Morgunblaðið - 25.08.2008, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 25.08.2008, Blaðsíða 22
22 MÁNUDAGUR 25. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN MIKIL aukning í notkun lyfseðilsskyldra megrunarlyfja og lang- ir biðlistar eftir offitu- aðgerð vekja ákveðnar spurningar um val- möguleika í okkar ágæta heilbrigðiskerfi. Í fréttum Stöðvar 2 25. júlí sl. var m.a. fjallað um aukningu meðal Ís- lendinga í notkun á lyf- seðilsskyldum megr- unarlyfjum. Eins og sjá má var talað um lyfseð- ilsskyld lyf og eins og flestir vita má einungis læknir skrifa upp á lyf- seðil. Það mætti því ætla út frá þessu að þeir læknar sem þarna eiga í hlut væru lyfja- glaðari en ella, en það þarf ekki að vera því það á hverjum og ein- um að vera í sjálfsvald sett hvort hann vill taka lyf eða ekki, ekki nema þá að viðkomandi sé sviptur sjálfræði sem ég efast stórlega um að eigi við alla þá er hér um ræðir. Í einstaka tilfellum verður líka að gefa lyf til að koma í veg fyrir að sjúkdómurinn eða fylgi- kvillar hans endi með alvarlegum af- leiðingum. En með hliðsjón af því hvað þau lyf sem hér um ræðir eru dýr og hve hugsanlegar aukaverkanir þeirra geta verið alvarlegar hlýtur maður að spyrja sig hvort hér sé um ákveðið áhugaleysi varðandi önnur meðferðarúrræði og/eða leti að ræða. Ég tel mig þó vita að leti er ekki aðal- ástæðan hjá öllum því ég þekki það sjálfur og skil að sumir sjúkdómar eru svo sársaukafullir að eitthvað verður að gera til að losna undan sársauk- anum. En viðkomandi stendur því miður oft frammi fyrir því að eiga ein- ungis um tvennt að velja; að takast á við sársaukafullan sjúkdóm án lyfja eða fara á lyf sem fylgja hugsanlegar aukaverkanir, þ.e.a.s. hugsanlegir kostir og gallar. Ég vil taka það fram að ég virði rétt þess sjúka að velja hvort hann vill frekar takast á við sársaukann eða hugsanlegar auka- verkanir lyfjanna, en þegar kemur að okkar ágæta geðheilbrigðiskerfi er yf- irleitt bara lítið annað í boði en lyf til að takast á við sjúkdóminn. Aukaverkun eða sjúkdómur? Í fylgiseðli þessara lyfja kemur fram að hugsanlegar aukaverkanir geta verið þó nokkrar og ef ekki er vel að gáð getur það haft mjög alvarlegar afleiðingar í för með sér. Aukaverk- anir sem um ræðir eru m.a. svefn- truflanir, taugaveiklun, þunglyndi, skapstyggð, svimi, niðurgangur og kvíði. Það sér hver sem til þekkir að þarna eru hugsanlegar verkanir sem geta leitt til sjúkdóma og ef við spyrj- um okkur bara hvað er gert þegar fólk greinist með sjúkdóm? Jú við- komandi fer á lyf og eins og með öll önnur lyf fylgja þeim einhverjar aukaverkanir. Þó verður að hafa í huga að ekkert lyf hefur nákvæmlega sömu verkun á alla og þess vegna er talað um hugsanlegar, algengar og sjaldgæfar aukaverk- anir í fylgiseðli allra lyfja. En hvað svefntrufl- anir, taugaveiklun, þung- lyndi, skapstyggð og kvíða varðar þá þekki ég það sjálfur í gegnum eig- in veikindi sem og starf mitt á geðsviði að hugs- anlegar aukaverkanir með sefandi lyfjum sem eru gefin við þessum sjúkdómum geta