Morgunblaðið - 24.08.2008, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 24.08.2008, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. ÁGÚST 2008 39 MINNINGAR ✝ Sveinn Mósesson fædd-ist í Arnarnesi við Dýrafjörð 23. júní 1907. Hann lést 24. maí 1999. Foreldrar hans voru Mós- es Þorleifur Bjarnason, f. 13.7. 1858, d. 20.1. 1936 og Kristín Jónína Bjarnadótt- ir, f. 28.9. 1866, d. 2.2. 1953. Systkini Sveins: Halldór, f. 1888, d. 1912, María f. 1891, d. 1958, Finnjón, f. 1895, d. 1962, Þorlaug, f. 1897, d. 1936. Sveinn var málarameist- ari en hin síðari ár rak hann eigin skiltagerð. Guðdís Guðmundsdóttir fædd- ist í Nýlendu í Garði 29.3. 1917. Hún lést 6.8. síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Guðmundur Einarsson, f. 1883, d. 1952 og Sigríður Guðmundsdóttir, f. as, f. 1923, Fanney, f. 1924, Daníel, f. 1925, d. 1996, Kristrún, f. 1927, Smári, f. 1928, d. 1995. Sveinn og Guðdís gengu í hjónaband 28.12. 1935 og bjuggu lengst af í Kópavogi. Börn þeirra eru: 1) Reynir, f. 1941, kvæntur Guðlaugu Leifsdóttur, f. 1947. Börn þeirra Leifur, f. 1971 og Sveinn Rúnar, f. 1974. 2) Smári, f. 1947, kvæntur Bergdísi Sigurð- ardóttur, f. 1947. Börn þeirra Sigurður Reynir, f. 1969, Bjarki Sveinn, f. 1973 og Smári Birnir, f. 1981. 3) Kristinn, f. 1954. Guðdís var húsmóðir. Útför hennar hefur farið fram. 1894, d. 1992. Systkini Guðdísar: Elsa, f. 1914, d. 1999, Guðbjart- ur, f. 1916, d. 1931, Ingibergur, f. 1918, d. 1918, Inga, f. 1919, óskírður drengur, f. 1920, d. 1920, Lillý, f. 1921, d. 2001, Tóm- Fyrir mér stendur Kópavogur- inn fyrir veröld sem var. Þar bjuggu afi og amma í gömlu tví- lyftu húsi sem skar sig úr götu- myndinni. Það var sérstök tilfinn- ing að ganga þar inn fyrir dyr; hversdagsleiki líðandi stundar varð einhvern veginn eftir við þröskuldinn en við tók þægilegur andblær sem gaf hugmynd um liðna tíð. Hjá afa og ömmu átti ég margar af bestu stundum æsk- unnar. Afi og amma ólust upp á mörk- um nýrra tíma. Þau kynntust gamla sveitasamfélaginu og þar með lífsviðhorfum fyrri alda. Þau voru af bjargálna en efnalitlu fólki komin eins og títt var um lands- menn á fyrri hluta síðustu aldar. Stolt aldamótakynslóðarinnar ein- kenndi lundarfarið en mestu skipti að vera ekki undir aðra settur. Sjálfstæðisþráin var sterk og sam- anstóð af ríkri réttlætis- og ábyrgðarkennd en um leið dágóðri þvermóðsku. Afi stofnaði skilta- gerð þar sem hann vann að mestu einn síns liðs. Hann var eigin herra en gróðastarfsemi var hon- um jafnframt víðs fjarri. Öll verð- lagning varð að vera sanngjörn en í því fólst einungis sú krafa að hafa nóg fyrir sig og sína. Afi hefði aldrei getað hugsað sér að byggja upp veldi. Amma lagði einnig áherslu á fjárhagslegt sjálf- stæði og lét sér ekki nægja að vinna heima við eins og algengt var um konur af hennar kynslóð. Liðagigt takmarkaði hins vegar mjög möguleika hennar til starfa. Fáir staðir eru mér jafn hug- stæðir og verkstæðið hans afa og eldhúsið hennar ömmu. Hvor stað- urinn hefur sína lykt og sinn hljóm. Ég átti margar góðar stundir með afa á verkstæðinu hvar ég tók að mér mín fyrstu ábyrgðarstörf barn að aldri. Amma var sérstaklega myndarleg í bakstri og matargerð. Það var gaman að skottast í kringum hana þar sem hún stóð við stóra kleinu- pottinn eða að fá að taka þátt í smákökugerðinni. Brauð með púð- ursykri var sérstakt hnossgæti svo ekki sé talað um heimalagaða rabarbaragrautinn með rjóma út á. Yfir öllu ríkti gjarnan