Morgunblaðið - 24.08.2008, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 24.08.2008, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. ÁGÚST 2008 33 Hugmyndin um hjónaband er ekkiaðlaðandi fyrir alla. Þó svo að íöllum rómantískum gam-anmyndum tali kvenhetjan um hvernig brúðkaup hana dreymdi á unga aldri, er veruleikinn sá að það hoppa ekki allir hæð sína í loft upp yfir tilhugsuninni um rjóma- tertubrúðarkjól. Fyrir alla þá sem tilheyra síðari hópnum getur verið ágætt að hugsa út í hvernig komast megi hjá hjónabandi. Til að áætlun komist í framkvæmd þarf að byggja á traustum grunni. Því skal viðkom- andi vera staðfastur og lofa sjálfum sér því að enginn muni nokkurn tímann fá sig til að skipta um skoðun. Skiptir þá engu máli um hvern ræðir, hvort sem að vinir og fjölskylda reyni að þvinga viðkomandi til hjónabands eða félagslegur hópþrýstingur. Sá sem stefn- ir á hjónabandslaust líf og óskar sér þess heit- ast að pipra, verður að vera sjálfum sér sam- kvæmur og trúr. Elskhugi þrýstir á hjónaband Forðast skal til þess ýtrasta að láta undir þrýstingi þegar nefnt er að allir hinir gifti sig. Staðfastur einstaklingur er stoltur af sjálfsaga sínum og lætur gylliboð annarra sem vind um eyru þjóta. Ef þær aðstæður koma upp að elskhugi þrýsti á hjónaband skal fyrirbyggja misskiln- inginn sem fyrst. Það mun aðeins verða erf- iðara að snúa sér út úr trúlofun eða hjóna- bandi þegar á tímann líður. Auðveldara er þó að forðast ástarsambönd út í eitt. Það gefur auga leið að þeir sem forðast slík sambönd þurfa litlar áhyggjur að hafa af ótímabærum eða óæskilegum hjónaböndum. Ef einmana- leiki sækir á og tóm myndast í félagslífi, þeg- ar vinir og kunningjar einbeita sér að mök- um, er tilvalið að endurnýja vinina. Hægt er að fylla upp í tómið með því að einbeita sér að vinskap og reyna helst að safna vinum. Það fyllir ekki aðeins tómið, heldur getur það einnig losað viðkomandi undan félagslegum hjónabandsþrýstingi frá fyrrverandi vinum. Ef einhvern tímann virðist of erfitt að standa fast á sínu er gott að hafa hugfast að meiri líkur en minni eru á því, að ýtinn og frekur elskhugi verði enn ýtnari og frekari eiginmaður eða eiginkona. gudnyh@mbl.is Morgunblaðið/Golli Ekki allra Til eru góð ráð fyrir þá sem vilja komast hjá hjónabandi. Listin að komast hjá hjónabandi Á landinu er nú staddur leikhóp- urinn Maddid Theatre Company sem samanstendur af ungu og upprennandi listafólki frá Íslandi, Noregi, Spáni, Bretlandi og Bras- ilíu. Eru þau stödd á landinu til þess að flytja leiksýningu sína, einleikinn Maddid, fyrir landsmenn. Leikhópinn stofnaði leikkonan Vala Ómarsdóttir ásamt Norðmanninum Mari Rettedal. Maddid var frumsýnd vorið 2007 í London, en þau hafa einnig sett sýninguna upp á listahátíð á Spáni. Vala útskrifaðist frá Menntaskólanum í Hamrahlíð og fór þá til New York í þriggja ára nám í sviðsframkomu, dansi og leiklist. Þar var hún nemi í tveimur mismunandi vinnustofum og lauk náminu með gráðu sem samsvarar BA gráðu að þremur árum liðnum. Þá fluttist hún búferlum til London og lauk MA prófi í leiklist frá Central School of Speech and Drama. Í mastersnáminu var auk leiklistar lögð áhersla á að setja saman eigin leikverk. Hófst með einni hugmynd Að loknu námi fékk Vala hlutverk sem leik- ari í tveimur breskum leikhópum, Footprint Project og Bottlefed Ensemble sem hún starf- ar með í dag, auk Maddid Theatre Company. Upphaf Maddid Theatre Company má rekja til þess þegar Vala og Mari skrifuðu mast- ersritgerðir sínar við Central School of Speech and Drama. Í ritgerðum sínum fjölluðu þær um ma. leiklist, sviðslist og hvernig leikhús þær vildu skapa. Upp úr því spruttu fjölmargar kaffi- húsaferðir þar sem þær ræddu málin til hins ýtrasta og hugmynd að Maddid fæddist. „Til að byrja með vorum við meira að rannsaka og velta hlutum fyrir okkur. Maddid byrjaði bara sem hugmynd. Aðferð okkar við að búa til sýn- ingu var ekki sú að skrifa handrit og vinna eft- ir því, heldur að byrja á að skapa karakter. Frá karakternum koma síðan hugmyndir um handrit og Isla Gray, leikritahöfundur, hóf að vinna með okkur,“ segir Vala. Hún lýsir sköp- unarferlinu sem heljarinnar púsluspili. Vinnan snerist ekki um að byrja á byrjunarreit og komast á enda, heldur spilaði margt saman. „En markmið okkar í upphafi var þó ekki að búa til hefðbundna leiksýningu, heldur frekar upplifun. Maddid er líka ferli til að fóta okkur áfram og skilgreina okkar listrænu sýn á leik- hús.