Morgunblaðið - 31.08.2008, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 31.08.2008, Blaðsíða 36
36 SUNNUDAGUR 31. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn ÁRANGUR/KARLAR 6-VIKNA ÁTAKSHÓPUR HEFST 1. SEPTEMBER 6-vikna átakshópur fyrir karla sem vilja komast í toppform. • Fjölbreyttar æfingar fyrir karla á öllum aldri – einfaldar áhrifaríkar æfingar sem skila topp árangri. • Vertu með í hressum hópi karla sem vilja komast í flott form og hafa gaman af • Byggðu upp vöðvamassa og breyttu líkama þínum í „brennsluvél“ • Losnaðu við ístruna fyrir fullt og allt • Styrktu hjarta og æðakerfið og auktu þol og þrek • Auktu styrk, liðleika og almenna vellíðan Innifalið: • Lokaðir tímar 2x í viku • Ótakmarkaður aðgangur að tækjasal og opnum tímum • Aðgangur að glæsilegri útiaðstöðu – jarðsjávarpotti og gufuböðum • Mælingar og vigtun Verð 19.900 kr. Álfheimar 74 Sími: 414 4000 hreyfing@hreyfing.is www.hreyfing.is ÁRANGUR ÞREKTÍMAR FYRIR KARLMENN Sýnum í dag 3ja herb. íbúð á 1.h.v í fjölbýli á þessum vinsæla stað í Hlíðunum. Íbúð er alls 83 fm. Íbúðin skiptist í hol, stofu/borðstofu, eldhús, 2.svefnherb. og baðherb. Saml. þvottahús í kjallara og sér- geymsla. Suður svalir. Skjólgóður gróinn garður til suð-vesturs. Ágætis eign miðsvæðis þar sem að stutt er í alla þjónustu, skóla & verslanir. V. 25.7.- m. Sveinn Eyland sölumaður Fasteign.is á staðnum s: 6-900-820 Ólafur B. Blöndal, löggiltur fasteignasali. Borgartúni 22 • 105 Reykjavík • Fax 5 900 808 fasteign@fasteign.is • www.fasteign.is 5 900 800 OPIÐ HÚS Í DAG KL. 16.00 -16.30 STIGAHLÍÐ 17.1.H.V. M b l1041576 Nýkomið í sölu mjög gott 608 fm vel- skipulagt skrifstofuhúsnæði á frábærum eftirsóttum stað við Laugardalinn. Hús- næðið sem er á 2. hæð (lyfta) er hægt að nýta sem eina heild, tvö ca 300 fm rými eða jafnvel smærri einingar. Húsið er klætt að utan. Allt húsnæðið er leigt í dag af opinberum aðila (leigutekjur 1105 þús. pr. mán). Möguleiki er fyrir áhugasaman kaupanda, sem vill nýta eignina sjálfur, að enda leigusamninginn eftir eitt til eitt og hálft ár. Gott raun- hæft verð 105 millj. Suðurlandsbraut 32 Fjárfesting/skrifst.húsnæði 50sala fasteigna í ár Síðumúla 21, sími 588 9090, fax 588 9095 www.eignamidlun.is, eignamidlun@eignamidlun.is Sverrir Kristinsson, löggiltur fasteignasali Söluaðilar: RÉTT rúm vika er liðin frá því meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hóf á ný meirihluta- samstarf í Reykjavík. Að baki er kafli tíðra stjórnarskipta og um- brota í borgarstjórn, en nú hefur hringnum loks verið lokað og forsendur fyrir varanlegri og farsælli stjórn tryggðar. Aðkall- andi ákvarðanir, erfitt efnahags- ástand og fjölmörg brýn úrlausn- arefni gera það að verkum að rík þörf er fyrir slíkan meirihluta í Reykjavík. Göngum strax til verks Nýr meirihluti gengur beint til verks og hefur strax fyrstu vikuna sett mörg markmið nýs mál- efnasamnings í farveg. Þetta á sér- staklega við um þætti sem tengjast þeirri fjárhagsáætlunarvinnu sem framundan er. Þannig var strax á fyrsta fundi nýs borg- arráðs sl. fimmtudag skipaður starfshópur til að móta aðgerða- áætlun vegna breyt- inga í fjármála- og at- vinnuumhverfi borgarinnar. Fulltrúar meirihluta og minni- hluta taka höndum saman í þessu starfi sem er afar mikilvægt og tryggir nauðsynlegt samstarf um þetta stóra verkefni. Aðgerðaráætlunin mun liggja fyrir 1. október, enda brýnt að taka ákvarðanir um að- gerðir strax. Leiðarljós þessarar vinnu er skýrt. Að tryggja farsæla fjármálastjórn, axla ábyrgð sem stærsta sveitarfélag landsins og standa vörð um grunnþjónustu borgarinnar. Uppbygging og undirstöður Fjármálastjórn meirihluta Sjálf- stæðisflokks og Framsóknarflokks á fyrsta ári þessa kjörtímabils