Morgunblaðið - 25.08.2008, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 25.08.2008, Blaðsíða 4
Sumir skólar gera kröfu um fartölvueign Eftir Þorbjörn Þórðarson thorbjorn@mbl.is MISJAFNAR kröfur eru gerðar til þess búnaðar sem nemendur í fram- haldsskólum hér á landi þurfa að hafa. Sumir skólar láta sér nægja að gefa út bókalista og eftirláta nem- endum að taka ákvörðun um hvort þeir nýta sér fartölvu í kennslu- stundum meðan aðrir skólar gera kröfu um fartölvu. Í Verzlunarskóla Íslands [VÍ] er fartölvueign nokkuð útbreidd en um það bil þriðjungur nemenda nýtir sér fartölvu í skólanum. „Það eru hér sex tölvuver og því aðgangur að tölvum góður“, segir Þórður Hauks- son, kerfisstjóri VÍ. „Það er misjafnt hversu virkir nemendur eru að taka fartölvurnar með sér í skólann. Menn höndla þetta misvel, sumir eru í leikjum og á netinu í tímum, eins og gengur og gerist. Það fer eftir þroska hvers og eins hvernig menn nota þetta. Nemendum er frjálst að koma með tölvur til að tengjast þráðlausa netinu en við leggjum ekki sérstaka áherslu á fartölvueign,“ segir Þórður jafnframt. MK gerir kröfu um fartölvu „Menntaskólinn í Kópavogi [MK] er fartölvuskóli og er gert ráð fyrir að allir nemendur skólans hafi far- tölvu til umráða,“ segir á heimasíðu skólans. Hefur skólinn gefið út leið- beiningar til nemenda um hvaða lág- markskröfur tölvur þurfa að upp- fylla. M.a. þurfa tölvurnar að hafa 80 GB harðan disk og Intel Pentium M 1.5 GHz CoreDuo örgjörva og 1 GB eða stærra vinnsluminni. Þær upp- lýsingar fengust hjá EJS að lægsta verð tölvu sem uppfyllir þær kröfur sem skólinn setur fram er 127.800 kr. Hjá Nýherja kostar slík tölva 130.900 kr. „Þau [nemendur] vita þetta þegar þau sækja um, þannig að þetta er þeirra val. Ef þau telja sig ekki hafa ráð á þessu þá geta þá auðvitað farið í annan skóla sem gerir ekki þessa kröfu,“ segir Margrét Friðriks- dóttir, skólameistari MK. „Í ein- staka tilfellum, ef nemandi getur sýnt fram á slæma fjárhagsstöðu, eru lánaðar tölvur hér gegn vægu tryggingargjaldi,“ segir Margrét jafnframt. Hún segir hagræði í því að hafa fartölvu en það sé ekki skylda, þó gert sé ráð fyrir því í kennslu. „Við gerum ekki kröfu um far- tölvu en sjáum til þess að allir nem- endur hafi greiðan aðgang að tölvu- búnaði í tölvuverum og á opnum svæðum,“ segir Már Vilhjálmsson, rektor Menntaskólans við Sund. Að sögn Más er er um það bil fjórð- ungur nemenda með skráðar far- tölvur inni á þráðlausu neti skólans. Eigendur fartölva hafa aðgang að skápum með innstungum þar sem þeir geta hlaðið fartölvurnar. „Fartölvunotkun er ekki útbreidd hér og mælumst við ekki sérstaklega til þess að nemendur noti fartölvur,“ segir Yngvi Pétursson, rektor Menntaskólans í Reykjavík. „Við er- um með námskerfi með tölvustuddu námsefni en við gerum ráð fyrir að nemendur vinni það heima,“ segir Yngvi. Tölvuver eru í skólanum sem nýtt eru á skólatíma. Nemendum er frjálst að hafa fartölvur í kennslu- stundum ef þeir vilja. 4 MÁNUDAGUR 25. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Heimsferðir bjóða ótrúlegt tilboð á síðustu sætunum til Trieste í lok ágúst og byrjun september. Þú velur hvort þú leggur Ítalíu að fótum þér, kíkir til Króatíu eða heimsækir Slóveníu. Bjóðum einnig gistingu, bæði í Króatíu og á Ítalíu á frábærum kjörum. Ítalía Allra síðustu sætin! frá kr. 17.990 31. ágúst og 7. sept. Verð kr. 29.990 Flugsæti báðar leiðir til Trieste með sköttum 31. ágúst, 7. eða 14. sept. í eina eða tvær vikur. Netverð á mann. Verð kr. 17.990 Flugsæti aðra leið til Trieste með sköttum (Keflavík - Trieste), 31. ágúst eða 7. sept. Netverð á mann. Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Munið Mastercard ferðaávísunina Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara. Í VESTURBÆJARSKÓLA greiða foreldrar 5.000-7.000 kr., eftir náms- stigi, í upphafi ársins í sameiginlegan ritfangasjóð og á sú upphæð að tryggja að nemendum skortir ekki námsgögn það sem eftir lifir vetrar. Hefur þessi leið verið farin í skólanum í tæp tuttugu ár og hefur gefist vel. Samkvæmt upplýsingum frá Vesturbæjarskóla er þessi leið til þess fallin að styrkja sameiginlega ábyrgð barnanna á eigum sínum og kennir þeim að fara vel með hlutina. Ritföng, stílabækur, skæri, vasareiknar og annað er alltaf til staðar í skólanum í sameiginlegri körfu. Börnin þurfa því ekki að koma með neitt í skólann nema