Morgunblaðið - 27.08.2008, Síða 19

Morgunblaðið - 27.08.2008, Síða 19
|miðvikudagur|27. 8. 2008| mbl.is daglegtlíf Eftir Guðrúnu Huldu Pálsdóttur gudrunhulda@mbl.is Íslensk náttúra býr yfir mikl-um lækningamætti. Þaðsem íslenskar jurtir hafafram yfir aðrar jurtir er að þær vaxa hægt og eru harðar af sér, hér er kalt og því þurfa jurt- irnar hafa mikið fyrir því að blómstra og vera til,“ segir Sóley Elíasdóttir sem nýtir íslenskar jurtir og grös til manneldis og heilsueflingar með smyrslum er hún framleiðir og selur undir vöru- merkinu „Sóley: Grös og Heilsa.“ Hún segist hafa dundað við smyrsla- gerð í mörg ár en hafi sett þau á markað fyrir tæpu ári. Með fram- leiðslunni segist Sóley vera að svara ákveðinni köllun. „Ég geri þetta fyrst og fremst af brennandi áhuga, þekking á grösum og lækn- ingamætti þeirra hefur blundað í fjölskyldunni margar kynslóðir. Ég hef óbilandi áhuga og trú á náttúrunni og í sumar höfum við vinkonurnar farið út í fallegu veðri og safnað villtum jurtum í framleiðsluna.“ Jurtir í stað lyfja Sóley nýtir sér aldagamlar hefð- ir og þekkingu úr stórfjölskyldu sinni. Það þarf ekki að rekja ættir hennar langt aftur til að rekast á sögufræga grasalækna, Þórunn Gísladóttir var langamma Sóleyjar og Erlingur grasalæknir var langafi hennar. Til er saga af Þórunni sem með- höndlaði brjósthimnubólgu, undanfara berkla. „Til að losa lík- amann við brjósthimnubólgu var húð brjóstkassans brennd upp með steinolíu í grisjum. Þessi bruni skemmdi húðina en með þessu móti var hægt að ná öllum vessum úr henni. Síðan sauð hún smyrsl úr villijurtum og tólg eða smjöri og lagði á húðina. Sagt er að húðin hafi orðið eins og ný á viku.“ Sóley notar sömu upp- skriftir en aðrar fit- ur. „Smyrslin mín, sem eru öll lífræn, hafa reynst vel á brunasár, psori- asis og frostbitnar kinnar og gyll- inæð en það er í raun hægt að nota þau á hvað sem er.“ Þrátt fyrir aukna heilsu- og um- hverfisvitund undanfarin ár segir Sóley Íslendinga aftarlega á mer- inni miðað við nágrannaríkin. Það sé þó að breytast. „Þegar þrengir að fer fólk meira að hugsa inn á við og hugar betur að heilsunni. Undanfarið hefur lífræn stefna verið í hávegum höfð og Íslend- ingar eru því smátt og smátt að opna augun fyrir náttúrulegum lækningum. Jurtir geta oft komið í stað almennra lyfja.“  Birki er hreinsandi og er einstaklega græðandi bæði innvortis og útvortis. Birkið losar bjúg úr líkamanum, örvar slímhúðina og er líka talið lækka blóð- þrýsting. Þá er það gott við öðrum kvill- um sem leggjast á nýrun. Einnig hefur birkið reynst vel gegn gigt.  Fíflarót er tilvalið að safna á haustin, en ef nýta á blöðin er best að tína þau fyrir blómgun. Rótunum er hins vegar best að safna að vori eða hausti. Túnfíf- illinn er mikið notuð jurt og og margar rannsóknir sýna að rót hennar er talin hreinsa lifrina, hún er sögð blóðhreins- andi. Hún er því tilvalin ef fólk hefur verið í mikilli lyfja- eða áfengisneyslu. Fíflarótin er líka talin virka vel fyrir gallið.  Burnirót er sögð ginseng norðursins. Hún vex á túndruslóðum og unir sér því líka vel hér á landi. Í Síberíu er hún til að mynda gefin tilvonandi hjónum til að auka frjósemi þeirra. Hún er talin hafa afar jákvæð áhrif á hormónakerfi og kynhvöt bæði karla og kvenna. Burni- rótin er einnig talin virka vel við mátt- leysi og vinnur gegn streitu og einbeit- ingarleysi. Lækningamáttur náttúrunnar Morgunblaðið/Árni Sæberg Náttúrubörn Sóley Elíasdóttir og vinkonur hennar sitja einbeittar við villijurtasöfnun í nágrenni Helgafells fyrir ofan Hafnarfjörð í sumar. Beislar lækningamátt náttúrunnar Þær kalla ferðirnar „gönguferðir með tilgang“ vinkonurnar sem í sumar hafa ferðast um landið og safnað villijurtum. Forsprakki kvennanna er Sóley Elíasdóttir sem nýtir íslenskar jurtir og grös til manneldis og heilsueflingar. Grös og heilsa Sóley Elíasdóttir hefur dundað við smyrslagerð í mörg ár og er nú komin með eigin framleiðslu. Mæðgur Margrét Alice og dóttir hennar Íris Ásmundardóttir eru meðal þeirra sem aðstoðað hafa Sóley í sumar. „Þegar þrengir að fer fólk meira að hugsa inn á við og hugar betur að heilsunni.“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.