Morgunblaðið - 27.08.2008, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 27.08.2008, Qupperneq 10
10 MIÐVIKUDAGUR 27. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ Þú tekur spjótið, Biden minn, en ég dúfuræksnið. VEÐUR Hvers vegna valda tvær flugferðirIcelandair Cargo með riffla til Georgíu svona miklu uppnámi?     Eru þetta ekki ósköp venjulegirflutningar, sem farmflugfélög taka iðulega að sér? Farmurinn var ekki hættulegur frekar en óhlaðnir rifflar eru alla jafna.     Flutningarnir tilGeorgíu voru bara viðskipti og komu sem slíkir íslenzkum stjórn- völdum ekkert við.     Öðru máli gegn-ir hins vegar um talsvert um- fangsmikla flutninga á her- og hjálp- argögnum fyrir Atlantshafs- bandalagið, sem Ísland skuldbatt sig til að taka þátt í á leiðtogafundi NATO í Prag árið 2002.     ÍMorgunblaðinu í dag kemur framað á fjárlögum eru 200 milljónir króna ætlaðar til að standa straum af slíkum flutningum ef nauðsyn er á.     Þetta er mikilvægur hluti af fram-lagi Íslands til NATO.     Í því ljósi er dálítið merkilegt aðIngibjörg Sólrún Gísladóttir utan- ríkisráðherra skyldi segja í Kastljósi í fyrrakvöld, aðspurð um flutninga Icelandair: „Almennt held ég að ég geti nú bara sagt það eins og venju- legur íslenzkur almenningur, að þá finnst mér það svona heldur ógeð- felld hugsun að við séum að flytja hergögn.“     Finnst utanríkisráðherranum áð-urnefnt framlag Íslands til NATO ógeðfellt?     Og ef svo er, ætlar hún þá að geraeitthvað í því? STAKSTEINAR Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Ógeðfelldir flutningar? SIGMUND                      ! " #$    %&'  (  )               *(!  + ,- .  & / 0    + -           !" #      #     12     1  3   4 2- 2  * -  5  1 % 6! (78 9 4 $  (           $!%"&     !" #   :  3'45 ;4 ;*<5= >? *@./?<5= >? ,5A0@ ).?                                                *$BC                  !  " #  ! $%  &    " *! $$ B *! '( ) "  ( "   &  %"* % <2 <! <2 <! <2 '&")  + #,-! %.  CDB E                   /       '  &     (  "(            ") *" <7  '  *  $+         , "#  ," <   '      *   "#  *     #  $   /0 %11  %" 2 %  !%+ # Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ FRÉTTIR TRYGGUR, nýr þjónustuvefur Tryggingastofn- unar ríkisins (TR), var í gær opnaður með við- höfn. Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráð- herra ávarpaði gesti sem og Ragnar Gunnar Þórhallsson, for- stjóri TR, en hann opnaði vefinn. Á vefnum er hægt að vinna tekju- áætlanir og gera bráðabirgðaút- reikninga auk þess sem nálgast má greiðsluseðla. Er Tryggur sagður munu bæta aðgengi og þjónustu jafnframt því að efla samvinnu starfsfólks og viðskiptavina. Verkefnisstjóri rafrænnar stjórn- sýslu, Bragi L. Hauksson, segir þjónustuvefinn vera mikla búbót fyr- ir viðskiptavini TR. Segir hann að því stefnt að bjóða alla þjónustu stofnunarinnar á rafrænan hátt sam- hliða hinu hefðbundna formi. Áætlað er að það taki nokkur ár og verða tekin lítil skref í átt til rafvæðingar. „Hugsum stórt, byrjum smátt og þróum hratt,“ segir Bragi vera kjör- orð ferlisins. skulias@mbl.is Nýr þjón- ustuvefur TR opnaður Stefnt að því að bjóða alla þjónustu rafrænt