skólatösku og nestisbox. Austurbæjar- skóli hefur tekið upp svipað fyrirkomulag. Sameiginleg ritfangakarfa Morgunblaðið/Þorkell Rektor Yngvi Pétursson, rektor Menntaskólans í Reykjavk, segir skólann ekki mæla sérstaklega með far- tölvunotkun í tímum. Misjafnar kröfur eru gerðar til búnaðar sem nemendur í framhaldsskólum þurfa að hafa. Sameiginleg innkaup ritfanga í ákveðnum grunnskólum Eftir Skúla Á. Sigurðsson skulias@mbl.is FORELDRARÁÐ Hvaleyrarskóla hefur mótmælt fyrirhuguðu deili- skipulagi við Hvaleyrarskóla. Felur skipulagið í sér að umferð af Reykja- nesbraut verður hleypt inn á Suður- braut með mislægum gatnamótum en við hana stendur Hvaleyrarskóli ásamt tveimur leikskólum. Í umhverfismati segir að þetta fyr- irkomulag muni auka öryggi akandi vegfarenda en rýra öryggi hinna gangandi. Foreldraráðið telur að ver- ið sé að fórna minni hagsmunum fyrir meiri. Til stendur að í götunni verði þrjá- tíu kílómetra hámarkshraði og þar verði hraðahindranir. Skipulags- stofnun telur það nægar mótvægis- aðgerðir til að tryggja öryggi fólks. Foreldraráð Hvaleyrarskóla er því ósammála. Lúðvík Geirsson sagði í viðtali við mbl.is í gær að umferð framhjá skólunum yrði ekki meiri þar sem íbúar á svæðinu myndu að- allega aka þarna um. Ekki forsvaranlegt Foreldraráðið telur að umferð þungavinnuvéla og flutningabíla muni stóraukast um svæðið vegna nálægðar við höfnina og iðnaðar- hverfi. Þá muni lágur hámarkshraði og hraðahindranir ekki duga til. „Þetta er fjórföld hraðbraut, ein mesta og stærsta hraðbraut landsins [...] og þetta muna þýða stöðugt stríð um hraðatakmarkanir,“ segir Sveindís Anna Jónsdóttir formaður foreldraráðs Hvaleyrarskóla. Hún segir alþekkt að ökumenn eigi erfitt með að hægja á þegar komið er af hraðbrautum inn á götur þar sem há- markshraði er lægri. Forgangsröðun bæjaryfirvalda er að hennar dómi ekki forsvaranleg. „Börnin okkar munu ekki geta gengið örugg í skól- ann.“ Í bréfi ráðsins er einnig gagnrýnt að engar athuganir hafi verið gerðar á auknum hávaða eða mengun í kjöl- far breytinganna. Þá er fundið að því að þrátt fyrir að árið 2006 hafi ekki verið talið rétt að opna fyrir aukna umferð um Hvaleyrarholt. Forsend- ur hafi ekki breyst síðan. Hafa engin svör fengið Meðferð Hafnarfjarðarbæjar á at- hugasemdum við skipulagið hefur einnig sætt gagnrýni. Sveindís Anna segist ekki vita til þess að athuga- semdum hafi verið svarað. „Það er ámælisvert ef hér á að vera eitthvert íbúalýðræði að athuga- semdum sé ekki svarað.“ Þá þykir henni upplýsingaflæði varðandi mál- ið ábótavant af hálfu bæjarins. Hafnfirðingar felmtri slegnir vegna skipulags Segja öryggi skólabarna stefnt í hættu Morgunblaðið/Alfons Óöryggi Aukin umferð við skólana er sögð rýra öryggi nemenda. Í HNOTSKURN » Í Hvaleyrarskóla gangaum sex hundruð börn á grunnskólaaldri. » Í umhverfismati segir aðnýtt skipulag muni auka öryggi akandi vegfarenda. Öryggi gangandi vegfarenda muni hinsvegar rýrna. » Skipulagsstofnun telurfyrirhugaðar mótvægis- aðgerðir fullnægjandi. AÐSÓKN í ferðir Íslenska fjalla- hjólaklúbbsins hefur aukist mjög í sumar. Hóparnir hafa verið 40-60% stærri en verið hefur undanfarin ár. Sesselja Traustadóttir varamað- ur í stjórn klúbbsins segir að áður hafi gjarna verið um átta til fimm- tán manns í hverri ferð en nú séu fámennustu hóparnir sjaldan svo litlir. Í stærstu hópum í sumar hafa verið á fimmta tug hjólreiðakappa. „Það er farið allt í kringum bæ- inn, inni í bænum, í gegnum bæ- inn,“ segir Sesselja um ferðir klúbbsins en hún segir halarófuna sem myndaðist í stærstu ferðunum hafa verið á við það sem áður hefur aðeins sést erlendis. Um skýringar á þessari góðu aðsókn vill hún ekk- ert fullyrða en bendir á hátt bens- ínverð, aukinn áhuga á hjólreiðum og blíðviðri sumarsins. Haldið verður í síðasta hjól- reiðaleiðangur sumarsins annað kvöld kl. 20 frá Mjódd en starf klúbbsins fellur þó ekki niður með haustinu. Haldið verður í óvissu- ferð í september en eðli málsins samkvæmt getur Sesselja ekki tjáð sig mikið um hana. Í haust liggur fyrir að halda viðgerðar- og vetr- arbúnaðarnámskeið en mikil eft- irspurn hefur verið eftir þeim. skulias@mbl.is Mikill áhugi á hjólreiðum í sumar Stutt áning Íslenski fjallahjólaklúbburinn fer víða í ferðum sínum. Í sumar hefur meðal annars verið hjólað í Heiðmörk og kringum Elliðavatn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.