Morgunblaðið - 27.08.2008, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 27.08.2008, Qupperneq 17
Morgunblaðið/Árni Sæberg Fasteign Rekstrarfélag mun eiga og reka húsnæðið við Krókháls 11 og leigja það Öskju og Kia á Íslandi. til að geta ráðið einhverja þeirra til fyrirtækisins. „Fyrir voru starfs- menn Öskju um fjörutíu talsins og stefnt er að nokkurri fjölgun starfs- manna.“ Segir Leifur að flutningur Öskju og Kia muni fara fram í þrepum og að honum muni ljúka á næstu vikum. „Við byrjum á því að setja upp í verkstæðinu og svo mun önnur starf- semi fylgja í kjölfarið. Húsnæðið er mjög gott og satt að segja höfðum við sprengt utan af okkur núverandi aðstöðu fólksbíladeildarinnar á Laugavegi.“ Auk fólksbíladeildar hefur Askja rekið atvinnubíladeild í Hafnarfirði, en deildirnar munu fara undir sama þak í Krókhálsi. Ræsir hefur átt í rekstrarvanda undanfarin ár og má að hluta rekja hann til missis Mercedes-Benz um- boðsins og byggingar hússins við Krókháls, sem mun hafa verið dýr. Askja flytur í hús Ræsis sem hættir Einhverjir af starfsmönnum Ræsis munu starfa hjá Öskju Eftir Bjarna Ólafsson bjarni@mbl.is LÍTIÐ er nú eftir af bílaumboðinu Ræsi, en bílaumboðin Askja og Kia á Íslandi munu á næstu dögum og vik- um flytja inn í húsnæði, sem hingað til hefur verið í eigu Ræsis, að Krók- hálsi 11. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins mun Ræsir hætta starfsemi á næstu dögum eða vikum. Askja tók árið 2005 við Mercedes- Benz umboðinu af Ræsi, sem hafði haft það um árabil. Þá keypti Askja nýlega lager Ræsis og var húsnæðið að Krókhálsi selt rekstrarfélagi, sem mun leigja það Öskju og Kia. Hinn 31. júlí síðastliðinn var sagt frá því í Morgunblaðinu að 57 starfs- mönnum Ræsis hefði verið sagt upp, þar af 8 sumarstarfsmönnum. Leifur Örn Leifsson, framkvæmdastjóri Öskju, segir fyrirtækið í viðræðum við starfsmenn Ræsis og vonist það Í HNOTSKURN » Ræsir var stofnaður árið1942 og var um áratuga- skeið með umboð Mercedes- Benz á Íslandi. » Askja hóf starfsemi hinn1. mars 2005 þegar félagið tók við umboðinu af Ræsi. » Askja er systurfélag ogKia dótturfélag Heklu hf. MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. ÁGÚST 2008 17 VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF ÞETTA HELST ... ● ÚRVALSVÍSITALAN lækkaði um 0,69% í Kauphöll Íslands í gær og stóð hún í 4.227,58 stigum við lok- un markaða. Eik banki lækkaði um 12,45%, Atorka um 5% og Exista um 3,73%. Össur hækkaði hins vegar um 0,55% og Icelandair um 0,51%. Gengi krónunnar styrktist um 0,06% í gær. Gengi bandaríkjadals er 82,93 krónur. bjarni@mbl.is Lækkun í kauphöllinni ● TAP VBS fjár- festingarbanka nam tæplega 871 milljón króna á fyrstu sex mán- uðum ársins. Á sama tímabili í fyrra nam hagn- aður bankans 1.114 milljónum króna. Eigið fé, samkvæmt árs- hlutareikningi, er um 7,1 milljarður og CAD eiginfjárhlutfall 16,9%. Bankinn færði varúðarfærslu sem nam 765 milljónum króna vegna mögulegrar virðisrýrnunar útlána. Einnig voru óskráðar eignir færðar niður um tæplega 400 milljónir króna, að því er kom fram í tilkynn- ingu frá bankanum. bjarni@mbl.is Tap VBS nam 871 milljón króna Jón Þórisson, fram- kvæmdastjóri VBS. ● HAGNAÐUR námarisans Rio Tinto nam 5,7 milljörðum Bandaríkjadala (andvirði um 470 milljarða króna) á fyrri helmingi ársins