Morgunblaðið - 27.08.2008, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 27.08.2008, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. ÁGÚST 2008 25 FJÁLGLEGA er nú rætt um mikilvægi þess að Íslendingar setji sér það markmið að uppfylla inntöku- skilyrði í Evrópska myntbandalagið, for- sendur þess að ESB- ríki geti tekið upp evru sem gjaldmiðil. Ætla mætti af málflutningi sumra að það væri orðið mikilvæg- asta hagstjórnarverkefni nú um stundir í sjálfu sér að uppfylla þessi skilyrði fremur en mikilvægi þess fyrir Íslendinga sjálfra sín vegna að endurheimta hér stöðugleika í efna- hagsmálum. Skiptir þá bara máli að ná niður verðbólgu, hafa hóflega vexti, traustan ríkisbúskap og litlar skuldir vegna þess að með því upp- fyllum við upptökuskilyrði evru? Eða viljum við ná niður verðbólg- unni verðbólgunnar vegna, vegna þess að hún er meinsemd, skaðræði, sem skerðir lífskjör, gerir fyr- irtækjum erfitt fyrir í rekstri o.s.frv.? Lítum aðeins nánar á hin marg- nefndu upptökuskilyrði: „Halli á rík- issjóði má ekki vera meiri en 3% og heildarskuldir hins opinbera ekki meira en 60% af landsframleiðslu. Verðbólga má ekki vera meira en 1,5% meiri en meðaltal verðbólgu í þeim þremur löndum ESB þar sem hún er minnst. Langtímavextir mega ekki vera meira en 2% hærri en í þeim löndum ESB þar sem verðlag er stöðugast. Viðkomandi ríki þarf að hafa verið í gengissamstarfi Evr- ópu … í að minnsta kosti tvö ár án geng- isfellingar og innan vik- marka, sem nú eru 15%, auk þess að upp- fylla viss lagaskilyrði um sjálfstæði seðla- banka o.fl.“ Í lögum um Seðla- banka Íslands og gild- andi samstarfsyfirlýs- ingu ríkisstjórnar og Seðlabanka er verðlagsstöðugleiki, þ.e. verðbólga undir ásættanlegum mörkum, að- almarkmið. Við þurfum því ekki að leita yfir Atlantsála til að finna okk- ur viðmið eða markmið, þau höfum við löngu sett okkur sjálf og fáar þjóðir þekkja betur til sambúðar við skaðvaldinn verðbólgu en Íslend- ingar. Þegar þjóðarsáttin var gerð 1990 var meginviðfangsefni hennar að kveða niður verðbólgudrauginn verðbólgunnar vegna en ekki vegna þess að menn mændu á einhver evr- ópsk viðmið hvað þá upptökuskilyrði evru, enda var hún ekki til. Það má e.t.v. líkja hugarfari þeirra sem tala nú eins og það eina sem máli skipti sé að uppfylla upp- tökuskilyrði fyrir evru við húseig- anda sem sér enga ástæðu til þess að taka til í húsi sínu og halda því hreinu, er sáttur við að rykið og óhreinindin hlaðist upp, nema bara ef von er á ljósmyndara frá Húsum og híbýlum í heimsókn. Það sem vantar Við Íslendingar eigum auðvitað að ráðast til atlögu við verðbólguna og þann efnahagslega óstöðugleika sem hér ríkir, læra af mistökunum og taka til í húsinu, okkar sjálfra vegna. Á þessu höfum við Vinstri græn hamrað undanfarin ár. Þau viðmið eða skilmálar sem evrópska mynt- samstarfið byggist á eru almenns eðlis og þessleg að öll ríki, hvar á byggðu bóli sem er, hljóta að keppa að því að hafa hlutina í svipuðu horfi. Við skulum heldur ekki gleyma að inn í upptökuskilyrði evrunnar vant- ar ýmislegt sem þó er ekki síður mikilvægt fyrir samfélagið og líf al- mennings. Þar er ekki orð að finna um nauðsyn þess að tryggja öllum fulla atvinnu og sómasamlega mögu- leika til að framfleyta sér, enda hefði lítið orðið um evru ef t.d. ákvæði um að atvinnuleysi mætti ekki vera meira en 2,5% hefði verið eitt af upp- tökuskilyrðunum. Nærri lætur að það hafi verið um 10% að meðaltali í ríkjunum sem tóku upp evru á sínum tíma. Við Íslendingar hljótum sjálfra okkar vegna að keppa að heil- brigðum þjóðarbúskap. Ekki bara lítilli verðbólgu, hóflegum vöxtum, viðráðanlegum skuldum, jafnvægi í viðskiptum við útlönd o.s.frv., heldur líka að treysta hér undirstöður