um að vinna sem flest. Bandaríkjamenn og Kínverjar tróna á toppnum. Í breskum fjölmiðlum í morg- un var mál málanna til dæmis hvort Bretum myndi takast að halda Rússum fyrir aftan sig í fjölda verðlauna. Í augum þessara þjóða eru ein bronsverðlaun léttvæg. Hins vegar má bú- ast við því að í Tógó séu menn í sjöunda himni út af bronsinu, sem Benjamin Boukpeti fékk þegar hann kom þriðji í mark í róðrakeppninni á kajak. Tógó hefur aldrei áður unnið til verð- launa á Ólympíuleikum. Boukpeti hefur hins vegar aðeins einu sinni komið til Tógó, þegar móðir hans fór með hann þangað barnungan svo að amma hans fengi að sjá hann. Hann átti ekki möguleika á að keppa fyrir Frakkland vegna meiðsla, sem hann varð fyrir, og ákvað því að keppa fyrir Tógó vegna þess að faðir hans kemur þaðan. Fyrir vikið hafði hann ekk- ert íþróttasamband til að styðja við bakið á sér, en engu að síður náði hann verðlaunasæti. Nú kveðst Boukpeti hafa ærna ástæðu til að snúa aftur til Tógó. Hnefaleikakappinn Bruno Julie hefur einnig vakið mikinn fögnuð í heimalandi sínu, Maur- itius, fyrir að vinna bronsverðlaun í dvergvigt. Þessi litla eyþjóð hefur aldrei áður unnið til verðlauna á Ólympíuleikum. Afrekasögurnar af Ólympíuleikunum eru ekki aðeins af stórstjörnunum. Sumir íþrótta- menn búa við kjöraðstæður, geta stuðst við full- komnustu æfingatækni, sem völ er á, notið ráð- gjafar um mataræði og leiðsagnar fremstu þjálfara heims. Aðrir komast áfram þrátt fyrir vanefni og slæman aðbúnað og tekst að sigrast á aðstæðum sínum þrátt fyrir að allt virðist á móti þeim. Fyrir suma er það eitt sigur að kom- ast á Ólympíuleikana og fá að etja kappi í hópi þeirra bestu, hvað þá að vinna til verðlauna. Aðdáunarverð afrek og skuggi efans Ólympíuleikarnir í Peking verða sennilega eignaðir tveimur íþróttamönnum, sundmann- inum Michael Phelps, sem vann átta gull- verðlaun og setti heimsmet í hverri einustu grein, og Ousain Bolt, þrumufleygnum frá Jamaíku, sem er fótfráastur jarðarbúa. Enginn hefur unnið jafn mörg gullverðlaun á einum Ólympíuleikum og Phelps og afrek hans verður seint jafnað eða bætt. Yfirburðir Bolts eru slík- ir að hann gæti rétt eins verið frá annarri plán- etu. Hann sigraði í 100 m, 200 m og 4x100 m boðhlaupi. Yfirburðir hans í hlaupunum voru slíkir að annað eins hefur ekki sést í langan ald- ur. 100 metra hlaupið er sá viðburður, sem beðið er með mestri eftirvæntingu á Ólympíuleikum, þrátt fyrir að greinin ætti að hafa misst að- dráttarafl sitt vegna ítrekaðrar lyfjanotkunar spretthlaupara. Heimurinn stóð á öndinni þeg- ar Ben Johnson tók á rás eins og orðið hefði sprenging í hundrað metra hlaupinu á Ólymp- íuleikunum árið 1988. Þremur dögum síðar var hann sviptur gullinu og sendur heim með skömm eftir að hafa fallið á lyfjaprófi. Þrír af síðustu fimm körlum, sem hafa unnið gull á Ólympíuleikum, hafa lent í vandræðum fyrir að nota ólögleg lyf, Johnson, Linford Christie og Justin Gatlin. Sá fjórði, Maurice Greene, hefur verið sakaður um að hafa notað lyf, en hann þvertekur fyrir það og