og er það aukn- ing upp á 55% frá sama tímabili í fyrra. Það er helst mikil verðhækkun á hrávörum á tímabilinu sem hjálpað hefur fyrirtækinu, þá hefur eftirspurn eftir framleiðsluvörum fyrirtækisins aukist mjög í ríkjum eins og Kína og Indlandi. Hagnaður á hlut nam 5,4 dölum og jókst um 114% frá sama tíma í fyrra. Stjórn Rio Tinto áréttaði jafnframt höfnun sína á yfirtökutilboði BHP Billiton og sagði Billiton meta Rio Tinto of lágt. Hagnaður Rio Tinto eykst um 55% SIÐANEFND norska blaðamanna- félagsins gagnrýndi í gær norska dagblaðið Dagens Næringsliv fyrir vinnubrögð blaðsins við undirbúning fréttar um Kaupþing, sem birtist 10. maí síðastliðinn. Í fyrirsögn á forsíðu stóð „Kúnnarnir flýja“ og taldi Kaupþing að fyrirsögnin ætti ekkert skylt við efni fréttarinnar, sem vísað var til í blaðinu. Taldi Kaupþing um- fjöllun blaðsins skaðlega bankanum, auk þess sem hún hafi verið byggð á ósönnum blaðafréttum og tölum sem DN hafi verið ljóst að væru úreltar. Tók nefndin undir sjónarmið Kaupþings og gagnrýndi Dagens Næringsliv fyrir vinnubrögð þess við undirbúning fréttarinnar og að fyr- irsögn á forsíðu hafi verið röng. Nefndin ákvað einnig að Dagens Næringsliv skyldi birta niðurstöð- una í heild í blaðinu. Þótti DN hafa brotið gegn 4.4 grein siðareglna norska blaða- mannafélagsins, þar sem segir að fyrirsagnir og tilvísanir megi ekki ganga lengra en megintexti greinar gefi tilefni til. bjarni@mbl.is Kaupþing vann fyrir siðanefnd Vinnubrögð norsks fjölmiðils gagnrýnd Eftir Bjarna Ólafsson bjarni@mbl.is TAP Atorku Group á fyrri helmingi ársins nam 8,7 milljörðum króna, samanborið við 226 milljóna króna tap á sama tímabili í fyrra, og má aukn- inguna að miklu leyti rekja til veikingar krónunn- ar á tímabilinu. Þá hafa skráðar eignir félagsins lækkað í verði. Tap móðurfélagsins nam á sama tíma 3,9 millj- örðum króna, en á fyrri helmingi síðasta árs var ríflega 6 milljarða króna hagnaður á rekstri móð- urfélags Atorku. Eigið fé móðurfélagsins var 17,2 milljarðar króna í lok júní og eiginfjárhlutfall um 30,2%. Í tilkynningu segir að lausafjárstaða félagsins sé áfram góð og að handbært fé og óádregnar lánalínur hafi numið rúmum átta milljörðum króna í lok júní. Gengisvarnir, sem ætlað er að verja fjárfestingar félagsins fyrir sveiflum á gjald- eyrismarkaði koma fram í samstæðureikningnum við veikingu krónunnar. Plastframleiðsla Atorku, sem fer fram undir merkjum Promens, var eina deild samstæðunnar sem skilaði hagnaði á fyrri helmingi ársins og nam hann 292 milljónum króna. Ríflega 11,1 milljarðs króna tap varð á fjármálastarfsemi fyrirtækisins og 59,2 milljóna króna tap varð á byggingarstarf- semi þess. Eignir Atorkusamstæðunnar voru 114,6 millj- arðar króna í lok júní og höfðu aukist um 10,5% frá áramótum. Sölutekjur jukust um tæpa 11 millj- arða frá sama tímabili í fyrra og voru á fyrri helm- ingi þessa árs 44,6 milljarðar króna. Tap Atorku eykst Samstæða Atorku Group rekin með 8,7 milljarða króna tapi, en móðurfélagið tapar 3,9 milljörðum Morgunblaðið/Kristinn Atorka Tapið er sagt afleiðing veikingar krón- unnar og lækkunar á skráðum eignum félagsins. KOSTNAÐUR banka og fjár- málafyrirtækja við fjármögnun með útgáfu skuldabréfa hef- ur ekki verið meiri síðan á tí- unda áratug síð- ustu aldar, að því er segir í Financial