Morgunblaðið - 27.08.2008, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 27.08.2008, Blaðsíða 28
28 MIÐVIKUDAGUR 27. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Sigurður Sig-urðsson fæddist í Reykjavík 7. des- ember 1924. Hann lést á hjartadeild Landspítalans við Hringbraut 16. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Sigurður Þorsteinsson frá Brúarhrauni, f. 5. september 1888, d. 1. nóvember 1966, og og Sveinbjörg Halldóra Sumarlilja Marteinsdóttir frá Traðarkoti í Reykjavík, f. 12. maí 1894, d. 15. júlí 1963. Systkini Sigurðar er Ólafur Þorsteinsson, látinn, kvæntur Sigríði Davíðsdóttur, Jarl, kvæntur Kristínu Magneu Bjarnadóttur, Marteinn Ágúst, lát- inn, kvæntur Þuríði Indriðadóttur, María, gift Konráði Ólafssyni Kristinssyni, Lilja Árna, gift Sig- urði Hákoni Kristjánssyni og Þor- steinn, kvæntur Erlu Hermínu Þorsteinsdóttur. Hálfsystkin arsdóttir, f. 23. maí 1968, Kristinn Þór, f. 9. júlí 1972, Erlendur Guð- laugur, f. 14. júní 1976. 3) Fríður, f. 21. ágúst 1953, gift Ara Guð- mundssyni, börn þeirra eru Guð- mundur, f. 2 ágúst 1984, Sigurður, f. 24. september 1985, og Kristján, f. 19. október 1987. Barnabörnin eru níu. Sigurður dvaldi fyrri hluta ung- lingsáranna á Hólum í Ölfusi, en sá staður var honum ávallt mjög kær. 17 ára fluttist hann til Reykjavíkur þar sem hann vann ýmis störf, áður en hann réð sig hjá Hörpu. Þar vann hann í nokk- ur ár, en svo keypti hann sér vöru- bíl og rak jarðvinnufyrirtæki í 13 ár. Þá lærði Sigurður matreiðslu og var um skeið matsveinn á Mánafossi, en þaðan lá leið hans í Litaver og svo í Heklu, þar sem hann var sem sölumaður í nokkur ár. Síðustu 17 starfsárin vann Sig- urður sem matsvein í hvalstöðinni, en árin hjá Hval hf. var mjög ánægjulegur tími í lífi Sigurðar. Hann var mikill náttúru- og útilífs- maður og síðast en ekki síst stang- veiðimaður af lífi og sál. Útför Sigurðar verður gerð frá Vídalínskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. yngri, samfeðra, eru Hilmar Haukur, lát- inn, kvæntur Jenný Maggý Ásgeirs- dóttur, Gylfi, kvænt- ur Hrafnhildi Guð- mundsdóttur og Kristín Guðrún, gift Friðriki Júlíusi Jóns- syni. Sigurður kvæntist 6. október 1945 Olgu Gísladóttur, f. í Staf- angri í Noregi 25. júlí 1923, d. í Reykjavík 1. janúar 2007. For- eldrar hennar voru hjónin Gísli Pétur Jóhannesson, f. 2. ágúst 1877, d. 5. nóvember 1941, og Fríður Tómasdóttir, f. 2. október 1884, d. 17. júní 1972. Börn Sig- urðar og Olgu eru: 1) Erla Fríður, f. 3 mars 1946, gift Ingvari Frið- rikssyni, börn þeirra eru Sig- urður, f. 7. október 1967, og Þór- unn Sif, f. 24. júlí 1970. 2) Íris Lilja, f. 2. maí 1949, d. 4. mars 2004, gift Guðmundi Kristinssyni, börn þeirra eru Olga Gunn- Elsku pabbi minn. Nú þegar bar- áttu þinni er lokið hér á jörðu er ég viss um að þú tekur gleði þína á ný, og aftur verði þið saman, þú og mamma. Samt hugsa ég ennþá á hverjum degi, ég verð að heyra í pabba og vita hvernig hann hefur það. Þegar litið er yfir langan veg er margs að minnast og er mér minn- isstæðast þegar ég var krakki að ég vildi gera og vera eins og þú í öllu, t.d. að drekka lýsi af stút, þó það væri ekki það besta. Ég vildi líka