Morgunblaðið - 27.08.2008, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 27.08.2008, Blaðsíða 15
VINSTRI grænir í Skagafirði mót- mæla harðlega þeirri ákvörðun meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknaflokks í borgarstjórn Reykjavíkur að reka innanlands- flugvöllinn burt úr Vatnsmýrinni. Innanlandsflugvöllurinn í Vatns- mýri gegnir meginhlutverki í sam- skiptum landsbyggðar og höfuð- borgar. Staðsetning flugvallarins hefur ítrekað sannað gildi sitt í þeim efnum. Völlurinn fari ekki lagi við verktaka og segir að sú lausn hafi hentað sér vel. Nánast allt fóðr- ið fyrir kýrnar komi úr stæðunum en áfram þurfi að þurrka og binda hey fyrir geldneyti og hross. Runólfur Sigursveinsson, ráðu- nautur hjá Búnaðarsambandi Suð- urlands, býst við að þróunin haldi áfram í þessa átt, bæði með aukinni votheysverkun og verktöku, eins og algengast er í nágrannalöndunum. Votheysverkunin er talin henta stærri kúabúum, ekki síst hjá bænd- um sem vilja fara út í heilfóðurgerð með því að blanda fóðrið áður en það er gefið. Sigurður í Birtingaholti segir að bændur verði að hagræða til að mæta þeim miklu hækkunum sem orðið hafi á aðföngum til búreksturs. Heyskapurinn sé liður í því. Hag- kvæmara sé að fá verktaka heldur en að binda fjármagn í tækjum. Hann telur að árangurinn í sumar og áhugi bænda verði til þess að ein- hverjir hugsi sér til hreyfings fyrir næsta sumar. Flestir leggja í lítinn kostnað við Ljúka heyskap á sólarhring  Votheysverkun í útistæður færist í vöxt hjá kúabændum  Tilgangurinn er að draga úr kostnaði við heyskap og bæta fóðrun gripanna  Sífellt fleiri kaupa heyskaparþjónustu af verktökum Stórvirk tæki á ferðinni Starfsmenn Túnfangs fara eins og engisprettufaraldur um túnin og rusla heyskapnum af á mettíma. MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. ÁGÚST 2008 15 FRÉTTIR Í DAG, miðviku- dag, boðar Félag sauðfjárbænda í Dalasýslu til opins fundar í Félags- heimilinu Dalabúð í Búðardal kl. 20.30. Efni fund- arins er hækkun aðfanga til sauð- fjárbænda og verðskrá fyrir dilkakjöt. Framsögumenn verða: Einar K. Guðfinnsson landbúnaðarráð- herra, Haraldur Benediktsson, formaður Bændasamtaka Íslands, Jóhannes Sigfússon, formaður Landsamtaka sauðfjárbænda, og Sigurður Jóhannesson, formaður Landsamtaka sláturleyfishafa. Fundur sauð- fjárbænda Einar K. Guðfinnsson VERKEFNI um skráningu merkra trjáa í Reykjavík er farið í gang. „Tilgangur verkefnisins er að vekja athygli á merkum trjám í borginni og auka þannig vernd- argildi þeirra,“ segir í tilkynningu. Leitast verði við að skrá alls kyns tré, en ekki bara þau elstu. Ábendingar um tré eru þegnar á netfangið einar@fuglavernd.is. Merk tré í Reykjavík Túnfang hófst handa á síðasta ári við að heyja fyrir bændur í úti- stæður og bætti tækjakostinn í vor. Þeir eru með sjálfkeyrandi múg- saxara sem blæs heyinu upp á stóra vagna með þjöppunarbúnaði. Þar fyrir utan eru þeir með sláttuvél sem tekur tæplega níu metra breiðan geira og getur skilað heyinu í einn garða. Þeir slá grasið að kvöldi eða nóttu og ef góður þurrkur er geta þeir byrjað að hirða strax að morgni. Heyinu er þjappað á vagnana og keyrt heim að bæ og losað í útistæðu. Þar fer votheysverkunin fram og heyinu þjappað undir plasthlíf. Allt þarf þetta að ganga hratt og vel fyrir sig til þess að hægt sé að loka stæðunni á sem allra stystum tíma. Tveir vagnar eru því í stöðugri keyrslu heim af túninu. Vagnarnir taka 40 rúmmetra af heyi og þegar búið er að þjappa á vagninum samsvarar það heyi í 20 til 30 hefðbundnum heyrúllum. Allt byggist þetta auðvitað á því að aðstæður séu góðar til að koma heyinu heim. Að kvöldi er fyrra slætti lokið hjá þessum bónda og ekki neinar rúllur úti á túnum sem eftir er að keyra heim. Öflugur tækjabúnaður Túnfang heyjar á níu jörðum í sumar, fyrir heldur færri bændur. Stórbú annars eig- andans, Sigurðar Ágústs- sonar í Birtingaholti II, og konu hans Fjólu