Morgunblaðið - 25.08.2008, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 25.08.2008, Blaðsíða 21
ÉG vil með þessum orðum vekja umræðu á máli, sem Morgunblaðið birti nýlega. Efnið var um rassskellingar á börnum og dómsmál í því sam- bandi. Ég finn mig knúna til að reyna að stuðla að vellíðan barna og öryggi og að finna leiðir til að koma í veg fyrir að þau verði fyrir tjóni. Gamlir siðir og venjur eru ekki alltaf til góðs og geta jafn- vel valdið miklum skaða. Við þurfum sífellt að endurskoða oft erfðar venjur til þess að heilbrigðar framfarir verði. Ég hef áhyggjur af þeirri þróun í íslensku samfélagi, sem bendir til að börnin og hinir varnarlausu séu ekki teknir alvarlega og þeim veitt vörn og skjól. Þeir sem hafa ábyrgð og réttindi til að dæma í málum fólks ættu ein- mitt að verja varnarlausa. Fulltrúi Barna- verndarstofu gerði grein fyrir þeim alvarlega skaða, sem börn hafa orðið fyrir vegna ofbeld- is og misþyrminga foreldra og að það væru hættuleg skilaboð til þjóðarinnar, þegar for- eldrum væri heimilað af dómsstólum að slá börnin sín. Flengingar flokkast undir andlegt og líkamlegt ofbeldi þar sem þær valda börn- um miklum ótta og líkamlegum sársauka. Við verðum að vernda börnin gegn ofbeldi. Það verður einnig að vernda foreldra frá því að valda börnum sínum skaða og gera sig að ógæfufólki. Ég tel að það sé mögulegt með því að setja lög, sem banna að beita börn líkamlegu og andlegu of- beldi. Slíkt hefur verið gert í Svíþjóð og er það til fyr- irmyndar fyrir aðrar þjóðir. Hvaða skilaboð eru börnum gefin þegar þau eru beitt lík- amlegu ofbeldi? Þeim er kennt að leysa mál sín með hörku og líkamlegri valdbeitingu. Fari þau síðan að nota slíkar aðferðir sjálf, er þeim oft refsað grimmilega. Hafa einhverjir rétt á að berja fólk og hvernig eiga börnin að skilja þessi mismun- andi skilaboð? Þykir það ekki glæpsamlegt að beita full- orðna ofbeldi og hræðilegt að misþyrma maka sínum? Hafa menn ekki einmitt lært frá blautu barnsbeini að beita líkamlegu of- beldi? Óskiljanleg rök hafa verið notuð til að réttlæta flengingar og ofbeldi gegn börnum: „Ég hef rétt og skyldur til að hýða þig, vegna þess að þú hagar þér ekki vel og ég verð að gera þig að manni. Ég aga þig vegna þess að ég elska þig og þú verður að læra að hlýða. Jesús Kristur, sem kristnar þjóðir eiga að hafa til fyrirmyndar sagði: „Komið með börnin til mín!“ Og hann tók þau í fangið, faðmaði þau og blessaði, talaði við þau og kenndi þeim af kærleika. „Verið eins og börnin, vegna þess að þeirra er Guðs ríki,“ sagði hann. Það má ekki svipta börnin traustinu og kærleikanum en það gerist þegar þau eru beitt ofbeldi. Verum góðar fyrirmyndir fyrir börnin og kúgum þau ekki né vanvirðum. Ef fullorðnir verða fyrir ofbeldi eru þeir hvattir til að kæra málið og fara frá ofbeldisfólki. Börn verða eins að leita sér hjálpar, ef þau geta tjáð sig og tala við þá sem þeim finnst þau geta treyst. Börn hafa sama rétt og full- orðnir að lifa lífi sínu án ótta og ofbeldis. Hverjum ber að reka rétt lítilmagnans eða þeirra, sem ekki geta varið sig? Biblían segir víða og talar til okkar allra: Rekið rétt lítilmagnans, verjið varnarlausa og hjálpið þeim sem fyrir ofríki verður. Tölum við börnin, útskýrum málin, leyfum þeim að tjá sig, hlustum á þau og kennum þeim að leysa deilur með kærleika og af virð- ingu. „Allt sem þú vilt að aðrir menn geri þér það skalt þú og þeim gera.“ Að setjast niður, anda djúpt og einsetja sér að tala og útskýra í stað þess að slá til ein- hvers myndi minnka stress hjá öllum aðilum. Það má ekki heimila og réttlæta ofbeldi gagn- vart börnum. Rassskellingar og líkamlegar hirtingar á börnum eru ofbeldi og til skammar fyrir siðmenntaðar þjóðir. Hjálpum börnum og foreldrum með því að koma á lögum þar sem líkamlegt og andlegt ofbeldi er stranglega bannað. Þegar börn eru flengd eða barin, er ekki borin virðing fyrir þeim. Þau eru lítilsvirt í staðinn. Þau eru særð djúpu sári, þau eru svipt gleði sinni, trausti og kærleika. Sum bíða þess aldrei bætur, vegna þess að þau skilja ekki hvers vegna þeir aðilar, sem þau áttu að geta treyst umfram aðra og áttu að elska þau mest, voru svo vondir við þau. Margir segja frá sársaukafullri bernsku sinni og sjá má sorg og vonbrigði í svip þeirra. Oft verða þeir sem beittir hafa verið ofbeldi í bernsku að of- beldisfólki. Þeim hefur verið kennt að hata í stað þess að elska og að beita aðra ofbeldi. Við megum ekki láta það sitja á hakanum að með- höndla þetta mikilvæga mál, sem er að verja varnarlaus börn og að koma í veg fyrir að for- eldrar skaði þá aðila, sem þeim