Morgunblaðið - 31.08.2008, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 31.08.2008, Blaðsíða 31
erfitt með sig. „Það er örfín lína milli þess að missa vitið og halda geði og það var tvísýnt hvorum megin henn- ar ég myndi lenda. Það mætti líkja því við að innan í mér hafi slitnað strengur. Og sá strengur er slitinn til frambúðar. En sem betur fer var fólk þarna úti sem studdi mig og kom mér út á flugvöll, til þess að ég kæmist til fjölskyldunnar sem fyrst.“ Þegar Pétur kom heim var hann með hugmynd í kollinum um hvernig hann vildi minnast Stefaníu og einnig hvernig hann gæti stutt aðra sem lentu í því sama síðar meir. „Þegar við hjónin hittumst ákváðum við strax að sitja ekki að- gerðalaus, heldur stofna minning- arsjóð og gefa út geisladisk til að minnast hennar. Og við lofuðum Stef- aníu að við myndum láta af þessu verða, en ekki gefast upp á miðri leið.“ Sjóðurinn sem um ræðir nefnist Kærleikssjóður Stefaníu Guðrúnar Pétursdóttur. Sjóðnum er ætlað að veita einhverjum af þeim foreldrum sem missa börnin sín vegna slysa eða sjálfsvíga fjárhagslegan stuðning. Pétur segir að það sé mikilvægt að reyna að aðstoða þá sem þurfa fjár- hagslegan stuðning. Sorgin sé svo djúp og mikið þurfi til að ná fótfestu í lífinu aftur. „Eitt af því sem nauðsynlegt er fyrir foreldra, sem verða fyrir því að missa börnin sín, er að þau fái tæki- færi til að komast aðeins burt. Þegar einhverjir mánuðir eru liðnir frá at- burðinum getur verið gott að fara í ferðalag og fá að vera í friði. Við hjón- in höfum ferðast aðeins og það hefur hjálpað okkur mikið, en því miður hafa ekki allir ráð á því. Kærleiks- sjóðurinn mun í upphafi stuðla að því að foreldrar geti fengið tækifæri til þess að komast í frí og stefnt er að því að fyrstu styrkirnir verði veittir árið 2009,“ segir Pétur. Nú er kominn út geisladiskur til styrktar sjóðnum. Á diskinum eru þrettán þekkt lög og glænýtt lag samið til minningar um Stefaníu af frændfólki hennar, Sigurði Breiðfjörð Jónssyni og Valgerði Ólafsdóttur. Að sögn Péturs var allt gert til að útgáf- an yrði eins vönduð og kostur var á. „Það hefur tekið okkur fimm ár að taka þetta skref. Örfáir sem missa börnin sín ákveða að stofna sjóð sem þennan eða fara út í álíka fram- kvæmdir. Hins vegar hætta nær allir við þegar það rennur upp fyrir þeim hversu mikil vinna það er. En við vor- um í hjörtum okkar búin að lofa Stef- aníu að láta af þessu verða.“ Pétur segir þó að hann hafi ekki getað klárað verkið án góðs stuðnings fjölskyldu sinnar og vina og nefnir sérstaklega vin sinn, Þorvald Inga Jónsson. „Þorvaldur hvatti mig áfram þegar honum fannst ég hafa tekið það ró- lega nógu lengi. Hann veitti mér and- legan stuðning í gegnum allt ferlið og án hans hefði þetta varla orðið að raunveruleika.“ Þorvaldur skipar stjórn minningarsjóðsins ásamt Pétri og Sigrúnu Eddu, foreldrum Stef- aníu, Dís Kolbeinsdóttur, sr. Vigfúsi Þór Árnasyni og Sigríði Emilsdóttur. Binda vonir við diskinn Pétur vonast til að sjóðurinn nái að styrkja fleiri en eina fjölskyldu á ári, en það fari eftir því hversu miklu þau nái að safna. Auk þess sem hann hef- ur verið í sambandi við fyrirtæki bindur hann miklar vonir við ein- staklingsframlög. „Í upphafi lagði góðvinur minn Jó- hann G. Jóhannsson til lagið Kærleik. Á diskinum er það flutt