Morgunblaðið - 27.08.2008, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 27.08.2008, Blaðsíða 21
matur MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. ÁGÚST 2008 21 Eftir Heiðu Björgu Hilmisdóttur ÞAÐ þarf alls ekki að vera flókið að gera smávegis sultu. Mér finnst þægilegt að þvo krukkur undir sultuna í upp- þvottavél og taka þær þaðan meðan þær eru enn heitar, þá eru þær tandurhreinar. Önnur leið er að hita vatn í hrað- suðukatli og hella í krukkurnar og yfir lokin í skál. Hella svo úr skálinni á sigti og hella úr öllum krukkunum áður en sultan eða hlaupið er sett í þær. Sumir hita líka krukkur í ofni, það gildir bara að finna sína leið. Rifsberjahlaupið hennar mömmu Þetta er klassísk uppskrift að rifs- berjahlaupi sem er ótrúlega fljótleg. Hún heppnast alltaf ef passað er að sjóða alls ekki lengur en 3 mínútur. Ef einhver er óöruggur má auðvitað nota sultusykur sem fæst frá Dan- sukker en í honum er pektín sem tryggir að sultan hleypur. 1 kg rifsber 1 kg sykur Sett í pott og tími tekinn frá því að berin fara að sjóða. Þegar 3 mín- útur eru liðnar er sett sigti yfir tandurhreina skál og berin síuð frá hlaupinu. Þrýstið létt ofan á berin til að fá sem mest af hlaupi úr þessu. Hellið „sósunni“ í hreinar krukkur og lokið strax. Sólberjasulta 2 kg sólber 800 g hrásykur 1 blátt bréf sultuhleypir Hreinsið ber frá stilkunum og skolið á sigti og setjið í pott ásamt sykri og sjóðið saman í um það bil 10 mínútur. Blandið sultuhleypinum saman við smá auka sykur og dreifið yfir pottinn og hrærið sam- an við. Látið sjóða í eina mínútu og setjið þá í hreinar krukkur og lok- ið strax. Rabarbara-chutney 8 dl rabarbari í bitum 2 dl plómur í bitum 2 laukar 6 dl hrásykur 1 tsk. kryddpipar 3 stjörnuanís bitar/stjörnur 3 msk. eplaedik ¾ dl vatn Skerið rabarbara, plómur og lauk í bita og setjið í pott ásamt sykri, kryddi og ediki. Látið sjóða án loks við vægan hita í um það bil 40 mínútur. Setjið í hreinar krukk- ur og kælið. Passar frábærlega með lamba- læri, eða hrísgrjónarétti ásamt sýrðum rjóma. Sólberja- og döðlusulta 1 kg sólber 2 rauð chili 200 g döðlur 400 g sultusykur Hreinsið ber frá stilkunum og skolið á sigti og setjið í pott. Sker- ið chili í tvennt og hreinsið kjarn- ana út og saxið smátt og setjið saman við berin. Skerið döðlurnar smátt og setjið einnig saman við ásamt sykrinum. Sjóðið allt í 10 mínútur og ausið á hreinar krukk- ur. Gott ofan á brauð og með villi- bráð. Morgunblaðið/Sverrir Morgunblaðið/Kristinn Það er gaman að sulta Nokkrar hugmyndir að ávaxtamauki til að gleðja bragðlaukana í vetur  Raðið krukkunum á bakka og ausið í þær með ausu, þá er lítil hætta á að brenna sig.  Kælið brunann strax hins vegar ef einhver fær sultu á fingurinn.  Lokið krukkunum strax og búið er að ausa, þá eyðist allt súrefni í krukkunni og inni- haldið geymist lengi.  Takið smávegis frá á lítinn disk eða í litla skál, kælið strax og smakkið, það er svo gaman.  Allt sem er sultað er best nýtt en hins vegar geymist sulta þess vegna í mörg ár. Því meira sem sykurinnihaldið er því lengur geymist sultan.  Það þarf ekki að nota nein rotvarnarefni í sultur en það má nota slíkt ef maður vill. Þá fæst efni sem heitir bensóat og á að vera skaðlaust.  Sultuhleypir er pektín sem finnst náttúrulega í ávöxtum og berjum, stundum þarf þó að bæta við meira pektíni en er í berjunum til að fá til dæmis hlaup til að hlaupa. Meira er af pektíni í minna þroskuðum berjum og því er gamalt og gott ráð að tína græn ber með í bland til að fá þykkari sultu/ hlaup. Sulturáð NÚ GETA útivinnandi foreldrar lagt samviskubitið á hilluna. Ný rannsókn sýnir að krílin okkar eiga frekar á hættu að verða of feit ef þau dvelja lungann úr deginum heima hjá mömmu í stað þess að vera á leikskóla. Danskur vísindamaður, Jane Greve, hefur komist að því að minni hætta sé á að börn fitni séu þau á leikskóla í stað þess að vera heima hjá mömmu. Politiken.dk greinir frá doktorsrannsókn hennar þar sem gögn frá 6.000 mæðrum barna fæddum 1995 voru skoðuð. Að teknu tilliti til þátta á borð við félagslega stöðu, menntun og fæðingarþyngd kom greinilegur munur í ljós eftir því hvort móðirin var útivinnandi eða ekki. Atvinnuþátttaka feðra virðist hins vegar ekkert hafa að segja fyrir vaxtarlag barnanna. Þegar barnið kemst á skólaaldur eru meiri líkur á að það hafi þegar fengið á sig nokkur aukakíló vinni mamma þess hlutastarf. Greining Greve sýnir raunar að það séu 3% minni líkur á því að barn glími við offitu þegar það er sjö ára vinni móðir þess fulla vinnu utan heimilis, þ.e. 37 tíma á viku eða meira. Bent er á að börn mæðra sem vinna hlutastarf séu meira heimavið en jafnaldrar þeirra og þar gildi aðrar reglur en á leikskólanum. „Margir skólar hafa ákveðna matar- stefnu, sem felur í sér að neysla á sætum og fitandi vörum á borð við kökur, sælgæti og gos er takmörk- uð. Þar fyrir utan eru börnin tals- vert úti að leika sér á leikskólanum. Sennilega er það þetta tvennt sem hefur jákvæð áhrif á þyngd þeirra,“ segir Greve. „Heima getur verið erf- iðara að setja börnunum mörk. Þá er hættara við því að þau séu stöð- ugt nartandi auk þess sem þau hafa aðgang að kyrrsetuafþreyingu á borð við sjónvarp og tölvur.“ Grennri börn í leik- skóla Reuters Aukakíló Leikskóladvölinni fylgir oft meiri hreyfing en heima fyrir. Only 18 lots left to build your new dream Orlando Vacation Home! Choose a 4 ,5 or 6 bedroom home, low down payment and financing available! Hurry and call your Orlando home experts today... LAST CHANCE Windsor Hills Resort Thorhallur Gudjonsson at Gardatorg - 896 8232 Meredith Mahn in Orlando at (321) 438 5566 www.LIVINFL.com

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.