Morgunblaðið - 31.08.2008, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 31.08.2008, Blaðsíða 17
OLPC. Í maí í fyrra ákvað Intel að slíðra sverðið og ganga til liðs við OLPC. Fyrirtækið fékk stjórn- armann og lagði fram 6 milljónir dollara. Hálfu ári síðar var stjórn- armaðurinn farinn og samstarfinu slitið, m.a. vegna þess að Intel vildi ekki hætta við Classmate- tölvu sína. Í janúar 2006 gengu Sameinuðu þjóðirnar til liðs við Negroponte þegar því var lýst yfir að Þróun- aráætlun Sameinuðu þjóðanna myndi starfa þétt með OLPC við dreifingu tölvanna í þróun- arlöndum. Þróunaráætlunin er auðvitað með skrifstofur og starfs- menn víða, svo þetta samstarf ætti að auðvelda OLPC eftirleikinn. Þróun tölvunnar gekk hratt og vel. Árið 2006 leið ekki svo mán- uður að ekki væri tilkynnt um nýja samstarfsaðila eða end- urbætur á vélbúnaði og hugbún- aði. Þetta var allt saman að smella. Og fór á fljúgandi ferð í fyrra. Enn þeyttist Negroponte um allan heim að afla sambanda. Í október tilkynnti Líbýustjórn að hún ætlaði að kaupa 1,2 milljónir tölva, eina fyrir hvert einasta skólabarn í landinu. Mánuði síðar runnu fyrstu XO- tölvurnar eftir færibandi verk- smiðju í Sjanghæ. Enn átti þó eft- ir að laga framleiðsluna töluvert. Þegar fjöldaframleiðslan hófst loksins, í nóvember í fyrra, höfðu Uruguay, Rúanda og Perú bæst í hóp landa sem ákváðu að bæta menntun barna sinna með kaupum á XO. Fyrstu börnin fengu tölvuna í hendur í desember á síðasta ári. Ágætis tölvur Tölvan þykir í flesta staði mjög vel heppnuð. Vélbúnaðurinn fær bestu einkunn þeirra sem gerst til þekkja, en frjálsi hugbúnaðurinn (open source) hefur ekki vakið jafn mikla lukku. Breska dag- blaðið The Economist fann honum flest til foráttu í grein í janúar sl. Sú gagnrýni þótti ekki alveg sann- gjörn. Hugbúnaðinn varð að vinna frá grunni til að ná verði tölv- unnar niður. Það kom niður á við- mótinu, sem alla jafna tekur mörg ár að þróa. Ekki kom til greina að kaupa Windows hugbúnað til að stytta leiðina og bæta viðmótið, enda hefði verð tölvunnar þá tvö- faldast. Og fyrst börnin eru snögg að læra á tölvuna, hvaða máli skiptir þá hvað alvönum tölvuskrí- bentum Economist þykir best? Microsoft hefur núna grafið stríðsöxina. XO-tölvan getur keyrt Windows XP-forritið ef mönnum sýnist svo. Þrátt fyrir að það orð færi af Microsoft að fyrirtækið seldi aldrei nokkurn tímann nokk- uð ódýrt, þá fengu Negroponte og OLPC XP-pakkann á aðeins 3 dollara á tölvu, eða um 250 krón- ur. Þótt enn sé langt í land að öll börn heims hafi aðgang að tölvu stefnir í að fljótlega hafi milljón börn í 16 löndum XO-tölvu til af- nota. Þótt fyrstu viðbrögð og pantanir hafi bent til enn meiri dreifingar eru menn ágætlega sáttir. Tölva Intels hefur ekki náð viðlíka dreifingu, hún hefur ekki náð 100 þúsund eintaka markinu, að því er næst verður komist. Fyrir ári blés OLPC til her- ferðar og bauð kaupendum í Bandaríkjunum og Kanada að eignast þessar ódýru tölvur. Þá var verðið að vísu komið upp í 399 dollara, eða rúmar 33 þúsund krónur. Fyrir þetta verð fékk kaupandinn eina tölvu senda, en önnur var send til barns í þróun- arríki. Þessi herferð þótti gefast vel. Í júlí sl. tilkynnti Nicholas Negro- ponte að bráðum hæfist önnur sambærileg söluherferð. En að þessu sinni stæði fólki um allan heim til boða að kaupa tvær tölv- ur, aðra fyrir sig og hina fyrir barn í þróunarríki. rsv @mbl.is MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31. ÁGÚST 2008 17 Áður en fyrsta XO-tölvan var smíðuð gaf Nicho- las Negroponte 20 börnum í litlu, afskekktu þorpi í Kambódíu „hefð- bundnar“ fartölv- ur. Ári síðar bætti hann öðrum 20 tölvum við. Hann tryggði netsamband og innan skamms tíma höfðu börnin og fjölskyldur þeirra lært að nýta sér netið á ýmsan hátt, bæði til fróðleiks og skemmt- unar. Og hvert ætli hafi verið fyrsta enska orðið sem var á allra vörum í þorpinu? „Google“ að sjálfsögðu. Kambódísku börn- in „gúgla“ nú allt sem þau þurfa að vita. Gúglaðu nýja grjónauppskrift! XO-tölvan hefur verið kynnt víða um heim. Ráðamenn hafa marg- ir tekið henni opnum örmum og séð kjörið tækifæri til að koma börnum þjóðar sinnar í einu stökki inn í upp- lýsingaöld. Árið 2003 ákvað forseti Brasilíu, Lula da Silva, að fá XO tölvur fyrir börn landsins. Hann skipaði embættismönnum sínum að setja saman áætlun um framkvæmdina. En þeir höfðu aðeins 29 daga til stefnu. Alls ekki fleiri. Embættismönnunum þótti þetta naumt, en forsetanum varð ekki haggað: „Allt sem tekur 30 daga eða meira er óáhugavert!“ Langt er leiðinlegt Hönnun á tölvu er ekki einfaldasti hlutur í heimi. Fyr- ir utan vélbúnað og hugbúnað þarf auðvitað að huga að umgjörð tölvunnar. Í nóvember 2005 var haldin ráðstefna um upplýs- ingasamfélagið í Túnis. Kofi Annan, aðalfram- kvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hampaði þar einni af fyrstu frumgerðum XO-tölvunnar. Og braut handfangið á henni af. Hönnuðir voru sendir aftur að teikniborðinu. Úps! Luiz Inacio Lula da Silva
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.