Morgunblaðið - 31.08.2008, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 31.08.2008, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31. ÁGÚST 2008 33 væru undantekningalaust karlkyns og þol- endur alltaf kvenkyns. Nauðgunarhugtakið var auk þess víkkað út þannig að það tæki til annarra kynlífsathafna en samræðis. Þá var nafni lagakaflans sem inniheldur nauðgunar- ákvæðið breytt. Áður var talað um „skírlífs- brot“, en því var breytt í „kynferðisbrot“. Ári síðar, 1993, var neyðarmóttaka nauðg- ana sett á laggirnar. „Það var mikið framfaraskref,“ segir Guð- rún. Síðast var löggjöf um nauðgun breytt árið 2007. Í lögunum frá 1992 var það skilgreint sem misneyting að nýta sér skerta andlega getu eða annarlegt ástand einhvers til að eiga kynmök við hann. Refsing fyrir misneyt- ingu var talsvert lægri en fyrir nauðgun. Þessu var breytt og það sem áður var kallað misneyting telst nú vera nauðgun. Sama ár var sett á fót sérstök kynferð- isbrotadeild hjá lögreglunni, sem sinnir ein- göngu kynferðisbrotum og hefur sérfræðinga á þessu sviði innan sinna vébanda. Refsingar þyngjast Ragnheiður Bragadóttir prófessor vann könnun á hæstaréttardómum fyrir nauðganir sem felldir voru í Hæstarétti á árabilinu 1977 til 1996. Hún skoðaði hversu þungar refsing- arnar voru og hvaða þættir höfðu áhrif á þær. Dómarnir voru flestir á bilinu eitt til tvö ár og áverkar og líkamlegt ofbeldi réðu mestu um hversu þungir þeir voru. Seinna framkvæmdi Ragnheiður sams kon- ar rannsókn fyrir árabilið 1997-2002. Nið- urstaða hennar var að dómar hefðu að með- altali ekki þyngst á seinna tímabilinu. Hins vegar gætti meira misræmis í dómum, t.d. féll skilorðsbundinn dómur fyrir nauðgun í fyrsta sinn á þessu tímabili. Þorbjörg Sigríður segir þetta þó hafa breyst nýliðin ár; dómar hafi þyngst nokkuð. „Það er ekki langt síðan að dómar fyrir nauðgun voru á bilinu 1-2 ára fangelsi. Á allra síðustu árum virðist sem refsingar hafi þyngst nokkuð og 3-4 ára fangelsi hefur stundum orðið niðurstaðan, jafnvel allt upp í 5 ár. Ákveðin refsiþyngingarsjónarmið hafa verið lögfest, svo sem ef ofbeldi er stórfellt eða ef brotið er framið á sérstaklega sárs- aukafullan eða meiðandi hátt. Ég held að skilningur á eðli og afleiðingum kynferð- isbrota batni stöðugt og að sá skilningur leiði til þyngri refsinga. Dómarar virðast nýta sér það svigrúm sem þeim er fengið.“ Þorbjörg Sigríður segir að nýtt nauðg- unarlagaákvæði sé til mikilla bóta og end- urspegli þenna aukna skilning; litið sé á nauðgun sem brot á sjálfsákvörðunarétti, persónu og kynfrelsi þolandans. Verknaðar- aðferðir kynferðisbrota hafi ekki lengur úr- slitaþýðingu um skilgreiningu kynferðisbrota né um viðurlög við brotunum. „Þetta er tvímælalaust til mikilla bóta. Þó þætti mér koma til greina að nálgast nauðg- unarhugtakið út frá samþykki, þannig að ekki sé einblínt um of á ofbeldið sem beitt er við verknaðinn. Það virðist geta leitt til þess að nauðgun sé ekki talin ofbeldi í sjálfri sér. Þungamiðja skilgreiningarinnar yrði þá kyn- ferðisbrotið en ekki verknaðaraðferðin eða líkamlegt ofbeldi sem stundum fylgir kyn- ferðisbrotinu.“ Úr takti við raunveruleikann Núgildandi skilgreining á nauðgun hefur m.a. verið gagnrýnd á þeim grundvelli að það eru þekkt viðbrögð fórnarlamba nauðgunar að streitast ekki móti árás. „Það er alþekkt að brotaþoli frjósi. Hugs- unin er þá að þrauka, lifa þetta af. Rétt- arkerfið tekur ekki tillit til þessa raunveru- leika,“ segir Guðrún Jónsdóttir, starfskona Stígamóta. Reglulega er harðri gagnrýni á meðferð nauðgunarmála komið á framfæri. Á meðal þess sem hefur verið gagnrýnt er að refsi- ramminn sé ekki nýttur, sönnunarbyrði sé of þung og enn eimi eftir af því viðhorfi að kon- ur kalli yfir sig nauðganir með hegðun, klæðaburði eða öðru. Þegar farið er yfir þróun refsinga við nauðgunum hér á landi er greinilegt að þessi viðhorf eiga sér langa sögu og djúpar rætur. Einnig má sjá að refsingar spegla samfélags- stöðu kvenna hverju sinni. Það hefur margt breyst, það fer ekkimilli mála,“ segir Björgvin Björg-vinsson, yfirmaður kynferð-isbrotadeildar lögreglunnar. „Það hefur orðið mikil hugarfarsbreyting. Opin umræða um kvenfrelsi og að hver og einn ráði sínum líkama hefur styrkt þol- endur. Tilhneigingin til sjálfsásökunar er ekki jafn sterk og áður. Þar hafa neyð- armóttakan og samtök eins og Stígamót skipt sköpum.