Morgunblaðið - 24.08.2008, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 24.08.2008, Blaðsíða 40
40 SUNNUDAGUR 24. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Árni GunnarSveinsson fædd- ist í Gerðum í Garði 3. nóvember 1923 . Hann lést á dvalarheimilinu Hrafnistu við Laug- arás 12. ágúst síð- astliðinn. Foreldrar Árna voru hjónin Sveinn Árnason sjómaður og for- maður í Garðinum, f. í Gerðum í Garði 2.7. 1892, d. 13.10. 1987, og Guðrún Eyjólfsdóttir húsfreyja, f. í Haugshúsum á Álftanesi 11.10. 1898, d. 21.11. 1981. Árni var eina barn þeirra hjóna og ólst upp á heimili þeirra í Gerðum í Garði. Hinn 7.10. 1961 kvæntist Árni Guðlaugu Björgu Sveinsdóttur hárgreiðslumeistara, f. í Reykja- vík 16.2. 1920, d. 7.5. 2004. For- eldrar hennar voru hjónin Sveinn Jóhannesson stýrimaður og tré- smíðameistari í Reykjavík, f. á Breiðabólsstöðum á Álftanesi 14.11. 1888, d. 12.8. 1950, og Kristrún Jónsdóttir húsfreyja, f. í Efri-Lág í Eyrarsveit 15.7. 1887, d. 11.12. 1942. Börn Guðlaugar og stjúpbörn Árna eru: 1) Rúnar Ketill Georgsson hljómlist- armaður í Reykjavík, f. 14.9. 1943, unnusta Arndís Jóhanns- dóttir hönnuður, f. 12.10. 1956. Börn Arndísar eru tvíburarnir Fróði og Guðmundur Guðmunds- synir, f. 7.12. 1995. Börn Rúnars eru: a) Björg lögfræðingur í Garðabæ, f. 15.4. 1962, m. Sig- urður Örn Hektorsson læknir, f. 12.11. 1954. Dætur þeirra eru i) Árný Björk nemi, f. 5.12. 1982, og ii )María Kolbrún nemi, f. 26.7. 1983, unnusti Ásgeir Hjört- ur Ásgeirsson verslunarmaður, f. 3.1. 1975, börn þeirra eru Arna Björg, f. 12.12. 2001, og Sigurður Erling, f. 8.4. 2008. b) Ketill sím- virki í Svíþjóð, f. 13.6. 1971, k. Teresa Payne húsfreyja. Dætur þeirra eru Emelie Elisabet, f. Soffíu eru: a) Súsanna Björg Vil- hjálmsdóttir framkvæmdastjóri í Garðabæ, f. 16.2. 1971, m. Tómas Jóhannsson tölvunarfræðingur, f. 15.4. 1973. Börn þeirra eru Árný Björg, f. 28.12. 1993, og tvíbur- arnir Kristján Helgi og Guðný Lára, f. 7.11. 2004. b) Einar Mikael Sverrisson trésmiður í Hafnarfirði, f. 20.8. 1986. Sambk. Heiða Kristín Helgadóttir nemi, f. 28.2. 1986. Árið 1938, þá aðeins 14 ára gamall, byrjaði Árni til sjós, þá á opnum trillum. Því næst beitti hann um tíma á Hákoni frá Sand- gerði, en um 17 ára aldur hóf hann störf á Árna Árnasyni frá Garðinum, undir formennsku Kristins Árnasonar. Eftir að skipið Árni Árnason fórst starf- aði Árni heitinn á skipinu Mumma frá Garðinum, þar til hann réðst á skipið Guðmund Þórðarson úr Garðinum, á ný undir formennsku Kristins Árna- sonar. Við stjórn þess skips tók síðar frændi Árna og sonur Kristins, Eyjólfur Kristinsson. Á skipinu Guðmundi Þórðarsyni starfaði Árni lengst, eða í 12 ár, og gegndi hann þar starfi 2. vél- stjóra. Með Eyjólfi skipstjóra réðst Árni síðan sem 2. vélstjóri á skipið Fram frá Keflavík. Það- an fóru þeir frændur saman á bátinn Gísla lóðs frá Hafnarfirði, síðan á Skálabergið, þá á Garðar Reykjavíkur, og að síðustu voru þeir frændur saman á Sæhrímni frá Keflavík til ársins 1970, en þá hætti Eyjólfur til sjós. Árni réðst þá á Freyjuna og loks á Binna í Gröf, en á því skipi starfaði Árni til ársins 