þykir í raun vænst um af öllum. Oft hafa börn dáið eða beðið ævarandi skaða af hendi foreldra. Það kostar svo lítið að kenna barni að elska og svo mikið að kenna því að hata. Sýnum börnum hlýju og kærleika og krefj- umst laga, sem fordæma líkamlegar hirtingar af öllu tagi. Rassskellingar Eftir Guðbjörgu Ólöfu Björnsdóttur Guðbjörg Ólöf Björnsdóttir » Við verðum að vernda börnin gegn ofbeldi. Það verður einnig að vernda for- eldra frá því að valda börnum sínum skaða og gera sig að ógæfufólki. Höfundur er hjúkrunar- og guðfræðingur. Brynjar Gauti Ég féll í stafi … Með góðum vilja má líkja sporum handknattleiksmanna við dans. Faðmlag Dorrit Moussaieff for- setafrúar og Sverre Jakobsson, varnarjaxls landsliðsins, á Ólympíuleikunum styður þá kenningu svo sannarlega. MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. ÁGÚST 2008 21 Jakob Smári Magnússon | 24. ágúst Ekki er allt gull sem glóir! En eftir stendur að þeir unnu silfrið. . . Það er auðvitað frábært og ég segi nú bara fyrir mig að ég er miklu hrifnari af silfri heldur en gulli. Ekki er allt gull sem glóir, en silfrið stendur alltaf fyrir sínu. Allir mínir skartgripir eru til dæmis úr silfri. Og hver man ekki eftir silfri Egils? Silfur er þjóðlegt og fallegt. Frakkarnir geta átt sitt gull í friði. Til hamingju, kæru landsliðsdrengir. Meira: jakobsmagg.blog.is Anna Ólafsdóttir Björnsson | 24. ágúst Til hamingju öll! Við vissum alltaf að þessi leikur yrði erfiður og hann varð það. Eina sem mögulega hefði getað skyggt á daginn var ef við hefðum ekki fengið að sjá strákana okkar brosa í dag. En brosið kom á verðlaunaathend- ingunni og líklega er að renna upp fyrir þeim hvaða afrek þeir hafa unnið. Glæsi- legur árangur og ekkert annað um það að segja. Ekkert skrýtið að þessi árangur veki heimsathygli og ánægjulegt að það sem mesta athygli vekur sé hugarfarið og liðsheildin. Meira: annabjo.blog.is Blog.is Stefán Friðrik Stefánsson | 24. ágúst Töpuðum ekki gulli Ég er svo innilega sam- mála Guðmundi Guð- mundssyni, hand- boltaþjálfara, í því að við unnum silfur en töpuðum ekki gulli. Finnst þetta vel orðað hjá honum. Mér finnst það mikið íþróttaafrek að vinna silfrið. Auðvitað hefðum við öll viljað það besta í stöðunni, en þetta er svo stór- merkilegur nýr kafli í íþróttasögu lands- ins sem er skrifaður þrátt fyrir tapið. Landsmenn allir virða þetta afrek mik- ils, sem er skráð gullnu letri í íþrótta- sögu okkar um ókomin ár þó ekki hafi tekist að koma gullinu heim á klakann. Þetta styrkir íþróttirnar í heild sinni og styrkir alla íþróttamenn í verkum sínum. Allt er hægt ef viljinn er fyrir hendi. Meira: stebbifr.blog.is Sigurvegari þrátt fyrir tap Jón Magnússon | 24. ágúst 2008 Erum öll stolt Flestir sem vit hafa á handbolta vissu að Frakk- ar eru með firnasterkt lið og Ísland yrði að gera betur en það besta til að eiga möguleika á að vinna gullið. Það tókst ekki. Samt sem áður hefur íslenska liðið stað- ið sig betur en nokkur þorði að vona fyr- irfram og við erum öll stolt af afreks- mönnunum okkar í landsliðinu. Mér finnst það samt ekki ásættanlegt að það skuli líða meir en hálf öld á milli þess að við vinnum silfur á Olymp- íuleikum. En við gerum bara betur og þessi árangur handboltalandsliðsins sýnir hvað hægt er að gera og hvað það er hægt að komast langt með einbeitt- um vilja og hörku. Meira: jonmagnusson.blog.is Björn Bjarnason | 24. ágúst 2008 Silfurverðlaun sett í samhengi Silfurverðlaun í handbolta karla á Ólympíuleikum er eitt af þeim afrekum, sem erfitt er að setja í samhengi til að átta sig á stærð þess. Ólafur Stefánsson, fyrirliði landsliðsins, nálgast stærðina best með heimspekilegum hugleiðingum um hetjuna innra með hverjum og einum. Ein viðmiðun er, að á leikunum í Peking komust lið frá 87 af 204 þátttökulöndum á verðlaunapallinn. Ég segi við alla, sem hlut eiga að sigrinum glæsilega: Innilega til hamningu! Starfsbróðir minn Össur Skarphéðinsson hefur verið í uppnámi vegna vel- gengni strákanna okkar, eins og þessar færslur á síðu hans sýna. Þessi er skrif- uð undir leiknum við Frakka: „Í hálfleik róa ég mig niður með kaffi og les Moggann, sem mér sýnist að fjalli bara um Hönnu Birnu. Ekki boðar það gott fyrri seinni hálfleikinn.“ Hér er Össur pirraður yfir, að menntamálaráðherra ákvað að fara til Peking, þegar augljóst var, að liðið myndi keppa um gullið við Frakka: „Nú verður Þorgerður Katrín að vinna daginn og slaginn um athygli fjöl- miðlanna til að heimastjórnin haldi sjó, og snýti ekki rauðu einn ganginn enn. Meira: “ bjorn.blog.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.