Morgunblaðið - 31.08.2008, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 31.08.2008, Blaðsíða 1
S U N N U D A G U R 3 1. Á G Ú S T 2 0 0 8 STOFNAÐ 1913 236. tölublað 96. árgangur Landsprent ehf. MBL.IS Morgunblaðið hvar sem er hvenær sem er Leikhúsin í landinu Allir í leikhús Fýsn >> 53 ÓDÝRAR TÖLVUR TIL ALLRA BARNA DAGLEGTLÍF HVERNIG ER KJÁNA- HROLLI BEST LÝST? REYKJAVÍKREYKJAVÍK VIKUSPEGILL Í Evrópu er þess ekki langt að bíða að dánartíðni fari fram úr fæð- ingum. Þegar fæðingartíðni hverr- ar konu fer niður fyrir 1,3 hrynur íbúafjöldinn. Framtíðarsýnin er tómir skólar og full elliheimili. Barnlausa, gamla Evrópa Thatcher-hjónin höfðu um margt annað að hugsa en tvíburana sína, Carol og Mark. Carol hefur skrifað bækur um foreldra sína og sendir nú frá sér nýja þar sem hún fjallar m.a. um minnistap móður sinnar. Dóttir Thatcher leysir frá skjóðunni Sumir segja að fjölmiðlar séu mun aðgangsharðari og dómharðari við frægar konur en kollega þeirra af hinu kyninu. Körlunum sé sýnd meiri þolinmæði og virðing þótt þeir misstígi sig. Þegar stelpurnar misstíga sig Eftir Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is VIÐSKIPTI með kvóta hafa verið mjög lítil á því fiskveiðiári sem nú er að ljúka og verð hefur lækkað. Á það einkum við um varanlegar aflaheim- ildir, hvort sem það er í stóra eða smáa kerfinu. Viðmælendur blaðsins í sjávarútvegi segja að þau litlu við- skipti sem eigi sér stað séu stunduð af bönkunum, sem séu að færa til skuldir á milli viðskiptavina sinna. Bankarnir hafi verið tregir til að lána fyrir viðskiptum með kvóta. Ekki er talið að þetta ástand muni eitthvað lagast á því fiskveiðiári sem gengur í garð á morgun, mánudag. Verð á leigukvóta hefur hins vegar verið að hækka og viðskiptin eitt- hvað líflegri þó að þau séu langtum minni en áður tíðkaðist. Gætu neyðst til að selja Arthur Bogason, formaður Lands- sambands smábátaeigenda, gengur svo langt að segja að komandi fisk- veiðiár verði smábátasjómönnum af- ar erfitt. Nú muni menn í fyrsta sinn finna verulega fyrir þeim kvóta- skerðingum sem hafa átt sér stað. „Menn gátu aðeins deyft höggið með því að flytja aflaheimildir yfir á þetta fiskveiðiár, sem er að verða búið, en möguleikar til þess núna eru hverf- andi. Ég óttast að fyrir marga eigi komandi fiskveiðiár eftir að verða mjög erfitt, og þarnæsta líka ef halda á þessari dauðans vitleysu áfram að halda þorskinum svona niðri,“ segir Arthur og telur hætt við að einhverj- ir neyðist jafnvel til að selja kvóta eða að bankar taki yfir báta þeirra og selji áfram. „Menn eru lamaðir yfir því hvað bankarnir hafa verið tregir til að lána fyrir kvóta,“ segir hann. Að sögn Reynis Þorsteinssonar, framkvæmdastjóra Kvótamarkaðar- ins, er ekki farið að bera mikið á gjaldþrotum í sjávarútvegi þó að ein- hverjir séu kannski að lenda í greiðsluvandræðum. Hann segir að hið sérstaka hafi gerst á fiskveiðiárinu, sem nú sé að ljúka, að seljandinn hafi tekið alla skerðinguna á sig. Aflaheimildir í þorski hafi verið skertar um 33% og verðið hafi lækkað sem því nemur. Nýtt fiskveiðiár mörgum erfitt  Lítil viðskipti með varanlegar aflaheimildir og verð hefur lækkað  Bankarnir sagðir standa bak við þau viðskipti sem eiga sér stað  Viðskipti með leigukvóta aðeins líflegri og þar hefur verð hækkað Morgunblaðið/Brynjar Gauti Þorskur Kvótinn minnkar áfram.  Alvöru kvótasala | 28 BREYTA þarf áherslum í þjálfun yngri flokka á Íslandi, að sögn Sigfúsar Sigurðssonar og móður hans Mar- grétar Dórotheu Sigfúsdóttur. Of mikið er lagt upp úr að sigra, í stað þess að gefa öllum tækifæri. Sigfús var næstum hættur handboltaiðkun á unglingsaldri vegna þess að hann fékk aldrei tækifæri til að spila. | 22 Allir fái tækifæri til að spila Morgunblaðið/Kristinn NÝR forstjóri Land- spítala – háskóla- sjúkrahúss fer á skíði þegar færi gefst, les bækur Arnaldar Indr- iðasonar og dreymir á norsku. Hulda Gunnlaugs- dóttir hefur búið í Noregi undanfarin ár og síðustu þrjú árin stýrt Aker- háskólasjúkrahúsinu, þar sem 4.100 starfsmenn sinna sjúklingum. Hulda er hjúkrunarfræðingur að mennt og starfaði við fag sitt hér á landi og í Noregi, en söðlaði svo um og ein- beitti sér að stjórnun. „Ég sótti um stöðuna vegna þess að ég veit að Ísland býður upp á eina bestu heilbrigðisþjónustu í heimi og Landspít- alinn hefur átt stóran þátt í því,“ segir Hulda. „Ég hef unun af að vinna innan heilbrigðisþjónustunnar, þróa hana og þar af leiðandi þjóðfélagið. Það er ekki á hverjum degi sem maður getur sameinað áhugamál sitt og það sem brennur á manni.“ | 10 Forstjórinn fluttur inn MARGT hefur breyst til batnaðar í með- ferð nauðgunarmála hér á landi, að mati Björgvins Björgvinssonar, yf- irmanns kynferðisbrotadeildar lögregl- unnar, og Guðrúnar Jónsdóttur, tals- konu Stígamóta. Þau telja þó bæði að ferli nauðgunarmála beri þess vott að staða kynjanna sé ekki jöfn. Guðrún bendir á að undanfarið hafi kærum fjölgað hratt en dómum hafi ekki fjölgað að sama skapi. Ísland er aðili að alþjóðasamningi um afnám allrar mismununar gagnvart konum. Nefnd á vegum Sameinuðu þjóðanna hefur gagnrýnt íslensk stjórn- völd fyrir ýmis atriði, m.a. að dómar fyrir kynferðisbrot séu of vægir hér á landi. Þá sé misræmi milli fjölda kyn- ferðisbrotamála sem tekin eru til rann- sóknar og fjölda mála sem leiða til ákæru og dóms. Í fyrra bárust 36 mál til ríkissaksókn- ara og sakfellt var í 8 málum. Þá leit- uðu 277 einstaklingar aðstoðar hjá Stígamótum vegna brota sem framin voru á árinu. | 32 Kærum fjölgar, dómum ekki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.