“ Þá segir Björgvin nauðgun ekki jafn mikið feimnismál og áður og kærur teknar fastari tökum. „Ég held að aukin menntun kvenna, þátt- taka í stjórnmálum, löggjafarferli og dóms- kerfinu ráði miklu um það.“ Björgin segir dóma fyrir nauðganir al- mennt vera að þyngjast. „Ástæður þess eru margar. Almenningur gerir sér betur grein fyrir hversu alvarlegt brot nauðgun er; að flestir þolendur jafna sig aldrei alveg. Það hefur áhrif á dóma. Þetta breytist hægt og rólega.“ Nýtt verklag Nálgun lögreglunnar á nauðgunarmál hef- ur líka breyst undanfarin ár. „Verklag lögreglunnar var gagnrýnt á 9.og 10. áratug síðustu ald- ar. Síðan höfum við gengið í gegnum mikla naflaskoðun. Liðsmenn lögreglunnar hafa leitað sérþekkingar og menntunar á sviði kynferð- isbrota. Á höfuðborg- arsvæðinu vinna nú ein- ungis sérfræðingar að rannsókn kynferðisbrota,“ segir Björgvin. Sérstök kynferð- isbrotadeild með sex starfs- menn, fimm karla og eina konu, var stofnuð í fyrra. Áður voru kynferðisbrot rannsökuð með öðrum of- beldisbrotum. Björgvin telur stofnun deildarinnar mikið framfaraskref, því rannsókn nauðgunarmála sé flókin, vandasöm og viðkvæm. Grunnferlið er alltaf það sama. Í fyrsta lagi ber lögreglu að tryggja vettvang, í öðru lagi að færa brotaþola á neyðarmóttöku og í þriðja lagi að kalla á rannsókn málsins. Í fyrra gaf ríkissaksóknari út reglur um verklag sem á að viðhafa við rannsókn nauðgunarmála. Þar kemur m.a. fram að nauðgunarkærur eigi að njóta forgangs um- fram aðrar kærur, að brotaþola eigi að sýna fyllstu tillitssemi og hann megi ekki mæta vantrú eða tortryggni. „Stofnun neyðarmóttökunnar hafði líka mikil áhrif á starf lögreglunnar. Hjá neyð- armóttökunni starfar teymi fagaðila, lækna, hjúkrunarfræðinga, lögfræðinga og lögreglu sem fer yfir mál þar sem eitthvað hefur farið aflaga og leitast við að greina það og bæta verkferli. Þetta auðveldar rannsóknir lög- reglunnar.“ Þá hefur lögreglan tileinkað sér nýjar rannsóknaraðferðir. M.a. styðst hún við blóð- prufur, rannsóknir á erfðaefni og ljós- myndir. Spurður hvort þessi þróun hafi leitt til þess að fleiri dómar falli segist Björgvin ekki kunna nákvæm skil á því. Hann telji þó að svo muni verða á næstu árum. Erum við öðruvísi? Björgvin segir breyting á lögum árið 2007 einnig hafa auðveldað meðferð nauðg- unarmála. „Lögin taka nú til fleiri brota. Það er ekki lengur gerður greinarmunur á nauðgun og misneytingu. Áður var ákæra oft útilokuð vegna ölvunar þolanda, en nýju lögin hafa breytt því.“ Hann segir lögreglu nú oftar hvetja til þess að þolendur kæri brot. Björgvin segir að ýmsum atriðum megi þó áfram velta fyrir sér. T.d. hvort kynferð- isbrot eigi nokkurn tíma að fyrnast. „Afleiðingar þeirra eru skelfilegar og versna oft með aldrinum. Þetta er sennilega það alvarlegasta sem hægt er að gera ann- arri manneskju, ef morð er talið frá Björgvin segir meðferð nauðgunarmála bera þess vott að staða kvenna sé ekki jafn sterk og margir vilji vera láta. „Þetta er svo sem bara mín skoðun. Ég held að við höfum tilhneigingu til að líta ann- að og fordæma réttindaleysi kvenna þar, í staðinn fyrir að líta í eigin barm. Hér er enn mikil tilhneiging til karlaveldis og stutt í það viðhorf að konur beri nokkra ábyrgð á nauðgunum.