Morgunblaðið - 25.08.2008, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 25.08.2008, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. ÁGÚST 2008 25 ✝ RagnheiðurÞorvaldsdóttir fæddist í Stykkis- hólmi 4. desember 1929. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut að morgni sunnudags- ins 17. ágúst síðast- liðins. Foreldrar hennar voru Sess- elja Kristjánsdóttir, f. 20.12. 1900, d. 18.6. 1972 og Þor- valdur Þorleifsson, f. 24.7. 1898, d. 16.5. 1938. Ragnheiður var fimmta í röð átta systkina sem öll eru látin. Systkini Ragnheiðar voru, Áslaug Ingibjörg, f. 31.5. 1922, d. 29.5. 1944, Jarþrúður Guðný, f. 18.11. 1923, d. 12.10. 1965, Sæmunda, f. 16.7. 1926, d. 25.11. 1986, Hulda Kristín, f. 15.7. 1928, d. 15.2.2000, Jens Hjaltalín, f. 4.2. 1931, d. 20.10. 1993, Vilhjálmur, f. 4.7. 1932, d. 28.6. 1973 og Ársæll, f. 2.1. 1936, d. 6.6. 1947. 6.11. 1951 fæddist dóttir Ragnheiðar, Áslaug Ingibjörg Gísladóttir. Faðir hennar var Gísli Ólafsson sem nú er látinn. Áslaug á 3 börn og 4 barnabörn. Sambýlismaður hennar er Kristján Kristjáns- son. Ragnheiður gift- ist Kristjáni Guðna- syni Jónssyni 3.9. 1954, þau skildu. Kristján er látinn. Börn þeirra eru Guðrún, f. 29.12. 1954, gift Þórði Harðarsyni, þau eiga 4 dætur og 4 barnabörn, Hjörtur Cecil, f. 2.7. 1956 og Jón Ragnar f .1.4. 1959, kvæntur Guð- rúnu Ósk Stefánsdóttur, þau eiga 3 börn, auk þess á Jón 1 son fyrir og barnabarn. Ragnheiður fór ung suður til Reykjavíkur til þess að vinna fyr- ir sér eins og algengt var á þeim tímum og fór þá fyrst í vist til þeirra sæmdarhjóna Völu og Gunnars Thoroddsen sem hún mat mikils og minntist oft þeirrar vistar. Síðar vann hún víða við al- menn þjónustu– og verkakonu- störf auk þess sem hún gegndi húsmóðurstörfum á stóru heimili og móðurhlutverkinu. Útför Ragnheiðar fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Elsku amma, ég kveð þig með söknuði og sorg í hjarta en minning þín mun lifa, brosið og hláturinn sem var svo smitandi. Þegar ég hugsa um hana ömmu mína fer ég að brosa, þú varst svo yndisleg og skemmtileg. Ég er svo þakklát fyrir tímann sem við erum búnar að eiga saman, þá sérstaklega núna á þessu ári. Þegar við fórum í sumarbústaðinn í Borg- arfirðinum og renndum í hólminn, þar sem þú hljópst um kirkjugarðinn eins og unglingur, ég man þá hvað ég hugsaði hvað ég ætti ótrúlega dug- lega og hugrakka ömmu, þar sem þú lést ekki þitt líkamlega ástand sem var ekki gott síðustu árin stoppa þig. Ég efast um að ég eigi eftir að venj- ast því að koma ekki að heimsækja þig þegar ég kem suður, það var yf- irleitt það fyrsta sem ég gerði þegar ég kom og það síðasta sem ég gerði áður en fór aftur heim til Akureyrar. Elsku amma, þú ert komin á góð- an stað hjá fólki sem ég veit að þú hlakkaðir mikið til að hitta. Hvíl í friði amma mín. Eva Ösp. Ragna amma hefur alltaf verið stór partur af lífi mínu og fjölskyldu minnar. Það er margt sem kemur upp í hugann núna þegar komið er að kveðjustund. Allar samverustund- irnar, öll ferðalögin, samverustundir á jólum og öðrum hátíðisdögum. Amma var svo dugleg og drífandi, glæsileg og hugsaði alltaf um að líta vel út. Amma var mikill húmoristi og hafði rosalega gaman af því að láta hlæja að sér, ég geymi mörg glettin atvik og fyndnar frásagnir í hjarta mínu. Í barnæsku man ég eftir fjársjóðs- skáp sem amma átti. Það var fátt jafnspennandi og að koma í heim- sókn til hennar og bíða þar til hún fór í skápinn góða og náði í eitthvert got- terí. Í þessum skáp geymdi amma alls konar framandi nammi, tyggjó, gjafir og fleira. Aldrei fékk ég að kíkja inn í þennan skáp, hann var alltaf læstur og því mjög dularfullur og spennandi. Amma fylgdist alltaf mjög vel með öllu í kringum sig, vissi hvað var að gerast og var alltaf með allar fréttir á hreinu. Hún var einnig mjög nýjungagjörn, hún var sú fyrsta sem ég þekkti sem fékk sér örbylgjuofn, soda stream-tæki og fótanuddtæki. Amma var alltaf bak- andi og hafði rosalega gaman af því að fá gesti og gefa