Morgunblaðið - 27.08.2008, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 27.08.2008, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 27. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR GENGISLÆKKUN íslensku krónunnar kemur illa niður á hjálparstarfi við bág- stödd börn. Til að bregðast við föllnu gengi hafa SOS-barnaþorpin og ABC Barnahjálp ýmist hækkað styrktargjöld stuðnings- manna hér á landi eða óskað eftir því að þeir auki styrkinn við skjólstæðinga. SOS-barnaþorpin hafa tilkynnt að mán- aðarlegt framlag til styrktar börnum á veg- um samtakanna verði hækkað í 3.000 kr. á mánuði úr 2.300 kr. og mánaðarlegt framlag þeirra sem styrkja þorp verði 2.500 kr. en var 1.800 kr. Ragnar Schram, kynning- arstjóri SOS-barnaþorpa á Íslandi, sagði mun fleiri styrkja börn en þorp. Í bréfi Ullu Magnússon, formanns SOS- barnaþorpanna á Íslandi, til styrktarmanna samtakanna segir að með hækkuninni hjá SOS sé verið að „bregðast við umtalsverðu gengisfalli íslensku krónunnar frá áramót- um en vegna þess verður minna úr pening- unum sem við sendum úr landi en áður.“ Ragnar sagði SOS-barnaþorpin ágætlega í stakk búin að takast á við staðbundnar gengissveiflur um skamma hríð enda um að ræða alþjóðleg samtök með stuðningsfólk í um 20 vestrænum löndum. Gengislækkun íslensku krónunnar hafi nú staðið það lengi að ekki hafi verið komist hjá því að hækka styrktarframlög. Starfið fer fram í 132 lönd- um. Neyðarkall frá ABC Þeir sem nú hefja stuðning við börn á vegum ABC Barnahjálpar greiða hærra gjald en þeir sem fyrir eru. ABC Barna- hjálp hefur hvatt alla sem styrkja börn á vegum samtakanna, og treysta sér til, að hækka framlög sín en breytir ekki upphæð styrkja þeirra sem eru með börn einhliða. Guðrún Margrét Pálsdóttir, formaður ABC Barnahjálpar, sagði að styrkir til barna sem áður voru 1.950 kr. hefðu verið hækkaðir í 2.500 kr. á mánuði. Fyrir barn í heimavist eða á barnaheimili hækkaði mánaðarlegur styrkur úr 3.250 kr. í 3.900 kr. Að baki hverju barni á vegum ABC Barnahjálpar stendur einn styrkur. ABC Barnahjálp sendi „neyðarkall“ til styrktarmanna síðastliðið fimmtudagskvöld. Þar sagði m.a.: „Allir sjóðir ABC eru nú uppurnir og þó hefur ekki verið hægt að senda nauðsynlegt fjármagn til barnanna. Matarreikningar hafa hlaðist upp og þol- inmæði birgja er á þrotum.“ Guðrún Margrét sagði að frá því að neyð- arkallið var sent hafi bæst við á annað hundrað nýir styrktarmenn. Á vegum ABC Barnahjálpar eru nú um tólf þúsund börn víða um heim. gudni@mbl.is „Allir sjóðir uppurnir“  Samtök sem styðja við bágstödd börn hækka gjöld til að mæta gengis- fallinu  Minna verður úr peningunum sem sendir eru úr landi en áður Reuters Hjálp Drengurinn missti heimili sitt eftir flóð. Íslendingar hjálpa m.a. börnum í neyð. FIMM fjallgöngumenn úr Hjálp- arsveit skáta í Reykjavík gengu á Mont Blanc, hæsta fjall Alpanna og Vestur-Evrópu sem er 4.810 m hátt, á sunnudaginn var. Þeir stefndu svo að því að leggja af stað á Matter- horn (4.478 