Morgunblaðið - 24.08.2008, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 24.08.2008, Blaðsíða 44
44 SUNNUDAGUR 24. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ dagbók Í dag er sunnudagur 24. ágúst, 237. dagur ársins 2008 Orð dagsins: Faðir, gjör mig nú dýr- legan hjá þér með þeirri dýrð, sem ég hafði hjá þér, áður en heimur var til. (Jh. 17, 5.) Víkverji hefur aldrei haft fyrir þvíað taka bílpróf og fer allra sinna ferða í strætó eða fótgangandi. Víkverji hjólar aldrei, honum finnst slík iðja of mikið í átt við mussulega vinstrimennsku. x x x Víkverji fær oft far með vinum ogkunningjum. Þær bílferðir taka nokkuð á. Vinum Víkverja virðist nefnilega ekki þykja neitt sér- staklega gaman í bílstjórahlutverk- inu. Þeir flauta á aðra bílstjóra og hreyta út úr sér: „Sástu hvað þessi idjót gerði?“ Víkverji sér aldrei glæpinn og finnst umferðin ganga fremur eðlilega fyrir sig. Hann uml- ar því eitthvað sem á að vera svar. Þetta óskiljanlega uml tekur bíl- stjórinn sem samþykki og róast um stund. x x x Vikverji þorir ekki að sussa áæsta bílstjóra. Hann veit að æst fólk róast því aðeins að aðrir þykist vera því sammála. Víkverji fagnar í hvert sinn sem þessum bíl- ferðum lýkur og verður enn stað- fastari í þeirri ákvörðun sinni að taka ekki bílpróf. Honum finnst sér- kennilegt hversu mjög það virðist taka á að eiga bíl. Sjálfur veit hann að því fylgja engin vandamál að vera bíllaus. x x x Víkverji hefur yndi af gönguferð-um því þær nýtast svo vel til að hugsa. Víkverji er á þeirri skoðun að fólk hugsi yfirleitt ekki nóg og sjálf- ur vildi hann gjarnan hugsa meira en hann gerir. Hann reynir þó. Strætisvagnaferðir reynast líka vel til að efla hugann og svo má nýta þær til að lesa reyfara. x x x Strætisvagnaferðir í Reykjavíkeru reyndar ekkert til að hrópa húrra fyrir en Víkverji nennir ekki að æsa sig yfir því. Hann býr yfir hugarró – ólíkt bílstjórum. víkverji@mbl.is Víkverjiskrifar Krossgáta Lárétt | 1 aumingja, 4 helmingur, 7 smábýlið, 8 skjálfa, 9 elska, 11 keyr- ir, 13 karlfugls, 14 gref- ur, 15 lögun, 17 reiður, 20 agnúi, 22 blíða, 23 kvistótt, 24 sefaði, 25 manndrápi. Lóðrétt | 1 yrkja, 2 fetill, 3 kvendýr, 4 fornafn, 5 telja úr, 6 bik, 10 slanga, 12 beljaka, 13 lík, 15 hóf- dýr, 16 sundra, 18 útlim- ir, 19 hvalaafurð, 20 skott, 21 málmur. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 kunngerir, 8 votar, 9 dugir, 10 tíu, 11 rolla, 11 reisa, 15 hross,18 árnar, 21 tók, 22 rifti, 23 aflar, 24 un- aðslegt. Lóðrétt: 2 umtal, 3 narta, 4 eldur, 5 Ingvi, 6 sver, 7 urra, 12 les, 14 err, 15 horf, 16 orfin, 17 stirð, 18 ákall, 19 nýleg, 20 rýrt. 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 Sudoku Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3- reit birtist tölurnar 1-9. Það verð- ur að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Lausn síðustu Sudoki. www.sudoku.com © Puzzles by Pappocom SKÁK Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is Staðan kom upp á öflugu alþjóðlegu at- skákmóti sem lauk fyrir skömmu í Ma- inz í Þýskalandi. Viswanathan Anand (2798) hafði hvítt gegn Alexander Mo- rozevich (2788). 23. Rh6+! Kh8 24. Rxf7+ Kg8 25. Re4?! hvítur gat lokið skákinni með glæsilegum hætti: 25. Bxh7+! Kxh7 26. Rg5+ Kg8 27. Db3+ Kh8 28. Df7! og svartur verður mát eða tapar drottningunni. Í framhaldinu hefur hvítur þó einnig unnið. 