Morgunblaðið - 31.08.2008, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 31.08.2008, Blaðsíða 50
50 SUNNUDAGUR 31. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ dagbók Í dag er sunnudagur 31. ágúst, 244. dagur ársins 2008 Orð dagsins: Og eins og vér höfum borið mynd hins jarðneska, munum vér einnig bera mynd hins himneska. (I. Kor. 4, 16.) Víkverji tilheyrir þeim fámenna en merka hópi landsmanna sem lét handboltafárið sig litlu varða. Þessi hópur hafði hægt um sig en menn vissu þó hver af öðrum og krunkuðu saman í skotum og andvörpuðu vegna þjóðar sem missti fullkomlega stjórn á sér. Þessi hópur veit að handbolti er ekkert annað en bolta- leikur, og ekkert sérlega merkilegur þótt hann sé reyndar nokkru skárri en blak og tennis. x x x Víkverji hélt sig innandyra daginn sem landsliðsmenn í handbolta voru hylltir sem þjóðhetjur. Til að sýna lit kveikti hann þó á sjónvarpinu. Hann sá ráðamenn þjóðarinnar keppast um sviðsljósið í beinni útsendingu, hann heyrði vondar ræður og hlust- aði á einhæf húrrahróp. Víkverji huggaði sig með því að brátt yrði þessari öfgafullu þjóðhátíð lokið. x x x Fyrir þann sem lítinn sem engan áhuga hefur á handbolta var hand- boltafárið furðuleg uppákoma og oft beinlínis spaugileg. Fjölmiðlar stigu dansinn svo ótt og títt og af svo öfga- fullum áhuga að Víkverji varð stund- um beinlínis skelkaður. Skilaboð fjölmiðla voru að þeir sem ekki tækju þátt í gleðinni væru ekki alveg sannar manneskjur. Meðan á látunum stóð þurfti Vík- verji oft á dag að lappa upp á sjálfs- mynd sína. Hann vissi að hann myndi mæta almennri fordæmingu ef hann gerði athugasemd á vinnu- stað eða annars staðar og lýsti þeirri skoðun sinni að viðbrögð þjóð- arinnar við sigrinum væru bæði fá- ránleg og skopleg. Víkverji kaus því að þegja. x x x Víkverji er ógurlega glaður vegna þss að hátíðarhöldunum er lokið og allt er að falla í eðlilegar skorður á ný. Það er sennilega hálf öld þar til Íslendingar vinna næst glæsilegt af- rek á Ólympíuleikum. Þá verður Víkverji blessunarlega fjarri góðu gamni. víkverji@mbl.is Víkverjiskrifar Reykjavík FH-ingur fæddist 30. júlí kl. 9.18. Hann vó 13,5 merkur og var 48 cm langur. Foreldrar hans eru Þorbjörn Jónasson og Fanney Gunn- laugsdóttir, Hafnarfirði. Reykjavík Matthildur fædd- ist 15. júlí kl. 8. Hún vó 4.595 g og var 54,5 cm löng. For- eldrar hennar eru Steinunn Haraldsdóttir og Grétar Mar Hreggviðsson. Reykjavík Ólafur Árni fædd- ist 22. júní kl. 17.24. Hann vó 4.845 g og var 56 cm langur. Foreldrar hans eru Reynir Ingi Árnason og Rebekka Ólafsdóttir. Nýirborgarar Krossgáta Lárétt | 1 grannskoðar, 8 keips, 9 látna, 10 eyði, 11 gjálfra, 13 hvala- afurð, 15 poka, 18 sund- fuglar, 21 hrós, 22 eyja, 23 sparsemi, 24 gang- stétt. Lóðrétt | 2 kærleikshót, 3 guðsþjónusta, 4 gubb- aðir, 5 gyðja, 6 baldin, 7 lenska, 12 niðurlag, 14 viðvarandi, 15 krækling- ur, 16 svæfils, 17 ráð- snjöll, 18 heldur heit, 19 féllu, 20 vond. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 skælt, 4 bifur, 7 jakar, 8 rellu, 9 fæð, 11 tínt, 13 skýt, 14 óttan, 15 fálm, 17 ýsan, 20 hró, 22 rúmur, 23 sælum, 24 afræð, 25 ólmur. Lóðrétt: 1 skjót, 2 Æskan, 3 torf, 4 barð, 5 fölsk, 6 raust, 10 æmtir, 12 tóm, 13 sný, 15 forða, 16 lemur, 18 selum, 19 námur, 20 hríð, 21 ósjó. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 Sudoku Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3- reit birtist tölurnar 1-9. Það verð- ur að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Lausn síðustu Sudoki. www.sudoku.com © Puzzles by Pappocom Skák Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is Staðan kom upp á öflugu kvenna- skákmóti sem lauk fyrir skömmu í Krasnoturinsk í Rússlandi. Sigurveg- ari mótsins, stórmeistarinn Anton- aeta Stefanova (2550) frá Búlgaríu, hafði svart gegn stigahæsta kepp- enda mótsins, Humpy Koneru (2622) frá Indlandi. 21… Hxa5! 22. Dxa5 Dd6! 23. f4 hvítur hefði einnig tapað eftir 23. Rb5 Bxh2+ 24. Kh1 Dh6. 23… Dxc7 24. Dd2 Bf6 svartur hefur nú léttunnið tafl. Framhaldið varð: 25. Dc2 g6 26. b4 Bd4+ 27. Kh1 Bf5 28. Dd2 Bxb1 29. Hxb1 Re6 30. f5 gxf5 31. Hc2 Dd6 32. He1 Bg7 33. Dd3 f4 34. Hec1 Dd7 35. b5 Rd4 36. Hb2 He8 37. Hb4 De6 38. Hf1 Re2 39. b6 d4 40. Db5 De3 41. Hb3 Rc3 42. Dd7 De2 43. Hg1 d3 44. Hb2 De3 45. Hf1 Re2 46. Hb3 He6 og hvítur gafst upp. Svartur á leik. Brids Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Goldschmidt. Norður ♠86432 ♥763 ♦10 ♣9652 Vestur Austur ♠ÁD95 ♠7 ♥K92 ♥G1085 ♦ÁG74 ♦K8632 ♣G8 ♣Á73 Suður ♠KG10 ♥ÁD4 ♦D95 ♣KD104 Suður spilar 1G doblað. „Við spilum Goldschmidt,“ sagði norður og bjó sig undir að upplýsa Boris Schapiro um tilgang og eðli sagnvenjunnar. „Við spyrjum bara,“ sagði Schapiro kurteislega – nennti ekki að setja sig inn í nýja sagnvenju fyrir tvö spil í tvímenningi. Fyrra spilið var tíðindalítið, en í því síðara vakti suður á 1G. Schapiro doblaði og allir sögðu pass. Tígull út og eftir fimm slagi á litinn skipti austur yfir í ♥G. Sagnhafi svínaði, Schapiro drap og hreinsaði litinn. Sagnhafi spilaði ♣K, sem austur át strax og tók tvo slagi á hjarta. Við það þvingaðist suður með ♠KG10 og ♣D. Hann henti spaða og Schapiro fékk þrjá síðustu slagina á ♠ÁD9. Sex niður. „Ég spurði aldrei af hverju norður tók ekki út úr grand- inu,“ skrifar Schapiro: “En sennilega hefur það verið anti-Goldschmidt.“ (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Þú getur gert eitthvað til að hjálpa samfélaginu þínu. Börn, gamalmenni og útigangsfólk þarfnast alltaf hjálpar. Þú munt breyta lífi fólks. (20. apríl - 20. maí)  Naut Gleymdu því að finna frið og ró. Það er bölvað hávaðalið í kringum þig svo þú þarft að setja þig í nýjar stellingar á nokkurra mínútna fresti. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Þú hugsar alltaf málin á enda, sem er fínt, en þú kemst alltaf að sömu niðurstöðunum. Safnaðu upplýsingum í stað þess að hugsa og spyrðu fólk álits. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Þú ert í kröftugri hringrás núna, og vertu því ekki hissa þegar þú upplifir ótrúlegustu atburði. Í kvöld skilur þú ást- vini þína betur – þú ferð dýpra með þeim. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Þú gerir þér grein fyrir að þú hefur ekki gefið hæfileikum þínum næga at- hygli. Þú hefur farið þér of hægt. Þú get- ur miklu meira, ekki koma í veg fyrir það. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Sem jarðarmerki færðu óvenju- mikla andlega útrás við að snerta mold og handleika hana. Farðu í göngutúr í nátt- úrunni. Gróðursettu jurt. Brostu. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Reyndu að komast að eðli manneskj- unnar sem þú dáir. Ástin er unaður þegar þú veist við hvern þú átt. Því samband við einhver óskiljanlegan gerir mann brjál- aðan. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Þín er veruleg þörf meðal annars mannfólks. Þú kemur jafnan jafn- vægi á hlutina. Ástvinir treysta á þig þeg- ar tilfinningarnar bera þá ofurliði. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Ljúktu verki og gerðu það að þínu. Þessa vikuna heldurðu áfram að sanna fyrir sjálfum þér hversu hæfur þú ert. Brátt verður þú beðinn um að bjarga deginum. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Auðveldasta leiðin til að leysa vandamálið er að finna leið til að sjá það sem blessun. Í kvöld verða þremenningar heppnir. Deildu leyndarmálum og sögum. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Veittu blæbrigðum samfélags- ins athygli. Fólk kýs þig þegar þú býst síst við því. Fólk sem sækir í þig færir þér heppni. Taktu vel á móti því. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Þú ert í keppnisskapi. Þú kemur fólki á óvart sem sækist eftir því sama og þú. Þau þurfa kannski að borga, en þú út- skýrir fyrir þeim hvað hvetur þig áfram. Stjörnuspá Holiday Mathis 31. ágúst 1805 Steinunn Sveinsdóttir frá Sjö- undá á Rauðasandi dó í tukt- húsinu í Reykjavík, 36 ára. Hún var dysjuð við alfaraleið á Skólavörðuholti og grjóti kastað að dysinni, Steinkudys. Vegna grjótnáms 110 árum síðar voru bein hennar flutt í Hólavallagarð. 31. ágúst 1919 Jóhann Sigurjónsson skáld og rithöfundur lést, 39 ára. Hann bjó lengst af í Danmörku og samdi leikrit, t.d. Fjalla- Eyvind og Galdra-Loft, en orti einnig ljóð, m.a. Sofðu unga ástin mín, Bikarinn og Sorg, sem er talið fyrsta óbundna ljóðið á íslensku. Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson. Þetta gerðist þá… Magnús Sigur- jónsson, Lindar- götu 61, Reykja- vík, er níræður í dag, 31. ágúst. Magnús heldur upp á afmælis- daginn með fjöl- skyldu og vinum. 90 ára Snæbjörn Pét- ursson í Reyni- hlíð við Mývatn er áttræður í dag. Hann hefur valið að efna ekki til sam- komuhalda að þessu sinni og dvelur í óbyggð- um með sonum sínum. Hann af- þakkar allar gjafir í tilefni afmæl- isins en finnst gaman að fá skeyti frá öllum sem muna eftir honum. 80 ára EINAR Hjálmarsson, starfsmaður í Sláturfélagi Suðurlands á Selfossi er þrítugur í dag. Hann er búsettur á Langsstöðum við Selfoss ásamt eig- inkonu sinni Sigurbáru Rúnarsdóttur, þroska- þjálfa. Þau eiga soninn Ævar Örn, sem er fimm ára gamall „Ætli ég fái mér ekki bara einhverjar góðar kökur og kannski kaffi með þeim. Ég held ég geri ekkert einstakt í tilefni dagsins, reyni heldur bara að hafa það gott,“ segir Einar, að- spurður hvernig hann muni fagna deginum. Hann segir jafnframt engan sérstakan afmæl- isdag í gegnum tíðina vera sér sérstaklega eft- irminnilegan. „Mér finnst ég vera svo ungur ennþá. Það verður ekki fyrr en eftir svona 10 ár sem maður fer að rifja upp einhverjar grobb- sögur af sjálfum sér. Maður man samt eftir pulsunum og fótboltanum í bernskuafmælunum.“ Helstu áhugamál Einars eru hestamennska og fótbolti. „Maður glápir dálítið á þennan fótbolta og þá aðallega meistaradeildina. Mað- ur tekur hana með trompi. Ég er United-maður en veit reyndar ekki í hvernig riðli þeir eru. Ég veit þó að þeir munu rústa riðilinn auðveld- lega að venju.“ Í sumar hefur Einar farið í útilegur, sótt ættarmót og farið í hesta- ferðir. „Ég lagði ekki land undir fót í sumar en það getur vel verið að maður geri það í haust. Það er þó enn á hugmyndastigi.“ | haa@mbl.is Einar Hjálmarsson er þrítugur í dag „Maður er ennþá svo ungur“ ;) Nýbakaðir foreldrar? Sendið mynd af nýja ríkisborgaranum ásamt upplýsingum um fæðingarstað og stund, þyngd, lengd og nöfn foreldra, á netfangið barn@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.