þeim að borða. Ég hef ekki tölu á því hve oft ég kom í mat með vinkonum og síðar börnum mínum og maka, alltaf tók amma vel á móti öllum og enginn fór svangur heim. Tilhugsunin um að fá aldrei aftur pönnsur og vöfflur, heyra ömmu hlæja og segja alls konar brandara og fyndnar sögur gerir mig sorgmædda. En ég geymi minningu ömmu í hjartanu og fagna því að hún er núna hjá fólkinu sínu sem hún saknaði oft svo mikið. Elsku besta amma, takk fyrir allt, Sara Lind. Elsku amma. Þegar við sem börn fórum í heim- sókn til þín í Sléttahraunið var oft til nýbökuð möndlukaka eða eitthvað sætt fyrir svanga barnamunna og alltaf var til pláss þegar við vildum gista. Þá passaðir þú vel upp á það að við færum með faðirvorið. Seinna fluttum við til Svíþjóðar og þú komst til okkar í heimsókn með fulla tösku af kókópuffs og hrauni, áttum við margar góðar stundir saman þá og mikið var hlegið. Við minnumst marga góða sunnu- daga hjá þér þegar þú bauðst okkur í mat eftir að við fluttumst aftur til Ís- lands. Við eignuðumst síðar fjölskyldur og kíktum til þín þegar leið lá hjá, alltaf varstu glöð að sjá okkur og vildir fá nýjustu fréttir og sagðir okkur sögur frá þeim tíma sem þú varst ung. Alltaf gátum við leitað til þín þeg- ar ráða þurfti í draumana okkar, og oftar en ekki sagðirðu okkur að kaupa lottomiða. Ávallt kvaddi hún amma okkar með orðunum „Guð geymi þig“. Nú kveðjum við þig með þessum sömu orðum, Guð geymi þig, elsku amma. Við söknum þín, amma Guð ég þakka vil þér, að í þinni hendi ég er. Þökk, að ætíð þú leggur mér lið, er í lausnarans nafni ég bið. Gef mér fúsleik svo fagnandi ég, dag hvern feti þinn hjálpræðisveg, uns þú opnar mér himinsins hlið og mitt hjarta á um eilífð þinn frið. (Lilja S. Kristjánsdóttir.) Ragnheiður Sigurðardóttir, Konráð Sigurðsson, Björg Kristjánsdóttir Mig langar til að minnast hennar Rögnu frænku með þessum orðum. Þegar ég kom í heimsókn til hennar tók hún vel á móti mér eins og ávallt. Eitt sinn þegar ég kom til hennar var hún búin að fá sér permanett og þá sagði ég við hana: Ragna, mikið ertu falleg eins og hún Hulda (mamma mín) systir þín. Þá sagði hún við mig: Ég er ekkert lík henni Huldu systur, sagði hún og brosti og sagði við mig að hætta þessu bulli. Mér leið alltaf svo vel þegar ég var hjá Rögnu frænku og fannst eins og ég væri kominn heim til mömmu og pabba. Hún lét mann finna fyrir hversu vænt henni þótti um mann. Hún spurði ávallt hvernig börnun- um mínum gengi, hvað þau væri að gera og hvort þau væru ekki ham- ingjusöm. Nú veit ég að Ragna er komin á mjög góðan stað til foreldra sinna og systkina þar sem henni líð- ur mjög vel. Þau voru Sesselja Kristjánsdóttir og Þorvaldur Þor- leifssson. Systkini hennar voru Áslaug, Guðný, Sæmunda, Hulda, Ragn- heiður, Vilhjámur og Ársæll Jens Hjaltalín. Ég mun ávallt sakna ykk- ar allra og veit að þið munuð taka mjög vel á móti okkur þegar okkar tími mun koma. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson.) Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesús, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. (Hallgrímur Pétursson.) Hefjum upp augu’ og hjörtu með, hjálpræðisstund vor er nærri. Jesú vér fáum sjálfan séð sorg öll og kvíði’ er þá fjarri Senn kemur eilíft sumartíð, sólunni fegri’, er ljómar blíð Drottins í dýrðinni skærri. (V. Briem.) Guð blessi ykkur öll. Samúðar- kveðjur. Hildur Þóra Bragadóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. Með nokkrum orðum vil ég minn- ast Röggu frænku minnar sem lést sunnudaginn 17. ágúst og er jarðsett í dag, 25. ágúst, frá Hafnarfjarðar- kirkju. Eftir nokkurra daga legu á sjúkrahúsi kvaddi hún lífið með öll börnin sín fjögur sér við hlið. Margt kemur í hugann og vænt þykir mér um síðasta fund okkar nú í byrjun júlí en þá kom Ragna í heimsókn til okkar í Hólminn. Það var sérstak- lega ánægjulegt að hún náði því. Og svo var það svo gaman að sýna henni bæinn. Það var keyrt um allt. Hún átti ekki nógu sterk orð til að lýsa því hvað allt var