Morgunblaðið - 25.08.2008, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 25.08.2008, Blaðsíða 12
Eitthvað það erfiðasta sem fjöl- skyldan þurfti að takast á við, var að loka hurðinni á Ragnar. „Hann bjó hjá okkur lengst af en við sett- um hann út á götuna og hann hefur verið meira og minna á götunni undanfarin tvö ár. Það eru börn inni á heimilinu og það hefur eng- inn virkan sprautufíkil í slíku um- hverfi. En þetta er eitthvað það erf- iðasta sem maður gerir og ég gerði það ekki án þess að hafa mikinn stuðning.“ Átti ekkert eftir nema kistuna Í fyrstu skiptin sem hurðinni var lokað á Ragnar segist Kristín hafa gert það af hörku. „Það var mjög sárt og mér leið skelfilega illa. En svo lærði ég, með hjálp ráðgjafa Vímulausrar æsku, að loka hann úti með kærleika. Taka utan um hann og segja að hann geti ekki verið inni á heimilinu á meðan hann velji þennan lífstíl. Hann kom á nóttu sem degi, ég opnaði og hann stóð kannski blár af næringaskorti. Eins og undir lokin, þá átti hann ekkert eftir nema kistuna. Ekkert búinn að borða í marga sólarhringa og kannski ekkert sofið.“ Ragnar hefur farið í ófáar með- ferðir en fyrir þá síðustu segist Kristín hann hafa náð botninum. „Ég held að hann hafi loksins verið kominn á þann stað, að hann gerði sér grein fyrir að þetta var bara bú- ið. Hann ætti ekkert eftir. Við að- stoðuðum hann við að komast í meðferð. Byrjuðum á Vogi og geð- deild en var vísað frá á báðum stöð- um. Við tókum hann inn á heimilið og hann var þar í fimm eða sex daga í fráhvörfum eða þar til geð- deildin tók við honum. Hann var þar í viku og fór svo í meðferðina.“ 12 MÁNUDAGUR 25. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ tekið stakkaskiptum og ber lögregla vitni um það líkt og rekstrarstjórar skemmtistaða. Örvandi vímuefni virð- ast samtvinnuð skemmtanahaldi fjöl- margra og ekki tiltökumál að nota amfetamín og kókaín til þess eins að halda lengur út í drykkju. Sjá má stóraukningu í neyslu þessara efna og virðist ekkert lát á. Vandamálið fær- ist í sífellu til yngri aldurshópa og er síður en svo bundið við skemmti- staðamenningu. „Það er stórkostlegt vandamál sem við höfum miklar áhyggjur af,“ segir Valgerður Rún- arsdóttir, læknir hjá SÁÁ. Áhyggj- urnar eru ekki að ósekju enda hrakar sérstaklega amfetamínfíklum afar hratt. Neysla örvandi efna var aðal- vandi hjá 13% ungmenna undir 19 ára sem leituðu til SÁÁ á síðasta ári. Ánægjuefni er að sprautufíklum hefur fækkað á undanförnum fjórum árum. Þrátt fyrir það komu nærri þrjátíu ungmenni undir nítján ára á Vog á síðasta ári sem höfðu sprautað sig í æð. Þegar ástandið var hvað verst, árið 2000, komu sjötíu ung- menni sem höfðu sprautað sig. Klippa á eðlileg tengsl En þó svo að örvandi efnin sæki verulega á, eru kannabisefnin enn mest misnotaða vímuefnið meðal ung- linga og aðalvandamál um 60% ung- menna sem leituðu til SÁÁ í fyrra. Kannabisefnin eru ekki minni skað- FRÉTTASKÝRING Eftir Andra Karl andri@mbl.is U m fjögur prósent allra landsmanna koma á Sjúkrahúsið Vog fyrir 20 ára aldur. Þrátt fyr- ir að dregið hafi úr inn- lögnum hjá 19 ára og yngri frá árinu 2002 er aðeins hálf sagan sögð, því innlagnir unglingsstúlkna hafa