Morgunblaðið - 31.08.2008, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 31.08.2008, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31. ÁGÚST 2008 11 Hulda ásamt eiginmanni sínum, Lars Erik, á brúðkaupsdegi þeirra í Bústaðakirkju í febrúar síðastliðnum. Pálmi Matthíasson gaf þau saman. Með þeim á myndinni eru Gunnlaugur Snær sonur Huldu og Tinna dóttir þeirra. Gunnlaugur Snær býr hér á landi og Tinna flytur til Íslands í janúar. Lars Erik mun svo ferðast á milli Íslands og Noregs til að hitta fjölskylduna. Hann hefur kom- ið nokkrum sinnum til Íslands og kann ákaflega vel við sig hér á landi. Hjónin hafa engar áhyggjur af fjarbúð- inni og eru viss um að geta látið ástina halda áfram að blómstra. Hulda er ráðin í forstjórastarfið hjá Landspítalanum næstu fimm árin. „Ég tek bara eitt skref í einu. Maður á að lifa líf- inu meðan hægt er og njóta dagsins í dag og taka öllu öðru eins og bónus,“ segir hún. Á brúðkaups- deginum Morgunblaðið/Kristinn handbolta reglum Norðmenn vilja allt fyrir þá gera.“ Hulda er dóttir Gunnlaugs Hjálmarssonar og Guðnýjar Andrésdóttur. Guðný vann sem deild- arstjóri hjá Rolf Johansen og byggði upp Lan- côme- og L’Oréal-snyrtilínurnar hér á landi. „Í dag, 69 ára gömul, málar hún olíumálverk alla daga, er með aðstöðu í Heilsuverndarstöðinni, selur málverkin sín og nýtur lífsins,“ segir Hulda og bætir við: „Sjálf er ég ekki listræn, get varla haldið á penna, hvað þá pensli.“ „Þeir eru að ná þessu“ Faðir Huldu, Gunnlaugur Hjálmarsson húsa- smiður, var á sínum tíma kosinn einn besti handboltamaður heims og valinn í heimsliðið eftir heimsmeistarakeppnina í handknattleik árið 1964. Hann starfaði síðar sem þjálfari og al- þjóðdómari. „Ég fékk áhuga á íþróttum sem krakki en það getur verið erfitt að vera barn af- reksmanns þannig að minn hugur féll að skát- unum,“ segir Hulda. „Ég varð ung skátaforingi, fjórtán ára með tuttugu stelpur og fór með þær í skátaútilegur sem var mikil ábyrgð. Ég hef stundum hugsað til baka til þessa tíma og spurt mig hvort ég hefði hleypt tíu ára dóttur minni í með fjórtán ára stelpu upp í Esju.“ Hulda fylgdist að sjálfsögðu með gengi ís- lenska handknattleiksliðsins á Ólympíu- leikunum og sömuleiðis norsku handboltas- telpnanna sem unnu gullverðlaun. „Norðmenn fylgdust vel með íslenska handknattleiksliðinu og sögðu sífellt við mig: Þeir eru að ná þessu, þeir eru að ná þessu!“ Fjarbúð í uppsiglingu Hulda kynntist manni sínum, Lars Erik, þeg- ar hann var skrifstofustjóri í Ullevål. Síðan hef- ur hann verið afar áberandi í norskri pólitík, er félagi í norska Verkamannaflokknum, og var á sínum tíma aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra, staðgengill heilbrigðisráðherra og svo hægri hönd Jens Stoltenbergs forsætisráðherra. Nú starfar hann í vinnuveitendafyrirtækinu Spek- ter og er þar forstjóri fyrir almannatengsl. „Maðurinn minn lifir og hrærist í pólitík en ég er ekki í pólitískum flokki, hvorki í Noregi né á Íslandi. Ég hef mikinn áhuga á þjóðfélags- málum og sé heilbrigðisþjónustuna sem einn máttarstólpa velferðarþjóðfélagsins, þar af leið- andi hef ég skoðanir á því hvernig hægt er að gera enn betur innan heilbrigðiskerfisins,“ segir Hulda. Þegar hún er spurð hvort hún hafi kynnst Stoltenberg segir hún: „Ég þekki hann ekki persónulega, hef bara hitt hann í gegnum vinnu mannsins míns. Hann er mjög mynd- arlegur og þægilegur maður.“ Hulda segir þau hjón ekki kvíða því að verða í fjarbúð. „Við erum búin að fara í gegnum þetta mál og höfum rætt hvernig við getum látið ást- ina halda áfram að blómstra. Lars Erik er í þannig starfi að hann á auðvelt með að taka frí og getur dvalið hér í lengri tíma. Við erum viss um að þetta muni ganga mjög vel. Ég er ráðin sem forstjóri til fimm ára. Ég tek bara eitt skref í einu. Maður á að lifa lífinu meðan hægt er og njóta dagsins í dag og taka öllu öðru eins og bónus. Ég hlakka til að taka við þessari nýju stöðu, það er enginn kvíði í mér þess vegna. Eina vandamálið er íslenskan sem hefur aðeins ryðg- að með árunum. Ég hugsa á norsku og mig dreymir á norsku. Ég kann íslenskar barnasög- ur og íslenska barnasöngva og faðirvorið kann ég á íslensku en ég á erfiðara með íslenskuna þegar kemur að fagmáli innan atvinnulífsins. Nú byrja ég að lesa og lesa og lesa á íslensku. Svo er annað, í Noregi þekkti ég allar leiðir inn- an heilbrigðisþjónustunnar, vissi hver stjórnaði hverju og hvað væri hægt að gera. Nú er ég komin inn á nýjan völl. Þetta er eins og að spila handbolta eftir nýjum leikreglum.“ Tíu ára gömul dóttir þeirra Lars Eriks, Tinna, flytur með móður sinni til Íslands. Hulda á son, Gunnlaug Snæ, frá fyrra hjónabandi sem bjó með móður sinni í Noregi en flutti til Íslands fyrir þremur árum. „Þegar sonur minn bjó hjá mér í Noregi töluðum við alltaf íslensku saman og á hverju ári fékk hann í gjöf frá langafa sín- um áskrift að Andrési önd á íslensku til að halda við íslenskunni. Alveg frá því Tinna fæddist hef ég talað íslensku við hana. Nú er hún að und- irbúa sig fyrir Íslandsflutninginn og les Andrés önd á íslensku.“ Hulda segir hafa verið gott að búa í Noregi. „Um leið og maður segist vera Íslendingur þá er eins og þeir séu að fá litla bróður heim. Ís- lendingar hafa mjög gott orð á sér og þykja góð- ir til vinnu, samviskusamir og áreiðanlegir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.