hefur aldrei fallið á lyfja- prófi. Marion Jones, sem vann gullverðlaun í 100 og 200 metrum á Ólympíuleikunum árið 2000 er bak við lás og slá. Maðurinn sem útvegaði Jones lyfin sín sagði í viðtali við þýska tímaritið Der Spiegel að eng- inn maður gæti hlaupið 100 metra undir tíu sek- úndum án þess að neyta ólöglegra lyfja. Nú þegar hafa íþróttamenn verið dæmdir úr leik á Ólympíuleikunum fyrir lyfjanotkun. Tilfellin eru orðin tíu alls og er Ljúdmíla Blonska frá Úkraínu, sem fékk silfur í sjöþraut, þar á með- al. Vitaskuld er ósanngjarnt að vekja efasemdir um afrek Bolts, en efasemdirnar kvikna ósjálf- rátt og takast á við vonina um að allt sé með felldu. Jean-François Toussant, sérfræðingur við frönsku líffræði- og faraldursmiðstöðina IR- MES, sagði í samtali við íþróttablaðið L’Equipe að sýna mætti fram á það að tölfræðilega væri ekki hægt að bæta 75% heimsmeta í frjálsum íþróttum, en hundrað metra hlaupið væri meðal þeirra greina þar sem enn mætti gera betur. Undrabarnið frá Jamaíku Bent hefur verið á það að Bolt hafi aldrei fallið á lyfjaprófi, en því er einnig haldið fram að á Jamaíku sé lyfjaeftirlit ekki jafn strangt og víða annars staðar. Lyfjanotkun fylgja einnig skyndilegar framfarir. Bolt hefur hins vegar hlaupið vel og verið meira en efnilegur frá upp- hafi. 15 ára varð hann heimsmeistari í sínum aldursflokki. Í dagblaðinu International Herald Tribune í vikunni var rætt við tvo fyrrverandi sprett- hlaupara um undrabarnið Bolt. Donovan Bail- ey, sem sigraði í 100 metrum á Ólympíu- leikunum 1996 telur að hann geti enn bætt sig: „Hann er 21 árs og hefur í raun aðeins hlaupið 100 metra í fjóra mánuði. Hann er hrár.“ Ato Boldon vann fjórum sinnum til verðlauna á Ólympíuleikum. Hann bendir á hæð Bolts, hvað hann sé stórstígur og fljótur að taka hvert skref. Bolt er 1,96 m á hæð. Hann tók 41 skref í úrslitahlaupinu þegar hann bætti eigið heims- met fyrir viku. Helstu keppinautar hans, Asafa Powell og Tyson Gay, taka um 45 skref. Carl Lewis hljóp 100 metrana í 43 til 44 skrefum. Stórt lið frá litlu landi Frá Íslandi fór sveit vaskra kvenna og karla á Ólympíuleikana. Þessir íþróttamenn öttu ekki aðeins kappi við þá bestu, þeir eru í þeirra hópi. Ólympíudraumurinn getur ekki ræst hjá öllum þátttakendum, en það geta allir gert sitt besta til að láta hann rætast og borið höfuðið hátt að keppni lokinni. Íslenska landsliðið í handbolta hefur hins vegar tryggt sér verðlaun og leikur á morgun, sunnudag, til úrslita við Frakka um gullið. Þessi árangur íslenska landsliðsins hefur vakið athygli. Fjallað er um hann í grein í The New York Times. Þar er vitnað í leikmenn liðs- ins og Ólaf Ragnar Grímsson forseta. „Það voru um 75 íslenskir áhorfendur dreifðir um salinn, sem tekur 18 þúsund manns, en einhvern tím- ann eiga hundruð ef ekki þúsundir manna eftir að segja að þeir hafi verið þarna líka,“ segir í blaðinu. Líkt og í Afganistan, Tógó og á Maur- itius slá hjörtu íslensku þjóðarinnar með íþróttamönnunum á Ólympíuleikunum og þeg- ar þeir komast á verðlaunapall er