lág- stemmd glaðværð og ábúðarfull dagskrá gömlu Gufunnar gerði andblæ hins liðna enn áþreifan- legri. Gamlárskvöldin voru sérstök til- hlökkunarefni en þá söfnuðust þrjár kynslóðir saman hjá afa og ömmu. Ég minnist einnig enda- lausra spilakvölda þar sem mér lærðust þau sannindi að það eigi ekki að þeyta spilum á gólfið þótt sigurinn falli öðrum í skaut. Ég minnist fjölda bíltúra og sögu- stunda þar sem málefni gömlu daganna voru rædd. Mér er til efs að ég hefði lagt fyrir mig sagn- fræði hefði ég ekki kynnst gamla tímanum hjá afa og ömmu. Þau voru meðal frumbýlinga í Kópa- voginum þegar þau fluttust þang- að undir lok fjórða áratugarins. Þar bjuggu þau í sveit en borgin mjakaði sér hægt og bítandi til þeirra. Nú eru þau horfin á braut og hús þeirra einnig. Veröld afa og ömmu er horfin en eftir stendur kær minning sem mun fylgja mér alla ævi. Tíminn flýgur áfram og hann teymir mig á eftir sér en ekki fæ ég miklu ráðið um það hvert hann fer en ég vona bara að hann hugsi svolítið hlýlega til mín og leiði mig á endanum aftur til þín. (Megas.) Leifur Reynisson. Mig langar til að minnast með nokkrum orðum kærrar vinkonu, Guðdísar Guðmundsdóttur, sem lést hinn 6. ágúst sl. Okkar fyrstu kynni voru þegar ég flutti í næsta hús við þau Svein, við Nýbýlaveginn í Kópavogi fyrir nærri 40 árum. Fljótlega urðum við málkunnugar og með tímanum varð kunningsskapurinn að vináttu sem ég á ævinlega eftir að minnast með þakklæti. Hún Guðdís kenndi manni svo margt með framkomu sinni og lífsafstöðu allri. Þegar við kynntumst hafði hún lengi barist við liðagigt, sem er erfiður og sársaukafullur sjúkdómur. Hún lét þetta böl þó ekki aftra sér frá því að fara allra sinna ferða akandi, hafði tekið bílpróf á fullorðinsaldri og ók litla, rauða Skódanum af miklu öryggi hvort sem var innan bæjar eða úti á þjóðvegunum. Síð- ar eignaðist hún aðra bíla sem skiluðu henni ætíð heilli heim. Það var notalegt að skjótast yfir til Guðdísar í kaffisopa og spjall. Hún kunni frá mörgu að segja og fyrir hennar tilstilli kynntist ég mannlífinu í Kópavogi á árdögum bæjarins. Handavinnuna hennar var líka gaman að skoða, en þar var af miklu að taka. Þar kom að við fluttum milli hverfa í bænum, en alltaf var jafn gott að eiga vináttu og félagsskap Guðdísar. Fyrir fáeinum árum yf- irgaf hún svo sjálf Nýbýlaveginn og flutti til Hafnarfjarðar. Þó að hún væri komin í annað hús var alltaf sami góði andinn í kringum hana, sami nosturslegi stíllinn í hí- býlum hennar og sama jákvæða viðhorfið hjá henni sjálfri. Heilsan var verulega farin að gefa sig, en ekki kvartaði hún. Taldi að margir hefðu það verra en hún sjálf. Sló svo á létta strengi og sagði að hún myndi svo sannarlega kvarta ef hún héldi að það gerði eitthvert gagn! Því væri bara ekki þannig varið. Guðdís var alltaf til í að gera sér dagamun og gaman var að taka þátt í því með henni, hvort sem var að fara á kaffihús eða í bíltúr út fyrir bæinn, t.d. suður í Garð, þar sem hún átti sín bernskuspor. En hún var líka með hugann við þá sem áttu erfitt af einhverjum sökum. Ég veit að meðan hún gat ekið fór hún oft í heimsóknir þang- að sem þannig stóð á og tók þá gjarnan með sér heimabakað brauð eða flatkökur. Ekki var hún að tala mikið um þetta eða blása í lúðra, en að fá slíka heimsókn „getur dimmu í dagsljós breytt“. Síðustu árin ræddum við stund- um um það hve erfitt hlutskipti það er að verða ósjálfbjarga og upp á aðra kominn. Hve gott það sé að fá að fara áður