Morgunblaðið - 27.08.2008, Page 23

Morgunblaðið - 27.08.2008, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. ÁGÚST 2008 23 Ógnun Gæsaskyttur liggja víða í skurðum þessa daga og horfa til himins. Á Fellsströnd er þetta skilti sem bannar skotveiðar á landareigninni. Það er verk myndlistarmannsins Helga Þorgils Friðjónssonar en vegfarendum finnst sumum að skyttan minni nokkuð mikið á suðrænan hryðjuverkamann. Einar Falur Blog.is Anna Ólafsdóttir Björnsson | 26. ágúst Heimkomur Heimkoma Paul Rames í nótt er mikið fagnaðar- efni og vonandi verður framhald málsins jafn- ánægjulegt. Vona að það vefjist ekki fyrir neinum að hér á þessi ágæta fjöl- skylda heima. Á morgun verður annarri heimkomu fagnað þegar landsliðið kemur heim með sigursilfrið sitt. Smáþjóðarhjartað í mér gleðst einlæglega. Enn eitt ,,heimkomu“-dæmi er of- arlega í huganum núna. Mér, eins og fleirum, finnst að Bandaríkjamenn hafi verið heillum horfnir undir Bush- stjórninni. Eina leiðin til nýrrar ,,heim- komu“ sé að kjósa Obama í nóvember sem forseta Bandaríkjanna. Nú er hvatt til einingar en mjótt er á mununum í könnunum og það er auðvitað svolítið kvíðvænlegt, en ég held þó að þetta fari allt vel að lokum. Meira: annabjo.blog.is Hannes Friðriksson | 26. ágúst Hver borgar brúsann? Það er gaman að sjá frétt í Víkurfréttum nú í dag hvað varðar fólks- fjölgun hér í Reykja- nesbæ og frábært að sjá hve margir vilja flytja hingað. Auðvitað vakna hjá manni spurningar um eitt og annað þessu viðkomandi og sérstaklega þegar í ljós kemur að meginhluti þeirra sem hingað hafa flutt undanfarin ár hafa flutt á Vallarsvæðið. Eitt er það sem mér datt í hug, í ljósi þess að stór hluti þeirra sem hingað flytjast eru náms- menn með litlar eða lágar tekjur og leigja að manni skilst íbúðirnar frá fyr- irtæki sem heitir Keilir, sem rekið er af Þróunarfélaginu, Háskólavöllum og Reykjanesbæ. Nú er ljóst að þær tekjur sem koma inn vegna leigunnar hljóta að mestu að renna til Háskólavalla sem er fyrirtækið sem á íbúðirnar, auk þess sem tals- verður kostnaður eins og ókeypis strætisvagnaferðir og nettenging hlýtur að vera greiddur af þeim leigutekjum sem þar fást. Nú skilst mér til að mynda að það sé hvorki Þróunarfélagið, sem þó fer með stjórn svæðisins, né heldur Há- skólavellir sem greiði fyrir húsa- leigubætur eða aðra félagslega þjón- ustu hvað svæðið varðar, auk þess sem skólar og leikskólar séu á kostnað Reykjanesbæjar … Meira: smali.blog.is Í DAG tökum við á móti landsliði okkar Ís- lendinga í handbolta eft- ir frækilega framgöngu þess á Ólympíu- leikunum. Ég vil hvetja alla til þess að ganga með strákunum okkar niður Laugaveginn klukkan 18 í dag. Þeir eiga mikið lof skilið fyrir eftirminnilegustu stundina í íslenskri íþróttasögu síðastliðinn föstudag þegar ljóst varð að við myndum leika um gullið. Það blikaði á tár á kaffistofum, fé- lagsheimilum og sam- komuhúsum um allt land. Ég man ekki eft- ir að hafa orðið vitni að annarri eins stund og er fullur þakklætis fyrir að hafa fengið að upplifa þetta. Gamalt íþróttakennarahjarta veit líka hver þýðing slíkra tíðinda er