vel- ferðarsamfélagsins, tryggja fulla at- vinnu, jöfnuð og jafnrétti. Eða eru það eingöngu hin peningalegu við- mið sem menn ætla nú að leggja til grundvallar samfélagsþróuninni, jafnvel talsmenn þess flokks á Ís- landi sem kennir sig við jafn- aðarstefnu á hátíðisdögum? Þegar við höfum komið hagstjórn í landinu í lag og náð tökum á ástandinu á nýjan leik gerum við það sjálfra okkar vegna og gleðjumst yf- ir því sem það færir okkur og sam- félagi okkar. Fátt bendir hins vegar til að það sé að gerast eða muni ger- ast undir verkstjórn núverandi rík- isstjórnar þar sem aðgerðaleysið er orðið fremst meðal dyggða og biðin að listgrein í sjálfri sér. Hvort það muni síðan yfirhöfuð teljast skipta máli að við höfum þá um leið uppfyllt upptökuskilyrði evrunnar, því svar- ar framtíðin. Verkefnið sem við blasir hér og nú er að ná tökum á ástandinu, taka til í húsinu og að því þurfum við að snúa okkur af kjarki, sjálfstrausti og með því hugarfari að við ætlum að sigrast á erfiðleikunum. Við ætlum vonandi að bera áfram ábyrgð á okkur sjálf og leysa úr heimatilbúnum vanda- málum. Látum þann aumingjadóm aldrei um okkur spyrjast, núlifandi kynslóð Íslendinga í landinu, með alla þá miklu möguleika og burði sem við höfum til að takast á við hlutina, að við glutrum niður ávinn- ingum af uppbyggingu velferð- arsamfélagsins sem stóð alla 20. öld- ina. Sú uppbygging skilaði Íslandi úr hópi fátækustu þjóða til hinna rík- ustu, þó að þar hafi misvitur stjórn- völd og glannafengnir gróðapungar nú varpað nokkrum skugga á um sinn. Niður með verðbólguna verðbólgunnar vegna Steingrímur J. Sig- fússon fjallar um verðbólguna og efnahagsmálin » Við Íslendingar eig- um auðvitað að ráð- ast til atlögu við verð- bólguna og þann efnahagslega óstöð- ugleika sem hér ríkir, læra af mistökunum og taka til í húsinu, okkar sjálfra vegna. Steingrímur J. Sigfússon Höfundur er formaður Vinstrihreyf- ingarinnar – græns framboðs. búnaði né fullvinnslu matvæla hér á landi. VG stendur vaktina Gera má ráð fyrir því þegar þing kemur saman aftur í byrjun september að áfram verði rætt um matvælafrumvarpið. Það hef- ur reyndar sætt furðu að í sumar hefur ekki einu sinni verið fundað í landbúnaðar- og sjáv- arútvegsnefnd til að fara yfir þær fjölmörgu ósvöruðu spurn- ingar sem uppi eru í málinu. Raunar hefur umfjöllun nefnd- arinnar verið svo vanreifuð að enn hafa nefndarmenn ekki feng- ið gögn er skýra af hverju ís- lensk stjórnvöld féllu frá und- anþágu á innflutningi á hráu kjöti í viðræðum sínum við Evr- ópusambandið. Þetta pukur á sér stað þrátt fyrir fjölmargar ítrek- anir og bréfaskriftir til formanns nefndarinnar, viðkomandi ráð- herra og ráðuneytisstjóra og for- seta þingsins um að nefnd- armenn fái gögn málsins tafar- laust. Hvað veldur því að brotið er á sjálfsögðum rétti þingmanna til að fá upplýsingar um mál sem eru til umfjöllunar á Alþingi? Vel má vera að Sjálfstæðis- flokkurinn sé ekki tilbúinn að verja íslenskan landbúnað lengur og hafi ákveðið að leyfa gamalli landbúnaðarstefnu Alþýðuflokks- ins að ráða för í þessu máli. Það er hins vegar ljóst að Vinstri- hreyfingin – grænt framboð mun ekki gefa eftir þumlung í málinu og berjast af alefli fyrir því að matvæla- og fæðuöryggi þjóðar- innar verði áfram tryggt. Krafa okkar og þeirra sem bera hag landbúnaðarins fyrir brjósti er að frumvarpinu verði hafnað og samningaviðræður við Evrópu- sambandið teknar upp að nýju. Höfundar eru þingmenn Vinstri grænna. Á meðan hálfklár- aðar íbúðarblokkir og tómt atvinnuhúsnæði varpa ónotalegum skugga á annars fallegt umhverfi við Elliðavatn trítla litlar mannverur til og frá leikskólanum Hvarfi 4 klukkutímum fyrr eða síðar en venju- lega þar sem ekki hef- ur tekist