t.a.m. valdið aukinni matarlyst og öðru sleni. Það segir sig sjálft að aukin mat- arlyst í andlegu sleni er ekki vænleg og getur leitt af sér kvilla/ sjúkdóma. Ef sá kvilli/ sjúkdómur er svo með- höndlaður með lyfjum má segja að við séum komin í hring og spurn- ing hvort upphaflegi sjúkdómurinn sé þá ekki bara falinn innan um aukaverkanirnar. Aukin áhersla á hreyfingu Ef lögð væri meiri áhersla á aðrar meðferðir með eða í staðinn fyrir lyfjagjafir er ég nokkuð viss um að hlutfall margra sjúkdóma myndi minnka til mikilla muna. Hvað aukna hreyfingu í geðheilbrigðismeðferð hér á landi varðar þá ályktaði Alþingi hinn 10. apríl árið 2007 „að fela heilbrigð- isráðherra að skipa nefnd til að und- irbúa að hreyfing gæti orðið valkostur í heilbrigðisþjónustu, sem lækning og í fyrirbyggjandi tilgangi, þannig að læknar gætu vísað á hreyfingu sem meðferð við sjúkdómum á sama hátt og vísað er á lyf eða læknisaðgerðir“. Eftir því sem ég kemst næst var leitað til 10 félaga og stofnana og sögðu allir að þetta væri raunhæfur kostur en til- lagan, sem komin er til heilbrigð- isnefndar Alþingis, bíður eftir af- greiðslu þar. En á meðan ekki hefur tekist að innleiða líkamsrækt og/eða aðra hreyfingu sem viðurkennt með- ferðarúrræði í geðheilbrigðiskerfi okkar get ég ekki betur séð en að þessi hringavitleysa muni halda áfram og sjúkdómum eigi frekar eftir að fjölga en hitt. Ég myndi vilja sjá að allir þeir sem þyrftu að taka „þyngd- araukandi“ lyf fengju ávísun á hreyf- ingu samhliða sínum lyfjum. Lokaorð Þar sem ég vitna í eigin reynslu hér að ofan þá vil ég, til að forðast mis- skilning, taka það fram að ég er ekki á neinum lyfjum í dag og hef ekki verið sl. sex ár, svo holdafar mitt og/eða heilsa getur ekki miðast við að ég taki nein lyf. Ávísun á hreyfingu eða aukaverkun Bergþór G. Böðv- arsson skrifar um lyfjanotkun Bergþór G. Böðvarsson »En viðkom- andi stendur því miður oft frammi fyrir því að eiga einungis um tvennt að velja, að takast á við sársauka- fullan sjúkdóm án lyfja eða fara á lyf sem fylgja hugsanlegar aukaverk- anir … Höfundur starfar sem fulltrúi not- enda geðsviðs LSH. Hann greindist með geðsjúkdóm árið 1989. KOMIÐ hefur í ljós að stefna Samfylking- arinnar í virkjana- og stóriðjumálum er ná- kvæmlega sú sama og Framsóknarflokksins heitins. Blessuð sé hans minning. Fagra Ísland með öllum sínum fyr- irheitum var bara at- kvæðaveiðitæki. Það sanna staðreyndirnar. Stækkun á fullu í Straumsvík þrátt fyrir vilja íbúanna og rafmagnið skal koma frá Landsvirkjun (LV), þrátt fyrir yf- irlýsingar forstjóraans um að LV væri hætt að selja raforku til álfram- leiðslu. Árni heldur sínu striki í Helguvík, hvað sem hver segir. Rétt búið að framlengja viljayfirlýsingu um hagkvæmnisathugun álvers að Bakka, þegar Alcoa óskar eftir að umhverfismati fyrir helmingi stærra álveri en lagt var upp með í byrjun. Alcoa staðfestir þannig að það var rétt, sem Ómar hélt fram fyrir kosn- ingar að „litla“ álverið væri ekki hag- kvæmt. Samfylkingin tönglast sí og æ á einhverri rammaáætlun, sem