Morgunblaðið - 31.08.2008, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 31.08.2008, Blaðsíða 24
24 SUNNUDAGUR 31. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ F ortíð Íslendinga er flest- um okkar hulin að mestu en þó eru ýmsir sem vita meira en aðrir um það sem einu sinni var. Dr. Lára Magnúsardóttir sagn- fræðingur sagði frá margri vitneskju sinni á norrænni kvennasöguráð- stefnu sem nýlega var haldin í Reykjavík. „Ég hef lagt mig mest eftir að skilja samhengið milli kirkjunnar og lífs almennings á miðöldum, það er lítið til af gögnum um hvernig mið- aldamenn lifðu lífi sínu, mest af því eru gögn frá dómstólum kirkjunnar,“ segir Lára. „Þess vegna hef ég leitað leiða til að skilja þessi skjöl. Í doktorsverk- efninu mínu, sem ég gaf út í fyrra, þróaði ég aðferð til að túlka þessi skjöl. Þessi aðferð setur þau í sögu- legt samhengi og greinir tungumálið sem er í skjölunum, en það er laga- mál.“ Sést eitthvað í þessum skjölum hvernig daglegt líf fólks var á þessum tíma? „Flest skjölin sem ég er með um nafngreint fólk eru frá síðari hluta 15. aldar og fram að siðaskiptum. Í þeim sést lítið hvernig fólk lifði frá degi til dags, en það má þó t.d. sjá í þeim ýmislegt um fjölskylduhagi.“ Voru fjölskyldubönd þá eins sterk og t.d. á söguöld? „Fjölskyldan sem ég hef rann- sakað mest stendur í miklum erjum innbyrðis fyrir dómstólum. Þess vegna eru dómskjölin til. Þetta er sennilega ríkasta fólk sem hefur nokkru sinni lifað á Íslandi,“ Jafnvel þótt við tökum „útrás- arfólk“ nútímans? Ég þori ekki að fullyrða neitt um slíkan samanburð en eitt er víst, þetta miðaldafólk var forríkt. Árið 1495 lést Solveig Björnsdóttir sem var dóttir Björns Þorleifssonar, hirðstjóra á Skarði, og Ólafar ríku Loftsdóttur. Björn og Ólöf giftu börn sín börnum annarra auðugra höfð- ingja. Þegar Solveig Björnsdóttir dó höfðu mál æxlast þannig að arfur eft- ir flest þetta ríka fólk var kominn á hennar hendur og því arfur eftir hana afar mikill og deiluefni erfingja hennar.“ Þras um lögmæti hjónabands Hverjir voru það sem deildu um arfinn? „Það voru börn og barnabörn hennar og systkina hennar. Þetta fólk skiptist í fylkingar og þeirra leið til þess að komast yfir arfinn var að sýna fram á það að sumir ættingj- arnir hefðu ekki verið í löglegu hjóna- bandi og þess vegna ættu börnin þeirra að vera arflaus. Sá sem gat skorið úr um þetta efni var biskup og þess vegna voru skjölin í biskupspappírum.“ Voru hjóna- Flókin erfðamá Sagnfræðingur Lára Magnúsardóttir hefur skoðað erfðamál Solveigar Björnsdóttur sem var ótrúlega rík og spruttu því mikil og löng erfðaþrætumál við andlát hennar 1495, þau stóðu í áratugi. Erfðamál hafa löngum átt drjúgan þátt í illdeilum ætt- menna á Íslandi. Dr. Lára Magnúsardóttir hefur m.a. skoðað erfðamál Solveigar Björnsdóttur. Guðrún Guð- laugsdóttir ræddi við Láru um Solveigu, en á hendur hennar safnaðist óhemjulega mikill auður seint á 15. öld og fóru erfingjar út í miklar lagaþrætur vegna þess. Í HNOTSKURN »Uppáhaldsmaðurinn minner Jón Sigmundsson lögmaður, frændi Solveigar. Hann var sennilega bannfærðasti maður allra tíma. »Það er lítið til af gögnumum hvernig miðaldamenn lifðu lífi sínu, mest af því eru gögn frá dómstólum kirkj- unnar. »Þegar Solveig Björnsdóttirdó höfðu mál æxlast þannig að arfur eftir flest þetta ríka fólk var kominn á hennar hendur og því arfur eftir hana afar mikill og deiluefni erf- ingja hennar. Sængurfataverslun, Glæsibæ • Sími 552 0978 www.damask.is Opið mán.-fös. kl. 10-18, lau. kl. 10-16. Tilboðsdagar 20-50% afsl. af öllum vörum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.