í upprunalegri útgáfu Óð- manna. Flest lagana eru í upphaflegri útgáfu með frábærum listamönnum, Bubba, Björgvini, KK, Ellen og fjöl- mörgum öðrum. Þetta eru allt af- skaplega falleg og viðeigandi lög sem eru á diskinum. Þegar ég hlusta á diskinn skjótast oft minningarnar upp í kollinum. Það kemur auðvitað fyrir að ég og Edda grátum, stundum af gleði og stundum af sorg og sökn- uði,“ segir Pétur um geisladiskinn. „Ég er afar þakklátur öllum þeim sem komu að gerð geisladisksins á einn eða annan hátt. Sérstaklega er ég þakklátur þeim Eiði Arnarssyni í Senu og Páli Ólafssyni og Birni Braga í Stúdíó Sýrlandi. Auðvitað má heldur ekki gleyma listamönnunum sem góðfúslega veittu leyfi fyrir að verk þeirra yrðu á diskinum. Einnig vil ég færa þeim mörgu þakkir sem aðstoða okkur við að dreifa honum, halda við heimasíðunni og þeim sem styrkja sjóðinn.“ Þó nokkur tími sé liðinn frá andláti Stefaníu segir Pétur að sorgin sé enn til staðar og verði um ókomna tíð. „Við ástvinamissi rennur upp fyrir manni hversu djúp ástin er. Þó svo að það sé ábyggilega meira af hatri til staðar í heiminum, þá er ástin mun sterkari tilfinning og hún ristir dýpra. Stefanía átti framtíðina fyrir sér og lífið var rétt að byrja. Hún fór með vinum sínum til Spánar þar sem þau ætluðu að skemmta sér saman áður en að skóli hæfist. En því miður þá fór sem fór.“ Heimasíða minningarsjóðsins er www.kaerleikur.is. Morgunblaðið/Ómar dda standa að útgáfu geisladisks til að safna í Kærleikssjóðinn. » Flest laganna eru í upphaflegri útgáfu með frábærum lista- mönnum og flytjendum, Bubba, Björgvini, KK, Ellen og fjölmörgum öðrum. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31. ÁGÚST 2008 31 Kópavogsbær auglýsir byggingarétt til úthlutunar á eftirtöldum lóð- um í Smalaholti, Hnoðraholti og Rjúpnahæð: Smalaholt: Örvasalir 1 - Einbýlishús á tveimur hæðum. Um er að ræða lóð fyrir einbýlishús á tveimur hæðum. Heimiluð hámarksstærð húss er 280 fm. Lágmarks lóðargjöld eru kr. 15.522.361. Hnoðraholt: Þrúðsalir 1 - Einbýlishús á tveimur hæðum. Um er að ræða lóð fyrir einbýlishús á tveimur hæðum. Heimiluð hámarksstærð húss er 300 m². Lágmarks lóðargjöld eru kr. 15.522.361. Þrúðsalir 8 - Einbýlishús á einni hæð auk kjallara. Um er að ræða lóð fyrir einbýlishús á einni hæð auk kjallara. Heimiluð hámarksstærð húss er 300 m². Lágmarks lóðargjöld eru kr. 15.522.361. 13. Þrúðsalir 13 - Einbýlishús á tveimur hæðum. Um er að ræða lóð fyrir einbýlishús á tveimur hæðum. Heimiluð hámarksstærð húss er 300 m² . Lágmarks lóðargjöld eru kr. 15.522.361. Þorrasalir 25 - Einbýlishús á tveimur hæðum. Um er að ræða lóð fyrir einbýlishús á tveimur hæðum. Heimiluð hámarksstærð húss er 300 m². Lágmarks lóðargjöld eru kr. 15.522.361. Rjúpnahæð: Akrakór 8 - Einbýlishús á einni hæð auk kjallara. Um er að ræða lóð fyrir einbýlishús á einni hæð frá götu séð auk kjallara. Heimiluð hámarksstærð húss er 350 m². Lágmarks lóðargjöld eru kr.15.522.361. Akrakór 12 - Einbýlishús á einni hæð auk kjallara. Um er að ræða lóð fyrir einbýlishús á einni hæð frá götu séð auk kjallara. Heimiluð hámarksstærð húss er 350 m². Lágmarks lóðargjöld eru kr.15.522.361. Austurkór 163 - Parhús á einni hæð. Um er að ræða lóð fyrir parhús á einni hæð (ein íbúð). Heimiluð hámarksstærð húss er 170 m². Lágmarks