eins og eitt- hvað gerist í þjóðarsálinni. Þetta átti við um Vilhjálm Einarsson, Bjarna … og Völu Flosa- dóttur og nú er komið að landsliðinu í hand- bolta. Ólympíuhugsjónirnar og veruleikinn Ólympíuleikarnir eru tákn fyrir hugsjónir og grundvallargildi, heiðarleika og reisn manns- andans. Ýmislegt hefur skyggt á þessa ímynd í áranna rás og það hefur sýnt sig að erfitt er að standa freistingar þegar takmarkið er svo nærri en þó utan seilingar. En þegar á hólminn er komið er erfitt að hrífast ekki með. En spurningar vakna ekki aðeins um íþrótta- mennina inni á vellinum heldur umgjörðina og tilefnið. Þegar Ólympíuleikarnir voru haldnir í Grikklandi til forna lögðu þátttakendur í þeim niður vopn. Það á ekki við á okkar tímum. Átök- um linnir ekki í Afganistan. Afgönsk stjórnvöld segja að 76 óbreyttir borgarar, flestir konur og börn, hafi fallið í loftárás bandamanna í gær, föstudag. Rússar létu Ólympíuleikana ekki stöðva sig í innrás sinni í Georgíu. Rússar vildu sýna heiminum vald sitt og fórnarlömbin voru óbreyttir borgarar. Ólympíuleikarnir hafa verið mikil skrautsýn- ing fyrir kínversk yfirvöld. Aðbúnaður kepp- enda hefur verið til fyrirmyndar og skipulag óaðfinnanlegt. Að því leyti tókst Kínverjum ætlunarverk sitt. En þeir hafa ekki staðið við fyrirheit um aukin mannréttindi og opnara samfélag og því má halda fram að bakslag hafi orðið í þeim efnum vegna þess að kínverskum yfirvöldum var svo í mun að glansmyndin yrði óaðfinnanleg. Tíbetar munu ekki líta svo á að framferði kínverskra stjórnvalda gagnvart þeim sé í anda ólympíuhugsjónarinnar. Það munu kínverskir andófsmenn, sem settir hafa verið í fangelsi, ekki gera heldur. Gamlar konur mótmæla Á heimasíðu breska útvarpsins, BBC, er sagt frá tveimur gömlum konum, Wang Xiuying og Wu Dianyuan. Wang og Wu voru bornar út af heimilum sínum til að rýma fyrir Ólympíu- mannvirkjum fyrir sjö árum. Þær hafa ítrekað kvartað til yfirvalda og mótmælt fyrir utan stjórnarsetrið í Peking. Þær hafa verið hand- teknar fimm sinnum. Kínverskum stjórnvöld- um var nóg boðið þegar þær sóttu um að fá að mótmæla í einum af þremur almennings- görðum, sem kínversk stjórnvöld „leyfðu“ mót- mæli í meðan á Ólympíuleikunum stæði. Í svar- bréfi til þeirra sagði að þær ættu að fara eftir „viðeigandi reglum“ án þess að tilgreint væri hverjar þær væru og yrðu sendar í „endur- menntunarvinnubúðir“ yrðu þær ekki til friðs. Þetta er aðeins eitt dæmi um hina hliðina á Ólympíuleikunum í Kína. Ólympíuhugsjónirnar eru viðmið þess, sem maðurinn getur afrekað þegar best lætur. Hugsjónirnar eru oft fjar- lægar á mælistiku veruleikans, en þegar þær rætast eykst bjartsýni og þor. Ofurmannlegur árangur og afrek lítilmagnans Reykjavíkurbréf 230808 92 Fjöldi verðlauna sem Kínverjar höfðu unnið til á hádegi á laugardag. 86 Fjöldi þjóða sem unnið hafði til verðlauna á Ólympíuleikunum á hádegi á laugardag. 1 Fjöldi verðlauna sem Afg- anistan, Mauritius og Tógó hafa unnið til á Ólympíu- leikunum frá upphafi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.