Morgunblaðið - 31.08.2008, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 31.08.2008, Blaðsíða 16
16 SUNNUDAGUR 31. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ One Laptop Per Child, ein far- tölva á barn, er bæði hug- myndin og heiti fyrirtækisins. Negroponte er sannfærður um gildi þess: „Þetta er ekki áætlun um tölvusmíði, heldur um menntun.“ lista víðs vegar úr heiminum. Engin nothæf tölva hafði verið smíðuð, en Negroponte vakti gríð- arlega athygli. Eftirleikurinn virtist ætla að verða auðveldur. Negroponte fékk fjöldann allan af fyrirtækjum til liðs við sig, þeirra á meðal Google, AMD, News Corp. og Red Hat, sem tók að sér gerð hugbúnaðar fyrir tölvuna. Síðar bættist Brig- htstar-fyrirtækið við, sem sérhæf- ir sig í þráðlausum lausnum. Æ fleiri styðja nú við framtakið og ekki gera þeir það í von um skjót- fenginn gróða, því fyrirtækið One Laptop Per Child, OLPC, er ekki rekið í hagnaðarskyni. Eini til- gangur þess er að koma börnum í þriðja heiminum í samband við umheiminn. Vinir um veröld alla Negroponte ferðaðist víða um heim og kynnti væntanlega tölvu. Hann er af auðugri og vel tengdri fjölskyldu og virðist einn af þeim sem eiga vini um allan heim. Hon- um hefur alla vega tekist að ná eyrum stjórnmálamanna og ann- arra forystumanna þjóða. App- leyard veltir því reyndar upp í grein sinni hvort Negroponte hafi ofmetið þessi tengsl sín. Eitt sé að hitta þjóðhöfðingja, taka í höndina á þeim, kynna tölvuna og fá í stað- inn lofsyrði um frábært framtak. Annað að ná raunverulegum samningum um sölu á tölvunni, sem síðan yrði dreift til fátækra íbúa ríkjanna. Negroponte fékk alls staðar góð viðbrögð, en erfiðlega gekk að fá stjórnmálamenn til að standa við stóru orðin. Stundum hefur ekki verið við þá að sakast. Taílenski forsætisráðherrann Shinawatra var reiðubúinn að semja um kaup á tölvunum fyrir landsmenn. Þar með virtist fyrsti stórsamning- urinn í höfn. Argentína, Brasilía og Pakistan bættust í hópinn. Shinawatra var hins vegar steypt af stóli áður en hægt var að upp- fylla samninginn. Og forystumenn í hinum löndunum hafa ekki fylgt málinu eftir af sama áhuga og þeir sýndu í fyrstu. Negroponte hefur sjálfur sagt að hann efist ekki um þá leið sína að leggja áherslu á að ná til æðstu manna ríkja. Jafnvel þótt fundir þeirra hafi ekki alltaf skilað ár- angri hafi hann óneitanlega fengið gríðarlega kynningu á tölvunni. Enn reynir Intel Í nóvember 2005 ákvað forseti Nígeríu að kaupa milljón tölvur. Honum barst bréf frá Intel níu mánuðum síðar þar sem stjórn- arformaður fyrirtækisins óskaði eftir fundi með honum til að ræða alþjóðlegt verkefni Intel, „sem er ætlað að tryggja milljarði notenda aðgang að tölvum.“ Og auðvitað ætlaðist Intel til að fartölva Class- mate yrði þar í fararbroddi, ekki ódýra tölvan XO. Intel sætti harðri gagnrýni þeg- ar fréttist af þessari sölutilraun þeirra, sem hefði óneitanlega skemmt verulega fyrir starfi Ódýrar tölvur til allra barna Tæpt ár er síðan fjölda- framleiðsla hófst á XO- fartölvum. Þær eru sér- staklega ætlaðar börnum í þróunarlöndum og hug- myndasmiðurinn að baki vonast til að þær efli menntun þeirra. Ragn- hildur Sverrisdóttir kynnti sér þessa far- tölvuvæðingu. H ugmyndin var göfug: Að framleiða far- tölvu fyrir þriðja heiminn, svo öll börn ættu þess kost að mennta sig og fræðast með að- stoð netsins, sama hversu fátæk þau væru. Til að þetta markmið næðist varð tölvan að vera mjög ódýr og í fyrstu var talað um hundrað dollara tölvuna. Hálfu