Morgunblaðið - 24.08.2008, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 24.08.2008, Blaðsíða 52
52 SUNNUDAGUR 24. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ / ÁLFABAKKA / KRINGLUNNI WALL• E m/ísl. tali kl. 1:30 - 3:40 LEYFÐ MAMMA MIA kl. 1:30 - 3:40 - 5:50 - 8 LEYFÐ KUNG FU PANDA kl. 1:30 m/ísl. tali LEYFÐ Steve Carell fer hamförum í frábærri gamanmynd sem fór beint á toppinn í USA. Ekki missa af skemmtilegustu gamanmynd sumarsins - Get Smart. "EIN BESTA GRÍNMYNDIN Í LANGANTÍMA" -GUÐRÚN HELGA - RÚV "ÓBORGANLEG SKEMMTUN SEM ÆTTI AÐ HALDA ÞÉR BROSANDI ALLANTÍMANN." -TOMMI - KVIKMYNDIR.IS SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI Upplifðu Star Wars eins og þú hefur aldrei gert áður Anakin, Obi Wan, Yoda og allir hinir er mættir aftur Saga George Lucas heldur áfram SPARBÍÓ 550kr á allar sýningar merktar með appelsínugulu Í SAMB GET SMART kl. 5:40D - 8D - 10:30D LEYFÐ DIGITAL STAR WARS: CLONE WARS kl. 2D - 4:10D - 6:20D LEYFÐ DIGITAL DARK KNIGHT kl. 8:30 sýnd í sal 1 vegna eftirsp. B.i. 12 ára WALL• E m/ísl. tali kl. 1:30D - 3:40D LEYFÐ DIGITAL WALL• E m/ensku tali kl. 5:50 - 8 - 10:10 LEYFÐ KUNG FU PANDA m/ísl. tali kl. 1:30 - 3:40 LEYFÐ STAR WARS: CLONE WARS kl. 1:30D - 3:40D - 5:50D - 8 - 10:20 LEYFÐ DIGITAL TROPIC THUNDER kl. 10:20 Forsýnd í kvöld B.i. 16 ára GET SMART kl. 3:40 - 5:50 - 8D - 10:20D LEYFÐ DIGITAL THE MUMMY 3 kl. 5:50 - 8 - 10:20 B.i. 12 ára THE DARK KNIGHT kl. 2 - 5 - 8 - 10:50 B.i. 12 ára THE DARK KNIGHT kl. 2 - 5 - 8 - 10:50 B.i. 12 ára LÚXUS VIP FRÁ ÞEIM SÖMU OG FÆRÐU OKKUR „FINDING NEMO“ OG „RATATOUILLE“ SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI “...WALL E fær óskarinn sem besta teiknimyndin, enda mynd sem fer fram úr því að vera fjölskylduteiknimynd og yfir í að vera fullorðinsteiknimynd.” “...full af nægum sjarma til að bræða hvert steinhjarta”. - L.I.B. topp5.is/Fréttablaðið ...umhugsunar- og athyglisverðasta teiknimynd í áratugi...” “WallE er aftur á móti frábær afþreying ætluð hinum almenna bíógesti, þá einkum stórfjölskyldunni...” S.V. Morgunblaðið SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI Dan Tyminski er gítarleikari og söngv-ari í sveit hinnar kunnu blágresis-söngkonu Alison Krauss, UnionStation, en árið 2000 söng hann sig inn í hjörtu rokk-, popp- og kvikmynda- áhugafólks um heim allan með laginu „Man of Constant Sorrow“. Lagið er uppfærð útgáfa af þessum gamla, ameríska þjóðlagastaðli og lék hálfgerða burðarrullu í hinni stórgóðu mynd Coenbræðra, O Brother, Where Art Thou? Söngrödd Tyminski gerir afskaplega mikið fyr- ir lagið, ber það eiginlega uppi, en söngvarinn hamraði ei járnið, þó það væri sjóðandi heitt, dúndraði t.d. ekki út plötu í einum grænum (bláum?) hvelli. Betra er þó seint en aldrei, en sólóskífa Tyminski, Wheels, kom út í sumar og það meira að segja á þjóðhátíðardegi Íslend- inga, 17. júní (en svo er aldrei að vita nema þeir dagar verði tveir, en það kemur í ljós vænt- anlega fyrir kl. 10.00 þennan sunnudags- morgun). Hallærislegt? Að lag af þessu tagi hafi náð að dansa af