staðið í stað, og ástand sjúklinga versnað. Er þar helst um kennt faraldri í notk- un örvandi vímuefna. Félagslegi þátturinn skiptir einna mestu máli þegar kemur að því að fikti ungmenna með vímuefni. Í því sambandi hefur verið bent á að þegar mikil uppbygging er í þjóðfélaginu, fjölgun nýbygginga og mikið um flutninga í ný hverfi og í nýja skóla, verði aukning á vímuefnaneyslu. Þær aðstæður voru uppi á aldamótaárinu og jókst þá neysla kannabisefna og e-taflna. Aðstæður eru ekki ólíkar um þessar mundir og þó ekki séu tiltækar tölur frá þessu ári, eru vísbendingar um neysluaukningu. Skemmtanahald Íslendinga hefur Neysla örvandi efna le Skemmtanahald Íslendinga hefur tekið stakkaskipt- um og neysla örvandi vímuefna er meiri en nokkurn tímann áður. Samfara því hefur neysla örvandi efna aukist mikið hjá ungmennum yngri en 19 ára og er jafnvel hægt að tala um faraldur í þeim efnum. Mamma, ég er fallin.“Á þessa leið hófstsímtal 17 ára stúlku viðmóður sína fyrir tveim- ur vikum. Hún hafði þá skráð sig inn á unglingadeildina á Vogi. Í þetta skiptið hafði hún verið án vímugjafa í fjóra mánuði, frá því að hún hóf með- ferð í Götusmiðjunni. „Ég hafði á tilfinningunni að hlut- irnir væru að ganga upp. Hún var að frá frábæra hjálp frá Vímulausri æsku og Lundi í Keflavík, en það var samt eitthvað sem angraði mig. Litlir hlutir líkt og að hún skipti um vinnu- stað og ræddi um að fara að leigja sér íbúð. Það voru merki sem hræddu mig. En þó svo að þetta símtal sé eitt- hvað sem ég hafi átt von á, er ekki þar með sagt að ég hafi verið undir það búin,“ segir Elísabet Mark- úsdóttir, móðir stúlkunnar. Hún hef- ur undanfarin fjögur ár staðið í bar- áttu við dóttur sína og kerfið. Hætti við meðferðina Þegar hún frétti að dóttir sín væri komin inn á Vog taldi Elísabet óhætt að fara í ferðalag út á land. Skömmu fyrir heimferð fékk hún hins vegar annað símtal. Dóttir hennar hætti við meðferðina. „Og þá vissi ég í hvaða baráttu ég var að fara.“ Elísabet fékk fréttir af því að stúlkan væri á bíl sín- um. „Ég hringdi því á lögregluna og bað þá um að stoppa hana. Ég ætla ekki að hafa það á samvisk- unni að að hún verði ein- hverjum að tjóni í umferð- inni undir áhrifum og hafa ekkert gert.“ Lögreglan fann bílnum lagt á fá- förnum vegslóða. Stúlkan hafði lagst þar til hvílu. Henni var komið í neyð- arvistun á Stuðlum og á fimmtudag fór hún í Götusmiðjuna og hóf þar meðferð. Þegar Elísabet kom úr ferðalaginu uppgötvaði hún að farið hafði verið inn á heimili hennar. Ýmsu var stolið, þar á meðal fartölvu auk þess sem reynt var að fjarlægja heimabíókerfi. Hún vissi ekki hver væri með lykil að íbúðinni og þurfti því að skipta um skrá. „Það er ömurlegt að vita að einhver hafi farið inn á heimili mitt og ég er búin að vera hálf dofin undanfarna daga. Maður hreinlega hendist til á til- finningaskalanum.“ Tekin í tollinum Elísabet segir að dóttir sín hafi byrj- að á fikta við vímu- efni árið sem hún fermdist. Henni hafi hrakað afar hratt, en þó tekist að gera hlé á neyslu sinni í sautján mánuði – án meðferðar. Þá bjuggu mæðgurnar á Ísafirði en voru fluttar suður þegar stúlkan féll að nýju. „Ég þakka guði fyrir að hafa verið flutt suður þegar hún féll. Eins leiðinlega og það hljómar, þá var þar enga hjálp að fá. Það var ekki að fólk vildi ekki hjálpa, en það vantar einfaldlega upp á þjón- ustuna. Til að mynda var ein lausnin að setja hana á rítalín, sem ég tók ekki í mál, enda er hún ekki ofvirk.