fyrir ungt fólk á Ís- landi og slær örar fyrir vikið. Þær fyrirmyndir sem unga fólkið hefur eignast í landsliði okkar eru ómet- anlegar. Þær sýna okkur líka á fleiri sviðum að okkur eru allir vegir færir ef samstaða er fyrir hendi. Bara byrjunin Ég vil líka minna á glæsilegan ár- angur U-18 ára landsliðs pilta í hand- knattleik en þeir höfnuðu í fjórða sæti á Evrópumóti landsliða nú í mánuðinum. Það sýnir okkur að framtíðin er björt ef vel er haldið á spöðunum. Með þessum árangri kemur aukinn áhugi á handbolta og mér segir svo hugur að þessi sigur sé aðeins byrjunin. Ef vel er byggt á þessum árangri geta Íslendingar haldið þessari forystu og gert gott betur. Ég vil þakka íslenska landsliðinu fyrir frábæra skemmtun og inn- blástur síðustu daga og vikur. Frammistaða strákanna hefur verið ómetanleg. Takk fyrir mig. Kristján L. Möller skrifar til hand- boltastrákanna » Þær fyrirmyndir sem unga fólkið hef- ur eignast í landsliði okkar eru ómetanlegar. Kristján L. Möller Höfundur er samgönguráðherra. Velkomnir heim, strákar Á ÞENSLUTÍMUM er al- gengt að farið sé offari í við- skiptum (e. overtrading). Ójafn- vægi skapast milli verkefna félags og getu, það færist of mik- ið í fang miðað við það sem það hefur úr að spila. Í besta falli neyðist það til að rifa seglin, en í versta falli getur slíkt komið því á kné. Ástæður vandans geta snúið inn á við, t.d. aukin umsvif án tilsvarandi aukningar eigin fjár, of mikið fjárfest í búnaði sem skilar sér á lengri tíma, án þess að tryggja löng lán á móti, óvenju langur gjald- frestur veittur án fjármögnunar á móti og tapaðar kröfur eða önnur áföll. Ytri ástæður geta einnig verið margar, s.s. breytingar á starfsskilyrðum, þrengingar á lánamarkaði, og aukin verðbólga, sem jafnan kallar á meira rekstrarfé. Afleiðingarnar eru alvar- legar. Félagið getur ekki staðið við skuld- bindingar sínar og missir traust, fær lakari viðskiptakjör og minna svigrúm til fram- kvæmda, búnaður úreldist og viðhaldskostn- aður eykst. Óvissa skapast um launa- greiðslur, starfsandi versnar og félagið missir lykilstarfsmenn. Greiðsla opinberra gjalda dregst, jafnvel vörsluskatta. Allt leiðir þetta til verri afkomu. Mikilvægt er að bera kennsl á einkennin í tíma. Slæm staða kallar á slæma fjáröflun. Boðin eru einstök kjör, og búnaður seldur þrátt fyrir að vera mik- ilvægur. Bankareikningar eru yfirdregnir án heimildar, fast er sótt á um aukin lán vegna „neyðartilvika“, s.s. launa- greiðslna. Veðsetning eigna vex. Arðgreiðslur til hluthafa falla niður og verð hlutabréfa félagsins fellur þar með. Leynd eykst um reksturinn, skamm- sýni eykst, stjórnendur hafa rangt við í samskiptum við mikilvæga birgja, þeir verða einráðir og uppteknir við að halda rekstrinum gangandi frá degi til dags. Átti kröfuhafar sig á vandanum geta þeir oft varið hagsmuni sína og jafnvel bjargað félaginu með því að knýja á um úrbætur. Oftast eiga bankar frumkvæðið. Reyndir lánamenn banka verða þá eins konar „læknar“ slíkra fyrirtækja og gera mikið gagn. Læknirinn er veikur Athygli vakti að afkoma banka var dágóð á fyrsta ársfjórðungi. Hún átti