25… Re5 26. Rfd6 Hed8 27. Dh5 Bxe4 28. Rxe4 h6 29. Df5 He8 30. Dxf4 Hac8 31. Df5 Dd7 32. Dxd7 Rxd7 33. Had1 Rb6 34. Bb3+ Kh8 35. Kf1 g5 36. f3 Hc6 37. Hd3 Bg7 38. Hed1 Be5 39. Hd8 Hxd8 40. Hxd8+ Kg7 41. Hg8+ Kh7 42. He8 Bxc3 43. He7+ Bg7 44. Rc5 Rc8 45. He8 Bc3 46. Bd5 Hc7 47. Be4+ og svartur gafst upp. Hvítur á leik. Brids Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Spretthlaup. Norður ♠9873 ♥Á10 ♦KD862 ♣103 Vestur Austur ♠ÁG ♠K642 ♥K98765 ♥4 ♦1095 ♦743 ♣Á6 ♣G9752 Suður ♠D105 ♥DG32 ♦ÁG ♣KD84 Suður spilar 3G. Útspilið liggur á borðinu og sagnhafi horfir þögull á blindan. Eftir nokkra stund þakkar hann makker fyrir sitt framlag, sprettir svo úr spori og rífur í sig langlitinn. Það er rétt fyrir vörnina að vera á tánum við þessar aðstæður, því oftar en ekki vantar sagnhafa slag. Í sumarspilamennsku BSÍ á mið- vikudaginn kom iðulega út hjarta gegn 3G og tían í borði átti fyrsta slaginn. Löng umhugsun hjá sagnhafa, dauf- legt þakkarávarp til makkers, síðan spretthlaup: ♦ÁG, hjarta á ás og tígl- arnir teknir – hratt. Heimahöndin er aðþrengd og sagnhafi verður að fara niður á ♠D10, ♥DG og ♣KD. Eftir tíg- ulsúpuna spiluðu margir spaða á tíuna. Örlagastundin. Vestur þarf að drepa með ÁS til að hnekkja spilinu, en það gerði enginn og suður fékk tvo slagi í viðbót – á hjarta og lauf. (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Manneskjan með bestu mannasið- ina er sú sem lítur framhjá ókurteisi ann- arra. Þú ert glaður þegar þú ert umburð- arlyndur og leyfir fólki að vera það sjálft. (20. apríl - 20. maí)  Naut Aðdráttarafl skiptir máli, þó að um platónskt samband sé að ræða. Haltu sambandi við einhvern sem veitir snögg tilsvör og leiftrandi samræður. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Það er ekki hégómi að hafa gott álit á sjálfum sér. Án sjálfsvirðingar er ómögulegt að bera virðingu fyrir öðrum. Komdu fram við þig sem stóru ástina í lífi þínu. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Góðu fréttirnar eru þær að him- intunglin gera þér verulega auðvelt að breyta karaktergöllum í kosti. Vondu fréttirnar eru þær að þú þarft að við- urkenna gallana fyrst. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Tilhneiging þín til að hugsa um of gæti verið vandamál. Sjálfstraust snýst um það að treysta sjálfum sér nógu vel til að taka hvatvísi sína alvarlega. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Meyjan á skap með fjölda manns í augnablikinu. Jarðbundin nálgun þín á óáþreifanleg eða vitsmunaleg viðfangs- efni skapa sameiginlegan áhuga. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Himintunglin beina geislum sínum að þér. Þú verður að standa í sviðsljósinu, enda þarftu að tjá þig opinberlega, sama hvort það skiptir máli eða ekki. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Þú ert snillingur í því að finna út hvað knýr aðra áfram, jafnvel þú gætir lent í því að láta heillandi nýliða hindra þig. Leitaðu ráða hjá hlutlausum aðila. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Hjartasorgir fortíðarinnar eru besti efniviðurinn í fallega listsköpun. Ef þú virkjar þennan skapandi hluta af lífi þínu blómstrar ástin í nútíðinni. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Þú nýtur aðdáunar og aðrir líta á þig sem verðugan keppinaut. Þetta eru merki um að þú sért á toppnum. Vonandi er þér sama þó að allra augu hvíli á þér. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Vinnuhlið vatnsberans og hið raunverulega sjálf togast eilítið á því hann er ekki viss um hvernig tilteknir ein- staklingar eiga eftir að taka honum. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Þessa dagana er betra að vera með fæturna á jörðinni. Þú hittir fólk sem væri heppilegra að geta tengst vitsmunalega frekar en tilfinningalega. Stjörnuspá Holiday Mathis 24. ágúst 1966 Tollstjórinn í Reykjavík lokaði Þjóðleikhúsinu með innsigli vegna vangoldins söluskatts. Skuldin var greidd tveimur dögum síðar. 24. ágúst 1968 Norræna húsið í Reykjavík var vígt. Það var byggt eftir teikningum Finnans Alvars Aaltos. Fyrsti forstöðumaður hússins var Norðmaðurinn Iv- ar Eskeland. 24. ágúst 1984 Flugvélar og fallhlífarstökkv- arar lentu á Bárðarbungu á Vatnajökli. Aldrei fyrr hafði verið lent í jafnmikilli hæð, 2.000 metrum. Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson. Þetta gerðist þá … Berglind Birta Guðmundsdóttir, Guðrún Tinna Rúnarsdóttir, Harpa Sól Guðmundsdóttir, Jenný Re- bekka Jónsdóttir og Olga María Rúnarsdóttir héldu tombólu á Blönduósi til styrkar Rauða krossi Íslands og söfnuði 10.478 kr. Með þeim á myndinni er Einar Óli Foss- dal, formaður Rauðakrossdeildar Austur-Húnavatnssýslu, sem tók á móti framlaginu. Hlutavelta Dagný Gísladóttir, Óskar Dagur Eyjólfsson og Árni Þór Steinarsson Busk héldu tombólu fyrir utan verslunarmiðstöðina Sunnumörk í Hveragerði. Þau söfnuðu 5.558 kr. sem þau færðu Rauða krossinum í Hveragerði. Hlutavelta „ÉG ætla bara að taka það rólega og bjóða nán- ustu fjölskyldu í grill,“ segir Kristinn T. Gunn- arsson, forstjóri Capacent, sem fagnar 45 ára af- mæli sínu í dag. Aðspurður segir hann eftirminnilegasta afmælisdaginn hafa verið fyrir fimm árum. „Þegar ég varð fertugur hélt konan mín óvænt partí fyrir mig. Hún var búin að safna saman fullt af vinum okkar sem biðu þegar við komum heim,“ segir Kristinn. Eiginkona hans, Guðrún Högnadóttir, hafði fyrr um kvöldið boðið honum út að borða. „Ég skildi ekkert í því þegar ég kom heim að öryggiskerfið var ekki á en svo spruttu allir upp.“ Kristinn er menntaður viðskiptafræðingur frá Bandaríkjunum. BS- gráðuna fékk hann frá University of North-Carolina og síðar MBA- gráðu frá University of Georgia. Hans helstu áhugamál eru útivist og útivera en þó sérstaklega á sjókajakróður hug hans allan. Kristinn hefur farið í lengri og styttri ferðir, aðallega um Vestfirðina, en í sumar hafa hann og nokkrir samstarfsfélagar hans hist alla fimmtu- dagsmorgna kl. 5:30 og róið frá heimili eins þeirra sem býr í Sjálandi í Garðabæ. „Við siglum í 2-2,5 tíma og komumst yfirleitt vel út fyrir Bessastaði.“ Ná þeir svo alltaf að mæta í vinnuna á réttum tíma. Krist- inn segir þá félaga ætla að halda róðrinum áfram meðan birtan leyfir en einna skemmtilegast sé að sjá borgina vakna. ylfa@mbl.is Kristinn T. Gunnarsson forstjóri 45 ára Fylgist með borginni vakna „ÉG ætla að vera í samveru með stór- fjölskyldu minni og vinum mínum,“ segir Jenna Jensdóttir rithöfundur um hvernig hún ætlar að verja afmælisdeginum. Aðspurð seg- ist hún ekki getað fundið neinn afmælisdag sem er öðrum fremur. „Þennan afmælisdag lít ég þannig á að það sé stutt í að ég kveðji sam- veruna með þessu fólki. Þess vegna verður hann mér núna mikilvægastur. Hann er á viss- an hátt kveðja fyrir óvenjugjöfult líf í fagurri veröld með góðu fólki.“ Jenna og eiginmaður hennar, Hreiðar Stef- ánsson, skrifuðu saman 26 barna- og ung- lingabækur. Einna þekktastar voru bækurnar um Öddu en þær voru aðallega ritaðar af Jennu. Hún segir að lífið sjálft, einlægni og raunveruleikinn hafi veitt henni hvað mestan innblástur en þær skriftir sem voru henni hvað mikilvægastar voru ljóðin. „Þó ég hafi ekki gefið út nema eina ljóðabók, þá fylla þau stundum skúffur mínar.“ Hugsaði aldrei um sína eigin vegferð Þegar talið berst að öðrum gerðum skrifta segist Jenna halda að í öllum þeim, sem finni í sér löngunina til skrifa, blundi allar tegundir skáldskapar. Það sem sé nærtækast ráði hins- vegar vegferðinni. Hún hafi sjálf aldrei hugs- að um hver sín vegferð yrði og aldrei gert sér grein fyrir að skriftir væru nokkuð sem hún ætlaði sér að leggja fyrir sig. „Ég gerði mér aldrei grein fyrir því, ég hugsaði aldrei um það. Það bara kom.“ Jenna sinnti einnig lengi kennslustörfum og skrifaði um bókmenntir í Morgunblaðið í um 30 ár. „Nú þegar ég er 90 ára leyfi ég mér að segja að nær þriggja áratuga vera mín með því fólki sem vinnur hér á Morgunblaðinu færði mér meiri gleði, dýpri skilning á lífinu og meira þakklæti til fortíðarinnar en annað sem ég hef gert samhliða því að vera með minni elskuðu stórfjölskyldu.“ ylfa@mbl.is Jenna Jensdóttir rithöfundur níræð Lífið sjálft og raunveruleikinn veita mesta innblásturinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.