Morgunblaðið - 31.08.2008, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 31.08.2008, Blaðsíða 18
18 SUNNUDAGUR 31. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ Þ að er kvöld í júlí og við sitjum fyrir utan einn uppáhaldsbarinn okkar í borginni Norwich í Bretlandi. Marglitar ljósaseríur lýsa upp port fullt af fólki. Innan af barnum heyrist tón- list, hlátrasköll, hróp og köll. Úr loftinu falla stórir dropar og við þjöppum okkur saman undir regnhlíf sem stendur út úr veggn- um. Bjór siglir á borðið og við skál- um fyrir lífinu og tilverunni. Og gleðilegum endurfundum. Skilur einhver reglurnar? Við lærðum öll saman í þessari borg, komum hvert úr sinni áttinni haustið 2006 og urðum perluvinir í School of Development Studies í UEA. Af einhverjum ástæðum útskrifar skólinn okkar stúdenta ári eftir að þeir klára námið. Sumarið eftir að við skiluðum lokaverkefnum okkar í þróunarfræðum hittumst við því á nýjan leik. Þau sem enn eru á staðnum eða höfðu efni á að koma. Margir eru frá löndum utan Evr- ópusambandsins og tókst að kría út vegabréfsáritun til að dvelja aðeins lengur í Bretlandi. Það var þó ekki heiglum hent. Nemendurnir eiga langa sögu af viðskiptum sínum við sendiráðið; pappírsflóði og endalausri bið. Enginn skilur reglurnar, allir klóra sér í höfðinu meðan þeir út- skýra hlæjandi í hverju þeir lentu. Hákarl og vegabréfsáritun Þetta júlíkvöld rifjum við upp tímann í skólanum, ræðum heims- málin, tölum og flissum. Það er gaman að vera til. Með glampa í auga ákveðum við endurfundina sem koma skulu. „Við verðum að halda hópinn! Af hverju hittumst við ekki öll á sama tíma að ári á Íslandi? Það tekur ekki nema þrjá tíma að fljúga til Ís- lands frá Bretlandi og þið getið öll búið ókeypis hjá mér. Flatsæng í stofunni!“ segir Íslendingurinn og uppsker glasalyftingu. „Ísland, mergjað! Alltaf langað að koma þangað!“ Á kvöldi sem þessu verður allt mögulegt, ótrúlegustu hlutir fram- kvæmanlegir. Þeir sem komu á skólastyrk til Bretlands frá fátæk- um þróunarríkjum ætla að gera allt sem þeir geta til að safna peningum og hitta hópinn. „Hverjar haldið þið annars að séu líkurnar á að við fáum öll Schen- gen-vegabréfsáritun til að komast til Íslands?“ heyrist í hjáróma röddu við borðið. Efasemdamann- eskjan er samstundis kveðin í kút- inn. „Hugsum ekki um það núna, það bjargast!“ Skólafélagi minn er æst- ur í að borða hákarl á Íslandi og sjá miðnætursólina. Úganda og Mósambík Ein í hópnum er á leið í rann- sóknarvinnu til Úganda. Önnur til Mósambík. „Við gætum líka hist Ljósmynd/Sophie Bremner Nemendur frá öllum heimshornum Þróunarfræðinemar í UEA, University of East Anglia, stilla sér upp í útskriftarbúningum sínum og með prófskírteinin. Heimsækið þið mig ekki örugglega í fangelsið? Þau komu úr hvorri áttinni þegar þau hófu nám í þró- unarfræði í Norwich í Bretlandi haustið 2006. Sigríður Víðis hitti gömlu skólafélaga sína þegar hóp- urinn útskrifaðist í sumar og ákvað að viðhalda vinátt- unni með því að heimsækja hvert annað. En heimspólitíkin setur strik í reikninginn og ekki geta allir farið hvert á land sem er. Ljósmynd/Sophie Bremner Í fullum skrúða Glaðir útskriftarnemar í fullum skrúða á útskriftinni í UEA í Bretlandi. Nemendur frá Póllandi ræða við annan frá Eþíópiú en fremstur situr Jamali frá Pakistan. » Iss, já hún getur örugglega farið hvert sem er og bara brosað og sagst vera frá Ís- landi! PAKISTAN Hamedullah Jamali Aldur: 31 árs Fæðingarstaður: Balochistan í Pakistan Núverandi búseta: Norwich í Bretlandi Móðurmál: Balochi Kannski er ég bara eitthvað taugaveiklaður. En ef maður vill hámarka möguleika sína á að geta dvalið í Evrópu í framtíð- inni vill maður ekki beint hafa bæði Pakistan, Íran og Afgan- istan á vegabréfinu eða fer- ilskránni … ÍSRAEL Adi Cahaner Aldur: 27 ára Fæðingarstaður: Rehovot í Ísrael Búseta: Tel Aviv í Ísrael Móðurmál: Hebreska Ef þú kemur í heimsókn til mín getur þú komið í leiðinni við í Sýrlandi eða Líbanon. Það eina er að með ísraelska vegabréfið mitt má ég bara ekki fara með þér …
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.