Morgunblaðið - 27.08.2008, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 27.08.2008, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. ÁGÚST 2008 27 MINNINGAR ✝ Sigrún Guð-mundsdóttir fæddist í Lauga- landi í Stafholt- stungum í Mýra- sýslu 23. jan. 1915. Hún lést 18. ágúst síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Guðmundur Krist- jánsson frá Grísa- tungu í Borgarfirði og Guðrún Jóns- dóttir frá Hraun- holti á Snæfells- nesi. Systkini Sigrúnar eru Kristinn, f. 11. ágúst 1903, d. 1. des 1986, Guð- laugur Sigurbjörn, f. 25. júní 1907, d. 22. júlí 1986, Guðrún Margrét, f. 20. júní 1909, d. 7. júlí 2000, Sigurbjörg, f. 9. ágúst fædd, og d) Már, f. 19. ágúst 1939, kvæntist Jóhönnu Krist- jánsdóttur, f. 5. sept. 1940, d. 14. okt. 2007, þau eignuðust fjögur börn. Sigrún giftist Þórði Ólafssyni, f. 24. maí 1906, d. 18. maí 1975 í Grindavík og eignaðist með hon- um fjögur börn, þau eru a) Gylfi, f. 4. okt. 1943, kvæntist Hrönn Kristjánsdóttur, þau eignuðust tvö börn, þau skildu, kvæntist Ásrúnu Ásgeirsdóttur, þau eign- uðust þrjú börn, b) Dagný, f. 10. mars 1945, d. 12. mars 1982, gift- ist Reyni Ríkarðssyni, þau eign- uðust þrjú börn, c) drengur fæddur andvana, og d) Rúnar Þór, f. 17. des. 1951, kvæntist Björk Birkisdóttur, þau eign- uðust tvö börn, þau skildu, kvæntist Margréti Guðfinns- dóttur, þau eignuðust tvö börn. Síðustu æviárin bjó Sigrún með Jóni Bjarnasyni póstburðar- manni. Útför Sigrúnar fer fram frá Grindavíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. 1910, d. 1911, Krist- ján, f. 2. desember 1911, d. 16. apríl 1979, og Lilja, f. 21. maí 1920, d. 14. febrúar 2004. Sigrún giftist Guð- mundi Guðmunds- syni, f. 18. maí 1905, d. 14. sept. 1981 í Vestmannaeyjum og eignaðist með hon- um fjögur börn, þau eru a) Fanney, f. 22. maí 1934, giftist Jóni Hólmgeirssyni, þau eignuðust fimm börn, b) Hrefna, f. 11. sept. 1936, giftist Guðbrandi Eiríkssyni, c) Unnur, f. 10. júlí 1938, d. 25. apríl 1997, giftist Ólafi Ágústssyni, þau eign- uðust fimm börn, tvö andvana Fyrsta minning mín um þig er þegar ég var að klifra upp stigann í Bræðratungu til þín með pelann hennar Margrétar systur og þegar upp var komið vildi ég fá hunda- kex með pelanum. Þær voru ófár stundirnar sem ég átti með ykkur Þórði afa uppi á lofti, en fleiri urðu minningarnar þegar þú fluttir til Reykjavíkur. Ég kom reglulega við hjá þér þeg- ar ég var að læra hárgreiðslu í borginni, var það venjulega til að fá eitthvað að borða því ekki voru nemalaunin há. Þú gafst mér mikið af sjálfri þér og alla tíð var ég meira en velkomin og þú sýndir mér alltaf mikla ást, aldrei heyrði ég þig segja styggðaryrði um aðra heldur gerðir gott úr öllu. Þegar ég fór svo að búa og eignast börn þá varð samband okkar dýpra, sérstaklega þegar Sólrún Alda dóttir mín fæddist því hún er fyr- irburi og við fæðingu hennar leið þér mjög illa og á fjórða degi fékkstu leyfi til að koma á vöku- deildina og sjá hana. Eftir þá skoðun sagðir þú mér að hafa eng- ar áhyggjur, það amaði ekkert að þessu barni, hún væri hreystin uppmáluð og það kom á daginn. Þegar ég svo gifti mig þá færðir þú mér sálma sem þú hafðir samið fyrir mig á þessum degi og geymi ég þá eins og gull. Þú hafðir þá náðargáfu að geta sett saman fal- leg ljóð, þetta vissu ekki margir og því miður skrifaðirðu ekki ljóðin þín niður. Þú kynntir mig fyrir