Morgunblaðið - 25.08.2008, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 25.08.2008, Blaðsíða 10
10 MÁNUDAGUR 25. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ Segirðu það, stráksi? Þá hef ég verið svínslega svikinn eins og Ólafur F. Stjórnarandstaðan er löngu búin að segja mér að koma til að hirða allt klabbið. VEÐUR Það var vel til fundið hjá Ingi-björgu Sólrúnu Gísladóttur ut- anríkisráðherra að opna utanríkis- ráðuneytið fyrir almenningi á menningarnótt. Og vel viðeigandi, þar sem Ingibjörg Sólrún var borg- arstjóri þegar þessi skemmtilega hefð varð til í borgarlífinu.     Utanríkisráðu-neytið hefur ekki verið mjög opin stofnun. Ut- anríkisþjónustan hefur ekki verið dugleg að út- skýra hvað hún gerir og hvernig það tengist hags- munum hins almenna borgara.     Margir hafa því tekið undir gagn-rýni á útþenslu utanríkisþjón- ustunnar og skilja ekki til hvers þarf nýtt sendiráð hér eða friðargæzlulið þar.     Á laugardaginn var utanríkisráðu-neytið galopið. Og aðsóknin satt að segja umfram það, sem búast mátti við. Um þrjú þúsund forvitnir borgarar lögðu leið sína í ráðu- neytið.     Þar var búið að vinna vandað kynn-ingarefni um allt starf ráðuneyt- isins. Ráðuneytisstarfsmenn voru kannski ögn vandræðalegir í sínum stífpressuðu jakkafötum og drögtum en svöruðu margvíslegum spurn- ingum eftir beztu getu.     Ekki voru allar spurningarnar auð-veldar. Einn gesturinn var mjög óhress með að fá ekki skýr svör við því hver væri óvinurinn, sem varn- armálaskrifstofan teldi að þyrfti að verja landið fyrir!     En líklega vita gestirnir þrjú þús-und nú ögn meira um það hvað utanríkisþjónustan gerir. Hvenær fylgja önnur ráðuneyti og opinberar stofnanir þessu fordæmi? STAKSTEINAR Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Opin utanríkisþjónusta SIGMUND                      ! " #$    %&'  (  )                  *(!  + ,- .  & / 0    + -                        12     1  3   4 2- 2  * -  5  1 % 6! (78 9 4 $  (            !! "!  "          :  3'45 ;4 ;*<5= >? *@./?<5= >? ,5A0@ ).? "  " "     "  "      "                             *$BC                        !        *! $$ B *! #$ %!  !$ !   &  '  <2 <! <2 <! <2 #&%  !( )*!+, -   CDB E                 <   " #        $%        &     ' ()  )        %*   +$     ,  6 2  -      .  !*             /     ( 0*     ./ !!00  ! !1   ,!( ) Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ FRÉTTIR GUÐNI Ágústs- son formaður Framsóknar- flokksins heldur í kvöld fund í Fé- lagsbæ í Borgar- nesi. Er þetta fyrsti fundurinn í fundaferð Guðna um landið en frá Borgarnesi mun hann halda norð- ur og því næst austur á land. Þing- menn kjördæmanna sem fundir verða haldnir í munu að sögn Guðna einnig koma á þá eftir því sem kost- ur verður. „Ég ætla náttúrulega að ræða stöðu efnahagsmála og þjóðfélags- mála, um flokk minn og land,“ segir Guðni. Hann telur mikilvægt að koma skoðunum Framsóknarmanna við núverandi aðstæður á framfæri við þjóðina. Ekki síður segir hann mikilvægt að hlusta á raddir fólksins sem fundina sækir og heyra hvað á því brennur. Til stendur að fundaferðir af þessu tagi verði