1981, er hann hætti á sjó. Hóf hann þá störf hjá Ís- lenskum aðalverktökum á Kefla- víkurflugvelli og starfaði þar til sjötugs, árið 1993. Á sjómannadaginn í Keflavík árið 1989 var Árni sæmdur heið- ursmerki sjómannadagsins fyrir störf sín á sjó – en sjómennsku stundaði Árni í 43 ár. Þau Árni og Guðlaug bjuggu á Hringbraut 84 í Keflavík, allt frá stofnun búskapar síns árið 1961 til ársins 1989, er þau fluttu bú- ferlum að Sjafnargötu 5 í Reykjavík. Frá 1993 bjuggu þau síðan á dvalarheimilinu Hrafn- istu við Laugarás. Útför Árna fór fram í kyrrþey. 11.1. 2006, og Klara Anne, f. 9.9. 2007. c) Elfa Björk tónlistar- kennari í Hvera- gerði, f. 7.8. 1978. Synir hennar eru Aron Ben Daníels- son, f. 3.6. 2004, og Daníel Ben Daníels- son, f. 17.8. 2007. 2) Lúðvík Per Jónasson vélstjóri í Reykjavík, f. 16.2. 1948, d. 27.9. 2006. Börn Lúðvíks eru: a) Sigfinnur Þór bílasmiður í Reykjavík, f. 27.12. 1966, k. Sig- urdís Gunnarsdóttir rannsóknar- maður, f. 2.11. 1966. Börn þeirra eru i) Gunnar verkamaður í Reykjavík, f. 12.3. 1984, sambk. Sjöfn Ylfa Egilsdóttir nemi, f. 23.8. 1988, dóttir þeirra er Mar- grét Blandon, f. 10.9. 2006, ii) Dagur Þór, f. 1.6. 2000, og iii) Elísa Dís, f. 18.2. 2006. b) Hildur Júlía hárgreiðsludama á Selfossi, f. 22.2. 1972, m.h. Sveinbjörn Másson framkvæmdastjóri, f. 16.4. 1967. Börn þeirra eru i) Bryndís Jóna, nemi á Selfossi, f. 19.3. 1985, sambm. Haraldur Ein- ar Hannesson sölumaður, f. 27.6. 1981, dóttir þeirra óskírð, f. 19.7. 2008, ii) Karel Fannar, f. 8.6. 1993, iii) Aron Freyr, f. 5.8. 1995, og iv) Adam Örn, f. 13.7. 1998. c) Guðrún Björg húsfreyja á Byggð- arhorni í Sandvíkurhreppi, f. 20.5. 1975, m. Gísli Ólafsson blikksmiður, f. 30.1. 1967. Börn þeirra eru Daníel Andri, f. 20.7. 1997, Jón Þór, f. 3.11. 1998, Þóra Valdís, f. 29.5. 1999, Árni Valur, f. 25.1. 2006, og Guðrún Eva, f. 23.3. 2008. d) Jónas Árni bíla- smiður í Reykjavík, f. 25.3. 1979. e) Hannes Valur pípulagninga- maður á Selfossi, f. 5.12. 1981, sambk. Vigdís Líf Pálsdóttir nemi, f. 23.11. 1988. f) Soffía Rúna nemi í Reykjavík, f. 11.7. 1983, dóttir hennar er Aníta Dögg, f. 9.7. 2003. 3) Soffía Jón- asdóttir hárgreiðsludama á Akranesi, f. 23.12. 1951. Börn Almennt er það svo, að í hugum barna er afi einkar sérstök persóna. Þessarar sérstöku persónu í mínum huga langar mig til að minnast nokkrum orðum, að endaðri vegferð okkar afa saman – en með söknuði kveð ég nú ástkæran föðurafa minn, Árna Gunnar Sveinsson. Hinar fyrstu minningar sem mér koma í hug eru af afa standandi við hlið appelsínugulrar Volkswagen- bifreiðar sinnar þegar „Keflavíkur- rútan“ bar mig frá Reykjavík að endastöðinni í Keflavík. Þarna var afi kominn, með hattinn á höfðinu, til að taka á móti mér þegar ég var loks komin í langþráða heimsókn til afa og ömmu í Keflavík. Ég gat vart hamið mig af tilhlökkun, þaut út úr rútunni og flaug í fang afa. Afi klappaði mér stuttlega á bakið með grófri sjómannshendi sinni, bauð mig velkomna og ýtti mér inn í bíl- inn; amma biði mín heima á Hring- brautinni. Þó svo að afi hafi aldrei virst kjassgefinn, þá vissi ég að hon- um þótti vænt um gott faðmlag