ljóðalestri og met ég það mikils í dag, því ljóð veita mér ró og frið og stundum reyni ég að setja sam- an ljóð eða örsögur, sem ég geymi vel. Þegar ég skildi leitaði ég mik- ið til þín með tvö ung börn mín. Þú varst eins og vin í eyðimörkinni, þú hvattir mig áfram en skamm- aðir mig einnig ef þér leist ekki á það sem ég var að gera. Mikið var ég heppin að fá að hafa þig, elsku amma, í mínu lífi og barna minna, en núna ertu far- in og því fylgir bæði sorg og gleði. Sorg vegna þess að ég fæ ekki að búa til fleiri minningar með þér og gleði yfir öllum þeim stundum sem við áttum saman. Alltaf átti ég skjól hjá þér og alltaf gat ég leitað til þín með ráð um lífið, tilveruna og ástina, ekki var ég þó alltaf sammála þér en á endanum reyndust ráð þín góð og gild. Eins og þegar ég hitti Pétur og var að segja þér og Jóni sam- býlismanni þínum frá honum, þá sagðir þú að ég skyldi koma með hann og þið skylduð segja mér hvort hann væri rétti maðurinn fyrir mig. Og viti menn, eftir smá- stund hallaðir þú þér að mér amma og sagðir mér að halda í þennan, hann væri sá rétti. En við hann sagðirðu „ætli þú verðir ekki búinn að skila henni fyrir jólin“ og svo brostir þú eins og þú vissir eitthvað meira en ég. Við trúlof- uðum okkur síðan heima hjá þér á Skúlagötunni 20. nóv. 2005 og þú varst svo glöð. Þegar við fórum var það þitt fyrsta verk að hringja í pabba og láta hann vita hvað við höfðum verið að gera heima hjá ykkur Jóni. Í mínum huga kom ekkert annað til greina en að trú- lofa mig heima hjá þér því ég vissi að ekki myndir þú ná að koma í brúðkaupið mitt. En nú ertu farin á braut og ég sit hér með allar þessar frábæru minningar um hlátur þinn svo léttan og skemmti- legan og þinn sérstæða húmor. Eins og þú sagðir við okkur í febr- úar þegar við komum til þín: „Húmorinn er það eina sem ég á eftir að allt annað er farið og þeg- ar hann er farinn þá fer ég.“ Ég á eftir að halda minningu þinni á lofti með börnum mínum og manni og núna kveð ég þig amma mín og mundu það að ég elska þig. Þórunn Alda. Lít ég yfir liðin ár og ljúfa daga fögur er þín friðarsaga friðar njóttu um ævidaga. Þú hefur fagra ræktað rós í ríki þínu berðu í hlýju brjósti þínu bestu þökk frá hjarta mínu. Með þessum ljóðlínum sem faðir okkar orti til Sigrúnar, í tilefni 90 ára afmælis hennar, viljum við systkinin kveðja þessa kæru konu. Hún kom inn í líf okkar fyrir rúm- um 30 árum er hún hóf sambúð með föður okkar Jóni Bjarnasyni. Við systkinin þökkum góða sam- veru liðinna ára. Hvíl í friði, Bjarni, Guðbjörg og Gunnhildur Gróa Jónsbörn. Sigrún Guðmundsdóttir Morgunblaðið birtir minningar- greinar alla útgáfudagana. Skil | Greinarnar skal senda í gegn- um vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morg- unblaðsins – þá birtist valkosturinn Minningargreinar ásamt frekari upp- lýsingum. Skilafrestur | Ef birta á minningar- grein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins tiltekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar séu ekki lengri en 3.000 slög (stafir með bilum - mælt í Tools/Word Count). Ekki er unnt að senda lengri grein. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur, og votta þeim sem kvaddur er virðingu sína án þess að það sé gert með langri grein. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli, sem nánustu aðstandendur senda inn. Þar koma fram upplýs- ingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, fæddist, hvar og hve- nær hann lést, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvað- an útförin fer fram og klukkan hvað athöfnin hefst. Minningargreinar Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is Vaktsími: 565 5892 & 896 8242 • Sólarhringsvakt Komum heim til aðstandenda ef óskað er ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Kistur • Krossar • Sálmaskrár • Duftker • Blóm • Fáni • Gestabók • Erfidrykkja • Prestur Kirkja • Legstaður • Tónlist • Tilkynningar í fjölmiðla • Landsbyggðarþjónusta • Líkflutningar Suðurhlíð 35 Fossvogi • www.utforin.is Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 • Sólarhringsvakt Komum heim til aðstandenda ef óskað er Bryndís ValbjarnardóttirSverrir Einarsson ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Það sem hafa ber í huga varðandi andlát og útför Hermann Jónasson Jón G. Bjarnason             ✝ Okkar ástkæra móðir, tengdamóðir og amma, GUÐRÚN ANDREA GUÐMUNDSDÓTTIR, Sólvallagötu 84, Reykjavík, lést á heimili sínu aðfaranótt 17. ágúst. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Innilegar þakkir til allra sem auðsýndu okkur samúð og hluttekningu. Umhyggja ykkar hefur gefið okkur styrk. Kristinn Sv. Helgason, Eva Mjöll Ingólfsdóttir, Guðmundur H. Helgason, Hallfríður Sveinsdóttir, Helgi K. Helgason, Andrea Kristinsdóttir, Katrín Helga Guðmundsdóttir, Kolbrún Dögg Sigurðardóttir. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir, afi og langafi, HEIÐAR GEORGSSON, Heiðarvegi 18, Keflavík, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja sunnudaginn 24. ágúst. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju þriðjudaginn 2. september kl. 13.30. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er vinsamlegast bent á Krabba- meinsfélag Íslands. Guðfinna Jóhannesdóttir, Heiða Björk Heiðarsdóttir, Nanna Heiðarsdóttir, Karen Guðfinna Guðmundsdóttir, Bjarki Þórir Kjartansson, Brynja Dögg Brynjarsdóttir, Eggert Þór Ólason, Heiðar Aron Bjarkason, Jenný Björk Bjarkadóttir, Kjartan Þórir Bjarkason, Sigurður Freyr Eggertsson. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, MARGRÉT SIGURÐARDÓTTIR, Dvalarheimilinu Hlíð, áður til heimilis að Smárahlíð 10, Akureyri, lést sunnudaginn 24. ágúst. Jarðarförin auglýst síðar. Laufey Sigurbjörnsdóttir, Guðmundur Sigurbjörnsson, Ásdís Loftsdóttir, Þorsteinn Sigurbjörnsson, Gunnar Sigurbjörnsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, stjúpfaðir, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐMUNDUR GUNNARSSON frá Reykjum, Fnjóskadal, Núpasíðu 2d, Akureyri, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri sunnu- daginn 24. ágúst. Jarðarförin fer fram frá Glerárkirkju mánudaginn 1. september kl. 13.30. Pálína Magnúsdóttir, Gunnar M. Guðmundsson, Erna Gunnarsdóttir, Þóra K. Guðmundsdóttir, Magnús Sævarsson, Guðmundur Hafsteinsson, Karítas Jóhannesdóttir, Sólrún Hafsteinsdóttir, Sigurður Jónsson, Lára Hafsteinsdóttir, Fjölnir Sigurjónsson, afabörnin og langafabörnin. ✝ Okkar kæra GUÐBJÖRG KRISTJÁNSDÓTTIR andaðist fimmtudaginn 21. ágúst á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Hulduhlíð. Útför hennar fer fram frá Eskifjarðarkirkju föstudaginn 29. ágúst kl. 14.00. Guðmundur, Eiður, Guðbjörn, Járnbrá og aðrir aðstandendur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.