Morgunblaðið - 31.08.2008, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 31.08.2008, Blaðsíða 34
Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn 34 SUNNUDAGUR 31. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ www.schballett.is Innritun og upplýsingar í síma 561 5620 frá kl. 10 -16. Kennsla hefst 15. september HVERAGERÐI Suðurlandsvegur Heilsustofnun NLFÍ Verslunarmiðstöð Hótel Örk Eden Hverasvæði Varmá Garðyrkjuskóli ríkisins Laugaskarði Sundlaugin í Grunnskóli Hönnunarsamkeppni um miðbæ Hveragerðis H V E R A G E R Ð I S B Æ R Hveragerðisbær | Sunnumörk 2 | 810 Hveragerði | Sími 483 4000 | Fax 483 4801 | hve@hveragerdi.is | Hveragerðisbær efnir hér með til samkeppni um hönnun miðbæjar Hveragerðisbæjar. Keppnin er haldin í samvinnu við Arkitektafélag Íslands. Keppnin er framkvæmdakeppni samkvæmt samkeppnisreglum AÍ. Rétt til þátttöku hafa: § félagar í Arkitektafélagi Íslands. § aðrir þeir, sem hafa rétt til skipulagsgerðar skv. gr. 2.7 í skipulagsreglugerð nr. 400/1998. § nemendur í arkitektúr og skipulagsfræðum. Keppnislýsing verður afhent endurgjaldslaust frá og með 1. sept. næstkomandi á skrifstofu Arkitektafélags Íslands, Engjateigi 9, 2. hæð, 105 Reykjavík á milli kl. 9.00 og 13.00 og á skrifstofu Hveragerðisbæjar Sunnumörk 2 á milli kl. 10.00 og 15.00, alla virka daga. Einnig er hægt að nálgast keppnislýsinguna á heimasíðu Arkitektafélagsins og Hveragerðisbæjar Önnur samkeppnisgögn verða afhent gegn skilatryggingu að upphæð kr. 5000, á skrifstofu Arkitektafélags Íslands, milli kl. 9.00 og 13.00 virka daga. Nánari upplýsingar er að finna í keppnislýsingu. Skilafrestur er til 1. desember 2008. Skipulags- og byggingarfulltrúinn í Hveragerði. www.ai.is www.hveragerdi.is eftir Arnþór Helgason arnthorh@mbl.is Súkkulaði er vinsælt um allanheim. Flestir líta á það semsætindi og ímynda sér aðsvo hafi ætíð verið. Margir vilja nú hverfa aftur til fyrri tíma þegar sykur þekktist ekki og súkku- laðið var beiskt á bragðið, svo beiskt að menn krydduðu það á ýmsa vegu til þess að bragðbæta það. Þá er einnig horfið til fyrri fram- leiðsluhátta og kakóbaunirnar jafn- vel ekki hreinsaðar jafnrækilega og í hefðbundnum súkkulaðiverk- smiðjum. Súkkulaði er notað við ýmis tæki- færi. Menn gefa það vinum sínum og unnustum, þess er neytt við hátíðleg tækifæri og tækni nútímans hefur séð til þess að kynstrin öll af alls konar súkkulaði eru nú til reiðu hverjum sem er og hafa vill. Þá er súkkulaði notað til þess að skreyta ýmis matvæli og gefa þeim sérstakan keim. Má nefna ávexti, brauð, kjöt og ýmiss konar sósur og álegg úr súkkulaði. Þó hefur enn ekki heyrst talað um súkku- laðihúðaðan fisk. Beiskur töfradrykkur Eftir því sem næst verður komist er kakótréð upprunnið í regn- skógum Amazon-svæðisins. Forn- þjóðir Mið-Ameríku brugguðu beiskan drykk úr baunum þess þeg- ar á öðru árþúsundi f. Kr. og neyttu hans við ýmis tækifæri. Súkkulaðið var mikilvægur hluti trúar þeirra og menningar. Mayarnir hinir fornu ræktuðu ka- kótré ekki síðar en á 6. öld en úr fræbelgjum þeirra koma hinar margrómuðu kakóbaunir. Þeir söfn- uðu baununum, verkuðu þær, rist- uðu þær og