Morgunblaðið - 31.08.2008, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 31.08.2008, Blaðsíða 14
14 SUNNUDAGUR 31. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ Erlent Eftir Guðnýju Hrafnkelsdóttur gudnyh@mbl.is M argaret Thatcher, fyrrverandi for- sætisráðherra Bret- lands, varð í stjórn- artíð sinni tíðrætt um frelsi. Í ræðustóli sagði hún eitt sinn að fólk ætti að kappkosta að viðhalda frelsinu, ekki bara fyrir sjálft sig, heldur fyrir börnin sín „svo þau geti skapað bjarta framtíð og búið áfram við þá blessun og ábyrgð sem fylgja frelsinu“. Það er þó fullljóst að Margaret var aldeilis enginn sérfræðingur í uppeldi barna. Það þarf ekki annað en skoða skrautlegan feril sonar hennar eða lesa viðtöl við dóttur hennar til að sjá það. Margaret eignaðist tvíburana Mark og Carol með eiginmanni sín- um Denis 15. ágúst 1953. Uppeldi barnanna átti þó ekki hug hennar og hjarta. Ráðlagt að yfirgefa landið Sögur fara af því að sá tími sem hún átti aflögu utan vinnu hafi nær eingöngu farið í Mark, sem sagður er hafa verið augasteinn foreldr- anna. Einnig hefur vakið athygli að í æviminningum hennar er Mark reglulega nefndur en Carol mun síð- ur. Flestir myndu þó segja að Mark hafi farið heldur illa með það frelsi og þá ábyrgð sem honum var falin. Mark, sem erfði barónstitil föður síns þegar hann lést árið 2003, er þekktur að endemum. Það segir meira en mörg orð að þegar Mark spurði hvort hann gæti lagt móður sinni lið fyrir kosningarnar 1987 svaraði fjöl- miðlafulltrúi hennar, sir Bernard Ingham, sem var mjög beinskeyttur maður: „Farðu úr landi.“ Það fyrsta sem hneykslaði al- menning var þegar Mark týndist í Sahara-eyðimörkinni tuttugu og átta ára að aldri. Hafði hann þá ákveðið að taka þátt í kappakstri ásamt félögum sínum og það fór ekki betur en svo að hann var týnd- ur í sex daga. Var það í fyrra skiptið af tveimur sem Margaret sást fella tár. Síðara skiptið var þegar hún lét af starfi sem forsætisráðherra. Margaret var áfram um að haft væri uppi á tæplega þrítugum syni sín- um. Gríðarleg leit hófst að drengn- um og voru m.a. notaðar tíu flug- vélar og kostnaðurinn nam hundruðum þúsunda sterlings- punda. Orð Marks um hremmingarnar, eftir að hann loks komst í leitirnar, voru aðeins til að hella olíu á eldinn. Hann hafði í raun ekki villst sjálfur, heldur var það öðrum að kenna að hann týndist. Margaret hélt hins vegar hlífiskildi yfir syni sínum og vildi ekki trúa því að hann hefði gert neitt af sér. Sagði hún hann afburða kláran dreng sem „gæti selt eskimó- um snjó og aröbum sand“. Með ævintýrum sínum í við- skiptaheiminum næstu árin tókst honum rækilega að stimpla sig sem svarta sauð fjölskyldunnar. Hefur það helst vakið athygli manna að hann hefur notað sér nafn móður sinnar til að koma sjálfum sér áfram og sanka að sér seðlum. Fyrst var hann ásakaður um slíkt er hann hélt til Ómans til að aðstoða steinsteypu- fyrirtæki við að landa milljónasamn- ingi, einungis degi eftir að Margaret kom þangað sjálf í opinbera heim- sókn. Öllu alvarlegri eru ásakanir um að hann hafi þegið milljónir punda í umboðslaun í tengslum við vopna- sölusamning milli Sádi-Arabíu og Bretlands sem móðir hans skrifaði undir. Ásakanir sem þessar hafa alla tíð fylgt Mark. Sumar þeirra hafa ekki aðeins verið þungar og al- varlegar, heldur einnig vandræða- legar fyrir fullorðinn manninn. Árið 1995, er hann var fjörutíu og tveggja ára, lék til að mynda grunur á að hann hefði farið á fund furstans af Abu Dhabi með handskrifað bréf frá móður sinni, til að ná við hann viðskiptasamningi. Mark