mikl- um móð á öldum ljósvakans er árangur út af fyrir sig. En, einhverra hluta vegna, átti tónlist- in við téða mynd eftir að slá nokkurn veginn í gegn. Platan fór í fyrsta sæti Billboardlistans bandaríska og var hlaðinn Grammyverðlauna- gripum, ótrúlegur árangur sé litið til innihalds- ins. Kántrí, „bluegrass“, appalasíutónlist og gospel – átti þetta ekki að vera rykfallin, hall- ærisleg tónlist, í besta falli til að hlæja að? Það má eiginlega segja að menntunarlegt þrekvirki hafi verið unnið með plötunni. Eins og greinarhöfundur reit í þetta sama blað fyrir hartnær sjö árum: „…að færa til fjöldans, ætti ég að segja lauma að honum, vel samansettri kynningu að bandarískri þjóðlagatónlist í sinni fjölbreyttustu mynd og um leið jafnvel að vinna eilítið á hinum vanhugsuðu fordómum sem svo margir hafa því miður gagn vart þessari ríku … tónlistarhefð Ameríku.“ Eins og áður segir fór Tyminski sér að engu óðslega eftir þessar mjög svo óvæntu vinsældir. Hann hafði um langa hríð verið meðlimur í sveit Krauss, Union Station, eða frá því árið 1994. Þar á undan hafði hann verið í tveimur sveitum öðrum, Green Mountain Bluegrass og Lone- some River Band en mandólín og gítar höfðu leikið í höndum hans frá sex ára aldri. Krauss er ekkert minna en ofurstjarna í blágresis- heimum og tók Tyminski þátt í uppbyggingu hennar sem slíkrar, á plötum eins Now That I’ve Found You: A Collection (1995) en sú plata vakti fyrst verulega athygli á Krauss, og svo líka So Long So Wrong (1997) en hún innsiglaði stöðu hennar sem einnar fremstu kántrí- söngkonu samtímans fyrir fullt og fast. Æði Wheels er önnur sólóplata Tyminski, en 2000 gaf hann út plötuna Carry Me Across The Mountain og var það áður en O Brother … æðið brast á. Þar sem Krauss er enn að fylgja Rais- ing Sand eftir, hinni frábæru plötu sem hún gerði með Robert Plant í fyrra, skellti Tym- inski í hljómsveit sem heitir hinu fróma nafni The Dan Tyminski Band og hljóðritaði Wheels. Báðar plötur Tyminski hafa fengið framúrskar- andi dóma en hann er talinn einn af fremstu blágresis-listamönnunum sem starfandi eru í dag. Hæfileikar hans á slaggígjurnar eru óskoraðir en mest munar um stóra, sterka og tónvissa söngröddina sem fyllir bókstaflega út í herbergið þegar hún er hafin upp. Tyminski er þá óhræddur við að poppa form- ið upp og fara út fyrir rammann þegar það á við – og hefur ekki fengið skömm í hattinn fyrir frá hinum „strangtrúuðu“. Hvort hann „slær í gegn“ með þessari af- bragðsskífu er svo annað mál, og Tyminski er væntanlega slétt sama um slíkan hégóma. Enda heyrist mjög greinilega, þegar hlustað er, hvar hjartað hjá okkar manni slær. arnart@mbl.is Maður stöðugrar sorgar Ný plata blágresissöngvarans Dan Tyminski er að gera það gott vestur í Ameríku. Þú þekkir kannski ekki nafnið en ég þori að veðja við þig að þú kannast við röddina. Dan Tyminski og hljómsveit „Ekkert smá fyndið þegar ég fór á Grammyhátíðina um árið …“ TÓNLIST Á SUNNUDEGI Eftir Arnar Eggert Thor- oddsen Arnar Eggert Thoroddsen
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.