Morgunblaðið - 25.08.2008, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 25.08.2008, Blaðsíða 30
30 MÁNUDAGUR 25. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ dagbók Í dag er mánudagur 25. ágúst, 238. dagur ársins 2008 Orð dagsins: Hvern þann sem kann- ast við mig fyrir mönnum, mun og ég við kannast fyrir föður mínum á himnum. (Mt. 10, 32.) Víkverji dagsins hefur fengiðnægju sína af sumri og sól, er nýkominn heim eftir að hafa elt sól- ina í um það bil þriggja vikna ferð um landið. Hann fór á nokkra af feg- urstu stöðum landsins, m.a. Skafta- fell, Seyðisfjörð, Borgarfjörð eystra, Mývatn, Snæfellsnesið og Borgar- fjörð vestra. Unnusta Víkverja dró hann í nokkrar gönguferðir, m.a. að Stórurð við Dyrfjöllin tignarlegu við Borgarfjörð eystra og fjallið Hvít- serk milli Borgarfjarðar og Loð- mundarfjarðar. Þær göngur voru sérlega eftirminnilegar en mestum vonbrigðum olli ganga upp á Baulu í Borgarfirði vestra. Þótt Baula sé einstaklega tignar- legt fjall og útsýnið þaðan stórfeng- legt er ótrúlega leiðinlegt að klífa það – ekkert nema skriður alla leið- ina upp á tindinn. Þeir sem ganga upp á Baulu þurfa að vera með aug- un á gráu grjótinu í hverju skrefi til að komast klakklaust upp á tindinn og það er mjög þreytandi og niður- drepandi á svo langri göngu. Þótt Baula sé falleg í fjarlægð er hún fer- lega grýtt og grá í návígi. x x x Víkverji mælir hins vegar ein-dregið með ferð með ferjunni Baldri til Flateyjar í Breiðafirði. Víkverji og unnusta hans undu sér þar í níu klukkustundir og það var minnisstæðasti dagur sumarsins. Hjónaleysin höfðu aldrei komið þangað áður og náttúrufegurðin kom þeim mjög á óvart. Fuglalífið er mjög fjölbreytt í Flatey, aðal- fuglategundirnar eru kría, rita, lundi, æðarfugl, teista og skarfur en einnig er þar fjöldinn allur af smá- fuglum. Dvölinni lauk með gómsæt- um kvöldverði á Hótel Flatey, steiktum þorski úr Breiðafirði með rækjum og gráðostasósu, skemmti- lega skreyttum með strái sem bauð upp á ýmsa möguleika. Víkverji á nú sér þann draum að fara aftur til æv- intýraeyjunnar og vonast til þess að geta dvalið a.m.k. eina nótt með unn- ustu sinni á þessu rómantíska hóteli. víkverji@mbl.is Víkverjiskrifar Krossgáta Lárétt | 1 flótti, 8 nefnt, 9 illum, 10 ferskur, 11 deila, 13 hreinir, 15 beinpípu, 18 súlu, 21 skarð, 22 skotvopn, 23 ávinningur, 24 íþróttagrein. Lóðrétt | 2 hirðusöm, 3 örlög, 4 jórturdýr, 5 skrökvar, 6 geigs, 7 lítill, 12 kropp, 14 kyn, 15 gangur, 16 óþétt, 17 dökkt, 18 snjódyngja, 19 spretti upp, 20 mylsna. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 ræfil, 4 helft, 7 kotið, 8 nötra, 9 ann, 11 akir, 13 hana, 14 urðar, 15 form, 17 æfur, 20 hak, 22 ljúfa, 23 rætin, 24 róaði, 25 morði. Lóðrétt: 1 rækta, 2 fatli, 3 læða, 4 hann, 5 letja, 6 tjara, 10 naðra, 12 rum, 13 hræ, 15 fílar, 16 rjúfa, 18 fætur, 19 rengi, 20 hali, 21 króm. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 Sudoku Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3- reit birtist tölurnar 1-9. Það verð- ur að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Lausn síðustu Sudoki. www.sudoku.com © Puzzles by Pappocom Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is 1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. g3 Bb4+ 4. Bd2 Be7 5. Rf3 d5 6. Dc2 O–O 7. Bg2 c6 8. O–O Rbd7 9. Hd1 b6 10. b3 Ba6 11. Bf4 Hc8 12. Rc3 Rh5 13. Bc1 Rhf6 14. Bb2 Dc7 15. Hac1 dxc4 16. bxc4 Bxc4 17. Re5 Rxe5 18. dxe5 Rd5 19. Re4 b5 20. Rd6 Bxd6 21. exd6 Dd7 22. a4 f6 23. Ba3 Rb6 24. a5 Ra4 25. Hd4 Bd5 26. Bc5 Bxg2 27. Kxg2 e5 28. Hd2 Hfd8 29. Db3+ Df7 30. De3 Hd7 31. a6 h6 32. f3 De6 33. Bxa7 Ha8 Staðan kom upp í stórmeistaraflokki alþjóðlegu skákhátíðarinnar í Biel. Franski stórmeistarinn Etienne Bac- rot (2691) hafði hvítt gegn sigurvegara mótsins, Rússanum Evgeny Alekseev (2708). 