Morgunblaðið - 27.08.2008, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 27.08.2008, Blaðsíða 32
32 MIÐVIKUDAGUR 27. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ dagbók Í dag er miðvikudagur 27. ágúst, 240. dagur ársins 2008 Orð dagsins: Og hann sagði við þá: Hvíldardagurinn varð til mannsins vegna og eigi maðurinn vegna hvíldardagsins. (Markús 2, 27.) Merkingar og upplýsingaskiltivoru næsta sjaldséð á ferð- um um landið fyrir ekki svo löngu. Nú er öldin önnur. Víða eru skilti þar sem rakinn er sögulegur fróð- leikur eða jarðfræði, gróðri og dýralífi lýst. Ekki er lengur gert ráð fyrir því að þekking á landinu gangi í erfðir, heldur geti komið sér vel að miðla upplýsingum þannig að ferðalangurinn átti sig betur á því sem fyrir augu ber. x x x Þau upplýsingaskilti, sem orðiðhafa á vegi Víkverja, hafa yfirleitt verið hnökralaus, en stundum verður mönnum þó á í messunni. „Eyðibyggðin í Fjörð- um á sér þúsund ára samfellda sögu,“ stendur á skilti norður í landi. Ætlunin var áreiðanlega að segja eitthvað annað, en þetta var útkoman. x x x Víkverji fór með fjölskyldunniað sjá myndina Wall-E í bíó um helgina og hreifst af. Myndin fjallar um lítið sorphreinsunar- vélmenni, sem er eitt eftir á jörð- inni, sem er orðin óbyggileg vegna sóðaskapar mannsins. Fyrstu tutt- ugu mínútur myndarinnar eru listaverk. Varla er sagt aukatekið orð, en frumleg efnistök og hug- myndaauðgi bera þennan kafla uppi og lyfta og sýna sérstöðu framleiðandans, Pixar, í kvik- myndagerð. Eins og einhver gagn- rýnandinn benti á hefðu hugmynd- irnar, sem koma fram í þessum stutta kafla, dugað flestum öðrum framleiðendum í margar myndir. x x x Það gerist heldur ekki á hverj-um degi að gerðar eru fyrir börn myndir, sem broddur er í. Wall-E er hvöss ádeila á það hvernig maðurinn umgengst plán- etuna sem hann á líf sitt undir. Jafnt börn sem fullorðnir koma hugsi út af þessari vel gerðu mynd. víkverji@mbl.is Víkverjiskrifar Reykjavík Hildur Lilja fædd- ist 19. júní kl. 18.47. Hún vó 3.395 g og var 50 cm löng. Foreldrar hennar eru Sonja Sigurðardóttir og Trausti Árnason. Reykjavík Matthías Smári fæddist 6. júní kl. 10.44. Hann vó 3.920g og var 53 cm langur. Foreldrar hans eru Katrín Sigþórsdóttir Faulkes og Alister Paul Faulkes. Selfoss Bryndísi Jónu Sveinbjarnardóttur og Har- aldi Einari Hannessyni fæddist dóttir 19. júlí . Hún vó 3.385 g og var 49 cm löng. Reykjavík Íris Eva fæddist 19. júní 2008. Hún vó 14 merkur og var 51 cm löng. Foreldrar hennar eru Maren Rún Gunnarsdóttir og Óskar Marinó Sigurðsson. Nýirborgarar Krossgáta Lárétt | 1 letingja, 8 dul- ið, 9 hljóðfærið, 10 að- gæti, 11 trjágróðurs, 13 synja, 15 karlfugl, 18 uppgerðarveiki, 21 skúm, 22 borga, 23 rándýr, 24 skaplyndi. Lóðrétt | 2 blóðsugan, 3 gera ríkan, 4 ávext- irnir, 5 fingur, 6 foxillir, 7 elska, 12 nægilegt, 14 tré, 15 hamingju- samur, 16 voru í vafa um, 17 sögn, 18 listar, 19 snúa heyi, 20 krota. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 kústs, 4 fimur, 7 lotin, 8 öngul, 9 der, 11 seig, 13 bann, 14 ætlar, 15 hass, 17 úlpa, 20 hné, 22 mælir, 23 tolla, 24 assan, 25 rósin. Lóðrétt: 1 kólfs, 2 sótti, 3 sund, 4 fjör, 5 mugga, 6 rólan, 10 eklan, 12 gæs, 13 brú, 15 himna, 16 sulls, 18 lulls, 19 afann, 20 hrun, 21 étur. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 Sudoku Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3- reit birtist tölurnar 1-9. Það verð- ur að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Lausn síðustu Sudoki. www.sudoku.com © Puzzles by Pappocom Skák Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is 1. e4 e5 2. f4 exf4 3. Rf3 g5 4. h4 g4 5. Re5 Rf6 6. Bc4 d5 7. exd5 Bd6 8. d4 Rh5 9. Rc3 De7 10. Be2 Rg3 11. Hh2 Bxe5 12. dxe5 Dxe5 13. Dd3 Kd8 14. Dc4 Rh5 15. Bd2 f3 16. gxf3 Dxh2 17. O–O–O g3 18. d6 c6 19. Bg5+ Ke8 Staðan kom upp í stórmeistara- flokki Olomouc-skákhátíðarinnar í Tékklandi sem lauk fyrir skömmu. Alþjóðlegi meistarinn Martin Petr (2451) frá Tékklandi hafði hvítt gegn Svíanum Alex Smith (2427). 20. d7+! Bxd7 21. De4+ Kf8 svartur hefði orðið mát eftir 21… Be6 22. Hd8#. 22. Bc4! Kg7 23. De5+ f6 24. De7+ Kg6 25. Bf7+ Kf5 26. De4 mát. Allir aðdáendur kóngsbragðs ættu að fara vel yfir þessa skemmtilegu og lærdómsríku skák. Hvítur á leik. Brids Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Spilað til baka. Norður ♠G92 ♥ÁG ♦KD8 ♣ÁKG105 Vestur Austur ♠K5 ♠63 ♥105432 ♥K986 ♦G1093 ♦Á742 ♣62 ♣D94 Suður ♠ÁD10874 ♥D7 ♦65 ♣873 Suður spilar 4♠. Upp úr 1960 fóru flestir keppnis- spilarar að nota þá reglu að spila út þriðja eða fimmta hæsta gegn tromp- samningum. Fljótlega kom í ljós að skynsamlegt er að fylgja sömu reglu inni í miðju spili, hvort sem verið er að svara makker upp í sama lit eða skipta yfir í annan. Vestur spilar út ♦G og austur drepur kónginn í borði og spilar tígul- tvisti til baka, þriðja hæsta frá ríkjandi lengd (því sem hann á eftir í litnum). Sagnhafi drepur og svínar fyrir ♠K. Vestur lendir inni og verður nú að skipta yfir í hjarta strax og sækja þar slag áður en sagnhafi fríar laufið. En því skyldi vestur ekki reyna að taka slag á tígul? Svarið liggur í tígultvistinum. Sé það lægsta spilið frá þrílit á suður ekki fleiri tígla til. (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Þér þykir vænt um vini þína og veitir þeim þá athygli sem þeir þarfnast. Vertu næmur fyrir skapi fólks. Smá-blíða frá þér gæti gert gæfumuninn. (20. apríl - 20. maí)  Naut Þú bíður ekki eftir að sjá hvað hinir ætla að gera. Þú ert foringi. Verkefni koma upp og sambönd verða til vegna þinnar framtakssemi. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Breytingar eiga sér stað í vinnunni. Sumum finnst það frábært, öðrum hræðilegt. Þú sérð strax gott tækifæri fyrir þig í nýju aðstæðunum. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Loksins finnurðu þig í vissum að- stæðum. Línan er samt fín og það er mik- ilvægt að slaka ekki á um of. Vertu agað- ur, skipulagður, sannur fagmaður. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Þú ert með hlutina algerlega á hreinu. Þú manst nöfn, hjálpar fólki og segir brandara. Þetta er vitnisburður um frábæran persónuleika þinn. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Stundum er eins og hinn raunveru- legi þú sért barn sem aldrei fullorðnaðist. Þú ert ennþá varnarlaus og saklaus. Vertu þar sem þú finnur fyrir öryggi. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Lífið þitt er líkast ævintýri þessa dagana. Mundu að allir eiga sína útgáfu af hamingju, sama endinum. Vertu opinn og allt mun enda frábærlega. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Þú ert tilbúinn til að finnast þú æðislegur. Komdu á stefnumótum. Verðu gjafmildur við sjálfan þig. Þér líð- ur kannski skringilega fyrst en svo venstu dekrinu. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Þú ert ekkert of æstur að bjóða fram hjálp því þú skilur ábyrgðina sem felst í loforði. Það er rétt hjá þér að vera óframhleypinn af öryggisástæðum. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Viðskiptavinir, yfirmenn, fjöl- skyldumeðlimir, allir virðast þarfnast þín. Það er vegna þess að þú ert ofurhetja með skilningarvit skörp sem hnífur. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Stundum er í lagi að vera sveigjanlegur (í gær) og stundum vill maður ráða (í dag). Þessu kemurðu auð- vitað á framfæri blíðlega með bros á vörum. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Þú ert að leita að hjálp; þegar hún berst fer það í taugarnar á þér. Þetta er þitt tækifæri til að segja heiminum og þér sjálfum: „Ég get séð um þetta sjálf- ur“. Stjörnuspá Holiday Mathis 27. ágúst 1729 Hraun rann í kringum kirkj- una í Reykjahlíð í Mývatns- sveit og síðan út í Mývatn. Þá gaus í Leirhnjúksgígum en Mývatnseldar hófust árið 1724 og stóðu með hléum fram í september 1729. 27. ágúst 1914 Togarinn Skúli fógeti rakst á tundurdufl á Norðursjó og sökk, en mánuður var þá lið- inn frá upphafi fyrri heims- styrjaldarinnar. Fjórir úr áhöfn togarans fórust en þrettán björguðust. 27. ágúst 1946 Fyrsti bíllinn komst yfir Siglu- fjarðarskarð. Þar með var ein- angrun Siglufjarðar rofin, en vinna við veginn hafði staðið í ellefu ár. Vegurinn um Strákagöng leysti Skarðsveg- inn af hólmi rúmum tveimur áratugum síðar. 27. ágúst 1951 Sýningarsalir Listasafns Ís- lands í húsi Þjóðminjasafnsins voru formlega teknir í notkun. Listasafnið var stofnað árið 1884 og hús safnsins við Frí- kirkjuveg vígt árið 1988. 27. ágúst 1952 Menntamálaráðherra lagði bann við því að auglýsingar um dansleiki yrðu birtar í Ríkisútvarpinu. Tilgangurinn var að hindra að leynivínsalar vissu um fyrirhugaðar sam- komur. Bannið „náði aldrei til- gangi sínum og var til aðhlát- urs eins“, sagði í bókinni Útvarp Reykjavík. 27. ágúst 1970 Rauðu örvarnar sýndu listir sínar við Reykjavíkurflugvöll. „Nákvæmni og hæfni flug- sveitarinnar þurrjós lýsing- arorðaforða áhorfendanna, og vakti óskipta aðdáun,“ sagði í Morgunblaðinu. Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson. Þetta gerðist þá … Í DAG fagnar Jón Högni Stefánsson fertugsafmæli sínu. Þegar blaðamaður hefur samband við hann er enn óráðið hvernig hann hyggst eyða deginum, en Jón Högni telur til greina koma að fara á hrein- dýraveiðar fyrir austan með félögum sínum. Að öðrum kosti ætlar hann að hafa það rólegt á heimili sínu í Vestmannaeyjum. Jón Högni hefur frá unga aldri stundað sjó- mennsku og hefur hann þannig verið á skipinu Drangavík VE síðastliðin 15 ár. „Ef gömlu regl- urnar hefðu haldið væri maður að komast á ald- ur,“ bætir Jón Högni við og hlær. Engar sérstakar afmælishefðir hafa myndast hjá Jóni, en honum er minnisstæður 18 ára afmælisdagurinn. „Þá var ég staddur úti á sjó, kokkurinn á skip- inu trúði ekki að ég ætti afmæli og gaf mér saltfisk“, útskýrir Jón, en honum var reyndar bætt það upp seinna um kvöldið með góðgæti. Afmælisbarnið hefur áhuga á ljósmyndun og veiðum, en hann veiðir aðallega gæsir og hreindýr. Ljósmyndun „fiktaði hann við“ sem unglingur, eins og hann orðar það, en tvö til þrjú ár eru síðan hann tók vélina upp að nýju. Sjá má afrakstur erfiðisins á vefsíðu Jóns Högna, www.fotki.com/jonhogni. Sjómaðurinn hefur ferðast víða innanlands í sumar og þá fer hann einu sinni til tvisvar á ári til útlanda með sambýliskonu sinni, Stefaníu Ársælsdóttur, og eru börnin oft líka tekin með. andresth@mbl.is Jón Högni Stefánsson sjómaður fertugur Afmælisdagurinn óráðinn ;) Nýbakaðir foreldrar? Sendið mynd af nýja ríkisborgaranum ásamt upplýsingum um fæðingarstað og stund, þyngd, lengd, og nafn foreldra, á netfangið barn@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.