orðið fallegt í Hólm- inum og snyrtilegt. Það lá vel á henni að komast í Hólminn sinn og auðvit- að að koma svo við í kirkjugarðinum þar hún þurfti að vitja svo margra. Alltaf hafði Ragna sterkar taugar í Hólminn og vildi fylgjast með sínu fólki. Hún bjó lengst af í Hafnarfirð- inum, ein í sinni íbúð, það var ekki inni í dæminu að fara á dvalarheimili, hún var ekki tilbúin í það – enda sá hún alfarið um sig sjálf, eldaði og bakaði og vildi alltaf eiga með kaffinu … svona vildi hún hafa þetta. Hún hafði gott samband við börnin sín og barnabörn og átti orðið lang- ömmubörn sem hún var mjög stolt af, en hún var líka komin í annað „samband“ sem hún sagði mér frá, en það var ekki af þessum heimi. „Mér finnst mamma oft vera svo ná- lægt mér og ég tala við hana dag- lega,“ sagði Ragga við mig síðast þegar við hittumst. Hún vissi að end- urfundirnir voru framundan og kveið því ekki. Ég þakka Rögnu allt það sem hún var mér og mínum, það er alltaf hollt og gott að líta til baka – Ragna var síðust í sínum systkinahópi til að kveðja þetta jarðlíf, öll eru þau nú látin börn Sesselju ömmu og Þor- valdar. Systkinin átta á Hólnum kembdu ekki hærurnar, Ragna var þó sú sem náði hæstum aldri, „ætt- arhöfðinginn“, eins og við kölluðum hana upp á síðkastið, er nú fallinn frá og næsta kynslóð tekur við. Hvíl í friði kæra frænka, ég kveð þig með þessu versi sem þér þótti vænt um. Ég fel í forsjá þína, Guð faðir, sálu mína, því nú er komin nótt. Um ljósið lát mig dreyma og ljúfa engla geyma öll börnin þín, svo blundi rótt. (Matthías Jochumsson) Þórhildur Pálsdóttir. Ragnheiður Þorvaldsdóttir Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson) Guð geymi þig mamma. Áslaug Ingibjörg, Guðrún, Hjörtur Cecil og Jón Ragnar. HINSTA KVEÐJA Elsku Ólöf. Þar sem þú reyndist okkur einstaklega vel, langar mig að skrifa nokkur kveðjuorð um þig. Við vorum svo heppin að búa í sama húsi og þú í Oddeyrargötunni í nokkur ár. Við kynntumst ykkur hjónunum árið 1976 og var alltaf samband eftir það. Þú varst yndisleg kona, umhyggju- söm, hjálpsöm, skemmtileg og vildir öllum vel. Ólöf Jóhannesdóttir ✝ Ólöf Jóhann-esdóttir fæddist í Hrúthól á Ólafs- firði 25. apríl 1915. Hún andaðist á Dvalarheimilinu Hornbrekku á Ólafsfirði 5. ágúst síðastliðinn. Útför Ólafar fór fram frá Akureyr- arkirkju 14. ágúst sl. Ég gleymi aldrei fyrstu 3 mánuðun eftir að ég eignaðist mitt yngsta barn. Mikið var að gera hjá mér, komin með stórt heimili. Þú tókst úr þvottavélinni, hengdir út og færðir mér allan þvottinn strauaðan upp til mín. Þú varst alltaf tilbúin að hjálpa öllum. Oft var ég búin að sitja í kaffi og meðlæti hjá þér og átti notalegar stundir með þér. Takk fyrir allt sem þú gerðir fyrir okkur, elsku Ólöf. Það verður geymt í hjarta okkar. Elsku Jói, Jón, Sigur- björg og fjölskyldur, við sendum ykkur innilegar samúðarkveðjur. Guð blessi ykkur. Kveðja, Eygló Þorsteinsdóttir og fjölskylda.                          ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, lang- amma og langalangamma, SIGRÚN GUÐMUNDSDÓTTIR Austurvegi 5, Grindavík, áður frá Bræðratungu, lést á Hjúkrunarheimilinu Víðihlíð þriðjudaginn 19. ágúst. Jarðarförin fer fram frá Grindavíkurkirkju miðvikudaginn 27. ágúst kl. 14.00. Fanney Guðmundsdóttir, Hrefna Guðmundsdóttir, Guðbrandur Eiríksson, Már Guðmundsson, Gylfi Þórðarson, Ásrún Ásgeirsdóttir, Rúnar Þór Þórðarson, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. ✝ Ástkæri maðurinn minn, faðir, sonur og bróðir, SVEINN S. ÞORGEIRSSON, Frakkastíg 22, Reykjavík, sem lést föstudaginn 8. ágúst, verður jarðsunginn frá Neskirkju við Hagatorg, þriðjudaginn 26. ágúst kl.13.00. Blóm og kransar eru afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hans er bent á SÁÁ. Anna Ringsted, Elísabet Ýr Sveinsdóttir, Þorgeir Sveinsson, Svava Pálsdóttir, Pálmar Þorgeirsson, Hrafnhildur Þorgeirsdóttir, Brynhildur Þorgeirsdóttir, Aðalsteinn Þorgeirsson og fjölskyldur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.