markaði ákveðin tímamót í fjár- málum Reykjavíkurborgar. Aðhald og hagræðing var tryggð og á þeirri braut verður áfram haldið. Áfram verður staðinn vörður um gróskumikið atvinnulíf, samhliða því sem leitað verður leiða til að auðvelda fólki og fyrirtækjum að byggja og búa í Reykjavík. Í þeim tilgangi var tillaga um lausnir til að létta greiðslubyrði fjölskyldna vegna lóðakaupa samþykkt sam- hljóða í borgarráði á fimmtudag. Þegar hefur verið óskað eftir við- ræðum við ríkisvaldið um fram- kvæmdir vegna Sundabrautar og framtíðarstaðsetningu innanlands- flugvallar og er fyrsti fundur vegna þessara mála áætlaður strax í næstu viku. Allt eru þetta verk- efni sem miða að því að treysta undirstöður atvinnu- og efnahags- umhverfis til langs tíma, líkt og sú ákvörðun meirihlutans að hefja rannsóknir vegna Bitruvirkjunar á ný. Reykvískar fjölskyldur í fyrirrúmi Nýr meirihluti vill að öll þjón- usta Reykjavíkurborgar grundvall- ist á metnaðarfullri fjölskyldu- stefnu með áherslu á menntun, frístundir, menningu og íþróttir. Sérstaklega verður hugað að fjöl- breytni, auknu vali og lausnum sem tryggja samfellu í þjónustu við börn og fjölskyldur. Brýnasta verkefnið á næstu vikum snýr að frístundaheimilum og því hvernig tekið verður á viðvarandi vanda við mönnun þeirrar þjónustu. Öfl- ugri uppbyggingu fyrir eldri borg- ara verður haldið áfram, þjónusta við fatlaða verður áfram öflug og stórt framfaraskref var t.d. stigið sl. fimmtudag þegar Reykjavík- urborg undirritaði samkomulag við félagsmálaráðherra um að yfirtaka þjónustu við geðfatlaða. Áfram verður unnið að öflugri sókn til að gera borgina okkar enn hreinni og fegurri. Fleiri græn skref verða stigin, samhliða því sem hugað verður að umhverfisvænum sam- göngukostum, aukinni endur- vinnslu sorps og ráðgert er að loftslagsáætlun fyrir Reykjavík liggi fyrir innan árs. Samstarf og sátt í þágu borgarbúa Meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks mun leitast við að starfa náið með minnihluta borgarstjórnar að hagsmunamálum Reykvíkinga og freista þess að ná pólitískri sátt í mikilvægum mál- um. Allir borgarfulltrúar, hvar í flokki sem þeir standa, hafa það sameiginlega markmið að standa vörð um og bæta hag borgarbúa. Góð samstaða er um mörg mál og brýnt að því sé haldið á lofti. Á fyrsta fundi nýs borgarráðs var þetta t.d. raunin, en auk þess sem hér á undan hefur verið nefnt sam- þykktu allir flokkar tillögu um að skipa starfshóp sem ljúka á vinnu við siðareglur borgarfulltrúa og að skora á löggjafann að breyta lög- um á þann veg að hægt verði að koma í veg fyrir starfsemi nekt- arstaða í borginni. Ég er sannfærð um að þetta upphaf lofar góðu um framhaldið. Reykjavík er borg full af tæki- færum og spennandi viðfangs- efnum. Þessu má ekki gleyma þó að á næstu mánuðum og misserum megi ætla að Reykvíkingar eins og aðrir landsmenn muni ganga í gegnum ákveðnar þrengingar í efnahagsmálum. Núverandi meiri- hluti lítur á það sem stærstu áskorun sína að stýra borginni við þær aðstæður með markvissum og öruggum aðgerðum í þágu borg- arbúa allra. Styrk fjármálastjórn, öflug atvinnuuppbygging og festa í stjórnarháttum er forsenda þess að árangur náist og tækifærin nýt- ist sem best. Á því byggist meirit- hlutasamstarf Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Höldum áfram á réttri leið Hanna Birna Krist- jánsdóttir segir frá helstu markmiðum og áherslum borg- arstjórnar » Allir borgarfulltrúar, hvar í flokki sem þeir standa, hafa það sameiginlega markmið að standa vörð um og bæta hag borgarbúa. Góð samstaða er um mörg mál og brýnt að því sé haldið á lofti. Hanna Birna Kristjánsdóttir Höfundur er borgarstjóri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.