Morgunblaðið - 24.08.2008, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 24.08.2008, Blaðsíða 50
50 SUNNUDAGUR 24. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ Eftir Helga Snæ Sigurðsson helgisnaer@mbl.is VEFSÍÐA vikunnar er einhver sú ljótasta sem undirritaður hefur rek- ist á í langan tíma. Það gerir hins vegar lítið til því maður fer ekki á þessa síðu til að njóta fegurðar eða vefhönnunar. Nei, þetta er síða fyrir bílagrúskara, grunnt sem djúpt sokkna í allt sem viðkemur bílum. Fyrir stóra sem litla bílanörda, mætti segja. Síðu þessa á vélatæknifræðing- urinn Leó M. Jónsson og greinilegt að sá maður er á við alfræðiorðabók um sjálfrennireiðar. Hann hefur enda ritað ófáa pistla um bíla fyrir Morgunblaðið og svarað spurn- ingum lesenda. Undirritaður „datt inn á“ síðu Leós þegar hann var að velta fyrir sér bílakaupum fyrr á árinu (svona þegar allt er leiðinlegt í sjónvarpinu og maður fer að hanga á netinu í glundroðakenndri leit að einhverju sem maður veit ekki alveg hvað er) og þá skýringum á því neikvæða orði sem fer af frönskum bílum á Íslandi, þ.e. að bilanir séu tíðar í þeim. Kom þá upp í vefleit pistill Leós þar sem hann bendir á að fyrir löngu síðan hafi Frakkar framleitt bíla sem áttu til að bila mikið en langt sé síðan franskir bílaframleiðendur hristu af sér slyðruorðið og slíkir fordómar séu ekki á rökum reistir nútildags. Bilanatíðni ekki það sama og athugasemdatíðni Það er auðvelt að gleyma sér á vefsíðu Leós því hún er sneisafull af fróðleik. Eftirfarandi hafði undirrit- aður t.d. aldrei velt fyrir sér (fengið úr pistli um reynsluakstur á nýrri Toyota Corolla): „Bilanatíðni Cor- olla er sögð vera lág. Ekki er hægt að vísa í neinar hlutlausar rann- sóknir á bilanatíðni bíla hérlendis. Tíðni athugasemda við lögbundna skoðun segir t.d. ekki nema hluta af sögunni þar sem sú skoðun nær ekki til nýrra og nýlegra bíla. Þá rugla margir saman hugtökunum bil- anatíðni, athugasemdatíðni og kvartanatíðni. Það er tíðni og fjöldi kvartana á ábyrgðartíma sem hefur mest áhrif á ánægju kaupenda, tryggð þeirra við tegundina og orðs- tír hennar. Þeir sem kunna til verka við rekstur bílaumboðs, og hafa metnað fyrir hönd viðkomandi bíltegundar, skipuleggja forskoðun bíla fyrir af- hendingu þannig að sem minnstar líkur séu á kvörtunum eftir afhend- ingu. Þetta er þáttur sem sum bíla- umboð virðast aldrei ná tökum á.“ Þarf að taka aðeins til Skipulaginu á síðu Leós er ábóta- vant, síðan er dálítið ruglingsleg. Efst er efnið flokkað í bíla, bílapróf- anir, flug, tæknisíður, tæknimál, vandræði, frásagnir, umræðuhorn og tengla. Það er dæmigerð upp- setning en í meginmáli á síðunni tek- ur við, að því er virðist, dálítið kaos. Pistlar um hin og þessi efni, tenglar í öllum regnbogans litum og ekki ann- að að gera en að lesa sig í gegnum allt saman. Sjálfsagt væri það einfalt mál að „taka aðeins til“ á síðunni og gera hana aðgengilegri. Þá þykir undirrituðum ókostur að ekki sé hægt að leita í efni síðunnar, leit- argluggi væri vel þeginn. Þrátt fyrir þessa annamarka er síðan hvalreki fyrir bílanörda, stutt sem lengra komna. Leoemm.com Heilmikill og skemmtilegur fróðleikur um bíla. Ljót en áhugaverð VEFSÍÐA VIKUNNAR: WWW.LEOEMM.COM» Sími 551 9000Þú færð 5 % e n d u r g r e i t t í Regnboganum 650 KR. - ALLAR MYNDIR - ALLAR SÝNINGAR - Í ALLT SUMAR Þú færð 5 % endurgreitt í Háskólabíó Þú færð 5 % endurgreitt í BorgarbíóSími 462 3500 X - Files kl. 3 - 5:40 - 8 - 10:20 B.i. 16 ára Mamma Mia kl. 3 - 5:30 - 8 - 10:30 LEYFÐ Love Guru kl. 4 - 6 - 8 - 10 B.i. 12 ára The Strangers kl. 4 - 6 - 8 - 10 B.i. 16 ára 650kr. “Svona á að gera hrollvekjur!” - Stephen King eeee - Ó.H.T, Rás 2 eee - L.I.B, Topp5.is/FBL 650k r. Stærsta mynd ársins 2008 77.000 manns. „Duchovny og Anderson sýna gamla takta” -Þ.Þ. - DV HANN ER SNILLINGUR Í ÁSTUM NÝJASTA GRÍNMYND MIKE MYERS SEM FÆRÐI OKKUR AUSTIN POWERS MYNDIRNAR SÝND SMÁRABÍÓI OG BORGARBÍÓI „Duchovny og Anderson sýna gamla takta” -Þ.Þ. - DV SÝND SMÁRABÍÓI OG HÁSKÓLABÍÓI Geggjuð gamanmynd Frá leikstjóra Full Monty Eina von hljómsveitarinnar ... ...er vonlaus 650k r. 650kr. -Empire X-Files kl. 3:50 - 6 - 8 - 10:10 B.i.16ára Mamma Mia kl. 3:50 - 6 - 8 (Syngdu með!!) - 10:10 LEYFÐ Tropic Thunder kl. 8 Forsýning B.i.16ára * Gildir á allar sýningar merktar með rauðu TILBOÐ Í BÍÓ * Gildir á allar sýningar merktar með rauðu TILBOÐ Í BÍÓ The Rocker kl. 3 - 5:30 - 8 - 10:30 B.i. 7 ára Skrapp út kl. 4 - 6 - 8 - 10 B.i. 12 ára The Dark Knight kl. 3 - 6 - 9 B.i. 12 ára Mamma Mia kl. 3 - 5:30 - 8 - 10:30 LEYFÐ Þú færð 5% endurgreitt í Borgarbíói, Smárabíói og Regnboganum og Háskólabíói ef þú borga FORSÝNING Í KVÖLD KL. 8 STÆRSTA OPNUN Á ÍSLANDI FYRR OG SÍÐAR. YFIR 60.000 MANNS EIN BESTA MYND ÁRSINS! SÝND SMÁRABÍÓI OG BORGARBÍÓI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.