fjórða ári síðar er tölvan tilbúin. Hún kostar að vísu nær helmingi meira en að var stefnt, eða 190 dollara, um 15.200 krónur. Samt er hún margfalt ódýrari en sambærilegar tölvur, hún er með skjá sem er skýr og greinilegur jafnt í björtustu sól á þorpstorg- inu í Taílandi sem í skugga leir- kofans í Afríku, hver tölva getur tengst næstu með innra neti svo allt þorpið getur samtengst þótt ekkert netsamband sé á staðnum og hún er knúin sólarrafhlöðum. En auðvitað ætla menn sér líka að koma upp netsambandi, samhliða útbreiðslu tölvunnar. Hugbún- aðurinn hefur valdið nokkrum vanda, a.m.k. fullorðnum sem eru vanir að vinna á tölvur. En hann er hannaður sérstaklega fyrir börn og þau munu vera fljót að átta sig á hugsuninni að baki. Hið sama á við um viðmótið, þar standa vanir pc- eða makka- notendur á gati fyrst í stað, en barn sem aldrei hefur litið tölvu áður og nálgast þessa með opnum hug þarf ekki að burðast með slík- an samanburð. Hugmyndin var frábær, en gerð tölvunnar var alls ekki þrauta- laus. Stærstu framleið- endur vél- og hugbúnaðar í heiminum voru ekk- ert sérstaklega spenntir fyrir hugmyndinni um mjög ódýra tölvu, sem þar að auki studdist ekki við þeirra framleiðslu. Í tölvunni góðu, sem fengið hefur heitið XO, er nefnilegan hvorki Intel-örgjörvi né Microsoft-hugbúnaður. Risarnir ósáttir Í grein í Sunday Times Magaz- ine 10. ágúst sl. rekur blaðamað- urinn Bryan Appleyard hvernig risarnir reyndu að bregða fæti fyrir XO-tölvuna. Framleiðendur tölvunnar höfðu reyndar leitað til Intel og beðið fyrirtækið um að hanna ódýran örgjörva, en risinn þvældist með málið fram og til baka mánuðum saman. Hjá ör- gjörvaframleiðandanum AMD tóku menn hins vegar ákvörðun á örfáum klukkustundum og þar með var ljóst hver hreppti hnoss- ið. Þótt Intel hafi leikið svifaseina risann brást fyrirtækið nú hart við og hóf sjálft framleiðslu á ódýrum fartölvum, sem kallast Classmate. Svo herjaði fyrirtækið á sömu kaupendur og XO með tölvuna sína, þ.e. fátækari ríki heims. Og sagðist hafa þróað tölvuna sér- staklega til að ýta undir menntun og framþróun í þessum löndum. Bill Gates var ósáttur við að Microsoft kæmi hvergi nærri, því ákveðið var að nota ókeypis og op- inn hugbúnað, sem kallast Sugar, í XO-tölvuna. Í grein sinni segir Appleyard að ríkasti maður heims, sem jafnframt er stórtækasti ein- staklingurinn í þróunarhjálp í heiminum, hafi talað illa um XO- tölvuna og hvatt menn í guðanna bænum til að fá sér frekar al- vörutölvu. Síðar hafi Gates að vísu beðist afsökunar á um- mælum sínum í einka- samtölum við framleiðendur XO- tölvunnar. Að baki XO-tölvunni er maður að nafni Nicholas Negroponte. Negroponte hefur verið viðloðandi tölvur frá árdögum þeirra og stofnaði og stýrði rannsóknarstofu í fjölmiðlum við þekktasta tækniháskóla heims, MIT. Hann stofnaði fyrirtæki til að hrinda hugmynd sinni í fram- kvæmd. One Laptop Per Child, ein fartölva á barn, er bæði hug- myndin og heiti fyrirtækisins. Negroponte er sannfærður um gildi þess: „Þetta er ekki áætlun um tölvusmíði, heldur um mennt- un.“ Ekki er langt síðan Negroponte hratt hugmynd sinni í fram- kvæmd. Hann fór í pontu á heims- viðskiptaráðstefnunni í Davos í Sviss í janúar 2005 og kynnti þar hugmynd sína frammi fyrir for- kólfum viðskipta, stjórnmála og Þótt enn sé langt í land að öll börn heims hafi aðgang að tölvu stefnir í að fljótlega hafi milljón börn í 16 löndum XO- tölvu til afnota. » »
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.