þó uppruna sinn í áfalli fyrir þjóðina, þ.e. gengisfalli krón- unnar. Á öðrum ársfjórðungi var afkoma enn dágóð, því miður aftur vegna óhapps fyrir al- menning, þ.e. ört vaxandi verðbólgu. Hagur þjóðar og banka á hins vegar saman. Fin- ancial Times yfirsást þetta, sem er ágætt, það gefur okkur kannski frest til að takast á við vandann. Bankarnir hafa nú þanið sig svo mjög að efnahagsreikningur þeirra er nálægt 12-föld þjóðarframleiðslan. Nær 60% þessara um- svifa eru landinu óviðkomandi. Þeir þekkja ekki mun á vexti og þenslu. Þeir refsuðu lög- gjafarvaldinu fyrir að veita þeim samkeppni með Íbúðalánasjóði og dældu þá óhemju fé inn í hagkerfið. Þeir hækkuðu lánshlutfall sitt í allt að 100%, sáu hækkunina valda árlegum hækkunum á fasteignamarkaði og lánuðu jafnóðum aftur út á hana. Þeir tóku hundruð milljarða að láni hjá lífeyrissjóðum í þessu skyni til fimm ára og endurlánuðu til 40 ára. Svipað hafa þeir gert í erlendum lánum. Þeir gerðu ekki ráð fyrir neinu öðru en að lífeyr- issjóðir og erlendir bankar mundu vilja fram- lengja lán sín og á óbreyttum vöxtum. Sjálftökumenn Bankar eru nú farnir að gefa út „sérvarin skuldabréf“. Það þýðir að ný lán til þeirra eru betur tryggð en þau eldri, á kostnað fyrri lánveitenda. Þeir fá ekki þau lán erlendis sem þeir vilja og yfirbjóða því erlenda innláns- markaði. Þeir láta í veðri vaka að innlánin séu „tryggð“. Þeir vita betur og hafa rangt við. Innlán sem útibú þeirra erlendis veita viðtöku eru á ábyrgð hins íslenska Trygg- ingasjóðs viðskiptabanka. Hann er óburðugur og ófær um að tryggja þau. Þeir fara á svig við reglur Seðlabankans til að ná meira fé þaðan, brjóta þær ekki beinlínis en fara í kringum þær og hafa rangt við. Skuld þeirra við Seðlabankann hækkar nú um 70 milljarða á mánuði. Þeir hafa hætt að veita ný lán til framkvæmda og þannig hlaupið frá skyldum sínum við viðskiptavini sína. Formaður sam- taka þeirra lýsti því yfir fyrr í sumar að að- gerðir ríkisstjórnarinnar í íbúðalánamálum væru „ömurlegar“. Því næst tók hann, ásamt vitorðsmanni sínum og félaga, yfir 600 millj- ónir króna út úr bankanum, sem þeir stungu í eigin vasa. Aðgerðaleysi Hættumerki ber að lesa og bregðast síðan myndarlega við. Bankarnir hafa farið offari. Þeir eru nú fársjúkir og með óráði. Því leng- ur sem dregst að taka á vandanum því verri verður hann átaks. Með grein minni í Mbl. hinn 14. janúar 2005 „Fyrst draumur, svo martröð“ varaði ég tímanlega við þróuninni og með grein í sama blaði hinn 15. apríl sl. „Ósjálfbjarga bankar“ gerði ég grein fyrir hvernig má í senn verja íslenskan almenning fyrir þeirri áhættu sem óvitarnir hafa skapað og jafnframt koma ábyrgð yfir þá erlendu stórbanka og vogunarsjóði sem veittu þeim þau lán sem áhættunni valda. Aðgerðaleysi er ábyrgðarleysi. Eftir Ragnar Önundarson » Bankarnir hafa farið offari. Þeir eru nú fársjúkir og með óráði. Því lengur sem dregst að taka á vandanum, því verri verður hann átaks. Ragnar Önundarson Höfundur er viðskiptafræðingur, bankamaður og fjármálaráðgjafi. Að færast of mikið í fang

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.