eða koss á kinn; því þá brosti hann, faðmaði þéttingsfast á móti og það rumdi í honum af ánægju. Ávallt var afi til staðar sem traustur bakhjarl heimilisins og frá honum stafaði ör- yggi og hlýja. Afi var ekki marg- orður, enda maður hæversku og lít- illætis. Hrós gaf hann sparlega, en þó mátti skýrlega merkja hreykni hans þegar eitthvert barna hans, afabarna eða langafabarna vann ein- hverjar vegtyllur eða stóð sig vel að öðru leyti. Lífshlaup afa var farsælt og má það án vafa þakka hinum góðu kost- um hans; trúmennsku í hvívetna, tryggð, samviskusemi, óbilandi dugnaði og kjarki. Til marks um kjark afa má nefna, að strax daginn eftir strand skipsins Árna Árnason- ar, þar sem afa var ungum að aldri ásamt fjórum skipsfélögum naum- lega bjargað úr sjónum, var afi kom- inn út á sjó á ný, staðráðinn í að láta Ægi ekki leggja sig að velli. Þannig var afi ávallt harður af sér og kvart- aði ekki, þótt á gæfi í lífsins ólgusjó. Skipstrandið er þó ekki einvörðungu til marks um hinn harðskrápa sjó- mann, því það má einnig nefna til dæmis um sparsemi afa og nýtni; en afi var víst tregur til að fara úr sjó- stígvélunum sínum og stökkva fyrir borð hins sökkvandi skips, þar sem stígvélin voru spánný og hann vildi ógjarnan týna þeim. Þótt afi væri dagfarsprúður mað- ur var hann skapmaður og því hvein í honum á stundum, er honum þótti sér eða sínum misboðið. Sömuleiðis gat pólitíkin valdið goluþyt í húsum afa og ömmu, en hann var mikill sjálfstæðismaður meðan amma var á öndverðum meiði hins pólitíska lit- rófs; einarður talsmaður verkalýðs- ins. Skyndilegt fráfall ömmu árið 2004 var afa mikið áfall, en eins og hon- um var tamt, þá bar hann harm sinn í hljóði og kvartaði aldrei. Án efa studdi hann í sorginni sú einlæga Guðstrú sem hann hafði byggt með sér og hlúð að, allt frá barnæsku. Ég kveð afa minn nú hinstu kveðju, með hinni sömu væntumþykju og virðingu sem hann ávallt auðsýndi mér. Við Sigurður, dætur okkar og barnabörn þökkum afa innilega samfylgdina, og ég bið Guð að geyma sálir þeirra afa og ömmu saman um alla tíð. Björg Rúnarsdóttir. Blátt lítið blóm eitt er, ber nafnið: Gleymdu ei mér. Væri ég fleygur fugl flygi ég til þín. Svo mína sálu nú sigraða hefur þú, engu ég unna má öðru en þér. (Þýsk þjóðvísa.) Elskulegur föðurafi minn sem horfinn ert okkur frá, mikill er miss- irinn. Þegar ég las þessa litlu vísu þá datt mér afi strax í hug, gall- harður sjálfstæðismaður sem gleymist ei. Í nokkrum orðum vil ég minnast afa sem mjög trúaðs manns. Ég man ekki eftir öðru en að afi færi alltaf í messu á sunnudögum í Keflavík og var líka kröfuharður á presta, enga pokapresta takk. Óskaplegur vinnuþjarkur og ósér- hlífinn, til marks um það þá byrjaði afi að vinna í síldinni í Garðinum að- eins 12 ára gamall og síðan fór hann að vinna á sjónum 14 ára gamall, var til sjós þar til hann var orðinn 60 ára gamall og hlaut hann sjómannaorðu á sjómannadaginn 1989. Hvað við vorum rosalega stolt af honum. En fullur var hann af orku ennþá þó sjómennskunni væri lokið svo hann fékk vinnu í Helguvík og þar með var geðheilsu ömmu Lúllu bjargað. Starfaði hann í Helguvík