m) aðfaranótt mánu- dags. „Við lögðum af stað á laugardag og tók gangan um sólarhring og gekk mjög vel,“ sagði Ásbjörn Hagalín Pétursson, einn leiðang- ursmanna. Hann sagði að þegar þeir lögðu af stað upp Goûter-leiðina um kl. þrjú um nóttina hefði kuldinn verið um -20°C og með vindkælingu hefði verið býsna kalt. Stutt er liðið síðan átta fjallgöngumenn fórust í snjóflóði í svonefndri Tacul-brekku sem er fyrsta brekkan í þriggja tinda leiðinni á Mont Blanc. Íslend- ingarnir gengu umrædda brekku í báðar áttir síðastliðinn miðvikudag þegar þeir ætluðu þá leið á Mont Blanc en sneru við. En hvers vegna sneru þeir við? „Það hafði verið svolítil snjókoma og stormur þarna svo við ákváðum að snúa við þegar við vorum búnir með um tvo þriðju hluta leiðarinnar og fara frekar Goûter-leiðina,“ sagði Ásbjörn. Hann sagði að þeir hefðu því þrammað Tacul-brekkuna fram og til baka en reynt að fara varlega. Að sögn BBC hafa um 100 fjall- göngumenn farist í Frakklandi, Ítal- íu, Austurríki og Sviss frá 1. júní sl. Þar af hafa um 20 farist á Mont Blanc. Ásbjörn sagði þetta ekki hafa verið mikið rætt meðal fjallgöngu- manna sem hann hefði hitt í ferð- inni. Hann taldi að sumir færu of illa útbúnir og reynslulausir á þessi fjöll. M.a. hittu íslensku fjallgöngumenn- irnir óreyndan hollenskan mann sem var einn síns liðs og ætlaði að sofa úti undir beru lofti á fjallinu. Þeir tóku hann með sér í fjallaskála. Ásbjörn sagði að leiðin á Matter- horn krefðist meira klettaklifurs en leiðin á Mont Blanc. Þar er fremur hætta á grjóthruni en snjóflóðum. Þeir fóra í fjallaskála í gær og lögðu svo upp þaðan. Auk Ásbjörns eru í leiðangrinum Árni Þór Lárusson, Daníel Guðmundsson, Trausti Björn Ingólfsson og Arnar Ingi Guð- mundsson. Þeir eru á aldrinum 19- 26 ára. gudni@mbl.is Ljósmynd/Daníel Guðmundsson Skátar Fimmmenningarnir á tindi Mont Blanc. Leiðin á Matterhorn krefst meira klettaklifurs en á Mont Blanc. Af Mont Blanc á Matterhorn Þrömmuðu Tacul- brekkuna fram og til baka en fóru varlega ELDING smá- bátafélagið á Ísa- firði leggur til að þorskkvótinn verði aukinn upp í 220.000 tonn næstu þrjú árin. Fiskveiðiárið er á enda og nýtt ár hefst fyrsta sept- ember. Fé- lagsmenn segja sjómenn ekki hafa orðið vara við minni þorskgengd. Fara þarf yfir störf Hafró Á vefnum Skip.is segir að í ályktun frá Elding sé lagt til að jafnhliða því að setja á jafnstöðuafla í þorski næstu þrjú árin verði að fara yfir störf Hafrannsóknastofnunar og at- huga hvers vegna rannsóknum stofnunarinnar beri í engu saman við reynslu sjómanna. Með því að auka kvótann upp í 220.000 tonn á ári næstu þrjú árin eflist þjóðarhagur og kreppu yrði afstýrt. Þá leggur félagið til að línuíviln- un verði hækkuð um 20% og að tek- in verði upp handfæraívilnun til þess að slíkar veiðar leggist ekki af. Leggja til aukningu þorskkvóta ÁLETRUN félags ábyrgra foreldra á Akureyri sem rituð var á stétt framan við félagsþjónustu Ak- ureyrarbæjar hefur verið afmáð. Ekki er hægt að rekja hvarfið