fastur liður hjá for- manninum. Næst á dagskrá verða fundarhöld á höfuðborgarsvæðinu. skulias@mbl.is Guðni fer í fundaferð um landið Hyggst m.a. ræða stöðu efnahagsmála Guðni Ágústsson „FÓLK ber kvíðboga fyr- ir framtíðinni, þ.e. hvern- ig samskipti við Rússa eiga eftir að verða,“ segir Ólöf Magnúsdóttir friðar- gæsluliði í Tblisi, höfuð- borg Georgíu þar sem hjálparstarf er komið í fullan gang. Ólöf starfar sem fulltrúi hjá Barna- hjálp SÞ, UNICEF, og segir meginverkefni hinna ýmsu hjálparstofn- ana nú snúast um að koma hjálpargögnum til fólks. „Rússar hafa nú dregið sig allmikið í hlé og um leið opnuðust leið- ir með hjálpargögn til nauðstaddra. Auk þess að koma birgðum til fólks hafa hjálparstofnanir einnig verið að flytja fólk úr flóttamannabúðum til síns heima.“ Ólöf segir öryggisástandið fremur gott og vegakerfið í góðu ástandi en eitthvað hafi hins vegar borið á skemmdarverkum á lestarteinum. Hún segir hjálparstarf útheimta gífurlega mikla skipulagsvinnu en miðað við aðstæður hafi hlutirnir gengið nokkuð vel. UNICEF einbetir sér að því að koma barnamat og vatns- og hreinlætispökkum til fólks á þeim svæð- um sem urðu illa úti í innrás Rússa. Auk þess dreifa hjálparstofnanir mat og öðrum nauðsynjum inn á svæðin í hundraða tonna tali. Þá er heilsu- gæsla er að komast í samt lag að sögn Ólafar. Í Georgíu eru 128.700 flóttamenn sem þarf að hjálpa til síns heima, þar af er þriðjungurinn börn yngri en 18 ára. Þessu til viðbótar eru 30 þús- und manns í sömu sporum í Suður-Ossetíu. „Mesta áhyggjuefni UNICEF snýr að því hvernig muni ganga að endurreisa skólastarf og tryggja börnum eðlilegt líf á ný,“ segir Ólöf. Ólöf hefur starfað í Georgíu í eina viku en starfstími hennar er til 18. september. orsi@mbl.is Friðargæsla Ólöf Magnúsdóttir lýkur dvölinni eftir 3 vikur en gæti þurft að vera lengur. Óviss framtíð fyllir fólk kvíða í Georgíu LISTAVERKIÐ Lönd á akri eftir japanska ljósmyndarann Shoji Kato og eiginkonu hans Eungyung Kim er nú til sýnis á túninu hjá Val- þjófsstaðakirkju. Efniviðurinn er heyrúllur í eigu Hjartar Kerúlfs og verður sýningin „opin“ þangað til eigandinn sækir rúllurnar. Á gönguferð að Valþjófsstaðakirkju Aðdragandinn að listaverkinu er rakinn til þess er listahjónin, sem dvalið hafa í gestaíbúð- inni á Skriðuklaustri, fóru í gönguferð inn að Valþjófsstaðakirkju. Á leiðinni til baka sáu þau heyrúllurnar og fóru að velta því fyrir sér hvort ekki væri hægt að gera sér þær að efnivið í lista- Heyrúllur urðu efniviður listaverks verk. Þau ákváðu að leita til fólksins í Fljótsdal og biðja það um að lýsa með einu orði hvaða hug það bæri til landsins. Þau uppskáru rúmlega 40 orð og kom orðið virðing langoftast fyrir. Þau ákváðu að líma orðin á heyrúllurnar og úr varð listaverkið Lönd á akri. Tengsl við landið sitt Hjónin sögðust hafa safnað orðum frá 54 ein- staklingum úr ólíkum áttum, s.s. verkstjóra á Kárahnjúkum, presti, bændafjölskyldu og stang- veiðidreng. Sögðust þau hafa lært ýmislegt af samskiptum sínum við fólkið, m.a. þau tengsl sem fólkið hafði við landið sitt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.