Morgunblaðið - 31.08.2008, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 31.08.2008, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31. ÁGÚST 2008 47 ✝ Huld Árnadóttirfæddist á Seyðisfirði 5. ágúst 1920. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut 2. júlí síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Vilborg Jónsdóttir, f. 28. mars 1880, d. 12. janúar 1967 og Árni Friðriksson, f. 25. ágúst 1879, d. 26. desember 1938. Systkini Huldar sammæðra voru Axel Ólafsson og Katrín Ólafs- dóttir en alsystkini voru Margrét Vigdís, Arnfríður Ingibjörg , Guð- björg Rakel, Þórunn Sigríður og Aðalsteinn, sem öll eru látin. Eft- irlifandi bróðir Huldar er Friðjón. Huld giftist 8. janúar 1943 Ísaki Dagfinni Alfreðssyni (f. Eilert- sen), f. í Buvik í Senja í Norður- Noregi 23. ágúst 1920, d. 27. júlí 1962. Ísak starfaði lengst af sem kokk- ur. Þau eignuðust 8 börn. Þau eru Árni Dagfinnur, Aðal- steinn Bernharð, Hákon Ólafur, Helgi Jóhannes, Leifur Albert, Vilborg Halldís, Alfreð Ómar og Edda Klara. Huld vann í 25 ár hjá Morgun- blaðinu við pökkun og afgreiðslu. Hún lét af störfum þegar hún varð sjötug. Síðustu 20 árin bjó hún í Hvassaleiti 58. Huld var jarðsungin frá Foss- vogskirkju 11. júlí. Hulla frænka mín er dáin. And- lát hennar kom ekki á óvart þar sem heilsan hafði verið viðkvæm seinustu misserin. Það er þó gott til þess að vita að hún átti góðar stundir með fjölskyldunni sinni stóru skömmu fyrir andlátið. Hulla var yngsta systir Katrínar ömmu minnar og yngstu börn Hullu voru á aldur við mig. Vilborg dóttir hennar var bekkjarsystir mín í fjórða bekk í MR og var því bæði frænka mín og vinkona. Hulla ólst upp í stórum systk- inahópi á Seyðisfirði, en tvö elstu systkinin, amma og Axel ömmu- bróðir minn, urðu eftir fyrir sunn- an þegar faðir þeirra drukknaði. Sem betur fer rofnuðu fjölskyldu- tengslin ekki varanlega og það voru fyrst og fremst Hulla og Magga systir hennar sem urðu okkur mæðgunum nánar. Hulla eignaðist sjálf stóran barnahóp sem hún umvafði á allan þann hátt sem henni var unnt. Þegar við mamma áttum leið til hennar í Hvassaleitið þá var oftar en ekki einhver úr fjölskyldunni hjá henni, börnin, tengdabörnin eða barna- börnin. Þannig var hún umvafin stóru fjölskyldunni sinni, rétt eins og hún hafði áður verið í umönn- unarhlutverkinu. Ef heimsóknin dróst á langinn, eins og oft vildi verða, þá sátum við í stofunni hennar umkringd fjölskyldumynd- um og fengum fréttir úr fjölskyld- unni. Þar var af nógu að taka enda líflegur og hæfileikaríkur hópur. Börnunum hennar kippir í kynið því þegar Hulla gat ekki, heilsu sinnar vegna, hitt Brian systurson sinn frá Nýja-Sjálandi og Peter son hans, síðastliðið haust þá var Há- kon sonur hennar ekki lengi að töfra fram ógleymanlegt fjöl- skylduboð á fallegu heimili þeirra hjóna í Kópavoginum. Það er eftirsjá í henni Hullu frænku minni en styrkur hennar og þrautseigja í öllu því, sem hún tók sér fyrir hendur, geymist í minni. Hún var hlý, án væmni, og minn- ingin um hana er falleg. Börnum hennar, tengdabörnum og afkom- endum öllum votta ég samúð okkar fjölskyldunnar. Anna. Huld Árnadóttir ✝ Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför bróður okkar, mágs og frænda, GUNNARS MAGNÚSSONAR SALÓMESONAR, Kópavogsbraut 5-7, Kópavogi. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á deild 18 og 19 á Landspítala við Kópavogsbraut. Þorsteinn Magnússon, Halla Bachmann Ólafsdóttir, Salóme McInnis, Melvin McInnis, Guðmundur Magnússon, Vaka Hrund Hjaltalín og frændsystkini. ✝ Okkar innilegustu þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur hlýhug og samúð vegna andláts ÁRNA JÓNSSONAR söngvara. Sérstaklega viljum við þakka Jóni Eyjólfi Jónssyni yfirlækni og heilbrigðisstarfsfólki öldrunarsviðs Landspítala háskólasjúkrahúss sem önnuðust Árna í veikindum hans. Jafnframt sérstakar þakkir til Gissurar Páls Gissurarsonar og Fóstbræðra sem heiðruðu minningu hans með fögrum söng. Guð blessi ykkur öll. Bjarney V. Tryggvadóttir, Sigurjón Árnason, Helga Björk Harðardóttir, Tryggvi Guðmundur Árnason, Lee Ann Greer Árnason, Jón Árnason, Guðbjörg Gissurardóttir, Valur Árnason, Kara Pálsdóttir, Ragnar Árnason, Kristín Helga Viggósdóttir. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar elskulegrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, FJÓLU VERONIKU BJARNADÓTTUR, Jaðarsbraut 23-5, Akranesi. Sérstakar þakkir til starfsfólks Sjúkrahúss Akraness fyrir góða umönnun. Hinrik Haraldsson, Haraldur V. Hinriksson, Hrönn Hafliðadóttir, Bjarney R. Hinriksdóttir, Alex Hinrik, Hjörvar og Húgó Haraldssynir. ✝ Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eigin- manns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, AÐALBJARNAR BENEDIKTSSONAR frá Grundarási. Einnig færum við læknum, hjúkrunarfólki og öðru starfsfólki Landspítalans við Hringbraut á skilunardeild og deild 13-E sérstakar þakkir fyrir afburða aðhlynningu og þá stöku alúð og virðingu sem hann naut þar. Sömuleiðis færum við starfsfólki Droplaugarstaða alúðarþakkir fyrir umhyggjuna síðastliðna mánuði. Guðrún Benediktsdóttir, Sigrún Aðalbjarnardóttir, Þórólfur Ólafsson, Inga Hjördís Aðalbjarnardóttir, Helgi Jón Jónsson, Aldís Aðalbjarnardóttir, Páll Sigurðsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför okkar ástkæra eigin- manns, föður, tengdaföður, afa, langafa og bróður, GUÐMUNDAR GUÐJÓNSSONAR, Kópavogsbraut 1a, Kópavogi. Ása Gissurardóttir, Hrafnhildur Guðmundsdóttir, Ólafur Lárusson, Kolbrún Guðmundsdóttir, Gissur Guðmundsson, Svanhildur Pétursdóttir, Jón Guðmundsson, Oddný B. Hólmbergsdóttir, afabörn, langafabörn og systkini hins látna. ✝ Þökkum innilega þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns og föður, MAGNÚSAR KARLSSONAR, Mímisveg 8, Reykjavík. Sérstakar þakkir til lækna og alls hjúkrunarfólks á lungnadeild Landsspítalans fyrir frábæra umönnun. Guð blessi ykkur öll. Bára Guðmannsdóttir, Guðmann Sigurgeir Magnússon. ✝ Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓSAFAT VILHJÁLMUR FELIXSON, Húsey, sem lést sunnudaginn 24. ágúst, verður jarð- sunginn frá Löngumýrarkapellu þriðjudaginn 2. september kl. 15.00. Jarðsett verður í Víðimýrarkirkjugarði. Inda Indriðadóttir, Felix Jósafatsson, Baldvina G. Valdimarsdóttir, Indriði Jósafatsson, Hrönn Helgadóttir, afabörn og langafabörn. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, SIGURBJÖRG BÖÐVARSDÓTTIR, Hrísmóum 1, Garðabæ, sem lést föstudaginn 22. ágúst, verður jarðsungin frá Vídalínskirkju Garðabæ miðvikudaginn 3. september kl. 15.00. Margrét Jónsdóttir, Sigurður Þórarinsson, Sigurpáll Jónsson, Borghildur Ingvarsdóttir, Þorgerður Jónsdóttir, Skúli Pálsson, Auður Jónsdóttir, Gylfi Yngvason, og barnabörn. Jón, tengdafaðir Pálma bróður míns, var heiðursmaður með stóru H-i. Öllum ber saman um það, hvort sem þeir þekktu hann sem ættingja, vin eða kunningja, ná- granna eða vinnuveitanda. Þeim fækkar óðum sem eru af hans gamla og góða skóla. Það að kynnast gegnheilu og skemmtilegu fólki á lífsleiðinni er alltaf þakkarvert. Að auki á ég Jóni það að þakka að þegar þau hjón fluttu búferlum í fyrra treysti hann mér til að varðveita einstak- an gullmola sem hann átti í fórum sínum. Um er að ræða tæplega tví- tugan amerískan eðalvagn af bestu gerð sem Jón umgekkst alla tíð af sömu alúð og virðingu og hann sýndi fólki í kringum sig. Ég mun kappkosta að reynast traustsins verður. Ég kveð Jón með virktum að leiðarlokum. Ég og fjölskylda mín sendum Þóru, Gúnnýju, Pálma, Rakel, Erlu Þóru, Írisi og fjöl- skyldu og öðrum ástvinum hug- heilar samúðarkveðjur. Það er huggun harmi gegn að Jón var hvíldinni feginn eftir áralanga og hetjulega baráttu. Hann fer nú í friði. Blessuð sé minning góðs drengs. Bragi V. Bergmann. Jón Lárus Guðnason ✝ Jón LárusGuðnason fæddist á Ber- serkseyri í Grundarfirði 13. september 1928. Hann lést á Hrafnistu í Reykjavík 22. ágúst síðastliðinn og var jarðsung- inn frá Áskirkju 28. ágúst. ✝ Ástkær faðir okkar, ÓLAFUR BJÖRN GUÐMUNDSSON, lyfjafræðingur, til heimilis að Langagerði 96, Reykjavík, andaðist á Dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund miðvikudaginn 27. ágúst. Útförin fer fram frá Bústaðakirkju þriðjudaginn 2. september kl. 15.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á líknarstofnanir. Guðmundur Ólafsson, Björn Már Ólafsson, Þórey Vigdís Ólafsdóttir, Maríus Ólafsson, Elín Soffía Ólafsdóttir, og fjölskyldur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.