Morgunblaðið - 25.08.2008, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 25.08.2008, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. ÁGÚST 2008 11 FRÉTTIR Fáðu þér betur búinn bíl og sparaðu háar fjárhæðir í leiðinni Þegar þú berð saman verð og gæði kemur í ljós að þú færð betur búinn bíl og sparar um leið háa fjárhæð ef þú velur Volkswagen. Það er ótrúlegt en satt en ný Jetta, með öllum sínum gæðum og búnaði, kostar minna en aðrir bílar í sama flokki. Ekki spillir fyrir að þú þarft aðeins að greiða 20% út, t.d. með uppítöku, og færð það sem upp á vantar að fullu lánað í erlendri mynt. Komdu núna og tryggðu þér Jettu – og gerðu það sem þú vilt við afganginn. F í t o n / S Í A Das Auto. Eyðsla: 7,4 l / 100 km. Blandaður akstur Eyðsla: 6,9 l / 100 km. Blandaður akstur Hestöfl: 124 Eyðsla: 6,7 l / 100 km. Blandaður akstur Hestöfl: 100 Þegar þú velur Jettu fram yfir Corollu eins og í dæminu hér til hliðar er „afgangurinn“ 550.000 kr. Þegar þú velur Jettu fram yfir Focus er „afgangurinn“ 60.000 kr. Hestöfl: 102 Eigðu afganginn! Þeir sem bera saman verð og gæði velja Volkswagen ESP stöðugleikastýring: Já ESP stöðugleikastýring: Nei Skriðstillir: Já Skriðstillir: Nei Regnskynjarar: Já Regnskynjarar: Nei Hiti í framsætum: Já Hiti í framsætum: Nei Þokuljós að framan: Já Þokuljós að framan: Já Nálgunarskynjarar: Já Nálgunarskynjarar: Nei Aðkomuljós: Já Aðkomuljós: Nei Álfelgur: 16” Álfelgur: Nei ESP stöðugleikastýring: Já Skriðstillir: Já Sjálfskipting: Nei Sjálfskipting: Nei Sjálfskipting: Nei Regnskynjarar: Nei Hiti í framsætum: Nei Þokuljós að framan: Já Nálgunarskynjarar: Nei Aðkomuljós: Nei Útispeglar: Rafdrifnir og upphitaðir Útispeglar: Rafdrifnir Útispeglar: Rafdrifnir Álfelgur: Nei *samkvæmt verðlista viðkomandi umboðs Volkswagen Jetta Comfortline 1,6 – Beinskiptur, bensín Sol 1,6 – Beinskiptur, bensín Verð: 3.340.000 kr.*Verð: 2.790.000 kr. Toyota Corolla Trend 1,6 – Beinskiptur, bensín Verð: 2.850.000 kr.* Ford Focus A uk ah lu tu rá m yn d: V in ds ke ið Eftir Skúla Á. Sigurðsson skulias@mbl.is TÖLUVERÐ fjölgun verður á nemendum við Skóla Ísaks Jóns- sonar á komandi skólaári en ný- skráningar við skólann eru 130 í haust. Eru það 36 fleiri skráningar en síðasta haust. Fjölgunin er mest í fimm ára bekkjum en þar nemur hún 22 nemendum. Verða þeir bekkir nú fimm talsins og þar munu sitja 108 börn. Síðasta vor voru 230 börn við nám í skólanum en 266 eru skráð til náms í haust. Sveiflukennd aðsókn „Í mörg ár hefur ekki verið svona mikil fjölgun milli ára hjá okkur,“ segir Edda Huld Sigurðardóttir, skólastjóri Ísaksskóla. Hún segir skráningartölur undanfarinna ára hafa verið upp og ofan. Upp úr alda- mótum hafi tekið að harðna á dalnum og nemendum fækkað. Bjuggu sjálf- stæðu skólarnir þá flestir við fremur neikvæða umræðu og krappan kost. „En hægt og sígandi hefur þetta snú- ist við sem sýnir sig berlega núna.“ Vonir standa til að aðsókn að skól- anum haldi áfram að aukast en Edda Huld segist ekki kunna neinar tæm- andi skýringar á auknum fjölda ný- skráninga í skólann. Hún bendir þó á að í janúar hafi kynningarefni um námið verið dreift til fólks. Er þetta í fyrsta sinn sem þetta er gert að nokkru ráði og telur hún að þetta hafi í það minnsta minnt fólk á tilvist Ísaksskóla. Kennt í hverju skoti Aðspurð um hvort ráða þurfi fleiri kennara við skólann vegna fjölgunar nemenda svarar Edda Huld því að svo sé ekki. Að hennar sögn eru kjarasamningar kennara við skólann afskaplega góðir og sveigjanlegir og allir kennarar séu nýttir til hins ýtr- asta. Mun meira liggi á að stækka húsnæði skólans en fjölga í starfsliði hans. „Það liggur við að við séum að kenna í þvottahúsinu, það er hvert einasta skot fullnýtt en það er ósköp notalegt,“ segir hún en ekki eru nein áform uppi um stækkun. Töluverð fjölgun nemenda í Ísaksskóla Edda Huld Sigurðardóttir Fljótsdalshérað | Héraðshátíðinni Ormsteiti lauk á Fljóts- dalsdegi í gær. Hátíðin stóð í rúma viku og teygði sig yfir gervallt Fljótsdalshérað. Lára Vilbergsdóttir, fram- kvæmdastjóri hátíðarinnar, var ánægð með hvernig til tókst. „Hátíðin gekk rosalega vel í ár. Það er ekki síst að þakka góðu veðri sem einfaldar allt og gerir hlutina skemmtilegri. Þetta eru notalegir, fjölskylduvænir atburð- ir sem fólk nýtur og aðsóknin hefur aukist á flesta við- burði,“ segir Lára og nefnir sérstaklega hreindýraveisl- una í miðbæ Egilsstaða á laugardagskvöld. „Ég heyrði á öllum að fólk skemmti sér konunglega.“ Lára hefur haft nóg að gera seinustu vikur og rödd hennar er rám. „Hversu þreytt er ég? Svona!“ segir hún og breiðir út faðminn. „En það koma dagar á eftir til að hvíla sig.“ Aðsóknin jókst að flestum viðburðum Ljósmynd/Gunnar Gunnarsson flísar Stórhöfða 21, við Gullinbrú, sími 545 5500. www.flis.is ● netfang: flis@flis.is Allt fyrir baðherbergið ÖSSUR Skarphéðinsson iðnaðarráð- herra er jákvæður gagnvart virkjun Hvalár í Ófeigsfirði og vill að ráðist verði í hana sem fyrst ef virkjana- áform standast kröfur um umhverf- ismat. Þetta kemur fram á frétta- vefnum litlihjalli.is þar sem sagt er frá fundi ráðherra og sveitarstjórnar Árneshrepps fyrir skemmstu. Haft er eftir ráðherra að Hvalárvirkjun geti framleitt fast að 40 megawöttum og gæti því skipt algerum sköpum í orkumálum Vestfjarða. Ástandið í orkumálum væri algerlega óviðun- andi á landsvæðinu og bilanatíðni þreföld á við önnur svæði. Hvalárvirkj- un fýsileg

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.