lóðargjöld eru kr. 10.788.298. Austurkór 165 - Parhús á einni hæð. Um er að ræða lóð fyrir parhús á einni hæð (ein íbúð). Heimiluð hámarksstærð húss er 170 m². Lágmarks lóðargjöld eru kr. 10.788.298. Austurkór 54 - Einbýlishús á einni hæð auk kjallara. Um er að ræða lóð fyrir einbýlishús á einni hæð frá götu séð auk kjallara. Heimiluð hámarksstærð húss er 400 m². Lágmarks lóðargjöld eru kr. 15.465.182. Austurkór 93 - Einbýlishús á einni hæð. Um er að ræða lóð fyrir einbýlishús á einni hæð. Heimilaður hámarksgrunnflötur húss er 250 m². Lágmarks lóðargjöld eru kr. 15.465.182. Austurkór 107 - Einbýlishús á einni hæð auk kjallara. Um er að ræða lóð fyrir einbýlishús á einni hæð frá götu séð auk kjallara. Heimiluð hámarksstærð húss er 280 m². Lágmarks lóðargjöld eru kr. 15.465.182. Austurkór 111 - Einbýlishús á tveimur hæðum. Um er að ræða lóð fyrir einbýlishús á tveimur hæðum. Heimiluð hámarksstærð húss er 400 m². Lágmarks lóðargjöld eru kr. 15.465.182. Austurkór 113 - Einbýlishús á tveimur hæðum. Um er að ræða lóð fyrir einbýlishús á tveimur hæðum. Heimiluð hámarksstærð húss er 400 m². Lágmarks lóðargjöld eru kr. 15.465.182. Austurkór 129 - Einbýlishús á einni hæð Um er að ræða lóð fyrir einbýlishús á einni hæð. Heimiluð hámarksstærð húss er 250 m². Lágmarks lóðargjöld eru kr. 15.465.182. Austurkór 143 - Einbýlishús á tveimur hæðum Um er að ræða lóð fyrir einbýlishús á tveimur hæðum. Heimiluð hámarksstærð húss er 400 m². Lágmarks lóðargjöld eru kr. 15.465.182. Austurkór 49- 53 - Raðhús á tveimur hæðum - 3 íbúðir Um er að ræða lóð fyrir þriggja íbúða raðhús á tveimur hæðum. Heimiluð hámarksstærð húss er 264 m². Lágmarks lóðargjöld eru kr. 10.748.479 fyrir hverja íbúð. Austurkór 19-21, 23-25 - Klasahús á tveimur hæðum - 8 íbúðir Um er að ræða lóð fyrir tvö hús á tveimur hæðum með 4 íbúðum í hverju húsi. Heimiluð hámarksstærð húss er 600 m². Lágmarks lóðargjöld eru kr. 26.610.686. Austurkór 27-29, 31-33 - Klasahús á tveimur hæðum - 8 íbúðir Um er að ræða lóð fyrir tvö hús á tveimur hæðum með 4 íbúðum í hverju húsi. Heimiluð hámarksstærð húss er 600 m². Lágmarks lóðargjöld eru kr. 26.610.686. Ofangreindar lóðir eru byggingarhæfar. Nánar verður kveðið á um afhendingu í úthlutunarbréfi. Lóðargjöld eru bundin byggingarvísitölu og breytast með henni. Lóðargjöld eru lágmarksgjöld og miðast við ákveðna stærð. Greiða þarf viðbótargjöld ef stærra er byggt. Úthlutunargögn ásamt umsóknareyðublöðum og úthlut- unarreglum fást afhent hjá þjónustuborð Kópavogs, Fannborg 2, 1. hæð, alla virka daga frá kl. 8-16:00. Um- sóknum skal skilað á sama stað fyrir kl. 16:00 mánudaginn 15. september nk. Vakin er athygli á reglum Kópavogsbæjar um úthlutun á byggingarétti fyrir íbúðarhúsnæði. Þá er jafnframt vakin sérstök athygli á því að umsóknum einstaklinga um byggingarétt þarf að fylgja staðfesting banka eða lánastofnunar á greiðslu- hæfi. Fyrir umsækjendur einbýlishúsalóða kr. 35 milljónir. Fyrirtækjum ber að skila ársreikningi sínum fyrir ár- ið 2007. Yfirlýsing frá banka og lánastofnunar um greiðsluhæfi og lánamöguleika umsækjenda skal vera án fyrirvara. Æskilegt er að umsækjendur leggi inn skattframtal. Bæjarstjórinn í Kópavogi. Kópavogsbær Úthlutun á byggingarétti , ,magnar upp daginn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.