Morgunblaðið - 27.08.2008, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 27.08.2008, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. ÁGÚST 2008 9 FRÉTTIR Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is Flúðir | Íslenskar paprikur eru nú á markaði allt árið. Garðyrkjustöðin Jörfi á Flúðum hefur verið að þróa lýsingu á plöntunum og er það starf nú farið að skila þeim árangri að paprikur eru sendar á markað allar vikur ársins. Garðyrkjumennirnir á Jörfa eru nú á sínu þriðja ári með ræktun á papriku með aðstoð gróðurlýsingar. Gerðar hafa verið tilraunir með slíka ræktun í Finnlandi og í Noregi en um þessar mundir er hún hvergi stunduð á norðlægum slóðum, ann- ars staðar en á Flúðum. Þrautseigja garðyrkjubændanna í Jörfa, Georgs Ottóssonar og Friðriks Friðriks- sonar, skilar sér. „Við erum að ná þeim árangri sem við stefndum að í upphafi, nálgumst 30 kíló af papriku á fermetra á ári. Það er nærri því tvöföldun framleiðslunnar,“ segir Friðrik. Friðrik segir að paprikan sé erf- iðari í ræktun en tómatar og gúrkur og hafi átt erfitt uppdráttar í tutt- ugu ár. Sama þróun sjáist víða í Norður-Evrópu því framleiðslan hafi færst suður á bóginn. Íslenska varan hafi ekki sama samkeppn- isforskot og ýmsar aðrar tegundir vegna þess að hún þoli flutningana og haldi betur gæðum. „Eigi að síð- ur er til hópur neytenda sem ein- göngu vill íslenskt grænmeti og við þjónum honum betur með því að hafa paprikuna á boðstólum allt ár- ið,“ segir Friðrik. Tilraunir með lýsingu á papriku eru nú að hefjast á Reykjum. Prófuð er mismunandi lýsing. Friðrik von- ast til að þær muni flýta þróuninni. Lýsingin skilar íslenskum paprikum á markað allt árið Morgunblaðið/Siguður Sigmundsson Gular, rauðar, grænar Paprikum í mismunandi litum er pakkað í garðyrkjustöðinni Jörfa á Flúðum. Slík ræktun hvergi á norðlægum slóðum nema á Flúðum Eftir Andrés Þorleifsson andresth@mbl.is Í SÍÐUSTU viku hélt Arkitekta- félag Íslands svokallaðan rýnifund þar sem dómnefnd í samkeppni um hönnun Listaháskólans gerði grein fyrir niðurstöðum sínum. Mjög góð mæting var á fundinn og áttu fund- argestir hreinskilnisleg skoðana- skipti. Tillaga Teiknistofunnar Tark að húsi Listaháskóla Íslands lenti í öðru sæti í samkeppninni. Hún er ívið stærri en vinningstillaga +Arki- tekta, sem gerði ráð fyrir 14.747 fer- metrum. Halldór Eiríksson hjá Tark Teiknistofu segist virða niðurstöðu dómnefndar þótt auðvitað standi hann enn með sinni tillögu. Hverfisgatan frekar en Laugavegur „Menn eru að þrýsta á reitinn,“ segir Halldór, „menn eru að biðja um ansi mikið,“ bætir hann við aðspurð- ur um hið mikla byggingarmagn. Arkitektinn segist telja að í tillögu stofu hans hafi það verið leyst ágæt- lega með því að beina áherslunni frá Laugavegi og að Hverfisgötunni. Þannig hafi tillagan t.d. gert ráð fyr- ir aðalinngangi sem sneri að Hverf- isgötu. „Hverfisgatan þarfnast upphaln- ingar frekar en Laugavegurinn og við hana standi stærri stofnanir og því fellur Listaháskólinn ágætlega að henni,“ útskýrir Halldór, sem tel- ur að sökum þessara stóru stofnana þoli Hverfisgatan meira álag en Laugavegurinn. Hann segir niðurstöðuna hafa ver- ið þá að hægt væri að reisa skólann án þess að valda óþarfa álagi á Laugavegi. „Það er staðreynd að það hefur verið lítil umræða um Hverfisgötu- hlutann af þessi verkefni, þótt það sé sitt hvorum megin við Hverfisgötuna en bara öðrum megin við Laugaveg- inn.“ Langt ferli að fá lóð Hann segir þó að stofan hafi ekki sett fyrir sig staðsetninguna, vissu- lega geti hann bent á aðra kosti sem hann teldi heppilegri. Halldór bendir á að það að fá lóð sé mikið ferli og því miður hafi engin önnur hugmynd bæði haft pólitíkina sem og peningana með sér til að geta gengið upp. „Nú er staðan einfald- lega sú að skólinn og eigandi lóðar- innar hafa vilja til að reisa þarna og hafa alla getu til þess nema borg- aryfirvöld beinlínis hindri breyting- ar á deiliskipulagi. Þetta er komið í ákveðinn farveg,“ útskýrir Halldór. Hefur Hverfisgatan gleymst í umræðunni? Listaháskólinn á líka að snúa að Hverfisgötu Morgunblaðið/G.Rúnar Svæðið Hornið á Laugavegi og Frakkastíg þar sem hinn umdeildi skóli á að rísa. Þá mun skólinn einnig snúa út að Hverfisgötu. Í HNOTSKURN »Deilur um Listaháskólannhafa einkum spunnist um hvort rífa eigi gömul hús við Laugaveg 43 og 45 og sýnist sitt hverjum. »Þá hefur hið mikla bygg-ingarmagn á lóðinni verið umdeilt. Fáðu úrslitin send í símann þinn Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16 • Engjateigur 5 • Sími 581 2141 Skokkar og kjólar Útimálning Viðarvörn Lakkmálning Þakmálning Gólfmálning Gluggamálning Allar Teknos vörur eru framleiddar skv. ISO 9001 gæðastaðli. Afsláttur af málningarvörum 20% Sætúni 4 Sími 517 1500 Sérhönnuð málning fyrir íslenskar aðstæður. Skútuvogi 13 S. 517 1500 www.teknos.com Pallaolía 3l. Kr. 1290,- Skeifan 11d • 108 Reykjavík • sími 517 6460 www.belladonna.is Opið mán.-fös. kl. 11-18, lau. kl. 11-15 Stærðir 42-56 Nýjar haustvörur frá Sí ðu stu da ga r

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.