“ Konur hafa ekki náð fullu jafnrétti Morgunblaðið/hag Björgvin Björgvinsson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar Jú, það hefur ýmislegt breyst, enkannski ekki jafn mikið og fólk held-ur,“ segir Guðrún Jónsdóttir, tals-kona Stígamóta. „Og svo sannarlega ekki jafn mikið og við hefðum vonað.“ Hún segir eitt af því sem vekur athygli vera að undanfarin ár hafi kærum fyrir nauðganir fjölgað mikið, en dómum hafi ekki fjölgað í takt við það. „Við vitum ekki hvers vegna þetta er svona, en það er greinilega fyrirstaða ein- hvers staðar í kerfinu.“ Hún bendir á að fólk hafi talið að stofnun neyðarmóttöku fyrir nauðganir og háþró- aðri rannsóknaraðferðir lögreglu leiddu til þess að fleiri dómar féllu í nauðgunarmálum. Það hafi ekki gengið eftir. Hún tekur fram að vissulega geti verið erfitt að dæma í nauðgunarmálum. „Þótt lögin væru fullkomin og lögreglan gerði allt rétt gæti samt verið erfitt að sýna fram á sekt. Það skýrir hins vegar ekki hvers vegna sakfellt er í svona fáum málum.“ „Svo þarf líka að huga að hópnum sem kýs að kæra ekki. Á hverju byggist sú ákvörð- un?“ Guðrún telur viðhorf til nauðgunar hafa mikið um það að segja. „Þrjár af hverjum fjórum konum sem leita aðstoðar hjá Stígamótum kenna sjálfum sér um að hafa verið nauðgað. Þessar konur eru þverskurður af samfélaginu og sjálfsásökun þeirra speglar undirliggjandi viðhorf til nauðgunar,“ segir Guðrún. Hún segir tilhneiginguna til að kenna kon- um um nauðganir iðulega koma fram í dag- legu lífi, oft án þess að fólk átti sig á því. T.d. sé gjarnan talað um áhættuhegðun stúlkna og fyrir verslunarmannahelgi sé greint frá því í dagblöðum hvernig konur geti helst varist nauðgurum. „Mörgum finnst þetta eflaust saklaust, en hugsunin sem liggur að baki – að brotaþoli beri ábyrgðina að hluta – er fjarri saklaus. Nauðganir er kannski ekki jafnmikið feimn- ismál og áður, en það er ennþá látið eins og þetta sé glæpur sem enginn ber ábyrgð á og einblínt á fórnarlambið. Þannig er ofbeldið falið og afsakað.“ Hún bendir á að fyrir stuttu hafi verið framkvæmd nokkuð viðamikil rannsókn á viðhorfi almennings til ábyrgðar kvenna sem hafi verið nauðgað. „Þetta er annað dæmi um hversu grunnt er á þessu viðhorfi. Fæstum finnst líklega eitthvað athugavert við að rannsaka þetta. En dytti einhverjum í hug að framkvæma sambærilega rannsókn á annars konar glæp- um? Svo verður ekki hjá því litið að rann- sókn á sekt þess sem er nauðgað hlýtur jafn- framt að vera rannsókn á sakleysi þess sem nauðgar.“ Guðrún segir að Stígamótakonur leitist við að breyta þessari afstöðu. „Þess vegna viljum við einbeita okkur að því að ná til stráka og karla. Gerendur eru í langflestum tilvikum karlmenn. Forvarnir verða að beinast að þeim því skemmdu eplin eru í þeirra hópi.“ Réttarbætur „Þótt staða mála sé ennþá fjarri því sem við vildum fögnum við ýmsum þeim breyt- ingum sem hafa orðið,“ segir Guðrún. Hún segir t.d. mikilvægt að hætt sé að gera greinarmun á nauðgunum og misbeit- ingu. Þá hafi það styrkt stöðu brotaþola að fá löglærða talsmenn sem kæra fyrir þeirra hönd. Guðrún segir þó enn langt í land að nauðg- unarmál séu meðhöndluð með sæmandi hætti. „Sönnunarbyrðin er óendanlega þung og þeir sem starfa innan dómskerfisins virðast ekki alltaf þekkja nægilega vel til kynferðis- ofbeldis og afleiðinga þess. Réttarkerfið starfar ekki í samræmi við réttlætisvitund almennings og það er að mínu viti hættu- legt.“ Rík tilhneiging til sjálfsásökunar Morgunblaðið/Eyþór Ábyrgð Guðrún segir að einblínt sé á fórnarlömb nauðganna í staðinn fyrir þá sem nauðga. Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta » Þrjár af hverjum fjórum konum sem leita að- stoðar hjá Stígamótum kenna sjálfum sér um að hafa verið nauðgað » Við höfum tilhneigingu til að líta annað og for- dæma réttindaleysi kvenna þar, í staðinn fyrir að líta í eigin barm Framfarir Björgvin segir margt hafa breyst til batnaðar í meðferð nauðgunarmála                            
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.