möluðu. Úr duftinu var búið til deig sem var blandað saman við vatn og maísmjöl. Drykkurinn var svo kryddaður með chile-pipar og ýmiss konar kryddi. Úr þessu varð afar bragðmikill og freyðandi drykkur sem var borinn fram kald- ur. Mayarnir kölluðu kakótréð caca- huaquchtl. Orðið súkkulaði er dregið af xocoatl sem er einnig úr máli Ma- yanna og merkir „beiskur vökvi“. Kakóbaunir sem gjaldmiðill Aztekar, sem réðu miklum hluta Mið-Ameríku um skeið, lærðu að nýta sér kakó. Þegar um 1200 kröfðu þeir undirokaðar þjóðir um skatta sem greiddir voru í kakó- baunum, en þær voru helsti gjald- miðillinn þeirra á meðal. Hjá mayum hinum fornu neytti almenningur sjaldan súkkulaðis, en það var einkum drykkur æðstu höfð- ingja og embættismanna. Á meðal azteka drukku það einkum kon- ungar, prestar, hátt settir herfor- ingjar og mikils metnir kaupmenn. Þeir trúðu því að súkkulaði færði mönnum hreysti, heilbrigði, visku og aukna kynhvöt. Montezuma, síðasti konungur azteka, neytti rauðleits súkkulaðis úr gullstaupum sem var fleygt eftir að hafa verið notuð í eitt skipti. Hann hafði svo mikla trú á mætti þess að hann drakk iðulega 50 staup á dag af þessum beiska drykk. Prestar maya og azteka notuðu kakóbaunir sem fórn handa guðum sínum og báru fram kalda súkku- laðidrykki á meðan á fórn- arathöfnum stóð. Þegar Columbus kom úr fyrsta leiðangri sínum til Ameríku hafði hann með sér kakóbaunir. Menn gerðu sér þá ekki grein fyrir verð- mæti þeirra. Sögur herma að hann hafi kynnst kakóbaunum sem gjald- miðli og neytt súkkulaðis þegar hann kom til Níkaragúa árið 1502, en ekki gert sér grein fyrir verð- mæti þess. Spánverjar rækta gjaldmiðil Árið 1521 sigraði Hernán Cortés, spænskur herforingi, síðasta kon- ung azteka, Montezuma og herlið hans, en Spánverjar höfðu komið til Mexíkó tveimur árum áður og náð hluta landsins undir sig. Spánverj- arnir kröfðust þess að höfðingjar az- teka afhentu öll auðæfi sín ella væri þeim búinn bráður bani. Þeir létu af hendi gull sitt og gersemar, en um- fram allt kakóbaunir sem voru eins og áður sagði einn helsti gjaldmiðill þeirra. Cortés hafði þegar orðið hrifinn af kakóbaununum og hugsaði sér gott til glóðarinnar að geta ræktað eyri sem væri jafnvirði spænsku doblún- unnar (gullmyntar). Stofnaði hann ekrur í þessu skyni í nafni spænsku krúnunnar og varð það upphafið að ábatasömum viðskiptum. Árið 1528 flutti Cortés með sér fyrsta súkkulaðifarminn til Evrópu og kynnti þennan eðaldrykk við hirðina. Náði hann skjótum vinsæld- um. Sagt er að honum hafi fyrstum Súkkulaði sælu vekur Í HNOTSKURN »1492 Columbus siglir til Am-eríku. 1513 Spænskur leiðangursmaður kaupir þræl fyrir 100 kakóbaun- ir. »1528 Súkkulaðið berst tilSpánar. »1670 Kakóbaunir eru fluttar til Filippseyja og ræktun hefst. »Veitingahús í Lundúnumfara að selja súkkulaðikökur og snúða að spænskri fyrirmynd. »1853 Ofurtollar á súkkulaðifelldir niður í Bretlandi. »1875 Mjólkursúkkulaði kem-ur á markað í Sviss eftir 8 ára tilraunir. »1913 Svisslendingar fram-leiða fyllt súkkulaði. »1923 CMA, samtök amer-ískra súkkulaðiframleiðenda, stofnuð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.