Morgunblaðið - 24.08.2008, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 24.08.2008, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. ÁGÚST 2008 37 NÚ er Tjörnin okkar óhrein og án fugla nema sílamávar sem eru miklir smit- berar. Það hefur ver- ið rannsakað en svo er þagað um salmon- ellu, bakteríur, vír- usa, orma og pöddur sem þeir koma með úr klóökum Evrópu þar sem þeir lifa yfir háveturinn. Bera þetta til okkar lands á vorin. Að hreinsa þá burt af Tjörninni væri góð byrjun. Svæfa þá. Svo má fá lundaveiðimenn til að taka þá í háfa sína. Svefnlyf er best í höndum fagmanna. Annars þarf hreint vatn að streyma í gegnum Tjörn- ina en vatnið í Tjörninni er fúlt, dautt og mengað. Dæla þarf blöndu af sjó og vatni úr Naut- hólsvík, t.d. að næturlagi, þegar enginn er þar. Þetta gæti bruna- liðið gert. Þessi blanda af sjó og vatni væri látin renna í skurðinn við Skógarhlíð og Umferð- armiðstöð. Svo rennur þetta hreina vatn og sjór niður í Tjörn um skurði. Fer undir Hringbraut og í litla tjörn hjá Þorfinnshólma. Þar eru allar kríur að fara burtu. Fáar eftir. Hornsílin reka þar hausinn upp úr fúlu vatninu til að fá súr- efni, sem kæmi með hreinu nýju vatni og sjó. Allt myndi lifna við, verða fullt af hornsílum. Síðan rennur þetta nýja, hreina vatn áfram í minni tjörnina og svo í aðal-tjörnina fullt af súrefni. Þá mætti dæla óhreina og dauða, mengaða vatninu úr Tjörninni út um gamalt útfall við Miðbæjarskóla. Þar rann úr Tjörn- inni þegar höfundur gekk í Miðbæjarskóla 1939-1945. Þá rann hreinn sjór þar inn í Tjörnina á háflóði og hreinsaði hana líka með örlítilli salt- blöndun saman við tjarnarvatnið. Um leið og nýr sjór og vatn blandað súrefni rennur frá suðri og út að norðan við Mið- bæjarskólann eins og var áður þegar vatn kom frá flugvelli og rann út að norðan við skólann verður Tjörnin hreinni. Greinarhöfundur hefur verið 70 ár á bökkum Tjarnarinnar og hefur margt að segja um Tjörn- ina af langri reynslu við skoðun hennar. Einu vill hann bæta við. Moka á skeljasandi út í Tjörnina með fram öllum bökkum hennar. Skeljasandur hreinsar óhreinindi úr vatni eins og sjá má víða úti á landi þar sem silfurtærar tjarnir með skeljasandi í tjarnarbotn- inum og heldur skeljasandurinn tjörninni alveg silfurtærri. Tær- ari tjarnir ekki til. Moka þarf skeljasandi í Tjörn- ina með bökkum hennar sem ásamt nýju gegnumrennsli, ber- andi súrefni frá suðri til norðurs og svo út í skolplagnir við skól- ann, mun strax hreinsa Tjörnina að stórum hluta. Nóg í bili. Reykjavíkurtjörn – ódýr hreinsun Lúðvík Gizurarson vill skeljasand í Tjörnina og að hún verði hreinsuð »Hreinsum sílamáfana burt af Tjörn- inni. Svæfum þá. Svo má fá lundaveiðimenn til að taka þá í háfa sína. Lúðvík Gizurarson Höfundur er hæstaréttarlögmaður. Mikið úrval af fallegum rúmfatnaði Skólavörðustíg 21, Reykjavík, sími 551 4050 ALLAR NÁNARI UPPLÝSINGAR Á WWW.HUSAVIK.NET Reynir Björnsson, lögg. fasteignasali Elías Haraldsson, lögg. fasteignasali  Allar íbúðir með sólskála.  Íbúðir með hjónasvítu.  Stærðir frá 97-162 fm.  Rúmgóð bílageymsla.  Afhending í nóvember 2008.  Verð frá 26,4 millj. Boðaþing er reitur sem Húsvirki hf. og Hrafnista DAS fengu úthlutað til skipulagningar fyrir almennar íbúðir, þjónustu- íbúðir, hjúkrunarheimili og þjónustumiðstöð aldraðra. Þetta er skemmtilega skipulagt svæði sem myndar kjarna almennra íbúða í kringum hjúkrunar- íbúðir og þjónustumiðstöð á vegum Kópavogsbæjar og Hrafnistu DAS. Sími 510-3800 NÝTT HÚS FRÁ HÚSVIRKI hö nn un :w w w .o rig am i-a rt .n et 55+Glæsilegar íbúðirfyrir fólk á besta aldriBoðaþing 6-8 Garðatorg 7 - 210 Garðabæ - sími 545 0800 - Þórhallur Guðjónsson, lögg. fast.sali GLÆSILEG HÚS Á BESTA STAÐ Í ORLANDÓ, FLÓRÍDA Frábærlega staðsett lokað hverfi rétt við Disney World. Stærð húsanna er frá 180 m² (á einni hæð) - 300 m², öll með einkasundlaug og heitum potti. Stórt og glæsliegt klúbbhús með fjölbreyttri afþreyingu. Þú velur lóð og húsgerð. Mjög góð kaup. Mjög góðir tekjumöguleikar fyrir þá sem vilja leigja út Nú þegar eru 20 hús í Windsor Hills í eigu íslendinga. Skoðið á heimasíðu okkar : www.gardatorg.is • Nánari upplýsingar : Þórhallur 896-8232. WINDSOR HILLS - ORLANDÓ - AÐEINS 16 HÚS EFTIR MORGUNBLAÐIÐ birtir alla út- gáfudaga aðsendar umræðugreinar frá lesendum. Blaðið áskilur sér rétt til að hafna greinum, stytta texta í samráði við höfunda og ákveða hvort grein birtist í umræðunni, í bréfum til blaðsins eða á vefnum mbl.is. Blaðið birtir ekki greinar, sem eru skrifaðar fyrst og fremst til að kynna starfsemi einstakra stofnana, fyrirtækja eða samtaka eða til að kynna viðburði, svo sem fundi og ráðstefnur. Innsendikerfið Þeir sem þurfa að senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðs- ins. Formið er undir liðnum „Senda inn efni“ ofarlega á forsíðu mbl.is. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Ekki er lengur tekið við greinum sem sendar eru í tölvupósti. Í fyrsta skipti sem formið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerfið, en næst þegar kerfið er notað er nóg að slá inn netfang og lykilorð og er þá notandasvæðið virkt. Ekki er hægt að senda inn lengri grein en sem nemur þeirri hámarks- lengd sem gefin er upp fyrir hvern efnisþátt en boðið er upp á birtingu lengri greina á vefnum. Nánari upplýsingar gefur starfs- fólk greinadeildar. Móttaka aðsendra greina @ Fréttirá SMS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.