til 70 ára aldurs. Afi hafði óskaplega gaman af bíl- um og hugsaði mjög vel um þá, bæði bónaði og strauk þeim svo þeir gengu undir nafninu „Baðmullarbíl- arnir“ hans afa. Afi hafði mikið dá- læti á dýrum og var þeim óskaplega góður. Afi var alltaf mjög fljótfær maður, ef honum datt eitthvað í hug þá var það framkvæmt, samanber að hann kynnist henni ömmu á öðr- um í jólum 1960, bað hennar á gaml- árskvöld og giftist henni svo 7. októ- ber 1961. Hvort sem það var að kaupa bíla, húsgögn, styttur eða betrekk þá skipti ekki máli hvort amma vildi þetta, hann birtist bara með þetta heima. Afa minnist ég sem afskaplega nýtins manns, ef kom t.d. gat á eitt- hvað þá rumpaði hann því bara sam- an og oft á tíðum á mjög spaugileg- an hátt því sjálfsbjargarviðleitnin var með ólíkindum. Mikill matmað- ur var afi minn og var hann alltaf frekar búttaður og við kölluðum hann Bangsa. Afi hafði mjög mikinn áhuga á líðandi stund, sjómennsk- unni auðvitað, veðrinu, íþróttum – og aldrei mátti hallmæla sjálfstæð- ismönnum, en gaman var að koma til ömmu og afa í kringum kosning- arnar því amma var eins mikið rauð eins og hann blár. Afi mátti samt aldrei neitt aumt sjá. Börnunum, barnabörnunum og langafabörnunum fylgdist hann öll- um með og vissi upp á hár hvað hver var að gera, þannig ef mann vantaði upplýsingar um einhvern þá spurði maður bara afa. Afi kallinn missti mikið þegar amma fékk heilablóðfall 7. maí 2004 og dó mjög snögglega. Þau höfðu gengið saman lífsins veg í 44 ár, svo missir afa var mikill. Hann bar harm sinn í hljóði. En viljastyrk og lífsvilja hafði afi mikinn sem sýndi sig þegar hann veiktist sjálfur og í tvígang þegar allir héldu að hann væri að fara reis hann alltaf upp aft- ur. Ég sagði alltaf við hann að hans pláss hjá Guði væri ekki laust strax. Þá hló hann alltaf. Mikið er ég fegin að hafa fengið að kveðja þig svona vel eins og ég gerði rétt áður en þú kvaddir. Elsku afi, knúsaðu ömmu og pabba frá mér. Guð blessi þig og varðveiti og ég veit þið vakið yfir öll- um hópnum og veitið styrk á þess- um erfiða tíma. Þitt elskandi barnabarn Hildur Júlía. Elsku afi. Ég man fyrst eftir mér hjá ykkur ömmu á Sjafnargötunni. Það var alltaf svo gaman og gott að koma til ykkar. Fengum alltaf nammi og eitt- hvað gott að borða. Maður fór aldrei svangur frá ykkur. Þú varst iðulega sendur út í búð eða fórst að eigin frumkvæði að kaupa eitthvert got- terí ef þið vissuð að það væru að koma gestir. Svo á Hrafnistu hélduð þið þessu áfram þó að það væri orð- ið svolítið þröngt um ykkur. Það er svo erfitt að setjast niður og reyna að koma einhverju niður á blað. Það er svo margt sem kemur upp í hug- ann. Svo margar góðar minningar sem maður á og verða alltaf dýr- mætari og dýrmætari. Skrítið að hugsa til þess að maður eigi engan afa lengur, þar sem þú hefur alltaf verið eini afinn sem maður hefur átt. Huggun er okkur í þungum harmi að vita þig lausan við sjúkdóms böl. Hvílandi nú upp að alföður barmi hugljúfan, frískan og lausan við kvöl. Ástvinir allir nú saman hér stöndum og leitum að styrk kæri Drottinn til þín. Trú á þig bindi oss fastari böndum nú að