Times. Segir í greininni að margt bendi til þess nú að yfirstandandi hremmingar á fjármálamörkuðum fari versnandi. Fólk hafi áhyggjur af fjárhagslegu heilbrigði banka- stofnana, fjölgun vanskila á lánum og versnandi ástandi í efnahags- málum almennt. Þetta allt geri það að verkum að ávöxtunarkrafa á skuldabréf hefur hækkað umtalsvert, sem þýðir að fjármögnunarkostnaður hækkar fyrir útgefendur bréfanna, banka og fjármálafyrirtæki. Tryggingarálagið hækkar Skuldatryggingarálag á skulda- bréf bandarískra fjárfesting- arbanka hefur hækkað umtalsvert og hefur ekki verið hærra síðan á tíunda áratugnum. Í Evrópu og As- íu er sömu sögu að segja og hefur álagið ekki verið hærra í tíu ár. Einn þeirra þátta sem fjárfestar hafa áhyggjur af er framtíð hálf- opinberu íbúðalánasjóðanna bandarísku, Fannie Mae og Freddie Mac, og áhrif þeirra á hagkerfið í heild sinni. bjarni@mbl.is Kostnaður ekki meiri í tíu ár   !      " #$% & '() )                      !   " #  $    % &'()* &   + ,- ./-  0        12    '    '3.   .4 2  *5 / 62 62, , 7  ,      8 2    8     ,/  !  "                                                 7,   6 , 9   " & ;< =>? @AA ;A; B>C @=B CC ?D> >?A ;@= A=A @=B >>> >>? @<D ;> C@> C>? ;A D<D A<> ; ?B@ <C; @?C CB< ?>D =?C ? ;@; ?<@ ;< C;@ @C< =C DD= A<A D >;> B@= A C=A @A> < CBA @<B C ADD >=B + + + + >B ;@A AAA + + BEBD ?E;A CBE=A @E@> ;?EC? ;>E;@ ;DE@A @A?EAA C<E=A =?E?A <E?? DE<@ DAEBA CA;EAA ;@CAEAA CCDEAA ;?>EAA + + + + <=;?EAA ;AEAA + BE@C ?E;? CBED? @E@= ;?E<? ;>E<A ;DE=? @ABEAA C<EDA =BECA <EBA DE>A D;E<A CA>EAA ;@C=EAA C<CEAA ;??EAA C;EAA CEAA + =E?A <=@AEAA ;AE?A >E?A ./  ,  < C> @ >; >= < @ BA ;D > @ ;@ < + C ? @ + + + + > + + F  , , CB = CAA= CB = CAA= CB = CAA= CB = CAA= CB = CAA= CB = CAA= CB = CAA= CB = CAA= CB = CAA= CB = CAA= CB = CAA= CB = CAA= CB = CAA= CA = CAA= CB = CAA= CB = CAA= CB = CAA= ;B @ CAA= C? = CAA= B ;C CAA@ < B CAA= CB = CAA= ;> = CAA= @ < CAA= )%G )%G   H H )%G & G    H H F 1 I  *      H H .6& F      H H )%G ';? )%G >A      H H ● HREIN raunávöxtun lífeyrissjóð- anna, þ.e. ávöxtun umfram verð- bólgu, lækkaði töluvert á milli ára og var um 0,5% á árinu 2007 saman- borið við um 10% árið 2006. Um 13% aukning var hins vegar á eign- um lífeyrissjóðanna á milli ára og námu heildareignir þeirra tæplega 1700 milljörðum króna samanborið við um 1500 í árslok 2006. Sam- svarar þetta um 7% raunaukningu miðað við vísitölu neysluverðs. Þetta kemur fram í skýrslu Fjármálaeftir- litsins um ársreikninga lífeyrissjóða fyrir árið 2007. bjarni@mbl.is Raunávöxtun lífeyris- sjóða dregst saman MJÖG dregur úr hagvexti í Dan- mörku á næstu misserum samkvæmt hagspá, sem birtist í fjárlagafrum- varpi dönsku ríkisstjórnarinnar fyrir næsta ár. Er gert ráð fyrir því að verg landsframleiðsla aukist um 1,1% í ár og 0,5% á því næsta. Þetta er í annað skipti sem hag- vaxtarspáin er lækkuð í Danmörku. Í upphafi ársins var gert ráð fyrir 1,4% hagvexti í ár og 1% á næsta ári. Í maí var spáin endurskoðuð í 1,2% í ár og 0,7% á næsta ári. Hagkerfið dróst saman um 0,6% á fyrsta fjórð- ungi samanborið við síðasta ársfjórð- ung ársins 2007. Atvinnuleysi í Dan- mörku var 1,6% í júní, samkvæmt opinberum mælingum, og hefur aldr- ei verið minna. bjarni@mbl.is Dregur úr hagvexti

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.