að fullmanna leikskólann. Skilja ekk- ert í þessari flóknu mætingartöflu sem hefur verið sérhönnuð af leikskólastjóra en eru bara þónokkuð ánægð með það að mæta með mömmu eða pabba í vinnuna á hverjum degi og fá 4 heilar klukkustundir til að leika óáreitt á leikj- anet.is – eða hvað? Meira segja það verður leiðigjarnt og er ekkert sérlega vel til þess fall- ið að undirbúa þessi fimm ára kríli fyrir „al- vöru skólann“ að ári liðnu. Svo má ekki gleyma þeim sem ekki eru svo heppin að eiga foreldra sem vinna á skrif- stofu með aukatölvu eða Playstation og þurfa því að eyða hálfum deginum á kassa í Bónus eða aðstoða við skúr- ingar! Hvernig stendur á því að eftir mesta uppgangstíma á Íslandi þar sem Kópavogsbær hefur skilað yfir 2 milljarða tekjuafgangi mörg ár í röð, er ekki hægt að borga leikskóla- starfsfólki mannsæmandi laun svo hægt sé að manna störf í þessum geira? Er reiknings- dæmið kannski ekki nógu einfalt? Hagn- aðarvonin ekki nógu mikil? Ef 10 foreldrar með 400 þúsund króna laun á mánuði þurfa að hætta vinnu vegna ástandsins á Hvarfi er Kópavogsbær þá ekki að verða af því sem nem- ur 520 þúsund krónum á mánuði í útsvar? Færu þessar tekjur bæjarins ekki nokkuð langt til þess að dekka kostnað við að ráða þá 2-3 starfs- menn sem þyrfti til að gæta 16-24 barna eða miðað við núverandi meðalmánaðarlaun starfsmanna leikskóla Kópavogsbæjar? Það virðist ekki hafa staðið í mönnum að dæla pen- ingum í lóðaúthlutanir og verkefni til bygg- ingaverktaka sem greinilega er forgangs- hópur hjá Kópavogsbæ. Er kannski mergur málsins sá að verktak- arnir borga í feita kosn- ingasjóði bæjarstjórans á meðan íbúarnir borga „bara“ útsvar. Kenna svo efnahagsástandinu og tregðu bankana til að lána um þá offjárfestingu í steypu sem svo klárlega er orðin að veru- leika. Það þurfa nefnilega ekki allar fjölskyldur landsins að eiga einbýlis- hús í Kópavoginum, sumarbústað í Skorradal, sportbíl, hjólhýsi og þrí- hjól – stundum væri bara gott að hafa öruggt pláss á leikskóla. Enn um leikskóla- mál í Kópavogi Margit Robertet vill hækka laun starfsmanna í leik- skólum Kópavogs- bæjar Margit Robertet »Hvernig stendur á því að eftir mesta uppgangstíma á Íslandi þar sem Kópavogsbær hefur skilað yfir 2 milljarða tekjuafgangi mörg ár í röð, er ekki hægt að borga leikskóla- starfsfólki mannsæmandi laun? Höfundur starfar við fyrirtækja- ráðgjöf og er móðir 5 ára drengs á Hvarfi. Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Barbados 29. október frá kr. 129.900 *** Mjög takmörkuð gisting í boði á þessu verði! *** Heimsferðir bjóða frábært tilboð á 10 nátta ferð til einnar helstu ferða- mannaparadísar heimsins, Barbados í Karíbahafinu og gistingu á Hotel Butterfly Beach ***. Barbados hefur allt að bjóða ferðamönnum. Hvítar, pálmavaxnar og víðfeðmar draumastrendur, 25 gráðu heitan og kristaltær- an sjó og meðalhitastig rétt um 30 gráður allan ársins hring. Vinsældir þessarar litlu eyju eru með eindæmum og fólk sem þangað leggur leið sína, gerir það aftur og aftur. Fólkið er einstaklega gestrisið og mjög vina- legt í viðmóti - og hér er ekki asi á nokkrum. Gríptu þetta einstaka tæki- færi og bókaðu ferð til Barba- dos á frábærum kjörum. Þar er andrúmsloftið heillandi, að- stæður fyrir ferðamenn frábær- ar og einstök stemning eyjunn- ar grípur alla sem þangað koma. Fjölbreytt gisting í boði. Munið Mastercard ferðaávísunina Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara. Verð kr. 129.900 Netverð á mann, m.v. gistingu í tvíbýli á Hotel Butterfly Beach *** með morgunverði í 10 nætur. Ath. mjög takmörkuð gisting í boði á þessu sérstaka tilboðsverði. Ótrúlegt sértilboð *** 10 nátta ferð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.