lítið gagn er í, ef búið er að virkja megnið af orkunni og selja mengandi álver- um fyrir lítið, þegar hún lítur dagsins ljós. Á sama tíma er umhverfisvænni stóriðju vísað frá, t.d. í Þorlákshöfn, vegna skorts á raforku. Með byggðasjónarmið í huga var ég hlynntur álveri að Bakka, en hefi nú skipt um skoðun. Vil að fleiri kost- ir séu kannaðir. Slík könnun þarf ekki að taka langan tíma. Það er vitað hvað mörgum megawöttum við get- um lofað og hvenær við getum afhent þau. Iðnaðarráðherra gæti óskað eft- ir tilboði með því skilyrði að orkan skuli nýtt í nágrenni Húsavíkur. Auk verðs fyrir orkuna skulu tilboðgjafar lýsa í hvað hún verður nýtt, þannig að skýrt komi fram mengun og hvað mörg ný störf verði til. Þannig hagkvæmn- isathugun væri fyrir alla þjóðina og ekki bara fyrir Alcoa og Bakka. Á þennan hátt kæmi fram, hvað væri hagkvæmast fyrir eig- anda auðlindarinnar, ís- lensku þjóðina. Ekkert mælir gegn því að Alcóa gefi líka tilboð í orkuna. Ekki ólíklegt að þeir geti boðið betur nú en þegar Valgerður og Halldór gengu á eftir þeim með grát- stafinn í kverkunum. Það var eftir að Norsk Hydro hætti við vegna um- hverfissjónarmiða. Ýmsir hafa látið í ljós álit sitt á stórgóðri grein Bjarkar og gefið í skyn að hún vilji ekkert virkja. Helst bara vera úti í náttúrunni og horfa á grasið gróa og vatnið renna óbeislað til sjávar. Sumir þingmenn halda vart vatni í lýsingum sínum á því, hvernig Kárahnjúkar mali gull til mótvægis við þorskniðurskurð og kreppu. Björk setur skýrt fram í grein sinni: 1) að hún vill nýta auðlindirnar með virkjunum, 2) hún vill ekki selja orkuna í mengandi stóriðju á 1/3 af því sem hún er seld annarstaðar og 3) hún vill vinna eitthvað úr álinu í stað þess að flytja það óunnið úr landi. Sé þetta rétt með orkuverðið þá þyrfti Seðlabankinn ekki að taka lán til gjaldeyriskaupa fyrir bankana, ef bara LV seldi orkuna á heimsmark- aðsverði. Ég hefi lengi spáð í leynd- armálið álorkuverð. Í svargrein áróð- ursmeistara Alkóa við grein Bjarkar nefnir hún, sem dæmi um hag- kvæmnina fyrir austan, að LV eigi virkjunina skuldlausa eftir 40 ár og að virkjunin geti staðið mikið lengur. Þetta skil ég sem svo að raf- orkuverðið greiði fjárfestinguna til baka á 40 árum. Getur það verið? Fasteignabraskarar vilja fá sína fjár- festingu til baka í formi leigutekna á 10–12 árum. Mikið svakalega væri gaman að reka iðnað á Íslandi fengj- ust hagstæð lán fyrir fram- leiðslutækjum til 40 ára. Annars var tilefni þessara skrifa grein fyrrverandi orkustjóra, „Nátt- úrubörn“, sem birtist í Mbl. 2 júlí. Jakob skrifar: „Það vill svo til að með engu öðru móti geta Íslendingar lagt stærri skerf af mörkum til að hamla gegn gróðurhúsaáhrifum en með því að hýsa hér á landi allan þann áliðnað sem þeir mega“. Jakob færir svo rök fyrir, hversu mikið við getum sparað heiminum í CO2-losun með fram- leiðlu á rafmagni fyrir álframleiðslu miðað við álframleiðslu með raforku sem fengist með brennslu á kolum eða olíu! Ekki efast ég um að útreikn- ingarnir séu réttir en