en svo er komið. Guðdís var orðin háöldruð og heilsan hennar var orðin léleg. Hún gat þó, með aðstoð fjölskyld- unnar, búið ein ótrúlega lengi. Hún var fundvís á ráð til að bjarga sér sjálf með sem flest. Já, hún Guðdís kunni alltaf best við að sitja sjálf undir stýri og velja leiðina. Við Guðni þökkum fyrir samfylgdina og biðjum henni allrar blessunar á nýjum vegum. Fjölskyldunni sendum við innileg- ar samúðarkveðjur. Inga Kristjánsdóttir. Sveinn Mósesson og Guðdís Guðmundsdóttir Hve margt er það líf sem í moldinni býr, það mundu og gæt þar að. Hvar svolítið hræddur burt snigillinn flýr og smámaurinn nagar blað. Og fiðrildavængi og blómanna blöð, ég bið þig ei skemma nú. Því víst mega fiðrildin vera eins glöð á vorin sem ég og þú. Hjá lítilli þúfu er lóa á kreik, hún læddist um urð og mel. Við ólukkans varginn er alla tíð smeyk og eggin sín felur vel. Ragnheiður Guðrún Ásgeirsdóttir ✝ RagnheiðurGuðrún Ásgeirs- dóttir fæddist í Reykjavík 5. júní 1931. Hún lést á líknardeild Land- spítalans í Kópavogi 7. júlí síðastliðinn og fór útför hennar fram í kyrrþey. Æ, syngdu nú lóa, þinn lofgjörðaróð, um lífið og hreiðrið þitt og minntu hvern á sem að heyrir það ljóð að hugsa um búið sitt. Er þrösturinn hljóðnar og sólin er sest ég sitja við gluggann má og spenna þar greipar í birtu sem berst svo brosmildum stjörnum frá. Og þá fyrir sjúkum og beygðum ég bið, að berir þeim vor í geð með fugli og blómi. Guð, leggðu þeim lið og láttu þau gleðjast með. (Kristján Valur Ingólfsson.) Með þessu ljóði þökkum við elsku ömmu Ragnheiði samfylgdina. Kristín Reynisdóttir og Ragnheiður Freyja. Útfararþjónustan ehf. Stofnað 1990 Símar: 567 9110 & 893 8638 www.utfarir.is • runar@utfarir.is Alhliða útfararþjónusta Rúnar Geirmundsson Sigurður Rúnarsson Elís Rúnarsson Þorbergur Þórðarson ✝ Ástkær faðir minn, tengdafaðir, afi, bróðir og mágur ÁSMUNDUR EINARSSON lést föstudaginn 15. ágúst á Landsspítala Háskólasjúkrahúsi við Hringbraut. Útförin fór fram í kyrrþey, að ósk hins látna. Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem önnuðust hann og sýndu umhyggju og hlýhug í erfiðum veikindum. Steinunn Ásmundsdóttir, Stefán Ingimar Bjarnason, Áslaug Ragna Stefánsdóttir, Hildur Einarsdóttir, Egill Ágústsson, Anna Margrét Einarsdóttir. Við erum einungis enn ein fjölskyldan sem er Páli ævinlega þakklát fyrir allt sem hann gerði og var. Þegar við vorum að hugsa um hvernig minningargrein við vildum skrifa, spurðum við okkur hvað einkenndi minningargreinar al- mennt. Eitt þeirra orða sem oft koma fram er orðið „missir“. Við urðum strax sammála um að það væri enginn missir núna – Páll Páll Jóhann Einarsson ✝ Páll JóhannEinarsson fæddist í Vest- mannaeyjum 22. janúar 1937. Hann lést 2. ágúst síðastliðinn og var útför hans gerð frá Fríkirkjunni í Reykjavík 12. ágúst. gaf svo örlátlega að enginn missir neitt. Störf hans munu lifa áfram um ókomna tíð, ekki bara sem stafir á prenti eða sögð orð í minningum manna, heldur í formi nýs lífs óteljandi einstak- linga og fjölskyldna. Slíkt var örlæti hans og stórhugur. Annað orð er sökn- uður. Þar sem við þekkjum Pál finnst okkur ekki rétt að nota þetta orð yfir þær tilfinningar sem við upp- lifum núna, okkur finnst við nán- ast heyra Pál segja með hárri röddu „Ekki sakna mín – fagnið mér!“. Því munum við – og vafalítið margir aðrir – fagna Páli og gefa áfram örlátlega það sem hann gaf. Eydís og Guðmundur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.