hefur hins vegar alltaf neit- að öllum staðhæfingum um að hann noti móður sína sér til framdráttar og sagt að hann hefði náð alveg jafn langt í viðskiptaheiminum þótt móð- ir hans hefði ekki verið forsætisráð- herra. Þrátt fyrir að árin líði og Mark eldist virðast strákapör hans engan endi ætla að taka. Væri reyndar nær að kalla tilþrif hans á sviði við- skipta síðustu árin glæpsamleg klækjabrögð. Á það sérstaklega við aðild hans að samsæri um að steypa af stóli ríkisstjórn Afríkuríkisins Miðbaugs- Gíneu árið 2004. Var hann ákærður fyrir að hafa tekið þátt í samsærinu, m.a. með því að taka á leigu þyrlu, og settur í stofufangelsi í Suður- Afríku, en þar bjó hann með fjöl- skyldu sinni. Margaret hjálpaði þá syni sínum og lagði fram tryggingafé, rúmlega 165 þúsund sterlingspund, í því skyni að fá son sinn leystan úr haldi. Fyrst um sinn neitaði Mark öllum ásökunum. Snemma árs 2005 játaði hann hins vegar fyrir dómi í Suður- Afríku að hafa óafvitandi stutt valdaránstilraunina. Hann hefði leigt þyrlu í þeirri trú að hún yrði notuð til hjálparstarfsemi en í raun átti að nota hana til að flytja til landsins leiðtoga stjórnarandstöð- unnar. Var hann dæmdur í fjögurra ára skilorðsbundið fangelsi og til greiðslu sektar. Féll í skugga bróður síns Á uppvaxtarárum tvíburanna fór minna fyrir Carol en bróður hennar. Hún var að mestu alin upp af barn- fóstrum þar til hún komst á skóla- aldur, en þá var hún send í heima- vistarskóla. Hún var ekki mikið fyrir að koma sér í vandræði og því var ekki mikið fjallað um hana í fjöl- miðlum. Í viðtali við breska dag- blaðið Mirror var haft eftir henni að Mark hefði verið meira heillandi í augum almennings, á meðan hún var litlaus og dauf. Í sama viðtali sagði hún að upp- vaxtarárin hefðu oft á tíðum verið einmanaleg. Systkinin fengu ekki leyfi til að leika sér við börnin í hverfinu og þau máttu ekki hringja í móður sína á daginn, því þau gætu truflað hana. Einnig hefur verið haft eftir Carol að hún hafi haft meiri samskipti við ritara móður sinnar en hana sjálfa. Leit hún á suma rit- arana sem systur sínar. Að sama skapi ruglaði Margaret oft saman nöfnum ritaranna og dóttur sinnar. Denis stundaði viðskipti og hann gat ekki hugsað sér að vera heima með börnunum ef móðirin var ekki heima. Svo þau hittu foreldra sína oftast aðeins um helgar og á frídög- um, svo lengi sem ekkert mikilvæg- ara hélt þeim í vinnunni. Þau voru því ekki efst á forgangslistanum. Carol lærði blaðamennsku og flutti til Ástralíu til starfa nokkrum árum áður en móðir hennar varð forsætisráðherra. Hefur hún æ síð- an haft aðalaðsetur utan Bretlands, þó svo hún eigi einnig íbúð í Lond- on. Það kom aðeins einu sinni fyrir í forsætisráðherratíð Margaret að hún sýndi Carol opinberlega móð- urlega umhyggju. Carol átti í ást- arsambandi við stjórnmálamanninn Jonathan Aitken sem endaði illa. Í kjölfarið sagðist Margaret aldrei veita manni starf sem „grætt hefði Carol“. Samhliða blaðamennskunni hefur Carol skrifað nokkrar bækur, þeirra á meðal Diary of an Election: with Margaret Thatcher on the Campa- ign Trail og ævisögu föður síns, Be- low the Parapet: the Biography of Denis Thatcher. Hún vakti þó fyrst verulega athygli í fjölmiðlum ytra árið 2005, er hún tók þátt í raun- veraleikaþættinum I’m a Cele- brity … Get Me Out of Here! og bar sigur úr býtum. Þátturinn, sem líkist bandaríska raunveruleikaþættinum Survivor, gengur út á að þrauka í nokkrar vik- ur í regnskógi í Ástralíu ásamt fleiri þekktum einstaklingum án allra helstu nauðsynja. Þátttakendur þurfa m.a. að keppa í undarlegustu hlutum. Carol afrekaði að borða lif- andi lirfur og dýraeistu, sem Bret- um þykir ekki herramannsmatur, og var að lokum krýnd drottning frum- skógarins. Fjölskyldan ekki í fyrsta sæti  Börn Margaret og Denis Thatcher, Mark og Carol, hafa lifað skrautlegu og viðburðaríku lífi.  