Morgunblaðið - 27.08.2008, Side 8

Morgunblaðið - 27.08.2008, Side 8
8 MIÐVIKUDAGUR 27. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Jón Pétur Jónsson jonpetur@mbl.is INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir ut- anríkisráðherra segir að störf ís- lenskra friðargæsluliða eigi að tak- markast alfarið við borgaraleg verkefni. „Við teljum að íslenskir frið- argæsluliðar eigi ekki að bera vopn, nema í þeim tilvikum þar sem um sér- þjálfaða aðila er að ræða, sem hafa heimild til að bera vopn í störfum hér innanlands,“ sagði Ingibjörg í gær þegar hún kynnti álitsgerð tveggja fyrrverandi hæstaréttardómara, Guðrúnar Erlendsdóttur og Har- aldar Henryssonar, um atvik og eft- irmál varðandi sprengjuárás á ís- lenska friðargæsluliða í Kabúl í október 2004. Höfundar álitsgerðarinnar leggja til að mótuð verði skýr stefna um hvaða störf friðargæsluliðar megi stunda og að dregin verði skýr mörk á milli borgaralegra og hern- aðarlegra starfa. Setja þurfi ítarlegar reglur um hvernig ferðum friðargæsluliða á hættusvæðum skuli háttað og vinna þurfi markvissar áætlanir um við- brögð við ófyrirséðum atvikum. Þá er lagt til að yfirvöld láti almennt fara fram rannsókn á atvikum sem þessu eins og tíðkist í nágrannalöndum. „Tilgangurinn með þessari álits- gerð og þessari skýrslu var ekki að leiða fram einhvern sökudólg eða sökudólga heldur að ljúka því, og eins til þess að átta sig á því hvað misfórst við meðferð málsins hér í ráðuneytinu og hvað við getum af því lært,“ sagði Ingibjörg. Að sögn ráðherra mun ráðuneytið hætta að manna þær sjö stöður þar sem íslenskir frið- argæsluliðar hafa þurft að bera vopn og tign við almenn eftirlits- og rekstr- arstörf í Afganistan. Verða borg- aralegir, óvopnaðir sérfræðingar boðnir fram í þessi störf, samræmist slíkt reglum öryggissveita ISAF. Vopnin kvödd  Talið rétt að mótuð verði skýrari stefna um verkefni íslenskra friðargæsluliða  Ráðherra vill að verkefni friðargæsluliðanna takmarkist við borgaraleg störf Morgunblaðið/Ómar Án vopna Ráðherra segir íslenska friðargæsluliða ekki eiga að bera vopn nema um sérþjálfaða aðila sé að ræða sem megi bera vopn í starfi hérlendis. Í HNOTSKURN »Árásin átti sér stað 23.október 2004. Árásarmað- urinn, 11 ára afgönsk stúlka og bandarísk kona létust. »Sex íslenskir frið-argæsluliðar, bandarískur hermaður og tyrkneskur sendiráðsritari voru með í för. Í NIÐURSTÖÐUM álitsgerðarinnar segir að ekkert hafi komið fram sem bendi til annars en að öryggisgæsla í ferð friðargæsluliðanna inn í mið- borg Kabúl „hafi verið óaðfinn- anleg“ og „friðargæsluliðar hafi í einu og öllu brugðist rétt við“ í kjöl- far árásarinnar sem á þá var gerð. Ekki hafi legið fyrir ákveðnar regl- ur af hálfu yfirmanna íslensku frið- argæslunnar um ferðir út af flug- vellinum en að íslenskur yfirmaður öryggismála á vettvangi hafi talið ferðina „óráðlega“. Hvað viðbrögð ráðuneytisins, sem þá var undir stjórn Davíðs Odds- sonar, varði hafi þau verið „nokkuð tilviljanakennd“. Að auki hafi ráðu- neytið staðið sig illa gagnvart fjöl- miðlum; reynt hafi verið að hafa áhrif á framburð manna og „ekki gerð gangskör að því að leiðrétta augljósar missagnir.“ Þá hafi ráðu- neytið ekki sinnt því sem skyldi að sjá þeim sem í hlut áttu fyrir nauð- synlegri hjálp og komið klaufalega fram við aðstandendur. Könnun leiddi í ljós að hjá Dönum, Finnum og Bretum eru viðbrögð í svona málum almennt á þá leið að fram fer vettvangsrannsókn hlið- stæð lögreglurannsókn. Ráðuneytið gerði enga rannsókn á atburðinum og tildrögum hans. Hvað varðar ábyrgð segir Ingi- björg Sólrún Gísladóttir utanrík- isráðherra: „Frumábyrgð á árásinni liggur að sjálfsögðu hjá þeim sem framkvæmdu hana og skipulögðu. Það er ekki hægt að taka þá ábyrgð af þeim sem það gerðu,“ segir Ingi- björg og bætir því við að árásin sé ekki á ábyrgð ríkisins eða íslensku friðargæslunnar. Í skýrslunni er ekki tekin afstaða til bótaábyrgðar ríkisins gagnvart þeim erlendu rík- isborgurum sem létu lífið í árásinni. Ekki var heldur tekin afstaða til bótaábyrgðar ríkisins gagnvart ís- lensku friðargæsluliðunum. Trygg- ingamál friðargæsluliðanna eru í ólestri og segir Ingibjörg það „til mikils vansa fyrir ríkið.