kunna og vita allt um bíla eins og þú og lærði ég töluvert um það. Ég fékk líka bíla- dellu eins og þú. Skemmtilegast var að fá að sitja í vörubílnum með þér þegar þú varst að vinna. Mér fannst þú nú líka skemmtilegasti pabbinn og vinkonur mínar öfunduðu mig af því hvað þú gast gantast, en ekki síst hvað þú varst kraftalegur og hafðir stóra vöðva. Ég gleymi aldrei öllum útilegunum og veiðiferðunum. Þar varst þú í essinu þínu, t.d. þegar við fórum á Þingvelli að veiða einu sinni sem oftar og bókstaflega mokuðum upp fiski. Það voru líka eftiminnileg- ar útileguferðirnar, sem farnar voru á gömlu amerísku bílunum og hoss- ast um þessa hræðilegu vegi sem voru í þá daga og bókstaflega eyði- lögðu bílana sem biluðu oft og þú gerðir við þá hvar og hvenær sem var á þessum ferðum, svo ekki sé talað um hversu oft sprakk á dekkjunum, bætt og límt mörgum sinnum, jafnvel á mjög stuttum kafla. Þegar ég hugsa til baka finnst mér ótrúlegt hversu óþreytandi þú varst í þessum bílavið- gerðum. Það væri hægt að telja miklu meira, en það tölum við um seinna. Þú varst mér alltaf góður og vildir allt fyrir mig gera, en auðvitað voru ekki allir dagar sunnudagar í okkar samskiptum, en upp úr stend- ur, að við höfum innst inni alltaf skilið hvort annað, það veist þú jafn vel og ég. Það sem mér þykir sárast er hvað líkamlegri heilsu þinn hrakaði alltof snemma. Þú sem ætlaðir að nota tím- ann til veiða þegar þú hættir að vinna. Það var erfitt að sjá þig þjást á hverjum degi af verkjum sem ekkert var hægt að gera við. Núna ertu kom- inn til mömmu sem fór frá okkur fyr- ir rúmu einu og hálfu ári. Aldrei fellur á þig ryk fyrir innri sjónum mínum. Átt hef ég sælust augnablik í örmunum sterku þínum. (Þura í Garði.) Ég kveð og þakka þér fyrir allt. Guð veri með þér. Þín dóttir Fríður. Hann Sigurður tengdafaðir minn er látinn. Kynni okkar hófust þegar ég og elsta dóttir hans Erla Fríður urðum par fyrir rúmum 42 árum. Mér var mjög vel tekið þegar ég kom í Heiðargerðið til Sigurðar og Olgu og flutti til þeirra þegar ég var á síð- asta ári í Stýrimannaskólanum þar sem ég bjó í eitt og hálft ár. Við Siggi, eins og hann var ávallt kallaður, urð- um góðir mátar og naut ég hans vin- áttu og hjálpsemi alla tíð. Hann var alltaf tilbúinn að koma og rétta fram hönd til að greiða úr vandamálum eða til að vinna verk og upp í hugann kemur sumarið 1970 þegar við Erla eignuðumst okkar fyrstu íbúð. Ég var þá bundinn á sjónum, en hann og Erla sem þá var ófrísk og langt kom- in á leið, voru saman við að slípa nið- ur veggi til að hægt væri að mála og flytja inn. Hann var ætíð afar áhuga- samur þegar dæturnar og makar þeirra stóðu í framkvæmdum og þá var hann ætíð mættur til þess að vera með og hjálpa til. Siggi vann ýmis störf á lífsleiðinni bæði sem sölumaður í Litaver og Heklu ásamt því að reka og keyra eigin vörubíl, en síðustu sautján árin eða til ársins 1996 vann hann sem matsveinn hjá Hval hf í Hvalstöðinni. Þar átti hann mjög góð ár og undi sér vel með góðu samstarfsfólki og vinnuveitendum. Seinni árin í Hval- firðinum byggði hann sumarbústað í Svínadalnum, sem veitti honum mikla gleði og þar áttum við margar góðar stundir með honum og