Kjart- ansdóttur, er stærsti við- skiptavinurinn. Fjóla annast dagleg störf í fjósinu og lætur vel af fóðr- inu úr útistæðunum, auk þess sem hún segir þægilegt að gefa úr stæðunum. „Ég er ekki mikið fyrir vél- ar, finnst gott að sleppa við þær,“ segir Fjóla. Sigurður rekur verktakafyrirtækið Fögrusteina, auk Túnfangs, og er því mikið á þönum. „Ég sakna þess oft að geta ekki verið meira heima að dunda mér við búskapinn. En ég hef valið mér þetta hlutskipti,“ segir hann. Útistæða Sigurður Ágústsson og Fjóla Kjartansdóttir standa á plastþakinni úti- stæðu í Birtingaholti. Þau láta vel af heyinu. Ekki mikið fyrir vélar Morgunblaðið/Helgi Bjarnason útistæðurnar. Setja þær á malar- plön. Dæmi eru þó um að menn steypi plötu og stuðningsveggi til að geta haft stæðurnar hærri og tryggja öruggari verkun, og sumir hyggjast ganga alla leið og byggja þak yfir. Þá eru til flatgryfjur sem geta nýst. Hentar ekki öllum Þessi heyskaparaðferð hentar þó ekki nærri öllum búum og sumir vilja hafa rúllubagga með, þannig að ekki eru líkur á að rúllurnar hverfi af túnum sveitanna í fyrirsjáanlegri framtíð. Þá er ljóst að erfitt er að selja heyfyrningar úr þessum stæð- um. Þótt mikil reynsla sé af votheys- verkun hér á landi, á enn eftir að koma betri reynsla á þessa nýju verkun í útistæður. Benda má á að stæðurnar eru stórar og ef eitthvað kemur upp á í einni stæðu er mikið heymagn í hættu. Þá getur verið erf- iðara að sækja hey í útistæðu í hörð- um vetrum en í rúllubaggastæðu. Á það hefur þó enn ekki reynt. FRÉTTASKÝRING Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is VERKTAKAR í heyskap á Suður- landi eru með afkastamikil tæki. Þeir geta slegið og hirt allt hey af 60- 70 hektara túnum og keyrt í vot- heysstæður heima á bæ á innan við sólarhring. Þá er heyskap lokið á þessum bæ, engar rúllur eftir úti á túni til að keyra heim. Margir kúabændur hafa verið að huga að votheysverkun í útistæðum, eins og algengast er í nágrannalönd- unum. Tilgangurinn er að draga úr kostnaði við heyskap og bæta fóðrun gripanna. Meðal annars hafa verð- hækkanir á rúllubakkaplasti stuðlað að þessari þróun. Í fyrrasumar heyj- uðu nokkrir bændur í útistæður og láta þeir vel af. Á sama tíma hefur það aukist að bændur hafa keypt vinnu við heyskapinn af verktökum sem hafa yfir að ráða öflugum tækj- um. Þannig hefur fyrirtækið Tún- fang ehf. á Suðurlandi komið sér upp mjög afkastamiklum tækjum til að slá og hirða gras og keyra í útistæð- ur til votheysverkunar. Fyrirtækið er í eigu Sigurður Ágústssonar, bónda og verktaka í Birtingaholti, og Davíðs Arnar Ingvasonar verk- taka á Brjánsstöðum. Hagræðing í heyskap Talið er að heyskapur í útistæður sé almennt hagkvæmari en rúllu- baggaheyskapur, ekki síst vegna hækkana á plasti. Er þá miðað við að ekki sé lagt í kostnað við byggingar. Kostnaður við plast samsvaraði 2 krónum á lítra á síðasta ári hjá kúabúi með 200 þúsund lítra fram- leiðslu. Síðan hefur plastið hækkað um 25-30%. Vagnar með múgsaxara eru dýrir, kosta margar milljónir, eins og endurnýjun véla til rúllu- baggaheyskapar. Því hefur hluti bænda farið þá leið að kaupa þessa þjónustu af verktökum. Einnig eru nokkrir bændur með eigin tæki, ein- ir eða í félagi við aðra, og ýmist vagna með viðfesta múgsaxara eða saxara sem notaðir eru með öðrum tækjum. Sigurgeir Hreinsson, bóndi á Hríshóli í Eyjafirði, prófaði verkun í útistæður í fyrra og segir að það hafi reynst vel. Hann segir að bindivélin hafi verið orðin slitin og tímabært að endurnýja eða stíga það skref að láta verktaka annast heyskapinn. Hann hélt áfram í sumar eftir að hafa keypt notaðan múgsaxaravagn í fé- STUTT ÁRVISSAR æfingar í næturflugi hjá þyrluáhöfnum Gæslunnar eru hafnar og er gæsluþyrlan TF-LÍF, sem hér sést með nætursjónauka, sveipuð fram- andi grænum blæ sem er þó hversdagslegur fyrir björgunarmenn. Næturflugið æft á þyrlunum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.