huggun í harmi við leitum til þín. Á kveðjustund við erum hér kæru vinir, frændur og frænkur. Lífið kemur og lífið fer en öll við hittumst um síðir aftur. Nú kveðjum við þig, kæri vinur, sem á förum ert í burtu hér. En nú hittir þú alla ættmennina sem farnir eru á undan þér. (Höf. ók.) Elsku afi, nú er komið að því. Nú ertu kominn til ömmu og pabba aft- ur. Það var svo mikill missir fyrir þig þegar amma dó og svo aftur stuttu seinna þegar pabbi dó. En núna eruð þið saman aftur. Ég veit að þau taka vel á móti þér og að þið eigið eftir að styðja og styrkja af- komendur ykkar á þessum erfiða tíma og um ókomna tíð. Hvíldu í friði, elsku besti afi minn. Þín verður sárt saknað. Minning þín mun lifa í hug og hjarta mínu um ókomna tíð. Þitt barnabarn Soffía Rúna. Elsku afi minn, nú ertu kominn til ömmu á betri stað. Við upplifum mikið tómarúm í hjörtum okkar þar sem þú varst svo stór hluti af lífi okkar. Ef ég vitna í Hillary Clinton sem sagði að það tæki heilt þorp að ala upp barn, þá voruð þið amma í æðstu embættunum í þorpinu mínu. Þú sýndir svo vel hversu stoltur þú varst af mér og öðrum í fjölskyld- unni ef eitthvað gekk okkur í hag- inn, sama hversu lítið það var. Ósér- hlífni þín, hvort sem þú varst í vinnu eða utan hennar, var á allra vitorði, slíkur dugnaðarforkur varstu. Ef þig vantaði stiga til að mála húsið þá smíðaðir þú stigann úr spýtnaaf- göngum enda búðir ekki opnar þeg- ar þú varst kominn út með málning- arburstann. Á unglingsárum mínum vann ég meðal annars í frystihúsinu í Höfnunum og reyndi að fá eins mikla yfirvinnu og hægt var. Meðan amma skammaði mig fyrir að vinna of mikið hvattir þú mig alltaf til dáða að leggja mitt af mörkum og neita aldrei aukavinnu. Ég ólst upp við að fylgjast með kraftinum í þér og ég dáðist alltaf að þér. Það gustaði af þér hvert sem þú fórst og sveiflan á hægri hendinni þegar þú gekkst, gaf alltaf til kynna hversu ákafur þú varst í erinda- gjörðum þínum. Þú varst einstakt ljúfmenni, þrátt fyrir stórar sjó- mannshendur. Enda „bangsinn“ okkar. Þú máttir ekkert aumt sjá og fylgdist vel með öllum í fjölskyld- unni. Þú hikaðir ekki við að láta skoðun þína í ljós ef eitthvað olli þér vonbrigðum, eins og þegar ég kaus í fyrsta sinn og ég kaus ekki „rétt“ að þínu mati. Þú hringdir í pabba sem hringdi í föðurafa minn og hann hringdi í mig til að tjá skoðun sína á málinu. Þú náðir ekki að breyta póli- tískri skoðun minni með uppátæk- inu en þar sem við vorum á öndverð- um meiði var ennþá skemmtilegra að tala við þig um þjóðmálin og hver staðan væri á þjóðarpúlsinum. Þú fylgdist með öllu á líðandi stundu og hafðir unun af því að hlusta á spjall- þætti og fréttir í útvarpinu. Ef mig vantaði veðurspána fyrir útilegu gat ég alltaf hringt í þig og þú gast sagt Árni Gunnar Sveinsson Englasteinar Helluhrauni 10 Sími 565 2566 - www.englasteinar.is Fallegir legsteinar á góðu verði Vönduð og persónuleg þjónusta Inger Steinsson, útfararstjóri, s. 691 0919 Sími 551 7080 Bárugötu 4, 101 Reykjavík. Ólafur Örn útfararstjóri, s. 896 6544 Inger Rós útfararþj., s. 691 0919
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.