til votviðris. Í fréttatilkynningu kem- ur fram að félaginu er ekki kunn- ugt um hver fjarlægði áletrunina sem var liður í fjögurra vikna mót- mælum félagsins, en félagið mót- mælir nú um þessar mundir að barnalagafrumvarp Daggar Páls- dóttur var ekki afgreitt úr allsherj- arnefnd alþingis fyrir þinglok í vor. Morgunblaðið/Hjálmar S. Brynjólfsson Ráðgáta Engar skýringar hafa fundist á hvarfi áletrunarinnar. Mótmæli þurrkuð út Eftir Unu Sighvatsdóttur unas@mbl.is SIÐAREGLUR hafa hingað til ekki þótt nauðsyn- legar til að sveitarstjórnarfulltrúar sinni hér störf- um sínum með skikkanlegum hætti. Nú eru hins vegar í mótun hjá bæjarstjórn Álftaness siðaregl- ur sem eiga að tryggja vandaðar og málefnalegar umræður kjörinna fulltrúa, innan jafnt sem utan funda bæjarstjórnar. „Ég hef undrast það lengi að siðareglur séu ekki til og menn skrifi ekki undir eitt né neitt þegar þeir eru kjörnir til sveitarstjórna,“ segir Kristján Sveinbjörnsson, forseti bæjarstjórnar og upphafs- maður siðareglnanna. Forsagan er sú að hinn 23. maí síðastliðinn lagði Kristján fram vítur á Guðmund G. Gunnarsson, oddvita Sjálfstæðisflokks í bæjarstjórn, vegna al- mennrar háttsemi hans. Guðmundur kærði víturn- ar og hinn 5. ágúst úrskurðaði samgönguráðuneyt- ið að þær væru ólögmætar þar sem Kristján hefði ekki heimild til að víta það sem fram færi utan funda. Vantar verkfæri „Eftir að úrskurðurinn var ljós teljum við að það vanti einhver verkfæri til þess að taka á því ef menn fara út fyrir óskrifaðar siðareglur,“ segir Kristján. „Menn geta gert ansi mikið í skjóli þess að þeir hafi ekki skrifað undir neitt og það sé aðför að málfrelsinu að mega ekki segja allt sem þeim kemur til hugar.“ Unnið er út frá siðareglum sveit- arstjórnarþings Evrópuráðsins sem Samband ís- lenskra sveitarfélaga þýddi fyrir Reykjavíkurborg á sínum tíma, en þær voru aldrei teknar í notkun. Guðmundur G. Gunnarsson, oddviti D-lista, seg- ist ekki búast við að siðareglur Á-listans verði nokkurn tíma að veruleika, en hann hafi þó sam- þykkt á bæjarráðsfundi að skoða tillögurnar. „Þegar ég heyrði að forseti bæjarstjórnar ætti að semja drög að slíkum reglum varð ég auðvitað spenntur. Það hlýtur að koma eitthvað stór- skemmtilegt út úr því,“ segir Guðmundur. Ástæðan að baki siðapredikun forsetans sé ein- göngu sú að honum líki ekki frjáls skoðanaskipti um málefni bæjarfélagsins og vilji setja reglur um skrif minnihlutans. „Ég sé ekki að hægt sé að setja sveitarstjórnum siðareglur umfram það sem kveð- ið er á um nú þegar í lögum og samþykktum sveit- arfélaga. Þetta snýst um málfrelsi og það finnst mér góður málstaður að verja.“ Regluvinnan er enn á byrjunarstigi og ekki hef- ur verið ákveðið hvernig taka megi á mögulegum brotum. Óskrifaðar siðareglur duga ekki til  Í mótun á Álftanesi  Eiga að tryggja vandaðar og málefnalegar umræður kjör- inna fulltrúa  Enn á byrjunarstigi og ekki ákveðið hvernig tekið verður á brotum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.