Morgunblaðið - 24.08.2008, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 24.08.2008, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. ÁGÚST 2008 49 • Þekkt verslun með húsgögn og gjafavörur. Ársvelta 140 mkr. • Sérhæft líkamsræktarfyrirtæki í góðum vexti. Ágætur hagnaður. • Markaðsstjóri-meðeigandi óskast að innréttingafyrirtæki. EBITDA 20 mkr. • Narfeyrarstofa. Glæsilegt veitingahús í eigin húsnæði á besta stað í Stykkishólmi. Góður og vaxandi rekstur. Góður hagnaður. • Heildverslun með neytendavörur fyrir konur. Ársvelta 100 mkr. Góður hagnaður. Gæti hentað til flutnings út á land. • Lítil heildverslun með matvæli. • Þjónustufyrirtæki með rekstrarvörur. Ársvelta 450 mkr. • Framkvæmdastjóri-meðeigandi óskast að stóru bílaþjónustufyrirtæki. EBITDA 17 mkr. • Traust heildverslun með neytendavörur. Ársvelta 140 mkr. EBITDA 20 mkr. • Fjöldi góðra fyrirtækja í Danmörku. • Heildverslun með varahluti fyrir vinnuvélar og bíla. Ársvelta 140 mkr. • Framkvæmdastjóri-meðeigandi óskast að fyrirtæki á heilbrigðissviði. • Æskilegt að viðkomandi sé hjúkrunarfræðingur. • Heildverslun með tæknivörur. Ársvelta 130 mkr. FYRIR AFA OG ÖMMUR, PABBA OG MÖMMUR OG BÖRN – STÓR OG SMÁ „Besta barnasýningin sem í boði er” JVJ, Ísafold MUNIÐ! GEISLADISKURINN OG BÓKIN TIL SÖLU Í LEIKHÚSINU MIÐASALA: SÍMI 4 600 200 / MIDASALA@LEIKFELAG.IS / WWW.LEIKFELAG.IS Uppselt var á allar sýningar síðasta vetur. Ekki missa af þessari frábæru sýningu. Tilnefnd til Grímunnar 2008 sem Barnasýning ársins! FRUMSÝNING LAU. 30. ágúst kl. 20:00 NÆSTU SÝNINGAR SUN. 31. ágúst kl. 18:00 FÖS. 5. sept. kl. 20:00 LAU. 6. sept. kl. 20:00 SUN. 7. sept. kl. 15:00 LAU. 13. sept. kl. 20:00 FRUMSÝNT 30. ÁGÚST YOGA YOGA YOGA YOGASTÖÐIN HEILSUBÓT Síðumúla 15, símar 588 5711 og 694 6103 www.yogaheilsa.is • yogaheilsa@yogaheilsa.is Morguntímar, hádegistímar, síðdegistímar og kvöldtímar. Líkamsæfingar, öndunaræfingar, slökun og hugleiðsla. Sértímar fyrir barnshafandi konur, byrjendur og lengra komna. BJÖRK Guðmundóttir hefur birt nýja færslu á vefsíðu sinni, bjork- .com, þar sem hún veitir tónlistar- blaðamönnum tiltal fyrir ónákvæm- ar og rangar upplýsingar, sem þó liggja allar fyrir á kreditlistum. Seg- ist hún hafa séð það síðustu sjö árin að Valgeiri Sigurðssyni séu eignaðir hlutir á plötunni Vespertine, sem séu ekki hans. Í framhaldinu veltir hún fyrir sér, hvernig á þessu geti staðið. Björk segir meðal annars: „Í síðasta tölublaði íslenska dag- blaðsins Grapevine, sem er gefið út á ensku, er Valgeiri Sigurðssyni eign- að að hafa skrifað út öll hljóðfærin á plötu minni Vespertine. Ég vil gjarn- an koma með leiðréttingu: Síðustu sjö árin hef ég tekið eftir því að hr. Sigurðssyni hefur iðulega verið eignað að hafa annaðhvort samið tónlistina eða stýrt upptök- unum á þessari plötu. Ég vil benda á að hann gerði hvorugt. Hann var tölvuforritari við þriðjung upptak- anna og tók upp þriðjunginn. Hinir þriðjungarnir voru í höndum ann- arra upptökumanna og forritara....“ Sexismi eða léleg vinnubrögð? Björk segir fjórar mögulegar ástæður fyrir misskilningi blaða- manna: „1: Tónlistargagnrýnendur þessa heims hafa ekki alveg áttað sig á muninum á upptöku, forritun, því að semja og því að stjórna upptökum á elektrónískri tónlist. Sjónrænt virð- ist þetta allt svipað. Maður/kona sit- ur við tölvu. Ekki eins mismunandi og til dæmis trommari, blás- araútsetjari eða upptökumaður. En þetta eru þrjú gjörólík störf, sem blaðamenn verða að fara að átta sig á. 2: Það gæti verið að þetta sé að einhverju leyti sexismi. M.I.A. lenti í þessu þegar talið var á hinum virta vefmiðli pitchfork.com, að Diplo hefði stýrt upptökunum á allri Kala- plötunni hennar, án þess að kred- itlistinn væri einusinni lesinn. Þann- ig hlaut það bara að vera, það gat ekki verið að M.I.A. hefði gert þetta sjálf! Það er eins og að ennþá, eftir öll þessi ár, geti fólk ekki ímyndað sér að kona geti samið, útsett eða stýrt upptökum á elektrónískri tón- list. Ég hef margoft lent í því að vinnan sem ég vinn í tölvum er eign- uð hverjum þeim karlmanni sem var í 10 metra radíus á meðan á því stóð. Fólk virðist virða það að konur geti sungið og leikið á þau hljóðfæri sem þær sjást leika á. En þær geti ekki forritað, útsett, stýrt upptökum, edi- terað eða samið elektróníska tónlist. 3: Ég viðurkenni að eitt getur ruglað fólk í ríminu: Fólk verður að nota eyrun og í raun lesa kreditlist- ann til að fá þessar upplýsingar. Alla þá tónlist sem ég hef skapað: eins og til dæmis strengjaútsetningar, synta-bassalínur eða forritun elektr- ónískra mynstra, spila ég aldrei sjálf á tónleikum því ég vil gefa mig 100% prósent í sönginn. Ég bið því ann- aðhvort tölvurnar að leika þetta eða fæ aðra tónlistarmenn til starfans. Þetta gæti ruglað fólk. 4: Eitt sem gæti hafa haldið lífi í þessum misskilningi er að hvorki ég né Valgeir Sigurðsson höfum haft fyrir því að leiðrétta þetta. En nú geri ég það. Ég vona að þessi leiðrétting sé já- kvætt innlegg í frekari umræðu um þetta.“ Björk skrifar undir bréfið, með hlýjum kveðjum. Í lok eftirskriftar bætir hún við: „Blaðamenn: vinsam- lega lesið kreditlistann áður en þið skrifið.“ efi@mbl.is Morgunblaðið/ÞÖK Björk Vonast til að leiðrétting sín verði jákvætt innlegg í umræðuna. Blaðamenn lesi kreditlistann  Björk veitir tónlistarblaðamönnum tiltal á vefsíðu sinni  Segir vinnu kvenna við tónlist iðulega eignaða körlum Morgunblaðið/Jim Smart Valgeir Forritaði tölvur og tók um þriðjunginn á Vespertine-plötunni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.