“ Á síðast hausti, þegar stúlkan gisti hjá ömmu sinni og afa, laumaðist hún út í skjóli nætur. „Upp úr hádegi hafði enn enginn náð í hana. Hún hafði ekki skilað sér í vinnu og svaraði ekki símtölum. Ég var orðin skíthrædd og veit ekki hversu mörg hundruð símtöl ég hringdi þennan dag. Ég fór því á lög- reglustöðina og bað um aðstoð. Lögreglan fann út að hún hafði flogið til Kaup- mannahafnar þarna um nóttina. Ég skoðaði banka- reikning hennar. Hún átti 37 krónur á reikningnum. Innst inni vissi ég hvað var að gerast. Hún var að sækja eitthvað.“ Stúlkan átti bókað flugfar heim nokkrum dögum síðar og beið Elísa- bet eftir henni í komusal Leifsstöðv- ar. „Ég stóð þar og horfði á hurðina opnast og lokast, opnast og lokast. Svo fékk ég símtal og var beðin að koma niður á lögreglustöð. Hún var tekin með um 300 grömm af kókaíni, sem burðardýr.“ Hún sat í einangrun á Litla-Hrauni í hálfan mánuð og fór þaðan á Vog. Elísabet segir baráttuna und- anfarin ár hafa tekið gríðarlega á. Hún lofar sérstaklega starf Foreldra- húss og Lundar og hvetur aðra for- eldra í sömu sporum að leita þangað. Henni þykja úrræði kerfisins hins vegar fremur fá, og jafnframt að tím- inn sé á þrotum. „Hún er að verða átján ára og ég er að reyna nota þessa síðustu daga til að gera það sem ég get til að hjálpa henni.“ Móðir 21 árs fíkils Líkurnar ekki góðar Í dag hef ég enga ástæðu tilannars en að vera bjartsýn.En ég er raunsæ og geri mérgrein fyrir því að líkurnar eru ekki með syni mínum. Hann er langt genginn sprautufíkill og þó hann sé í vernduðu umhverfi í dag, eru líkurnar ekki góðar þegar hann kemur aftur til Reykjavíkur,“ segir Kristín Snorradóttir, móðir 21 árs fíkils, Ragnars, sem er í meðferð í Götusmiðjunni og hefur verið undanfarna átta mánuði. Hún segir fíknina fjölskyldusjúkdóm og vill sjá meira gert fyrir aðstandendur. Ragnar hóf fíkniefnaneyslu snemma, í áttunda bekk grunn- skóla. Hann drakk aldrei mikið áfengi en byrjaði á neyslu kannab- isefna. „Ekki leið á löngu þar til hann fór út í amfetamín og svo beint í sprauturnar. Hann fór mjög hratt niður.“ Kristín segist hafa verið afar lán- söm með barnaverndarfulltrúa sem hafi lagt mikla áherslu á stuðning við alla fjölskylduna. Kristín fór sjálf í fjölskyldumeðferð, en ekki er boðið upp á hana lengur. Þegar skipt var um fulltrúa varð baráttan erfiðari. „Og aldrei var spurt hvernig fjölskyldan hefði það. Mér finnst sá flokkur oft gleymast. Ég sem móðir hef verið á þeim stað, að vanlíðanin og sorgin hefur verið svo mikil að ég hef varla staðið und- ir mér. Þetta er fjölskyldusjúkdóm- ur og mér finnst það oft gleymast.“ Hún segir fjölskylduna hafa fengið mikinn stuðning hjá Vímulausri æsku og þegar í kjölfarið hafi fjöl- skyldumeðlimir farið að vaxa. Fjögurra ára barátta við dóttur sína og kerfið Móðir 17 ára stúlku Corbis Ungt fólk í fíkniefnavanda

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.