Morgunblaðið - 31.08.2008, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 31.08.2008, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31. ÁGÚST 2008 49 AUÐLESIÐ EFNI Á miðviku-daginn komu Silfur-drengirnir okkar heim frá Ólympíu-leikunum í Peking. Tug-þúsundir tóku á móti handbolta-köppunum og hylltu þá í mið-borginni við Arnarhól. Sjálfir áttu landsliðs-mennirnir ekki orð yfir þessar mót-tökur. Þeir hefðu aldrei búist við þessu. Stuð-maðurinn Valgeir Guðjónsson stýrði hátíðar-höldunum og bjó til nýja máls-hátt af þessu tilefni: „Gott silfur er gulli betra.“ Stemningin var síðan mun hátíð-legri á Bessa-stöðum seinna um daginn þegar for-seti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, veitti ís-lenska lands-liðinu heiðurs-merki hinnar íslensku fálka-orðu. „Mér finnst það mikil-vægt að Íslendingar allir átti sig á því að af-rek ykkar er ekki aðeins merki-legt og ein-stakt í okkar sögu heldur er það það líka í heims-sögu íþróttanna,“ sagði Ólafur Ragnar í ræðu sinni við at-höfnina. Fálka-orður handa þjóð-hetjum Morgunblaðið/Golli Strákarnir óku í opnum bíl frá Skólavörðu-holti að Arnar-hóli. Barack Obama var form-lega valinn forseta-efni demó-krata á flokks-þingi þeirra á fimmtudags-kvöld. Hann er því fyrsti blökku-maðurinn sem verður fyrir valinu sem forseta-efni annars af stóru flokkunum í Banda-ríkjunum. Á flokks-þingi demókrata var ekkert fjallað um þýðingu þessa tímamóta-sigurs Obama fyrir blökku-menn. Það er athyglis-vert því á flokks-þinginu var nokkrum sinnum fjallað um mikil-vægi þess fyrir réttinda-baráttu kvenna að Hillary Clinton skyldi hafa náð svo langt í for-kosningum. Skipu-leggjendur kosninga-baráttu demó-krata segja að því meira sem talað er um Obama sem blökku-mann þeim mun meiri líkur eru á því að kjós-endur úr röðum hvítra verka-manna hafni honum í kosn-ingunum. Sá kjósenda-hópur er mjög mikil-vægur í ríkjum, sem geta ráðið úr-slitum í kosn-ingunum. Obama valinn forseta-efni Vara-forsetaefni McCains Sarah Palin, ríkis-stjóri Alaska, hefur verið út-nefnd vara-forsetaefni Johns McCain, forseta-efnis Repúblikana-flokksins. Valið á Palin, sem er 44 ára, kemur mörgum á óvart en hún þykir pólitískur umbóta-sinni. Hún hefur verið ríkis-stjóri í 2 ár. Stór-skáld semur fyrir Baltasar Baltasar Kormákur hefur fengið banda-ríska tón-skáldið James Newton Howard til að semja tón-listina fyrir nýjustu mynd sína, Run For Her Life. Howard er eitt allra stærsta tón-skáld Hollywood, en hann samdi tón-list fyrir nýjustu myndina um Leðurblöku-manninn, The Dark Knigh. Nýr for-stjóri Land-spítalans Hulda Gunnlaugsdóttir, for-stjóri Aker-háskóla-sjúkrahússins í Ósló, hefur verið ráðin nýr for-stjóri Land-spítalans. Alls sóttu 14 um starf for-stjóra, átta konur og sex karlar. Nýr for-stjóri spítalans tekur til starfa 1. september 2008. Stutt Ístak hefur til-kynnt upp-sagnir 300 starfs-manna og Póst-húsið upp-sögn 129 starfs-manna sinna. Ístak er með marga er-lenda starfs-menn í vinnu en ekki hefur verið ákveðið hverjum verður sagt upp. „Þetta er með stærstu upp-sögnum sem við sjáum,“ segir Gissur Pétursson, for-stjóri Vinnumála-stofnunar. Búist er við frekari hóp-uppsögnum vegna sam-dráttar í atvinnu-lífinu. „Það er vissu-lega áfall þegar svona stórt fyrir-tæki eins og Ístak er að segja upp í þetta miklum mæli,“ segir Sigurður Bessason, for-maður stéttar-félagsins Eflingar. Hundruð upp-sagna Dr. Sigurbjörn Einarsson biskup andaðist á fimmtudags-morgun, 97 ára að aldri. Sigurbjörn var áhrifa-mikill guð-fræðingur og kenni-maður sem miðlaði af fróð-leik sínum og persónu-legri trú í ræðu og riti. Áhrif hans náðu langt út fyrir hóp hinna kirkju-ræknu. Að mati guð-fræðinga var dr. Sigurbjörn braut-ryðjandi og boð-beri breytinga í íslensku kirkju-lífi. Í námi sínu er-lendis kynntist hann nýjum straumum í guð-fræði og helgi-haldi og flutti þá með sér heim. Hann tengdi íslensku kirkjuna við hina alþjóð-legu kirkju og færði þjóð-kirkjuna jafn-framt inn í nú-tímann, að mati dr. Hjalta Hugasonar. Kirkjan varð virk í alþjóð-legu samstarfi og hluti af heims-kristninni. Séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir kveðst meta mest við Sigurbjörn þá guð-fræði sem hann boðaði. „Ég tel að það sé það mikil-vægasta sem þjóðin þarf á að halda – skýr og heit guð-fræði.“ Áhrifa-mikill braut-ryðjandi Morgunblaðið/Einar Falur Dr. Sigurbjörn Einarsson, biskup. Á föstu-daginn var frum-sýnd ný ís-lensk kvik-mynd, Sveita-brúðkaup. Leik-stjóri hennar er hinn kunni klippari Valdís Óskarsdóttir. Þetta er gaman-mynd um ungt fólk sem ætlar að giftast en það reynist þeim erfiðara en þau álitu. Hand-ritið er spunnið af Valdísi og leikurunum, og þykir út-koman mjög góð. Sveita-brúðkaup verður, ásamt Brúð-gumanum eftir Baltasar Kormák, sýnd á kvikmynda-hátíðinni í Toronto. Sveita-brúðkaup frum-sýnd Paul Ramses, hælis-leitandi frá Kenýa, er kominn aftur til landsins. Paul var sendur í flótta-manna-búðir á Ítalíu í júlí eftir að Útlendinga-stofnun hafnaði því að taka mál hans til efnis-legrar með-ferðar. Í síðustu viku úr-skurðaði dómsmála-ráðherra að beiðni hans um hæli skyldi tekin til efnis-legrar með-ferðar. Paul felldi gleði-tár við komuna til landins og féll á kné og kyssti íslenska grund. Endur-komuna telur hann sigur fyrir íslenskt réttar-kerfi, en viður-kennir að í fyrstu hafi hann verið fullur ör-væntingar. Hann lét illa af dvölinni á Ítalíu og sagðist hafa búið í 300 manna flótta-manna-búðum við slæmar að-stæður. Paul Ramses kominn aftur Morgunblaðið/G.Rúnar Paul ásamt fjöl-skyldu. Netfang: auefni@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.