34. Hxc6! Haxa7 35. Dd3! b4 36. Hc8+ Kf7 37. Dh7! hugmyndin að baki mannsfórninni. 37…f5 38. Dg8+ Kf6 39. Hf8+ Hf7 40. Hxf7+ Hxf7 41. Dd8+ Kg6 42. d7 Rc5 43. De8! og svartur gafst upp. Hvítur á leik. Brids Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Sofandi vörn. Norður ♠103 ♥D754 ♦D104 ♣KD97 Vestur Austur ♠Á98 ♠654 ♥K2 ♥ÁG10983 ♦Á8652 ♦973 ♣852 ♣G Suður ♠KDG72 ♥6 ♦KG ♣Á10643 Suður spilar 4♠. Allir á hættu og austur vekur á 2♥. Suður kemur inn á 2♠, vestur segir 3♥ og norður doblar til sektar. Sem er góð ákvörðun, því 3♥ fara tvo nið- ur. En suðri leist illa á varnarhorfur, tók út í 4♣ og norður breytti í 4♠. Allir pass og ♥K út. Vörnin svaf á verðinum þegar stað- an kom upp í sumarspilamennsku BSÍ í síðustu viku. Vestur spilaði hjarta áfram í öðrum slag og sagnhafi þurfti þá ekki annað en sækja ásana tvo. Tíu slagir. Vestur hefði ef til vill átt að sjá af hyggjuviti sínu að rétt væri að skipta yfir í lauf, en austur gat líka tekið völdin með því að yfir- drepa ♥K og spila sjálfur laufi. Frá honum séð er nóg að vestur eigi há- spil í svörtum lit til að stungan skili sér. (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Væri það ekki stórkostlegt ef ást- vinirnir uppgötvuðu þína dásamlegu hæfileika og umtalsverðu dyggðir án allr- ar hjálpar frá þér. En það gerist ekki í dag. (20. apríl - 20. maí)  Naut Nautið laðast að flóknum vanda- málum og manneskjum. Daður á þessum slóðum er viðsjárvert. Ekki nálgast fólk með vafasamt erindi. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Ástríkustu viðbrögðin eru ekki alltaf þau auðveldustu. Nú er rétti tíminn til að bíða og gera ekkert á meðan þú spá- ir í alla möguleika. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Krabbinn er meðvitaður um nýjar óskir og er tilbúinn að láta þær í ljós við einhvern sem getur raunverulega látið þær rætast – t.d. meyju og naut. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Ástin sigrar allt. Til allrar óham- ingju er ástin stundum seinvirkari en önnur virkari og meira eyðileggjandi öfl. Sýndu þolinmæði. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Himintunglin varpa ljósi á þver- sögnina í meyjunni, hún gefur höggstað á sér en kemur áhrifamikilli manneskju á kné á sama tíma. Hún er leiðtogi. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Vogin er helsti jafnréttissinni dýra- hringsins og leggur sig fram við að koma eins fram við alla. Það er reyndar erfið- ara en ella ef fólk hagar sér ekki vel. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Sporðdrekinn er hugsanlega ekki meðvitaður um forgangsröðun verk- efna, þótt hún endurspegli hvernig hann ver tíma sínum. Pældu í þessu! (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Bogmaðurinn sýnir auðveld- lega fram á meira en hann þarf. Er nokk- uð skrýtið þó að einhver í fjölskyldunni sé að reyna að slá hann um lán? (22. des. - 19. janúar) Steingeit Þú eyðir bróðurparti dagsins í að gera meira en til er ætlast af þér og jafnvel meira til. Velsæmi þitt hækkar staðalinn fyrir alla sem eru í kringum þig. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Almannatengslahluti stjörnu- korts vatnsberans lýsist upp við sérhvert framtak. Orðspor þitt er meira virði en peningar í bankanum. Vertu viss um að þess sé vel gætt. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Þú eyðir tíma með fólki sem er mjög líkt þér sjálfum – það er engu líkara en að þú sért í slagtogi við spegil. Allt sem þér líkar við hinn aðilann eru eigin- leikar þú ert líka gæddur. Stjörnuspá Holiday Mathis 25. ágúst 1895 Hið skagfirska kvenfélag var stofnað. Tilgangur þess var að styðja við réttindabaráttu kvenna og stuðla að aukinni menningu meðal þeirra. Fé- lagið er enn starfandi, sem Kvenfélag Sauðárkróks, og hefur lengi staðið fyrir dægur- lagakeppni í tengslum við Sæluviku Skagfirðinga. 25. ágúst 1902 Sighvatur Árnason lét af þing- mennsku. Hann var þá rúm- lega 78 ára, elstur þeirra sem hafa setið á Alþingi. 25. ágúst 1934 Bakarar minntust þess að stétt þeirra hafði starfa hér á landi í eina öld. Blómsveigar voru lagðir á leiði tveggja fyrstu brauðgerðarmannanna, Daní- els Bernhöfts og Heilmanns. 25. ágúst 1950 Gunnar Huseby varði Evrópu- meistaratitil sinn í kúluvarpi á móti í Brussel þar sem hann kastaði 16,74 metra, sem var Íslandsmet, Norðurlandamet og Evrópumet, og vann með miklum yfirburðum. 25. ágúst 1968 Á annað hundrað eldhús- innréttingar eyðilögðust þeg- ar trésmíðaverkstæði við Ný- býlaveg í Kópavogi brann. „Gífurlegt brunatjón,“ sagði Morgunblaðið. 25. ágúst 1970 Stífla í Miðkvísl í Laxá í Suð- ur-Þingeyjarsýslu var sprengd til að mótmæla stækkun Laxárvirkjunar. Samkomulag tókst í Laxár- deilunni í maí 1973. Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson. Þetta gerðist þá … GUÐLEIF Edda Þórðardóttir er í dag 25 ára göm- ul. Hún starfar í fjármáladeild sænska húsgagna- risans Ikea en hún er menntuð í viðskiptafræðum. Lauk hún prófi í þeim frá Háskólanum í Reykjavík í janúar síðastliðnum. Þrátt fyrir að standa á þessum merku tímamót- um ætlar Guðleif Edda ekki að gera sér mikinn dagamun í dag. Hún segist hafa tekið forskot á sæluna um helgina en hún gerði sér ferð í miðbæ- inn á Menningarnótt og hélt boð fyrir nánustu fjöl- skyldu sína í gær. Þar var hún stödd þegar blaða- maður náði af henni tali. Afmælisbarnið hefur gaman að því að ferðast og vera með fjöl- skyldu og vinum auk þess að lesa góðar bækur. Einnig er hún mikil áhugamanneskja um íþróttir og þessa dagana á handknattleikur greiða leið upp á pallborð hennar eins og hjá landsmönnum flestum. Uppáhaldsíþrótt Guðleifar er þó knattspyrna og er Arsenal hennar lið í enska boltanum. „Ég hef alltaf verið svolítill Fram-ari inn við beinið en spilaði sjálf með Stjörnunni þegar ég var yngri,“ segir hún um sín lið sín á Fróni. „Manni finnst maður orðinn svolítið gamall, þetta er pínu tilvistar- kreppa,“ segir Guðleif um hávirðulegan aldur sinn en hún reiknar með að strax í dag byrji að halla undan fæti. „Ég vakna örugglega með einhverjar nýjar hrukkur,“ segir hún og hlær. skulias@mbl.is Guðleif Edda Þórðardóttir 25 ára Nokkrar hrukkur í viðbót ;) Nýbakaðir foreldrar?Sendið mynd af nýja ríkisborgaranum ásamtupplýsingum um fæðingarstað og stund,þyngd, lengd og nöfn nýbakaðra foreldra,á netfangið barn@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.