röksemdafærsl- an er steypa. Óskiljanlegt að mað- urinn skilji ekki, að með því nýta alla okkar orku í álframleiðslu og vísa burt ýmsum öðrum umhverfisvænum iðnaði stuðlum við að því að sá iðn- aður fái orku framleidda með brennslu kola eða olíu. Jakob skrifar svo í lokin: „Sá sem raunverulega gerir sér grein fyrir alvöru gróð- urhúsavandans getur ekki verið and- vígur virkjun vatnsorku og jarðhita“. Með öðrum orðum sagt: Þeir sem ekki vilja meira ál vilja ekki virkja. Er heil hugsun í svona framsetningu? Væri öll okkar orka bundin í álfram- leiðslu, eins og Jakob leggur til, og verðið bundið heimsmarkaðsverði á áli, þá fengjum við fyrst að kynnast, hvað kreppa er, þegar álverðið fellur. Það getur gerst löngu áður en LV hefur fengið fjárfestinguna í Kára- hnjúkum til baka. Fagra Ísland Sigurður Oddsson skrifar um rafmagn og álframleiðslu » Iðnaðarráðherra gæti óskað eftir til- boði með því skilyrði að orkan skuli nýtt í ná- grenni Húsavíkur. Sigurður Oddsson Höfundur er verkfræðingur. HUGMYNDIR um jarðgöng milli Dýra- fjarðar og Arnarfjarðar og áfram yfir í Barða- strandarsýslu hafa lengi verið til umræðu og fyrir mörgum árum tókst að koma á sam- gönguáætlun fyrri hluta þeirrar fram- kvæmdar, jarðgöngum milli Dýrafjarðar og Arnarfjarðar. Dýrafjarðargöng koma í staðinn fyrir einn hæsta og hrikalegasta fjallveg landsins, Hrafnseyrarheiði, og stytta leiðina milli Ísafjarðar og Patreks- fjarðar um nálægt 30 kílómetra. Þessi mikilvæga samgöngubót hefur æ ofan í æ orðið fyrir niðurskurð- arhnífi framkvæmdavaldsins og verið frestað og færð afturfyrir aðrar sam- göngubætur. Á meðan hefur svæðið allt liðið fyrir. Á síðasta ári gerðist það að rík- isstjórnin sem nýlega hafði tekið við völdum tók af skarið og ákvað að flýta gerð Dýrafjarðarganga um tvö ár, frá því sem áætlað var. Þannig áttu framkvæmdir að hefjast eigi síð- ar en árið 2010 og göngin verða tilbú- in árið 2012. Flestir fögnuðu þessari ákvörðun og trúðu því að nú hefði sest í valdastóla fólk sem stæði við orð sín gagnvart Vestfirðingum. Ég er einn af þeim sem treysta því að svo sé. Lengi hafa Vestfirðingar barist fyrir tryggum og öruggum sam- göngum milli byggðarlaga í fjórð- ungnum. Meðan samgöngur á sjó voru hagkvæmasti og fljótlegasti kostur til flutninga og ferðalaga áttu Vestfirðir sitt blómaskeið með bein- um samgöngum milli verslunarhafna og er- lendra viðskiptaborga í Danmörku, Þýskalandi, Englandi og á Spáni. Eftir því sem ferðir fólks og flutningar færðust meir á vega- kerfi landsins urðu vestfirsku fjöllin meiri farartálmi, hvort heldur farið er um háar heiðar eða meðfram bröttum hlíðum. Vestfirðir drógust afturúr öðrum landshlutum. Og þeirri þróun hefur ekki verið snúið við, þrátt fyrir áralangt pot og puð. Ýmislegt hefur auðvitað áunnist á síðustu árum og áratugum og ber þar hæst Vestfjarðagöngin sem tengdu saman Ísafjörð og firðina í vest- ursýslunni. Göngin ollu byltingu á öll- um sviðum mannlífsins. Fæstir vilja hugsa þá hugsun til enda hvernig umhorfs væri hér um slóðir ef ekki hefði