“ Málið verði skoðað sérstaklega og reynt að greiða leið þess í kerfinu. jonpetur@mbl.is / skulias@mbl.is Ráðuneytið brást BJÖRN Bjarnason, dóms- og kirkju- málaráðherra, hitti dr. Wolfgang Schäuble, innanríkisráðherra Þýskalands, á þriggja tíma löngum fundi í Berlín í gær. Ráðherrarnir ræddu Schengen- samstarfið og þróun þess og lýsti þýski ráðherrann stuðningi við ákvörðun íslensku ríkisstjórnarinn- ar um aðild Íslands að Prüm-lög- reglusamstarfinu í Evrópu, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá dómsmálaráðuneytinu. Ráðherr- ar funda Ræddu Schengen- samstarfið í Berlín STANGVEIÐI Eftir Einar Fal Ingólfsson efi@mbl.is „ÁIN er pökkuð af fiski og þetta er ekkert venjuleg veiði,“ sagði Guð- brandur Einarsson yfirleiðsögu- maður við Ytri-Rangá í gær. Þá höfðu yfir 7.000 laxar veiðst í ánni og í fyrradag veiddust 265 laxar á 18 stangir og allt á flugu. Það eru nær 15 laxar að meðaltali á hverja stöng. Guðbrandur hlær þegar hann er spurður að því hvort þetta sé ekki orðið allt of auðvelt. „Ég veit það nú ekki en það hafa margir fengið mar- íulaxa hér. Um daginn var hér 12 manna hópur, hver með eina stöng, og enginn hafði áður veitt á flugu. Allir fengu maríulax og þeir tveir sem ég var að segja til fengu átta og níu laxa hvor. Guðbrandi þykir merkilegt að af- ar öflugar göngur eru enn í ána, þótt langt sé liðið á ágúst. „Um helmingur fiskanna sem eru að veið- ast eru nýgengnir. Og á sumum stöðum eru allt að 90% nýir.“ Vel veiðist á svæði níu, ofan við Árbæjarfoss, og þá segir hann svæðið neðan brúar við Hellu og niður að Hrafntóftum pakkað af laxi. En hver heldur Guðbrandur að lokatalan verði þegar veiði lýkur í október? Hann dæsir og segir síðan að mið- að við það hvað göngurnar eru ennþá öflugar, enn eigi eftir að veiða í viku í ágúst og síðan allan september og viku í október, að menn muni sjá lokatölu upp á 10.000 laxa. „Það kæmi mér alls ekki á óvart.“ Metveiði í Straumfjarðará Að sögn Ástþórs Jóhannssonar, leigutaka Straumfjarðarár á Snæ- fellsnesi, hefur undanfarna daga verið sannkölluð metveiði í ánni. Veiði glæddist heldur betur þegar rigning tók loksins að falla. „Síðastliðna viku veiddust hér 100 laxar og hollið sem kvaddi um há- degi í gær veiddi yfir sjötíu laxa á þremur dögum. Um þriðjungi veið- innar var sleppt aftur,“ segir Ást- þór. „Það verður tæpast vatnslaust hér úr þessu og fiskur er um alla á svo útlit er fyrir að gömul met falli áður en veiðimenn kveðja ána upp úr miðjum september, ef tíð helst hagstæð næstu vikur. Áin er að detta inn á sjötta hundr- aðið á næstu dögum og það verður að teljast ágætt á fjórar stangir. Fyrri hluti ágústmánaðar var róleg- ur eins og í öðrum náttúrulegum ám vestanlands, en mikil fiskgengd hélt uppi nokkurri veiði lengst af þrátt fyrir blíðu og glært vatn.“ Yfir 24.000 silungar Stagveiðitímanum í Veiðivötnum er lokið, en eftir 20. ágúst er veitt í net í vötnunum samkvæmt gamalli hefð. Metveiði var í Veiðivötnum í sumar, en samkvæmt vefnum veiði- votn.is veiddust 24.373 silungar á stöng á svæðinu í sumar. Er það ríf- lega 3.000 fiska aukning frá síðasta metveiðisumri, í fyrra. Lunginn úr veiðinni var urriði, 15.909, en sívaxandi bleikjuveiði birtist einnig í tölunum. Bleikjurnar voru 8.085. Stærsti fiskur sumarsins var 12 punda urriði. „Er ekkert venjuleg veiði“ Veiðimetin falla í Ytri-Rangá og víðar Mok Ragnhildur Gísladóttir tónskáld og veiðifélagar hennar lönduðu öllum þessum löxum á aðeins þremur tímum neðan við Ægissíðufoss í Ytri-Rangá. 265 laxar veiddust á 18 stangir í Ytri- Rangá í gær, auk 10 laxa á svæð- unum ofan og neðan við hið hefðbundna laxasvæði í ánni, við vesturbakka Hólsár og Heiði/ Bjallalæk. Enn er flugan eina agnið sem leyft er í ánni. 200 laxar hafa að jafnaði veiðst dag- lega í Ytri-Rangá síðustu þrjár vikurnar. 7000 laxar höfðu veiðst í Ytri-Rangá eftir fyrri vaktina í gær. Á sama tíma í fyrrasumar höfðu veiðst innan við 3.000 laxar. JAPANSKRI brúðarkápu var stolið ásamt handmáluðum silkiströngum þegar brotist var inn í vinnustofu textíllistakonunnar Sigrúnar Láru Shanko, Shanko silki, í fyrrakvöld eða fyrrinótt. Brúðarkápan er úr japönsku silki crepe og er öll handbróderuð með silki og gylltum málmþráðum. Er hún einstakt dæmi um japanskan gullsaum. Kápan er sett saman í höndum, fóðrið er rautt og er breið- ur faldur kápunnar vatteraður. Ef einhverjir geta gefið upplýs- ingar um kápuna biður listakonan þá að gefa sig fram við lögregluna í Reykjavík. Sárt saknað Japanska brúð- arkápan er fágætur gripur. Brúðarkápu var stolið

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.