“ Eins og handritið breytist karakterinn Mad- did stöðugt. Hún hefur sínar eigin skoðanir á sjálfri sér og öllu í kringum sig. „Maddid hefur mest þróast á æfingum. Maður getur ímyndað sér hvernig það er að þurfa að fara með sömu rulluna aftur og aftur. Það er þreytandi og pirrandi til lengdar og það finnst Maddid líka. Það er því oft mikið strögl á æfingum,“ segir Vala en nefnir þó að það sé mun meira en innra strögl sem hafi áhrif á hana og verkið í heild. „Hún bregst líka við umhverfi sínu og þannig hafa til að mynda þeir sem skapa útlit sýning- arinnar líka áhrif á hana og um leið handritið.“ „Okkur finnst líka gaman að verkið klárast aldrei. Það er alltaf lifandi og í stöðugri þróun. Maddid er hvorki fullgerð sem karakter né leikverk núna. Þar sem hún breytist stöðugt og bregst við áreiti verður handritið aldrei full- komið. En það verður að halda sýningunni á lífi. Við gætum ekki hætt að sýna hana núna og tekið aftur upp þráðinn eftir tvö ár. Þá hefur hún staðnað á meðan við höfum þroskast.“ Þó svo að hópurinn ætli að halda áfram með verkið Maddid er nýtt verk einnig í burð- arliðnum. „Í haust ætlum við að hefjast handa við að semja nýtt verk. Með Maddid lærum við að vinna saman og skoðum hvernig við þróum leikrit. Nú höfum við eins konar grunn til að byggja á, enda höfum við lært mikið af því að setja upp Maddid og einnig lært af mistökum okkar. Nú höfum við unnið ákveðna heimilda- vinnu og vitum betur hvernig við störfum. Við höfum skoðað hvernig sýning þróast um kar- akter, reynt að komast að því hvernig við vilj- um semja og finna okkur sjálf í sköpunarferl- inu.“ Aðspurð segir Vala að það sé svolítið flókið að útskýra verkið og það sé í raun byggt upp á tvenns konar hátt. Gerir grín að sjálfri sér „Maddid er í raun byggð upp á tvenns konar hátt. Hún er sköpuð út frá manneskjunni sjálfri og er það svo í höndum hvers og eins hvernig hann samsamar sig henni eða skynjar hana. Hins vegar hefur umhverfið líka mikil áhrif á Maddid. Verkið hefur verið sett upp í leikhúsi, á útihátíð og núna í „svörtum kassa“ eins og það kallast. Hún breytist eftir því og tekur mið af umhverfi sínu,“ segir Vala. „Í upphafi var Maddid svolítið barnaleg og jafnvel einföld. Núna hefur hún þó þroskast og gerir jafnvel grín að sjálfri sér, alveg eins og við gerum. Maður kannast við það þegar mað- ur segir eitthvað að mánuði seinna finnst manni það kannski asnalegt. Og þannig hugsar Maddid líka.“ Að sögn Völu er sýningin fyrir alla en ekki aðeins þá sem eru mikið inni í leiklistarheim- inum. Hún segir að þó svo sýningin sé á vissan hátt leiklistartilraun, þá vilji þau líka að hún sé fyndin og góð skemmtun. „Með leiksýningunni viljum við ekki mata fólk með skoðunum eða yfirlýsingum og við viljum heldur ekki dæma neinn. Hún á að vera fyndin, skemmtileg og síðast en ekki síst opin. Áhorfendur geta túlkað karakterinn og sýn- inguna í heild sinni eins og þeir vilja. Sumir sjá sjálfa sig í Maddid og finnst þeir skilja hana. Aðrir sjá ekkert af sér í henni en finnst hún engu að síður áhugaverð eða taka eftir skemmtilegum og öðruvísi þáttum í verkinu.“ Vala er bjartsýn á framtíðina og áframhald- andi störf með hópnum. „Okkur finnst gaman og áhugavert að vinna saman, því við höfum öll ólíkan bakgrunn og mismunandi menntun að baki.“ Einleikurinn var fluttur á hátíðinni ArtFart sl. viku. Nú heldur hópurinn með sýninguna til Vestmannaeyja og eftir það sýna þau tvisvar sinnum í Hafnarfjarðarleikhúsinu, í byrjun september. Eftir Íslandsförina er ferðinni svo heitið til Noregs. gudnyh@mbl.is Heljarinnar púsluspil Morgunblaðið/G.Rúnar Farandsýning Maddid hefur verið sett upp á Spáni, Íslandi og í London. Fyrirhuguð er ferð til Noregs. Maddid var barnaleg og einföld, en hún hefur þroskast með árunum og getur nú gert grín að sjálfri sér. Vala Ómarsdóttir, leikkona, sagði Guðnýju Hrafnkelsdóttur hvernig karakterinn varð til. » Við gætum ekki hætt að sýna hana núna og tekið aft- ur upp þráðinn eftir tvö ár. Þá hefur hún staðnað á meðan við höfum þroskast.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.