komið þessi samgöngubót fyrir 12 árum. Nú eru hafnar fram- kvæmdir við göng milli Hnífsdals og Bolungarvíkur sem gera mun tvo stærstu bæi Vestfjarða að einu bú- setusvæði með öruggum samgöngum allt árið. Samgöngum sem sóma 21. öldinni. Stærsti þröskuldur í samskiptum Vestfirðinga síðustu áratugi hefur verið samgönguleysi milli Ísafjarð- arsýslu og Barðastrandarsýslu. Brattir, háir og snjóþungir fjallvegir voru ruddir milli fjarða á fimmta og sjötta áratugnum og þóttu mikil sam- göngubót þá. Síðan eru liðnir fimm áratugir og framfarir í vegamálum orðið gríðarlegar í öllum lands- hlutum, nema hér. Milli Ísafjarðar og Barðastrandarsýslu er enn farið um hálfrar aldar gamla vegi sem ekki eru opnir nema fimm mánuði á ári, þegar vel vorar. Nú ríður á að Vestfirðingar standi saman um að framkvæmdir við Dýra- fjarðargöng gangi eftir einsog ákveð- ið hefur verið. Sveitarstjórnir á Vest- fjörðum, Fjórðungssamband Vestfirðinga og þingmenn kjördæm- isins hafa stutt þessa áætlun og hvergi hafa sést merki um að þessir aðilar hafi í hyggju að skipta um skoðun eða beygja af leið. Það er ekki ætlun þess sem þetta ritar og það er ekki ætlun þingmanna Samfylking- arinnar í Norðvesturkjördæmi. Hér má enginn hika, því þá gæti allt tap- ast. Beitum frekar afli okkar í þá átt að flýta göngunum enn meir, svo að hægt verði að aka til Hrafnseyrar við Arnarfjörð um ný göng á 200 ára af- mæli Jóns Sigurðssonar 17. júní árið 2011. Það væri þjóðargjöf sem sæmdi minningu þjóðfrelsishetjunnar. Ekkert hik í samgöngu- málum Vestfjarða Sigurður Pétursson vill Dýrafjarð- argöng 2011 » Göng til Hrafnseyrar við Arnarfjörð á 200 ára afmæli Jóns Sig- urðssonar 17. júní árið 2011 væru þjóðargjöf sem sæmdi minningu þjóðfrelsishetjunnar. Sigurður Pétursson Höfundur er bæjarfulltrúi í Ísafjarðarbæ. MORGUNBLAÐIÐ birtir alla út- gáfudaga aðsendar umræðugreinar frá lesendum. Blaðið áskilur sér rétt til að hafna greinum, stytta texta í samráði við höfunda og ákveða hvort grein birtist í umræðunni, í bréfum til blaðsins eða á vefnum mbl.is. Blaðið birtir ekki greinar, sem eru skrifaðar fyrst og fremst til að kynna starfsemi einstakra stofn- ana, fyrirtækja eða samtaka eða til að kynna viðburði, svo sem fundi og ráðstefnur. Innsendikerfið Þeir sem þurfa að senda Morgun- blaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðs- ins. Formið er undir liðnum „Senda inn efni“ ofarlega á forsíðu mbl.is. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Ekki er lengur tekið við greinum sem sendar eru í tölvupósti. Í fyrsta skipti sem formið er not- að þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerfið, en næst þegar kerfið er not- að er nóg að slá inn netfang og lyk- ilorð og er þá notandasvæðið virkt. Ekki er hægt að senda inn lengri grein en sem nemur þeirri hámarks- lengd sem gefin er upp fyrir hvern efnisþátt en boðið er upp á birtingu lengri greina á vefnum. Nánari upplýsingar gefur starfs- fólk greinadeildar. Móttaka aðsendra greina

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.