Upp- tekin af því að ráðleggja öðrum um barnauppeldi virðist Margaret hafa gleymt að ala upp sín eigin. © Hulton-Deutsch Collection/CORBIS Saman komin Fjölskyldan og börnin voru aldrei efst á forgangslista Margaret og Denis Thatcher. Í HNOTSKURN »Bók Carol Thatcher, ASwim-On Part in the Gold- fish Bowl: A Memoir verður gefin út 4. september nk. » Í bókinni segir Carol með-al annars frá hrakandi minni móður sinnar. »Fyrst tók hún eftir aðminni móður hennar hrak- aði þegar hún ruglaði saman Bosníu og Falklandseyjum. » Í dag er minnið mun verraog Carol þarf margoft að minna hana á að Denis, eig- inmaður Margaret til fimmtíu ára, sé látinn. »Segir hún móður sína veraí sínum eigin heimi. Nýjasta bók Carol Thatcher, A Swim-On Part inthe Goldfish Bowl: A Memoir, kemur út 4. sept- ember nk. Í bókinni lítur hún yfir farinn veg og skrif- ar einnig um fjölskyldu sína. Dagblaðið The Daily Ma- il birti í síðustu viku útdrátt úr bókinni, þar sem Carol skrifar um minnisleysi 83 ára móður sinnar, sem Margaret hefur þjáðst af síðustu átta ár. Margaret var áður þekkt fyrir að hafa óbrigðult minni og skrifar Carol að það hafi verið mikið áfall fyrir sig þegar hún fór fyrst að taka eftir minnisleysinu. Ruglaði móðir hennar þá saman Bosníu og Falklandseyjum í sam- ræðum sem þær áttu um stríðið í fyrrum Júgóslavíu. Að sögn Carol fer henni hratt versnandi og suma daga man hún ekki byrjun á setningu sem hún er við að enda. Ýmsar spurningar hafa vaknað eftir að útdrátt- urinn var birtur. Sumum finnst eðlilegra að Carol biði með bókaútgáfuna þar til móðir hennar væri látin og halda því fram að útgáfan sé fyrst og fremst tilraun Carol til að græða pening á móður sinni, líkt og Mark bróðir hennar hefur svo oft verið sakaður um. Öðrum finnst ekki mikið tiltökumál að kona á níræðisaldri sýni merki um elliglöp og þykir það ekki efni í bók. Í útdrættinum minnist Carol einnig lítillega á bróð- ur sinn Mark, en þau hafa ekki haft mikil samskipti sín á milli síðan á æskuárunum. Segir hún að vand- ræðagangur Marks síðustu árin hafi haft slæmar af- leiðingar á heilsu móður þeirra. Hafi hún ekki aðeins átt við minnisleysi að glíma, heldur stöðugt haft áhyggjur af syni sínum. Carol hefur annars sjaldan tjáð sig opinberlega um bróður sinn. Hún lét þó hafa eftir sér í viðtali við dag- blaðið The Independent á sínum tíma að það hefði haft ákveðna kosti að Mark týndist í miðri eyðimörk. „Við gátum tekið því rólega um stund, þar sem Mark hafði tekið að sér að vera neyðarlegi fjölskyldu- meðlimurinn.“ Það má því með sanni segja að Thatcher fjölskyldan sé ekki sú samrýmdasta og er jafnvel hægt að kenna framabrölti um hvernig fór. Margaret býr enn í Lond- on, Carol býr í Sviss ásamt maka sínum og Mark í Bandaríkjunum með fjölskyldu sinni. Járnfrúin er síð- ur en svo sátt með málavöxtu og hefði frekar viljað hafa börnin búandi í nágrenni við sig. Eða í það minnsta í sama landi. Carol gefur hins vegar lítið fyrir þessar kvartanir móður sinnar: „Móðir getur ekki skynsamlega búist við því að fullorðin börn hennar flýti sér til hennar núna til að bæta upp fyrir liðna tíma. Fjarstödd móðir sem verður að yfirdrifinni ömmu er ekki leiðin að jafnvægi.“ Skrifað um elliglöp
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.