Olgu. Ekki má heldur gleyma þeim fjöl- mörgu stundum sem við áttum í bragganum í Hvalstöðinni. Eins og hjá mörgum sem unnið hafa erfiðisvinnu, var líkaminn farinn að gefa eftir og valda honum þján- ingum sem erfitt var að ráða bót á, þó margt hafi verið gert til að hjálpa honum. Eftir að Olga dó, fyrir rúmu einu og hálfu ári, tók að halla undan hjá honum og oft á tíðum átti hann erfiða daga þrátt fyrir mjög góða umönnun hjá Heilsugæslunni í Garðabæ. Um leið og ég kveð þig, kæri vinur, og þakka þér fyrir vináttuna bið ég góðan Guð að vera með ástvinum þín- um um ókomin ár. Blessuð sé minn- ing Sigurðar Sigurðssonar. Ingvar Friðriksson. Kæri afi. Það er erfitt að hugsa til þess að þú sért farinn. Jafnvel þó ég viti að þú sért núna á betri stað. Þú áttir erfiða tíma undanfarin ár en reyndir þó að sýna þínar bestu hliðar. Þú varst ljúfur, skemmtilegur og reyndir allt þitt besta til að vera góð- ur við þá sem þér þótti vænt um. Rís upp, mín sál, að nýju nú, nýja lofgjörð byrja þú, því nú er nýtt ár runnið með nýfætt ljós, sem ljúfust rós, þótt ljósið hitt sé brunnið. (Matthías Jochumsson.) Með þessum orðum kveð ég góðan mann. Guðmundur Ari. Ég ætla í fáum orðum að minnast afa míns, en orð verða fátækleg þeg- ar ég minnst þess sem afi var mér. Þetta eru minningar um þolinmóðan afa sem alltaf hafði tíma til þess að hafa ofan af fyrir okkur barnabörn- um og barnabarnabörnum sínum. Af- inn sem kenndi mér ungum að veiða og gaf mér eitt af mínum kærustu áhugamálum, stangveiði. Ég fékk að búa hjá ömmu og afa á meðan ég var í Háskólanum, þar sem ég fékk tækifæri til þess að kynnast þeim báðum betur og var dekraður í bak og fyrir af þeim báðum. Afi var að vinna í miðri viku í Hvalfirðinum á þessum tíma og á meðan hann var þar lánaði hann mér bílinn sinn, sem var brúnn stationbíll, en þessi jálkur sem kom mér til og frá Maríu í til- hugalífinu og gekk undir nafninu „brownie“. Afi var alltaf að hugsa um aðra og til eru margar sögur af hon- um í veiðiferðum þar sem hann setti í fiska og rétti svo mönnum stöngina og lét þá draga fiskinn svo þeir færu nú ekki heim með öngulinn í rass- inum. Hjálpsemi hans og umhyggju- semi átti síður en svo bara við um veiði því á meðan hann hafði heilsu var hann alltaf mættur þegar honum nákomnir stóðu í framkvæmdum til þess að hjálpa til. Að morgni laug- ardags 16. ágúst sat ég hjá afa á Hjartadeild Landspítalans, en ég hafði ætlað að vera í veiði með vinum mínum þennan morgun. Það lýsir afa kannski best að hann var órólegur yf- ir því að ég sæti hjá honum í staðinn fyrir að vera að veiða, en ég verð allt- af þakklátur fyrir þessa morgun- stund sem við áttum saman og spjöll- uðum um veiði á milli þess sem hann dottaði eftir svefnlitla nótt. Með þessum orðum kveð ég Sigga afa, en umfram allt góðan vin með þakklæti og hinstu kveðju frá okkur Maríu, Erlu Maríu og Guðborgu Nönnu. Guð geymi þig. Sigurður Ingvarsson. Elsku afi minn. Alltaf er erfitt að kveðja ástvin en þú ert kannski ekki farinn neitt heldur verður þú alltaf í hjörtum okkar og minningarnar í huga okkar. Heimili þitt var alltaf tilbúið fyrir gesti og það var alltaf eitthvað til, hvort sem það var kaffi, nammi eða „Sælan“ sem allir unnu svo mikið og alla langaði alltaf í. Ég man eftir öllum ferðum sem farið var í, hvort sem það var farið í sumarbú- staðinn eða að veiða. Ef einhver fór í fýlu þá stóð hún ekki lengi, svo var þínum bröndurum og fíflagangi fyrir að þakka. Ég man eftir seinustu ferð- inni þegar við fórum úr bústaðnum okkar í smáveiði – okkur gekk ekkert of vel. Við festum önglana og misst- um þá en þú gerðir bara grín að því og vildir synda út í og ná í þá en sem betur fer var það bara fíflagangur í þér eins og vanalega. Tilvera okkar er undarlegt ferðalag. Við erum gestir og hótel okkar er jörðin. Einir fara og aðrir koma í dag, því alltaf bætast nýir hópar í skörðin. (Tómas Guðmundsson.) Nú kveð ég þig, afi minn, í hinsta sinn. Kristján. Sigurður Sigurðsson ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, MARINÓ JÓNSSON, Brekkustíg 3, Bakkafirði, lést sunnudaginn 24. ágúst á Landspítalanum við Hringbraut. Útförin auglýst síðar. Ólöf Kristín Arnmundsdóttir, Kristófer Marinósson, Bjargey Einarsdóttir, Jón Höjgaard Marinósson, Bjarnheiður Jónsdóttir, Sigurður Marinósson, Aðalbjörg María Marinósdóttir, Arnmundur Marinósson, Inga Lóa Marinósdóttir og barnabörn. ✝ Elsku eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og dóttir, STEINUNN BRYNJÚLFSDÓTTIR lífeindafræðingur, Hegranesi 28, Garðabæ, sem lést á krabbameinsdeild Landspítalans þriðjudaginn 19. ágúst, verður jarðsungin frá Vídalínskirkju í Garðabæ föstudaginn 29. ágúst kl. 13.00. Halldór Guðbjarnason, Lilja Dóra Halldórsdóttir, Jónas Fr. Jónsson, Elín Dóra Halldórsdóttir, Atli Knútsson, Brynjúlfur Jónatansson, Brynjúlfur Jónatansson, Lilja Þorleifsdóttir, Steinunn Dóra, Jónas Rafnar, Halldór Andri og Valur Björn. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, RAGNHEIÐUR HAFSTEINSDÓTTIR, Reykholti, Skagaströnd, lést á Heilbrigðisstofnuninni á Blönduósi þriðjudaginn 26. ágúst. Jarðsungið verður frá Hólaneskirkju laugardaginn 30. ágúst kl. 14.00. Stefán Jósefsson, Sigríður Gestsdóttir, Rúnar Jósefsson, Súsanna Þórhallsdóttir, Jón Jósefsson, Ásta Helgadóttir, Líney Jósefsdóttir, Sveinn Ingi Grímsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÞÓRDÍS LOFTSDÓTTIR, Odda, lést á Heilbrigðisstofnuninni Hólmavík laugardag- inn 23. ágúst. Útförin fer fram frá Hólmavíkurkirkju laugardaginn 30. ágúst kl. 14.00. Jarðsett verður í Kaldrananeskirkjugarði. Erna Arngrímsdóttir, Jón Arngrímsson, Þorsteinsína G. Gestsdóttir, Jóhann Björn Arngrímsson, Sólveig Hildur Halldórsdóttir, Ingimundur Arngrímsson, Þorbjörg Hulda Haraldsdóttir, Guðjón Hjörtur Arngrímsson, Signý Hermannsdóttir, Helga Lovísa Arngrímsdóttir, Haraldur Vignir Ingólfsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi, bróðir og vinur, ÓLAFUR Þ. HAFBERG fyrrverandi bifreiðastjóri, Þjóðólfsvegi 14, Bolungarvík, lést á heimili sínu fimmtudaginn 14. ágúst. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey. Þórarinn Hafberg, Ásthildur Halldórsdóttir, Sigrún Ólafsdóttir, Ingibjörg Þ. Hafberg, Leifur E. N. Karlsson, Engilbert Þ. Hafberg, Auður Sæland, Sigurður Þ. Hafberg, Janina Hafberg, Krystyna Brzeziak og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.