Bragi L. Hauksson Eftir Unu Sighvatsdóttur unas@mbl.is „ÞAÐ eru of margir starfsmenn á Landspítala sem ekki tala nægilega íslensku svo við erum að reyna núna að gera átak í því og eftirspurnin er mikil,“ segir Hildur Magnúsdóttir, verkefnastjóri á skrifstofu mannauðsmála Landspítalans. Á Landakoti var unnið frumkvöðlastarf í kennslu í starfstengdri íslensku veturinn 2000- 2001 en nú stendur til að stórauka framboðið af námskeiðum fyrir starfsfólk spítalans í samstarfi við Mími – símenntun. Kenndar verða þrjár annir og boðið samtals upp á 27 námskeið. Kennslan fer fram á spítalanum og að mestu innan vinnutíma. Um 350 starfsmenn Landspítalans eru með er- lent ríkisfang, þar af eru um 60% í almennum störfum sem ekki krefjast starfsmenntunar, 13% eru hjúkrunarfræðingar en auk þess eru erlendir sjúkraliðar, læknar, lífeindafræðingar o.fl. við störf. Boðið var upp á stöðupróf í íslensku fyrir stuttu og verður öllum þeim sem þurfa á því að halda boðið á námskeið innan spítalans. „Það eru ekki margir sem bjóða upp á íslenskunám fyrir ut- an Mími og það er þá helst á byrjunarstigunum, en það er ekki nóg fyrir okkar starfsfólk, við höfum áhuga á meiri samfellu,“ segir Hildur. Kennt verður á fjórum stigum, fyrir byrjendur og lengra komna, samtals 240 kennslustundir. Þá verða fyrstu tvö stigin tvískipt svo þeir sem eru háskólamenntaðir eða tala annað Norðurlandamál fá sérkennslu þar sem farið verður hraðar og dýpra í efnið. Námskeiðin eru byggð á nýútgefinni námskrá ráðuneytisins um íslenskukennslu fyrir útlendinga, en hún byggir á ramma Evrópuráðs- ins um tungumálakennslu. Meiri og betri íslenska starfsfólks Fjöldi erlendra starfsmanna á Landspítalanum kallar á öflugri íslenskukennslu REYKJAVÍKURBORG ætlar nú að fara í átak gegn stöðubrotum bíla á gangstéttum, en Morgunblaðið birti í gær mynd af stúlku sem gert var erf- itt fyrir að ganga í skólann vegna bíla sem lagt var ólöglega. Færst hefur í aukana að bílstjórar hunsi þannig með öllu hag gangandi vegfarenda og leggi gangstéttarnar undir bílana sína svo skólabörn þurfi að hörfa út á götu og leggi sig þar með í óþarflega hættu í umferðinni. Þá er ekki síður erfitt fyrir eldra fólk með innkaupakerrur eða for- eldra með barnavagna að komast leiðar sinnar þar sem gangstéttarnar eru notaðar eins og bílastæði. Næstu daga munu stöðuverðir Reykjavíkur fylgjast sérstaklega vel með götum þar sem stöðubrot af þessu tagi eru algengust og skrifaðir verða stöðu- brotsmiðar. Bílstjórar eru hvattir til að bæta ráð sitt, en sérstaklega vel verður fylgst með Bárugötu, Ránargötu og Garðastræti í gamla Vesturbænum auk nokkurra gatna í Þingholtunum eins og Óðinsgötu og Þórsgötu, að því er fram kemur á vef umhverfis- og samgöngusviðs. Þá eru íbúar hvattir til að notfæra sér miða sem Bílastæðasjóður gaf út í sumar með ábendingum til bílstjóra. Á þeim segir m.a.: „Ég er barn og komst ekki“ og „Þetta gengur ekki! Þetta er gangstétt!“ unas@mbl.is Ljósmynd/Oddur Björnsson Stöðubrot Leiðin var ekki greiðfær á fyrsta skóladegi þessarar stúlku. Borgin bregst við fjölg- un bíla á gangstéttum

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.